Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Afmæli ___________________ Halldór I. Elíasson Dr. Halldór Ingimar Elíasson pró- fessor, Bakkavör 3, Seltjamarnesi, er sextugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist á ísafirði og ólst upp á Bakka í Hnífsdal til 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959, stundaði nám við háskólann í Marburg í Þýskalandi 1959-60, lauk Diplom-prófi í stærðfræði frá há- skólanum í Göttingen 1963 og dr.rer.nat.-prófi frá háskólanum í Mainz 1964. Halldór var kennari við MR 1964-65, var félagi við Princeton í Bandaríkjunum 1965-66, og aðstoð- arprófessor við Brown University á Rhode Island 1966-67. Halldór var sérfræðingur á Raun- vísindastofnun HÍ 1967-70 og dósent í hlutastarfi við HÍ 1967-69, var stundakennari við Tækniskóla ís- lands 1969-70, gistiprófessor við há- skólann í Bonn í Þýskalandi 1970-71 og við Warwick University í Englandi 1971-72, dósent í verk- fræði- og raunvísindadeild HÍ 1972-73 og hefur verið prófessor þar frá 1973. Hann var í leyfum frá HÍ og starfaði þá við Kaupmannahafn- arháskóla 1975-76, við háskólann í Bonn 1984, við háskólann í Warwick 1990-91 og við háskólann í Bonn 1997-98. Halldór hefur birt margar stærð- fræðigreinar í viðurkenndum er- lendum stærðfræðitímaritum. Má þar nefna tvær fyrstu, Diplomritgerð Die Krummung des Raumes SP(2)/SU(2) von Berger, í Math. Annalen, 1966, og doktorsritgerð hans, Uber die Anzahl gesclossener geodátischer in gewissen Riemannschen Mannig- faltigkeiten i Math. Anna- len, 1966. Halldór var ritstjóri Mathematica Scandinav- ica fyrir hönd íslands 1973-97, formaður stærð- fræðiskorar Verkfræði- og raunvís- indadeildar HÍ 1973-75 og 1989-91, var forstöðumaður stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ 1977-81, varaforseti Verkfræði- og raunvís- indadeildar 1979-81 og deildarforseti 1981-83, hefur átt sæti í Rannsókn- arráði íslands í um átta ár og setið í ýmsum nefndum, var formaður Náttúruvísindadeildar Vísindaráðs og sat í stjóm þess 1991-94. Hann hefur verið félagi í Bandaríska stærðfræðifélaginu frá 1967 og er fé- lagi í Vísindafélagi íslands. Fjölskylda Halldór kvæntist 25.3.1970 Björgu Cortes Stefánsdóttur, f. 2.9. 1947, BA í þýsku, kennara og læknaritara. Hún er dóttir Stefáns Valdimars Þorsteinssonar, feldskera i Reykja- vík, og k.h., Önnu Margrétar Cortes, húsmóður og fyrrv. dagmóður. Börn Halldórs og Bjargar eru Stefán Valdimar Halldórsson, f. 8.12. 1968, stúdent frá MR, tollvörð- ur hjá Tollgæslunni í Reykjavík; Anna Mar- grét Halldórsdóttir, f. 18.9.1973, læknir en sam- býlismaður hennar er Haraldur Darri Þorvalds- son, BS í tölvunarfræði og starfsmaður hjá Oz; Steinar Ingimar Hall- dórsson, f. 13.5. 1975, verkfræðingur. Systkini Halldórs eru Jónas J. El- íasson, f. 26.5.1938, prófessor í verk- fræði við HÍ; Þorvarður Rósinkar Elíasson, f. 9.7. 1940, skólastjóri Verslunarskóla íslands; Elías Bjarni Elíasson, f. 13.3. 1942, yfir- verkfræðingur hjá Landsvirkjun, búsettur í Reykjavik; Margrét Elías- dóttir, f. 13.12. 1946, listmálari i Reykjavik. Foreldrar Halldórs eru Elías K. Ingimarsson, f. 11.1. 1903, d. 4.8. 1965, bóndi, útgerðarmaður, kaupfé- lagsstjóri og frystihússtjóri í Hnífs- dal og síðar verkstjóri i Sænska frystihúsinu í Reykjavík ffá 1958, og k.h., Guðný Rósa Jónasdóttir, f. 28.12. 1906, d. 22.3. 1987, húsmóðir. Ætt Föðurbræður Halldórs: togara- skipstjóramir Bjami og Halldór í Reykjavík. Elías var sonur Ingi- mars, útvegsbónda og oddvita í Fremri-Hnífsdal, bróður Jóns, afa Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Ingimar var sonur Bjarna, b. í Tannanesi í Önundarfirði Jónsson- ar, og Rósamundu Guðmundsdótt- ur, læknis í Nesdal Guðmundsson- ar. Móðir Elíasar var Halldóra Mar- grét Halldórsdóttir, b. í Fremri- Hnífsdal Sölvasonar, b. á Kirkjubóli í Skutulsfirði Sveinssonar, bróður Rannveigar, ættmóður Thorsteins- sonættarinnar, langömmu Muggs og Katrínar, móður Péturs Thorsteins- son sendiherra. Rannveig var einnig langamma Halldóru, móður Auðar Laxness. Guðný er dóttir Jónasar, b. á Bakka í Hnífsdal Þorvarðssonar, b. í Hrauni Sigurðssonar, ættföður Eyrarættar Þorvarðssonar. Móðir Jónasar var Elísabet Kjartansdóttir, b. í Hrauni Jónssonar. Móðir Kjart- ans var Sigríður Sigurðardóttir, systir Sveins á Kirkjubóli. Móðir El- ísabetar var Margrét Pálsdóttir, b. í Arnardal Halldórssonar, og Mar- grétar Guðmundsdóttur, b. í Arnar- dal Bárðarsonar, ættfóður Arnar- dalsættar Illugasonar. Móðir Guð- nýjar var Guðný Jónsdóttir, b. á Læk í Dýrafirði, Bjarnasonar, b. á Rana, Sigmundssonar, bróður Sveins, langafa Jensinu, móður Gunnars Ásgeirssonar stórkaup- manns. Halldór Ingimar Elíasson. Guðjón Einarsson Guðjón Einarsson lögregluvarð- stjóri, Hlíðarvegi 13, Hvolsvelli, er sjötugur í dag. Starfsferill Guðjón fæddist að Moldnúpi í Vestur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp við almenn bústörf. Hann út- skrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins 1976 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum skólans. Guðjón var sjómaður í Reykjavík og Vestmannaeyjum 1947-54, versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Rangæ- inga á Hvolsvelli 1954-74, jafnframt héraðslögreglumaður í Rangárvalla- sýslu frá 1960, lögreglumaður þar í fullu starfi frá 1974 og hefur verið varðstjóri frá 1990 en lét af störfum fyrir aldurs sakir þann 1.7. s.l. Með lögreglustarfinu hefur Guð- jón verið sjúkraflutningamaður í Rangárvallasýslu frá 1972 og séð um rekstur sjúkrabifreiða Rauða kross deildar Rangárvallasýslu s.l. tutt- ugu ár. Guðjón hefur starfað mikið að slysavarnar- og Rauða kross mál- um. Hann sat í aðalstjórn Rauða kross íslands 1986-94 og er gjaldkeri Rauða kross deildar Rangárvalla- sýslu frá 1979. Hann var sæmdur gullmerki SVFÍ 1991 og gullmerki Rauða krossins 1996. Fjölskylda Guðjón kvæntist 25.12. 1954 Þur- íði Kristjánsdóttur, f. 16.7.1926, hús- móður. Hún er dóttir Kristjáns Ólafssonar, bónda og oddvita á Seljalandi í Vestur-Eyjafjallahreppi, og k.h., Amlaugar Samúelsdóttur, bónda og húsfreyju. Börn Guðjóns og Þuríðar eru Kristján Amar, f. 2.9. 1955, d. 21.10. 1956; Rúnar Þór, f. 27.11. 1958, húsa- smiður í Reykjavík en kona hans er Laufey Björnsdóttir og eru dætur þeirra Sara Ósk og Laufey Rún. Systkini Guðjóns era Sigríður, f. 11.8.1930, búsett í Reykjavík; Eyþór, f.13.8. 1931, búsettur á Moldnúpi; Baldvin, f. 22.3. 1934, búsettur í Reykjavík; Guðrún, f. 23.9. 1935, bú- sett á Hvolsvelli; Sigurjón, f. 29.5. 1938, pípulagningarmeistari i Kópa- vogi, faðir Guðna er varð heims- meistari í kraftlyftingum. Foreldrar Guðjóns voru Einar Sigurþór Jónsson, f. 26.4. 1902, d. 31.10. 1969, og k.h., Eyjólflna Guð- rún Sveinsdóttir, f. 9.1. 1897, d. 27.5. 1967, húsfreyja. Ætt Einar var bróðir Önnu, skáldkonu frá Moldnúpi. Einar var sonur Jóns, b. á Moldnúpi, Eyjóifssonar, b. á Raufarfelli, bróður Vigfúsar, langafa Guð- rúnar Katrínar Þorbergs- dóttur forsetafrúar. Eyjólfur var sonur Þórar- ins, b. á Seljalandi, Eyj- ólfssonar, b. í Mörtungu, Þórarinssonar, b. í Skál ísleiksson- ar, b. i Mörtungu Ólafssonar, b. í Hlíð, Höskuldssonar. Móðir Einars á Moldnúpi var Sigríður, systir Tómasar, fóður Þórðar, safnvarðar og rithöfundar í Skógum. Sigríður var dóttir Þórðar, b. og formanns á Rauðafelli, bróður Tómasar, afa Stefáns Harðar Grímssonar skálds og Sigurðar, foður Halla og Ladda. Þórður var sonur Tómasar, b. og formanns í Ásólfsskála, bróður ívars, b. í Tungu í Fljótshlíð, langafa Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds. ívar var einnig afl Niku- lásar kennara, afa Nikulásar Sigfús- sonar yfirlæknis, og afi Tómasar, afa Ómars Valdimarsson- ar, starfsmanns Rauða krossins. Tómas var son- ur Þórðar, b. á Moldnúpi, Pálssonar. Móðir Sigríð- ar var Guðrún Tómas- dóttir frá Varmahlíð und- ir Eyjafjöllum. Móðir Guðrúnar var Sigriður Einarsdóttir. Móðir Sig- ríðar var Ragnhildur Sig- urðardóttir. Móðir Ragn- hildar var Sigríður Jóns- dóttir, eldprests Stein- grímssonar. Eyjólfvína Guðrún var dóttir Sveins, b. á Feðgum i Meðallandi, Þorsteinssonar, b. á Undirhrauni og í Sandaseli, Þorgerðarsonar, Run- ólfssonar, b. í Efri-Ey, Jónssonar. Móðir Eyjólfvínu var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Grímsstöðum, Jónssonar, b. á Grímsstöðum, Ólafs- sonar, b. á Undirhrauni, Jónssonar, b. á Undirhrauni, Ólafssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir. Guðjón og Þuríður verða að heim- an á afmælisdaginn en dvelja í orlofsíbúð Landssambands lögreglu- manna að Helgamagrastræti 45 á Akureyri. Guðjón Einarsson. Sigríður Kristjánsdóttir Sigríður Kristjánsdótt- ir, Vogatungu 69, Kópa- vogi, er níræð í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Blómsturvöllum á Eski- firði og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Þá fór hún til Reykjavíkur þar sem hún stundaði vinnu- konustörf um skeið. Sigríður flutti síðan til Vestmannaeyja 1931 og átti þar heima fram að gosi 1973, lengst af að Blómsturvöllum, að Faxastíg 27. Eft- ir að gosið hófst flutti hún fyrst til Reykjavíkur en hefur síðan átt heima í Kópavogi. í Eyjum stundaði Sigríður ýmis störf, sá m.a. um matsölu og verslunarrekstur auk þes sem hún stundað hús- móðurstörf á barnmörgu heimili. Fjölskylda Sambýlismaður Sigríðar var Guðmundur Guð- mundsson, f. 22.5. 1912, sjómaður af Snæfellsnesi sem lést af slysförum 14.12. 1935. Sonur Sigríðar og Guð- mundar var Guðmundur Helgi, f. 4.9. 1935 en hann lést af slysforum 15.5. 1953. Sigríður giftist 21.9. 1940 Guð- mundi Kristjánssyni, f. 23.6. 1915, d. 29.3. 1986, bifreiðastjóra og síðar starfsmanni við vömafgreiðslu hjá Flugleiðum. Börn Sigríðar og Guðmundar eru Guðbjörg, f. 25.10. 1940, húsmóðir á Hjalteyri, gift Agli Ingva Ragnars- syni verkamanni; Kristján Sigurð- ur, f. 18.3. 1943, bóndi á Steinum undir Austur-Eyjafjöllum, kvæntur Ólöfu Bárðardóttur húsfreyju; Grét- ar, f. 10.8. 1945, bifreiðastjóri og framreiðslumaður, búsettur á Sel- tjarnarnesi, kvæntur Önnu Guð- rúnu Hafsteinsdóttur læknaritara; Rannveig Freni, f. 4.7.1946, húsmóð- ir í Bandaríkjunum, gift Joseph Louis Freni tækniteiknara; Guðný Helga, f. 16.6. 1953, verslunarstjóri í Reykjavík. Hálfbróðir Sigríðar, sammæðra, var Kristján Tómasson, f. 21.6. 1894, d. 12.1. 1981, bankastarfsmaður á Eskifirði. Alsystkini hennar: Guðjón Eirík- ur, f. 5.10.1902, d. 15.6.1964, vélstjóri á Eskifirði; Hálfdánía Sigríður, f. í júní 1905, d. 20.10. 1907; meybam, f. 12.9.1906, d. 18.10.1906; Pétur, f. 11.9. 1907, d. 13.11. 1907; Bjarni, f. 13.2. 1911, verkamaður á Eskifirði; Lovísa, f. 11.2. 1912, d. 10.4. 1922; Kristjana Guðbjörg, f. 15.12. 1913, d. 8.12. 1914; Kristjana Guðbjörg, f. 4.4. 1916, lengi starfsmaður við Sjúkra- húsið í Neskaupstað. Foreldrar Sigríðar voru Kristján Jónsson, f. í Vétleifsholti í Rangár- vallarsýslu 8.6. 1878, d. 14.1. 1959, landpóstur á Eskifirði, og Guðbjörg Þórdís Eiríksdóttir, f. á Eskifirði 8.8 1873, d. 6.5. 1964, húsmóðir. Sigriður tekur á móti ættingjum og vinum í Gjábakka í Kópavogi, 17.7. eftir kl. 16.00. Sigríður Kristjánsdóttlr. Til hamingju með afmælið 16. júlí 80 ára Sigurður Árnason, Bólstaðarhlíð 29, Reykjavík. 75 ára Einar Gunnar Sigurðsson, Hjarðarholti 3, Selfossi. Hann er að heiman. 70 ára Bryndís Sigurðardóttir, Klukkubergi 9, Hafnarfirði. Ragnar Sigurðsson, Austurgötu 3, Sandgerði. 60 ára Jóhann Tryggvason, Ásvegi 13, Dalvík. Sigurveig Jóhannsdóttir, Hléskógum 6, Reykjavik. Skúli Óskarsson, Háabergi 3, Hafnarfirði. Sveinn Andrésson, Hlaðbæ 3, Reykjavík. 50 ára Dagný Guðmundsdóttir kennari, Hrauntungu 22, Hafnarfirði. Baldur Pálsson, Sunnufelli 4, Egilsstöðum. Gerður Kristjánsdóttir, Löngumýri 22 C, Garðabæ. Helga Þorvarðardóttir, Langholtsvegi 179, Reykjavík. Hermanía Kristín Halldórsdóttir, Mjógötu 5, ísafirði. Kristín Bergþórsdóttir, Brávöllum 6, Egilsstöðum. Ólafur Ármann Sigurðsson, Höfðabrekku 23, Húsavík. Sigurður Eyjólfsson, Sámsstöðum II, Dalabyggð. Sævar Hafsteinn Jóhannsson, Miðtúni 16, Reykjavík. Úlfar Antonsson, Fiskakvísl 28, Reykjavík. Valgerður Gunnarsdóttir, Sogavegi 152, Reykjavík. 40 ára Árni Hjörtur Rósason, Lihdargötu 62, Reykjavík. Birkir Pálsson, Þrastarima 2, Selfossi. Bjöm Leósson, Engihjalla 11, Kópavogi. Guðjón Pálmarsson, Eyrarholti 2, Hafnarfirði. Hannes Jónas Jónsson, Dalhúsum 92, Reykjavík. Helga Hákonardóttir, Hraunbæ 132, Reykjavík. Hrefna Björg Óskarsdóttir, Vallargötu 9, Sandgerði. Ingvar Magnússon, Vesturfold 11, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Stuðlaseli 25, Reykjavík. Ragnheiður Magnúsdóttir, Hólabraut 21, Skagaströnd. Sigríður Inga Sverrisdóttir, Teigaseli 9, Reykjavík. Siguður Þór Sigurðsson, Grófarsmára 16, Kópavogi. Sólveig Bryndís Eiríksdóttir, Heimagötu 30, Vestmannaejjmn. Steinunn Dagmar Snjólfsdóttir, Hlíðarhjalla 68, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.