Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 12

Dagur - 28.10.1953, Blaðsíða 12
12 Baguk Miðvikudaginn 28. október 1953 Guðmundur frá Miðdaf gerir minoisvarða Jóns Arasonar Höggvinn í íslenzkt grjót og reistur á Grýtu Húsmæðraskóii Akoreyrar siarfar í námskeiðum fil jóla Sýningarkennsla í matreiðslu hefst 2 nóv. n. k. Nú er ákveðið, að minnisvarði Jóns Arasonar, sem fyrirhugað er að reistur verði í minningar- lundi biskups í Grýtu í Eyjafirði, verð gcrður af Guðmundi Einars- syni frá Miðdal. Verður það líkn- eski biskups í meira en fullri líkamsstærð, höggvið úr íslenzku basalti. Biskup mun þar vera í fullum biskupsskrúða og verður kápa hans í Þjóðminjasafni höfð til fyrirmyndar. Guðmundur Jónsson garðyrkju- maður, formaður minningarlunds- nefndar, skýrði blaðinu frá þessu á mánudaginn. Var hann nýlega á ferð í Reykjavík og gekk þá fyrir hönd nefndarinnar, frá samningum um líkneskið við listamanninn. Aðrir nefndarmenn eru: Séra Benjamín Kristjánsson á Lauga- landi, Garðar Halldórsson oddviti á Rifkelsstöðum, Guðmundur Sig- urgeirsson bóndi í Klauf og frú Gunnfríður Bjarnadóttir á Björk. Guðmundur sagði, að líkneskið Skrifstofur Akureyrar- J bæjar flytja í nýtt húsnæði N, .k. föstudag verða bæjarskrif- stofurriar opnaðar á 2. hæð liins nýja Landsbankahúss, þar sem bær- inn hefur tekið á leigu rúmgott og mjög vistlegt húsnæði. Skrifstofum- ar voru áður i Samkomuhúsi bæjar- ins, í Jrröngu og óvistlegu húsnæði. Þá mun Rafveitan flytja skrifstofur sínar i Landsbankahúsið innan skamms, á 3. hæð, og skattstofan er nýlega flutt jrangað. Enda jrótt bæjarskrifstofurnar fái nýtt húsnæði mun enn verða bið á Jrví að bæjar- stj<)rnin fái vistlcgri stað en gamla fundarsalinn í Samkomuhúsinu fyr- ir sína fundi, [)ví að Iangt er í land að salur sá, sem til J)ess væri nothæfur í Landsbankahúsinu, verði tilbúin n. Æskulýðsheimili teinpl- ara tekur til starfa um mánaðarmót Undanfarið hafa staðið yfir ýms ar viðgerðir í Varðborg, félags- heimili templara til undirbúnings á rekstri aeskulýðsheimilis þar. Nú hefur verið ákveðið að æskulýðs- heimilið taki til starfa meö sam- komu í Varðborg n. k. sunnudags- kvöld, sem hefst kl. 8,30 síðdegis. Þar verður flutt ávarp, sýnd kvilc- mynd og skoðuð húsakynni og leik- tæki heimilisins. Að lokum verður dansað frá kl. 10-11,30. Aðgangur verður ókeypis að samkomunni. Forstöðumenn heimilisins leggja áherzlu á, að allt ungt fólk sé vel- komið í Varðborg, og einnig vasnta þeir þess að templarar fjölmenni. Aðgöngukort að æskulýðsheim- ilinu fást þar fyrir nóvembermán- uð. mundi sett á háan stall og mundi horfa yfir til Hrafnagils, þar sem Jón Arason var prestur og prófast- ur. Líklegt að Alþingi styrki málið. Guömundui' gekk í Reykjavík á fund fjárveitinganefndar Alþing- is, og var honum þar vel tekið. Telur hann sennilegt að á fjárlög- um verði ætlaður einhver sóma- samlegur styrkur til málsins, en að öðru leyti verður nefndin að treysta á vilja alþýðu manna til þess að heiðra minningu Jóns Ara- sonar með frjálsum framlögum. Væntir nefndin þess, að allir Is- lendingar vilji þar eiga hlut að máli, og þá ekki sízt Norðlending- ar. Líkneskið og umbúnaður allur mun kosta mikið fé og er því þörf á því, að almenningur taki málið að sér. Eins og nú horfir, er liklegt að líkneski Jóns Arasonar á Grýtu verði fyrsta meiriháttar minnis- merki, sem reist verður í sveit yfir mikinn höfðingja, þegar frá er tal- inn minnisvarði Stefáns Kletta- fjallaskálds, er reistur var í Skaga- firði sl. sumar. Gamli Gullfoss rifinn Færeyingar hafa selt J)ýzku félagi gamla Tjaldur sinn, sem áður var „Gullfoss" Eimskipafélagsins og öll- um íslendingum Jrótti vænt um. Mun Gullfoss gamli nú vera í Ham- borg og veröur þar rifinn til grunna og seldur sem brotajárn. Skrítin frétt í dönsku blaði I Berl. Tidende í Kauþrriahha- höfri Itirtist skrítin fregri 8. okt., undir fyrirsögninni „Sprogkamp í Island." Eregnin er svohljóðandi: Á íslandi eru nú vaxandi erfiðleik- ar að komast áfram rneð [rví að nota danska tungu. Á stríðsárunum lærði unga fólkið ensku og það er. ekkert leyndarmál, að énskan hcf- ur gjörsigrað dönskuna>. En af hálfu Dana er eigi að síður ýmislegt gert til Jress að varðveita dönskukúnn- áttu á íslandi. Þar er dariskur lektor (við háskólann) Vidding að nafni, og ]>að telja gleðilegt að dansk- ur lektor hefur aldrei haft eins marga nemendur og nú í ár. Og Jreir, sem nú njóta kennslu lektors- ins, munu sfðar verða kennarar á Islandi og Jtað hefur því mikla J>ýð- ingu, að J)eir fái ást á danskri tungu. — Svo ntörg eru Jiau orð. Það skyldi [)ó aldrei vera, að Jieír héldu, að á íslandi væri ekki tnn önnur mál að ræða en ensku og dönsku? Þrjú Sambándsskíp hér á fánm dögum í gær lágri hér við bryggju tvö af skipum SÍS, Hvassafell að losa kol til kolaverzlana bæjarins og Arnar- fell að lcsta fisk til Ítalíu. Fyrir láttm dögum var Dísarfcll hér. los- aði vörur og lestaði skreið. Handsamaði snæuglu á Halamiðum Þegar togarinn Svabakur var á veiðutn á Halamiðum nú í haust, bar það til að snæugla settist á skipið. Var þetta stór fugl og föngulegur. Auðunn Auðunsson bræðslum. brá við skjótt og náði fuglinum og kom honum í körfu. Var þetta snar- lega af ::ér vikið því að snæugl- an er grhnm og sterk og ill við- ureignar. Flutti Auðun fuginn hingað til Akureyrar og afhenti Kristjáni Geirmundssyni til varðveizlu. Uglan var snarlif- andi er hingað kom, en var lógað hér og verður stoppuð upp. Vinnuskóli Akureyrar starfaði í sumar með nokkuð öðrum hætti en undanfarið. í skólanum voru 26 börn á aldrinum 10—12 ára. Hvert þeirra hafði til eigin um- ráða 20 fermetra reit, sem þau ræktuðu í káljurtir, rófur, hreðk- ur o. fl. Fengu þau ágæta upp- skeru af þessu, sérstaklega af blómkáli og hvítkáli Kartöflur voru settar niður í rúmlega einn hektar lands. Börnin unnu sameiginlega að ræktuninni og fengu kaup sitt í kartöflum í hlutfalli við þann Bæjarráðið í Grimsby fyrirskipar breytt vinnubrögð hjá heil- brigðiseftirliti I fyrrakvöld samþykkti bæjar- ráðið í Grimsby að fyrirskipa heil- brifgðiseftirliti borgarinnar að framkvæma tilskipað heilbrigðis- eftirlit á lönduðum fiski hvenær á sólarhringnum, sem þess er óskað. Er þá úr sögunni viðleitni togara- eigenda til þess að hindra skjótan flutning á fiski úr íslenzkum togur- um með seinlátu heilbrigðiseftirliti og ætti t. d. fiskurinn úr Kaldbak, sem nú er á útleið, að komast taf- arlaust á markað. Húsmæðraskóli Altureyrar starfar nú í námskeiðum til jóla. Sýningarkennsla í matreiðsíu hefst mánudaginn 2. nóvember. Kennt verður fimm kvöld í viku frá kl. 8—11, mánudags- til föstu- dagskvölds í tíu skipti. Kennari verður frú Gerður Kristinsdóttir. Það, sem hún sýnir verður meðal annars: Kjötréttir, fiskréttir, kar- töfluréttir, súpur, ábætisréttir, bökun cg konfektgerð. tíma, sem þau unnu yfir sumarið, og þó þannig, að vinnuskólinn fékk það 'sem fram yfir var átt- falda uppskeru. Meðaltími barnanna við kar- töfluræktina reyndist vera 160 klt. yfir sumarið, og fengu þau fyrir það um 6V2 tunnu af kartöflum eða 4 kg. á hvern unninn tíma. Sá, sem hæstan tíma hafði fékk 825 kg. fyrir 206 klt. Uppskeran reyndist vera hér um bil 12-föld. Það er óhætt að segja, að börn- in hafi aldrei verið eins ánægð með lífið í vinnuskólanum og þetta sumar, því að vinnan var mjög við þeirra hæfi og frjálsræði mun meira en undanfarið, þar sem þau fengu mikið að ráða sínum vinnu- tíma. Stunduðu börnin þó verk sitt af mikilli alúð í flestum tilfellum. En það skyggir óneitanlega mikið á, að nokkur þeirra hafa ekki getað selt uppskeru sína ennþá. Væri ástæða til að hvetja fólk, sem þarf að kaupa sér kartöflur, að kaupa þær af börnunum öðrum fremur. Bæjarstjórn Akureyrar á þakkir skyldar fyrir þann skerf, sem hún hefur með vinnuskólanum lagt til þessa nauðsynjamáls í þágu upp- eldis og menningarmála. Kostnaður á þessum námskeið- um verður ca. kr. 200.00, eða efnið í matinn. Konurnar þurfa ekkert að vinna sjálfar á þessum nám- skeiðum, nema eitthvað lítils- háttar í seinasta skiptið, við að út- búa og skreyta kalt borð. Þessi sýningarnámskeið hafa ekki verið haldin hér í bænum í nokkur ár, en voru áður mjög vin- sæl, svo að nú er tækifæri fyrir húsmæður að sjá nýjar aðferðir og fá uppskriftir. Seinna í vetur mun verða haldin sýningarkennsla í matreiðslu sjúkrafæðis o. fL Auglýst hefur verið að skólinn starfi í 5 mánaða námskeiði eftir áramót og eru umsóknir þegar farnar að berast. r Utgerðarmenn kaupa Nótastöð Óla Konráðss. í s. 1. viku var stofnað hér í bæn- um hlutafélagið Néitastöðin h. f. og standa að J)vl 6 útgerðarmcnn og útgerðarfyrirtæki í bænum. Fél- agið hefur fest kaup á Nótastöð Óla Konráðssonar á Gleráreyrum og tilheyrandi tækjum og hyggst reka J)ar né)ta- og nctaviðgerðar- stöð og annast uppsetningu neta. Hluthafar í himi nýja félagi eru Útgerðarfélag IÍEA h. f„ Valtýr Þorsteinssoip iitgerðarm., Leé) Sig- urðsson útgerðarm., Guðm. Jör- undsson útg.m., Gjögur h. f„ og Egill Júliusson, éitgerðarm., Dalvik. Morðárás í Reykjavík? Á mánudagskvöldið, laust eftir kl. 8, skýrði bifvélavirki í Reykja- vik, Isleifur K. Magnússon, svo frá, að ráðist hefði verið að sér af grímuklæddum manni, þar sem hann sat í bifreið sinni skammt frá húsinu Sörlaskjóli 8, og hafði sá grímuklæddi látið orð falla á þá leið, að tími væri til kominn að ryðja honum úr vegi og hleypt af skoti. Var Isleifur með skotsár á síðu og handlegg, ekki lífshættu- legt. Engir eru til frásagnar um at- burðinn nema Isleifur sjálfur. Lög- reglan í Reykjavík rannsakar nú framburð hans og önnur málsatvik. Frá Allsberjarjiingi Samcimiðu þjóðanna í New York Myndin er frá íundi á AllsherjarJiingi Sameinnðu þjóðanna, sem nú síendur yfir í Nevv York. Maðuiv inn í ræðustólnum er John Foster Dulles, utanríkisráðherra Banda ríkjamanna. 26 börn voru í vinnuskóla bæj- arins síðast liðið sumar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.