Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1968, Blaðsíða 1
Miðvkudagur 12. júní 1968 — 49. árg- 106. tbl. > . ■■■■. ;V* '•v/'y; . : ' wimméfMÉÉ mwMmSsm ;:ý hiMBfí: MM í jjgajS ■ sMm 3 Síðdegis í gær urðu hörð átök milli verkamanna í Peugoet bifreiðaverksmiðjunum í Sochaux í Suður Frakklandi og lögreglumanna. Einn verkamaður varð fyrir banaskoti frá lögreglunni. Er þetta í fyrsta skipti, sem maður verður fyrir banaskoti frá því að óeirðirnar hófust í Frakklandi fyrir rúmum mánuði. Miklar mótmælagöngur voru í París í gærkvöldi. Síðdegis í gaer urðu hörð á- tök milli verkamanna og lög- reglu við Peugeot bifreiðaverk smiðjurnar. Verkamaður varð fyrir bana skoti af hendi lögreglunnar. hetta er í fyrsta skipti, sem mað ur verður fyrir banaskoti síð- an óeirðirnar hófust í Frakk- landi fyrir um mánuði síðan. Samkvæmt upplýsingum yf- irvalda í Bescanon, skammt fr-á Sochaux brutust verlcamenn inn í lögreglubíl og stálu það- an rifflum og hafi verkamaður inn, Jean Beylot, þá orðið fyr- ir banaskotinu. Ekki er kunn- ugt um nánari tildrög, en verka lýðsfélögin hafa lýst allri sök á hendur lögreglunni og kraf- izt þess að hún héldi á brott frá öllum vinnustöðvum. í óeirðunum í Sochaux særð ust alls um 17 manns, þar af 4 lögreglumenn. Þessir atburð- ir urðu til þess að auka enn líkurnar fyrir óeirðum í París, en þar höfðu orðið hörð átök milli lögreglu og stúdenta að- farnótt þriðjudags í Latúnu- hverfinu. í gærkvöldi var boð að til mótmælafundar við Gare lést járnbrautarstöðina til þess að mótmæla drukknun stú- dents, sem stúdentar staðhæfa að lögreglan hafi hrundið í Signu, en lögreglan segir hins vegar, að stúdentinn hafi kast að sér í fljótið til þess að kom ast undan henni. Stúdentaleiðtoginn Jacques Savageot, sagði á blaðamanna fundi í gær, að ekki yrði þess farið á leit við stúdenta að þeir hættu við fyrirhugaðar mótmælagöngur og myndu stúdentar veita mótspyrnu gerðist þess þörf. Búizt var við, að stúdentar færu í mótmælagöngur í tvennu lagi í gærkvöldi, þar Framhald á 14. síðu. Blaiberg hjarta- þegi veikur og nú á sjúkrahúsi Dr. Philip Blaiberg-, tannlæknir frá Suður Afríku, sem var annar hjartaþeginn í heiminum og hefur lifað' lengrst allra hjartaþega var skyndilega ekið í sjúkrabifreið í Groote Schuur sjúkra- húsið í gærkvöldi. Beið þar hópur lækna hans, en líðan hans versnaði skyndilega í gær. Eins og kunnugt er var skipt um hjarta í Blaiberg 2. janúar sl. og framkvæmdi þá aðgerð dr. Christian Barnhard. frum- kvöðull hjartagræðslu. í tilkynningu, sem gefin var út af Groote Schuur sjúkrahus inu í Suður Afríku í gær- kvöldi, var ekk; getið orsak- anna fyrir verra heilsufari Blaibergs, en þetta er í fyrsta skipti sem heilsufari hans hrak ar frá því hann var útskrifað- ur frá sjúkrahúsinu. Blaiberg var útskrifaður af Groote Schuur sjúkrahúsinu 16. marz sl. og er sá eini af 21 hjarta- þegum sjúkrahússins, sem hef- ur verið útskrifaður. Framhald á 14. síðu. Ray fluttur í tryggara fangelsi Earl Ray, sem af stór-kviðdómi í Memphis hefur verið sakaður um morðið á negralelðtoganum Martin Luther King, var I dag fluttur i einn öruggasta fanga- klefa Bretlandseyja í öryggis- álmunni í Wandsworthfangelsi, jafnframt því sem ríkisstjórínn í Tennessee, Buford Ellington, undirritaði nauðsynleg skjöl til að fá hann afhentan bandarísk- um yfirvöldum. Brezka lögreglan flutti Ray í morgim til Wandsworthfangelsis úr Brixtonfangelsi, sem stendur mitt í stærsta negrahverfi Lundúna. í Brixtonfangelsi hafa tveir lögreglum(enn haft vörð um fangann allan sólarhringlnn Mannáf / Biafra LAGOS, 11. júní. Lagosher tilkynnti í dag, að hermenn Biafra ætu mannakjöt vegna hins mikla matvæla skorts í Iandinu. Er haft eftir flóttamönnum, sem komið hafa til Wari, að fólk af minnihlutakynþátt um sé drepið, kjötið síðan þurrkað og síðan sent til herbúða Biafrahermanna sem venjulegt kjöt. inni í klefa hans, og talsma'ður innanríkisráðuneytisins sagði í dag, að sömu örygg'isráðstafanir yrðu við hafðar í Wandsworth. FRAMLENGÐ Ákveðið hefur verið að sýn- ingin íslendingar og hafið standi til 23. júní eða nokkru lengur en gert liafði verið ráð fvrir í upphafi. Að sögn Her- steins Pálssonar, framkvæmda stjóra sýningarinnar, hafa á- skoranir um framlengingu bor izt víða að. Aðsókn að sýning unni liefur verið góð og er tal ið að á milli 36 og 37 þúsund manns hafi komið á sýning- una. Frá og með deginum í dag verður sýningin opin virka daga kl. 17 til 22 og aðra daga frá kl. 14 til 22. Annað kvöld kl. 20,30 verður tízkusýning á sýningunni, Margir hópar fólks utan af landsbyggðinni hafa komið til sýningaíinnar, b.á.m. hópar starfsfólks frá Dalvík og Eið- um. Sala liappdrættismiða í sam bandi við sýninguna hefur gengið vel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.