Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 26
50 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 Islendingaþættir______________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 90ára____________________________ Auðunn Gestsson, Grænumörk 5, Selfossi. Jón Salómon Jónsson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára __________________________ Margrét L. Árnadóttir, Þórsgötu 20, Reykjavík. 80 ára___________________________ Jón Guömundsson, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Stekkjarholti 24, Akranesi. 75 ára___________________________ Eiríkur Bragason, Úthaga 17, Selfossi. Valtýr Sæmundsson, Mávabraut lb, Keflavík. ZOára____________________________ Aðalbjörg Aðalbjarnardóttir, Miöfelli 8, Egilsstöðum. Baldur Björnsson, Borgarsíðu 13, Akureyri. Guðmundur Sigurjónsson, Rútsstööum, Blönduósi. 60 ára___________________________ Birgir E. Sumarliðason, Svarthömrum 17, Reykjavík. Guðbjörg Eiríksdóttir, Bogabraut 5, Skagaströnd. Inga Svava Ingólfsdóttir, Birkigrund 37, Kópavogi. Sæmundur Jóhannsson, Hjöllum 23, Patreksfiröi. 50 ára___________________________ Heiða Rós Jónasdóttir, Jakaseli 5a, Reykjavlk. Magnús Árnason, Rauðalæk 25, Reykjavík. Ómar Sigurðsson, Breiðvangi 21, Hafnarfirði. Ósa Knútsdóttir, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. Siguriaug S. Smart, Keilugranda 10, Reykjavík. 40ára ___________________________ Arnlaugur Ólafsson, Ölduslóð 2, Hafnarfirði. Benedikt Helgi Sigfússon, Hafnarnesi 1, Höfn. Egill Gunnarsson, Vitastig 25, Bolungarvík. Haukur Óskarsson, Stuðlabergi 92, Hafnarfiröi. Hrönn Jóhannesdóttir, Brekkustíg 15, Njarðvík. Jóhann Sveinsson, Langholtsvegi 83, Reykjavík. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, Hallormsstaöarskóla, Egilsstöðum. Nanna Lovísa Zophoníasdóttir, Tjarnarbraut 15, Hafnarfirði. Randy Baldvina Friðjónsdóttir, Smyrilshólum 2, Reykjavík. Stefán Hjálmarsson, Stekkjarhvammi 66, Hafnarfirði. Tómas Tómasson, Öldugranda 15, Reykjavík. Vllhjálmur Árnason, Reyrengi 28, Reykjavík. Fólk í fréttum Matthías skáld Matthías Johannessen skáld var sæmdur heiðursverðlaunum Menn- ingarverðlauna DV fyrir skáldskap sinn, viðtalsbækur og sem áhrifa- mikUl málssvari íslenskrar tungu og menningar um áratuga skeið. Starfsferill Matthías fæddist í Reykjavík 3.1. 1930 og ólst upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1950 ,cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1955 og stundaði hann framhaldsnám við Kaup- mannahafnarháskóla 1955-56. Matthías var blaðamaður við Morgunblaðið frá 1951 og ritstjóri þess 1959-2001. Ljóðabækur Matthíasar: Borgin hló, 1958 og 1998; Hólmgönguljóð, 1960 og 1985; Jörð úr ægi, 1961; Vor úr vetri, 1963; Fagur er dalur, 1966; Vísur um vötn, 1971; Mörg eru dags augu, 1972; Dagur ei meir, Ljóð 74, 1975; Morgun í maí, 1978; Veður ræður akri, 1981; Tveggja bakka veður, 1981; Flýgur örn yfir, 1984; Dagur af degi, 1988; Veröld þín, 1989; Sálmar á atómöld, 1991; Fuglar og annað fólk, 1991; Árstíðaferð um innri mann, 1992; Land mitt og jörð: Ljóð, 1994; Vötn þín og vængur, 1996; Ættjarðarljóð á atómöld, 1999; Ljóðaúrval, 2001. Mörg ljóða hans hafa verið þýdd og gefin út á fjöl- mörgum tungumálum. Meðal leikrita Matthíasar: Jón gamli; Eins og þér sáið; Fjaðrafok; Sólmyrkvi; Sókrates; útvarpsleikrit- ið Guðs reiði, og sjónvarpsverkin Ófelía, og Sjóarinn, spákonan... . Samtalsbækur Matthiasar: í kompaníi við allífið, viðtöl við Þór- berg Þórðarson, 1959; Svo kvað Tómas, viðtöl við Tómas Guð- mundsson, 1960; Hundaþúfan og haf- ið, viðtöl við Pál ísólfsson, 1961; I dag skein sól, viðtöl við Pál ísólfs- son, 1964; Kjarvalskver, 1968, og aukið 1974; Bókin um Ásmund, 1971; Skeggræður gegnum tíðina, sam- talsgreinar um Halldór Laxness, 1972; Gunnlaugur Scheving, 1974; Sverrir Haraldsson, 1977, og I kompaníi við Þórberg. Samtöl - M, fimm bindi samtala Matthíasar við ýmsar persónur, komu út 1977-82. Matthías sendi frá sér smásagna- söfnin Nítján þættir, 1981;Konung- ur af Aragon, 1986; Hvíldarlaus ferð inn í drauminn, 1995, og Flugnasuð í farangrinum, 1998. Skáldsögur eftir Matthías: Sól á heimsenda, 1987; Spunnið um Johannessen Stalin, 1995; Það nærist á góðum minningum, 2001, og Vatnaskil, 2002. Hann samdi fræðiritin Njála í íslenskum skáldskap, 1958; Klofn- ingur Sjálfstæðisflokksins gamla 1915, 1971; ævi- og stjórnmálasögu Ólafs Thors, tvö bindi 1981; greina- og erindasafnið Úr helgispjallinu, 9. bindi, og fræðirit um Jónas Hall- grímsson, Um Jónas, 1993. Matthías sat í stjórn Hins ís- lenska þjóðvinafélags, í Bókmennta- ráði Almenna bókafélagsins, i stjórn Filmíu, i stjóm SUS, var, ásamt öðrum, ritstjóri Stefnis, sat í stjóm Krabbameinsfélags íslands, var formaður Stúdentaráðs HÍ, Stúdentafélags Reykjavíkur, Blaða- mannafélags íslands 1964-65, Félags íslenskra rithöfunda, Rithöfunda- sambands Islands, Rithöfundaráðs, og Norræna rithöfundaráðsins, Þjóðhátíðarnefndar 1966-74 og Menntamálaráðs 1983-87. Þrjár ljóðabóka Matthíasar voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Tveggja bakka veður; Dagur af degi, og Vötn þín og vængur. Hann hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Bjöms Jónssonar; viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins; hefur hlotið heið- urslaun Alþingis frá 1984; gullmerki Rauða kross íslands 1995; Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 1999; er stórriddari hinnar konunglegu norsku heiðursorðu, frá 2002, og er heiðursfélagi Rithöfundasambands íslands. Fjölskylda Matthías kvæntist 26.6. 1953 Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen, f. 28.11. 1929, hárgreiðslumeistara. Hún er dóttir Ingólfs Kristjánsson- ar, bónda á Víðirhóli á Hólsfjöllum, og k.h., Katrínar Maríu Magnús- dóttur húsfreyju. Synir Matthíasar og Jóhönnu eru Haraldur, f. 25.6. 1954, lögfræðingur og ríkislögreglustjóri, kvæntur Brynhildi Ingimundardóttur hjúkr- unarfræðingi og eru böm þeirra Matthías hagfræðingur, Kristján menntaskólanemi, Anna og Svava; dr. Ingólfur, f. 17.2.1964, læknir, sér- fræðingur í veirufræði og lektor við Edinborgarháskóla. Systkini Matthíasar: Jósefína Norland, f. 16.5. 1925, húsmóðir í Reykjavík; Jóhannes Johannessen, f. 10.11. 1937, lögfræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Matthíasar: Haraldur Johannessen, f. 5.4. 1897, aðalfé- hirðir Lands- banka íslands, og k.h., Anna Jó- hannesdóttir, f. 2.11. 1900, hús- móðir. Ætt Matthías Johannessen Matthías er í hópi höfuöskálda þjóðarinnar og hefur um áratuga skeið, sem ritstjóri Morgunblaðsins, verið einn áhrifamesti málsvari íslenskrar tungu og menningar. Föðursystir Matthíasar var Ellen, móðir Lou- isu Matthíasdótt- ur listmálara. Haraldur var son- ur Matthíasar Jo- hannessen kaup- manns, frá Bergen I Noregi. Móðir Haralds var Helga Norð- fjörð Jónsdóttir Norðfjörð, verslun- armanns í Reykja- vík, bróður Sigriðar, ömmu Jakobs Möller ráðherra, fóður Baldurs, fyrrv. ráðuneytisstjóra og skák- meistara, fóður Markúsar hagfræð- ings. Önnur systir Jóns var Helga, langamma Hans G. Andersen sendi- herra. Jón var sonur Magnúsar Norðfjörð, beykis í Reykjavik Jóns- sonar, beykis í Reykjafirði, bróður Guðbjargar, langömmu Sigríðar, ömmu Friðriks Ólafssonar stór- meistara, og langömmu Jóhanns, afa Jóhanns Hjálmarssonar skálds. Önnur systir Jóns var Hallgerður, langamma Ágústs H. Bjamasonar heimspekings. Móðir Jóns verslun- armanns var Helga Ingimundardótt- ir, systir Ingigerðar, langömmu Bjargar, ömmu Garðars Cortes óp- erusöngvara. Bróðir Helgu var Ólaf- ur, langafi Valgerðar, ömmu Einars Benediktssonar sendiherra. Móðursystkini Matthíasar: Láras, alþm. og hæstaréttardómari, og El- ín, húsmóðir. Faðir Önnu var Jó- hannes, bæjarfógeti í Reykjavík Jó- hannesson, sýslumanns Guðmunds- sonar, b. á Miklahóli í Viðvíkur- sveit, bróður Halls, fóður Sigurðar, langafa Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Annar bróðir Guð- mundar var Jóhannes, hreppstjóri í Hofsstaðaseli, afi Vilhjálms Stefáns- sonar landkönnuðar. Guðmundur var sonur Jóns, b. á Bjamastöðum Jónssonar, fjórðungslæknis í Viðvík Péturssonar. Móðir Jóns á Bjarna- stöðum var Guðrún Hallgrímsdóttir (Djákna-Gunna), sú er Myrkár- djákninn glettist við. Móðir Jóhann- esar bæjarfógeta var Maren Ragn- heiður Friðrika Lárusdóttir, sýslu- manns að Enni Thorarensen, Stef- ánssonar, amtmanns á Möðruvöll- um Þórarinssonar, ættföður Thorarensenættar Jónssonar. Móð- ir Lárasar var Ragnheiður Vigfús- dóttir, sýslumanns á Víðivöllum Scheving. Móðir Marenar var Elín Jakobsdóttir Hafstein, systir Péturs Hafstein amtmanns, föður Hannes- ar, skálds og ráðherra. Móðir Önnu var Jósefína Antónína, systir Haralds Blöndal ljósmyndara, afa Benedikts hæsta- réttardómara, Halldórs alþingisfor- seta og Haralds hrl. Jósefína var dóttir Lárusar Blöndal, amtmanns á Kornsá, bróður sýslumannanna, Gunnlaugs og Magnúsar. Láras var sonur Björns Blöndals, ættföður Blöndalsættar Auðunssonar. Móðir Jósefinu var Kristin, dóttir Ásgeirs, dbrm. og bókbindara á Lambastöð- um, bróður Jakobs, pr. í Steinnesi, langafa Vigdisar Finnbogadóttur, en móðir Kristínar, Sigríður, var syst- ir Þuríðar, langömmu Vigdísar. Hálfsystir Sigríðar, samfeðra, var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv. ráðherra, foður Þorsteins heimspek- ings. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. og skálds í Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum Högnasonar, prestafóður á Breiðabólstað Sig- urðssonar. Fanney Ingibjörg Sæbjörnsdóttir húsmóðir í Sandgerði Fanney Ingibjörg Sæbjömsdóttir húsmóðir, Brekkustíg 11, Sand- gerði, varð áttræð í gær. Starfsferill Fanney fæddist í Nýjabæ i Skeggjastaðahreppi, N-Múlasýslu og ólst þar upp við hefðbundin sveita- störf. Hún þurfti snemma að leggja heimilinu lið því bamahópurinn var stór. Rúmlega tvítug fluttist Fanney til Sandgerðis ásamt fjölskyldu sinni. Þar byrjuðu þau Jóhann að búa í Tungu, sem nú er Brekkustígur 11, og hafa búið þar síðan. Fjölskylda Fanney giftist 18.12.1948 Jóhanni Óskari Þorkelssyni, f. 13.11. 1915, d. 25.6. 1999, verkstjóra hjá Garði hf. og síðar hjá Rafni hf. Hann var son- ur Þorkels Þorkelssonar, f. 31.3.1884 í Hólakoti i Miðneshreppi, d. 28.3. 1971 í Keflavík, fyrrum b. í Hólakoti og Melabergi í Miðneshreppi, og Svanhvítar Sigríðar Þórarinsdóttur, f. 3.3. 1885 að Brekku í Fljótsdal i N- Múlasýslu, d. 1.8.1959 í Sandgerði. Böm Fanneyjar og Jóhanns eru Edda Sigurveig, f. 27.9. 1946, hús- móðir í Sandgerði, gift Degi Ingi- mundarsyni útgerðarmanni og eiga þau Njólu, f. 1.2.1981, Bjarka, f. 22.5. 1982, og Kjartan, f. 17.3. 1985, fyrir átti Edda Anthony John Stissi, f. 13.7. 1971; Sigurður Þorkell, f. 11.3. 1948, verkstjóri í Sandgerði, kvænt- ur Ámýju Viggósdóttur húsmóður og eiga þau Guðrúnu Ingu, f. 7.12. 1967, Fanneyju Steinunni, f. 6.6. 1972, og Ólaf Viggó, f. 26. 9.1979, fyr- ir átti Sigurður soninn Karsten Vang, f. 29.12. 1966; Ásta Sæbjörg, f. 11.3. 1948, kaupkona í Neskaupstað, gift Guðmundi Sveinssyni kaup- manni og eiga þau Svein, f. 26.5. 1970, Guðveigu Bjamýju, f. 22.7. 1973, Fanneyju Ingibjörgu, f. 16.2. 1976, og Jóhann Óskar, f. 20.5. 1983; Ingibjörn Guðjón, f. 21.2. 1949, starfar hjá SR-Mjöli á Siglufirði, var kvæntur Svanhildi Björnsdóttur húsmóður og eiga þau Erlu Ósk, f. 15.6. 1982 en fyrir átti Ingibjörn Jó- hann Fannar, f. 17.6. 1972, og Stein- unni Dröfn, f. 17.5.1975; Sesselja Sig- ríður, f. 11.4. 1950, húsmóðir í Sand- gerði, gift Emi Högnasyni verka- manni og eiga þau Má Grétar, f. 9.4. 1978, Vilhelmínu Oddnýju, f. 2.7. 1980, og Örn Hauk, f. 6.1.1990; Hulda Ósk, f. 25.12. 1951, húsmóðir í Sand- gerði, gift Jónasi Jónssyni verka- manni og eiga þau Jónu Ósk, f. 18.3. 1975, Ingu Rut, f. 29.11. 1978, og Guð- mund Jónas, f. 13.5. 1986; Skúli Ragnar, f. 18.11. 1952, verkamaður í Sandgerði, kvæntur Sólrúnu Maríu Henriksdóttur húsmóður og eiga þau Vilhjálm, f. 10.8. 1979, Svövu Kristínu, f. 2.1. 1982, og Hrafnhildi, f. 11.12. 1986; Óskar Fannberg, f. 14.5. 1955, verslunarmaður í Sand- gerði, kvæntur Bjameyju Ragnheiði Finnbogadóttur húsmóður og eiga þau Óskar Inga, f. 15.2.1984 en fyrir átti Bjamey Sigurð Rúnar Bergdal, f. 6.4. 1972, nú látinn, sem Óskar gekk í föðurstað; Svanhvít Sigríður, f. 2.6. 1959, húsmóðir í Sandgerði, gift Jóni Kristjánssyni skipstjóra en fyrir átti Svanhvít Hafstein Má, f. 30.12. 1976, Helga Sævar, f. 27.11. 1979, og Guðmund Adam, f. 11.10. 1984 en dóttir Svanhvítar og Jóns er Kristín Sigurbjörg, f. 19.7. 1994. Foreldrar Fanneyjar voru Sæ- bjöm Þórarinsson, f. 25.3. 1886 á Brekku í Fljótsdal, N-Múlasýslu, d. 22.9. 1973, bóndi og söðlasmiður í Nýjabæ í Skeggjastaöahr., síðar verkamaðm- í Sandgerði, og Ásta Laufey Guðmundsdóttir, f. 15.2.1905 í Reykjavík, d. 20.12.1973 i Bergholti í Sandgerði, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.