Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2001, Blaðsíða 23
43 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001___________________________________________ DV Tilvera Naomi Camp- bell 31 árs Afmælisbam dagsins er of- urfyrirsætan Naomi Campbell. Campbell, sem löngum hefur veriö vinsælt efhi í slúðurdálk- um dagblaðanna, var að nema leiklist þegar tískubransinn uppgötvaði hana þegar hún var fimmtán ára gömul. Hefur ferill hennar verið glæsilegur síðan og má geta þess að hún var fyrsta svarta konan sem prýddi forsíðu bæði breska og franska Vogue. Einkalíf Naomi hefur verið Sörugt og hefur hún átt marga kærasta, allt frá Mike Tyson til evrópskra greifa. Þá hafa fyrrum aðstoðarkonur hennar verið dijúgar að segja frá erfíðu skapi hennar. Gildir fyrir miövikudaginn 23. maí Vatnsberinn 120. ian.-is. febr.l: 1 k Allt sem þú tekur þér ÍJ/ fyrir hendur í dag gengur vel. Þú ert full- "(f** ur bjartsýnl og tilbú- inn að reyna eitthvað nýtt. Kvöld- ið verður skemmtilegt. Flskarnir (19. febr.-20. marsl: Greiðvikni borgar sig ávallt betur en stirfni og leiðindi. Þetta áttu eftir að reyna á eftir- minnilegan hátt í dag. Vinur bið- ur þig um peningalán. HrÚtUfÍnn 121. mars-19. anrilt: Þér finnst þú hafa mikið að gera en verið getur að þínir nánustu hafi það líka. Reyndu að sýna sanngirni í samskipum við aðra. Nautið (20. apríl-20. maíl: Galgopaskapur ein- kennir daginn í dag og svo virðist sem ekki beri að taka eitt orð al- varlega. Ollu gamni fylgir þó nokkur alvara. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Þú færð fréttir sem ’ koma róti á huga þinn. Ekki er þó ástæða til að hafa áhyggjur. Ást- in blóinstrar hjá þér. Krabbinn (22. iúni-22. iúlíi: Gerðu eins og þér JL^áT\ finnst réttast í máli sem þú þarft að taka S ákvörðun í. Þú ættir ékki einu sinni að leita ráða, málið er þess eðlis. Liónið (23. iúlí- 22. ágústl: Þú vinnur að sérstöku W J gæluverkefni um þess- égmlW ar mundir og á það gBBtBBt hug þinn allan. Gættu þess að það bitni ekki á fjölskyld- unni. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Kunningjar þínir gætu <\\W komið þér í vandræði ^^W^kþó að það sé hreint ^ f ekki ætlun þeirra. Þú þarft að sýna sjálfstæði, þá fer allt vel. Vogin (23. sept.-23. okt.l: y Ef þú ferð ekki eftir r>éy innsæi þínu eru meiri \ f líkur á að þú lendir í r f ógöngum en ef þú hlýðir á þinn innri mann. Happa- tölur þínar eru 5, 8 og 21. Sporðdrekí (24. okt.-21. nóv.): [ Þú ættir ekki að ; treysta algerlega á eðl- ^isávísunina þar sem j hún gæti brugðist þér. Þú hittir persónu sem heillar þig við fyrstu sýn. Bogamaður (22. náv,-21. des.l: ÍFarðu varlega þvi ekki r er allt sem sýnist. Þú ert fullur sjálfstrausts um ; þessar mundir og ekki nunnkár það við viðurkenningu sem þú færð á opinberum vettvangi. Steingeitln (22. des.-19. ian.): Þér hættir til að velta þér óþarflega mikið upp úr litilfjörlegum vandamálum og hafa af þeim meiri áhyggjur en vert er. Gerðu þér glaðan dag. Verðlaunagripirnir Stefanía Sverrisdóttir, hönnuöur verölaunagripanna, og Jóhann Sigmarsson meö hina glæsilegu verölaunagripi, Jóhann Sigmarsson stýrir Stuttmyndadögum í Reykjavík í tíunda sinn: Allt frá grasrótinni í óskarsverðlaunamyndir Stuttmyndadagar í Reykjavík er kvikmyndahátíð sem búin er að festa sig í sessi og verður stærri með hverju árinu. Upphafsmaður Stuttmyndadaga og sá sem hefur stýrt hátiðinni frá upphafi er Jó- hann Sigmarsson kvikmyndagerð- armaður. Er ómæld sú vinna sem hann hefur lagt í að hafa hana sem myndarlegasta. Jóhann var á fullu í undirbúningnum þegar DV hafði samband við hann enda í nógu að snúast: „Stuttmyndadagar taka nokkrum breytingum að þessu sinni,“ segir Jóhann. „Þetta er til að mynda í fyrsta sinn sem við fáum aðgang að Háskólabíói en segja má að við höfum verið á ver- gangi með hátíðina undanfarin ár. Svo er þetta í fyrsta sinn sem er- lendar stuttmyndir keppa um verð- laun í sérflokki og hafa verið hann- aðir verðlaunagripir í fyrsta sinn, verðlaunagripir sem verða í fram- tíðinni tákn fyrir hátíðina." Jóhann segir að úrvalið 1 erlenda flokknum sé mjög gott. „Meðal ann- ars erum við að sýna þær stutt- myndir sem fengu tilnefningu til óskarsverðlauna á síðustu óskars- hátíð. Þannig að Stuttmyndadagar eru mun alþjóðlegri en áður og við erum í samstarfi við filmfesti- val.com og er ég nýkominn af kvik- myndahátíðinni í Cannes þar sem ég kynnti hátíðina." Að mati Jóhanns má þó ekki gleyma grasrótinni: „Við stofnuðum til Stuttmyndadaga á sínum tíma með það fyrir augum að gefa ungu fólki tækifæri til að sýna afurð sína, en mikill áhugi er á kvikmyndagerð og margir nýliöar að vinna eigið efni án þess að sjá neitt tækifæri til að koma því á framfæri. Við erum enn að huga að þessu fólki og öllum er heimilt að senda stuttmyndir í keppnina og þó kominn sé alþjóðleg- ur stimpill á hana þá er hún um leið hvatning fyrir unga íslenska kvik- myndagerðarmenn.“ Stuttmyndadagar i Reykjavík hefjast í kvöld og verður framhaldið í þrjá daga í tveimur sölum frá kl. 20-23 og eru tvö hlé í hvorum sal. -HK 300 þúsund í meðlag á viku Dómstóll í Michigan hefur metið það svo að rapparinn Eminem skuli greiða um 300 þúsundir íslenskra króna í meðlag með barni sínu i viku hverri. Auk þess er það mat dómstólsins að Eminem eigi að greiða heilbrigðistryggingu fyrir dótturina Hailie Jades, um 16 þús- und krónur á mánuði, og 90 prósent af dagheimilisgjöldum fyrir stelpuna. Eminem, sem í rauninni heitir Marshall Mathers III, og eiginkona hans, Kim Mathers, skildu að borði og sæng í ágúst í fyrra eftir að hafa verið í hjónabandi í eitt ár. Allar til- raunir til sátta milli þeirra hafa mistekist og er þess vegna skilnað- armál þeirra komið til dómstóla. Stoðar lítið að vera stórstjarna Hollywood- stjarnan Faye Dunaway komst að þvi á dögun- um að ekki er alltaf nóg að vera stórstjarna til að komast þangað sem maður ætlar sér. Dunaway lang- aði að heilsa upp á stórleikstjór- ann Francis Ford Coppola fyrir sýningu á nýrri útgáfu stórmynd- arinnar Apocalypse Now og gerði sig lík- Faye Dunaway Margrómuö leikkona í Cannes meö fyrstu myndina sem hún stjórnar. lega til að ganga til kappans. Hins veg- ar tóku franskir ör- yggisverðir í taumana og stöðv- uðu för leikkon- unnar. Skipti engu máli þótt hún segði til sín. Annars var Dunaway í Cannes með fyrstu mynd- ina sem hún bæði leikstýrir og skrifar handrit.ið að. Mynd- in heitir The Yell- ow Bird og með að- alhlutverkin fara James Coburn og Brenda Blethyn. Orðrómur um þungun Jennifer Aniston hefur ekki farið leynt með það að hana langi til að eignast barn. Og nú er á kreiki orðrómur í Hollywood að leikkonan sé bamshafandi. Fréttir eiga að hafa lekið út um að handritahöfund- ar að sjónvarpsmyndaflokknum Friends hafi bætt því inn í atburða- rásina að Rachel, sú sem Jennifer leikur, verði þunguð. Þykir þar með staðfest að ósk Jennifer hafi ræst. Liza Kudrow, sem einnig leikur í mynda- flokknum, fékk hand- ritahöfunda til að gera persónuna sem hún leikur bams- hafandi þegar hún átti sjálf von á barni. Pitt verður tískuhönnuður Nú ætlar hjartaknúsarinn Brad Pitt, sem olli mörgum stúlkum um allan heim vonbrigðum í fyrra þegar hann kvæntist Jennifer Aniston, að verða tískuhönnuður. Ásamt stílistanum Todd Shemarya ætlar Pitt að hanna eigin fatalínu. Hugmyndin kviknaði þegar Pitt og stílistinn hans endurhönnuðu fot fyrir fhunsýningu á kvikmynd. Eftir að þeir höfðu þrengt buxnaskálmamar og klippt uppbrotið af á nokkrum buxum fóru aðrir hönnuðir að herma eftir þeim. Shemarya segir þá hafa hlegið sig vitlausa þegar þeir tóku eftir þvi. r Ball í 1 Gúttó Höfundur og leikstjóri Maja Árdal Næstu sýningar Föstud. 25. maí og laugard. 26. maí, síðustu sýningar sýningar hefjast kl. 20 Leikhúskórinn sýnir: Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Leikstjóri Skúli Gautason. Tónlistarstjórn Roar Kvam. Einsöngvarar: Alda Ingibergsdóttir, Ari J. Sigurðsson, Baldvin Kr. Baldvinsson, Haukur Steinbergsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigríður Elliðadóttir, Steinþór Þráinsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Þórhildur Örvarsdóttir. Miðvikud. 23. maí, síðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.30 — Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Loftkastalanum Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.