Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 30.01.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 30. janúar 1954 Burf með sprengiflokkana! 20 ára menningarstarf kvenfélags ins Voröld í Öngulssfaðahreppi Fyrir hverjar kosningar til bæjar- stjórnar eða Aljtingis er áríðandi að kjósendur geri sér sem gleggsta grein fyrir þVí, hvernig þeir geti varið atkvæði sínu til mestra heilla fyrir land og lýð. Nauðsynlegt er fyrir verkalýðinn að vita og hafa í huga gang verka- lýðsmálanna hér á landi frá því fyrsta. Með línum þessum vildi ég leýfa mér að benda á örfá atriði, því að í stuttri blaðagrein er ekki hægt að ræða þau mál ýtarlega. Réttarbælurnar eldri en kommúnistar. Frá því Jsland byggðist, hefur ís- lenzka þjóðin lengst af búið við kröpp kjör, mátt vinna hörðum höndum og borið lítið úr býtum. Einkum þó sú stétt þjóðarinnar, er gekk undir nafninu „vinnufólk". I-Cjör þeirrar stéttar voru um alda- raðir hin ömurlegustu og gengu næst þrælahaldi. Vinnudagurinn var afar langur og kaupið ótrúlega lítið fram yfir föt og fæði, sem einnig var oft af skornum skammti. Og svo hafði þessi stétt til skamms tíma engin pólitísk réttindi, hvorki kosningarrétt eða kjörgengi. Bænda- stétt íslands réði mestu um skipan landsmálanna. Og bændunum til verðugs heiðurs skal þess getið, að fyrir sl. aldamót voru þeir svo víð- sýnir, frjálslyndir og mannúðlegir, að þeir leystu ótilneyddir vinnu- fólkið undan þeirri óhugnanlegu lagaskyldu, að þurfa að vera í vist og ráða sig til eins árs í senn. Og nokkru síðar var verkafólkinu líka veittur kosningarréttur og kjör- gengi. Með þessum aðgerðum sín- um afsönnuðu bændur greinilega það, sem útsendarar kommúnista- foringjanna hafa verið að reyna að læða inn hjá íólk,i: að allt, sem áunnizt hefir til hagsbóta fyrir verkalýðinn, sé þeim að þakka. Því allar mestu réttarbætur verkalýðn- um til handa, svo sem þær, er hér hafa verið nefndar, togaravökulög- in og margar aðrar, voru fram- kvæmdar áður en trúboðar komm- iinista stigu fæti á íslenzka grund. Væri vafalaust nær sanni að segja, að verkalýðnum mundu hafa hlotn- azt meiri réttarbætur og hagur hans standa með meiri blórna, ef komm- únistar liefðu aldrei koniið nærri verkalýðsmálunum. Meðan Alþýðuflokkurinn var og hét. En þótt liagur verkalýðsins breytt ist mjög til batnaðar við áðurnefnd- ar réttarbætur, voru breytingarnar hægfara fyrstu árin. Því var það, að á öðrum tug þessarar aldar fóru framsýnir og atorkusamir verkalýðs- vinir að beita sér fyrir samtökum verkalýðsins, og tókst að mynda fyrstu verkalýðsfélögin. Félögunum fjölgaði fljótlega. Og innan skamrns slógu Jjau sér saman og mynduðu Alþýðusamband íslands. Sömuleiðis var stofnaður flokkur — Alþýðu- flokkurinn — sem barðist fyrir öll- um hagsmunamálum alþýðunnar. Það var lán Jressara nýju verkalýðs- samtaka og Alþýðuflokksins, að til forustu völdust í fyrstu góðir og greindir menn með fullri ábyrgðar- tilfinningu, eins og t. d. þeir Jón Baldvinsson og Erlingur Friðjóns- son, svo að aðeins séu nefndir tveir menn, sinn í hvorum af stærstu bæjum landsins. Þeir tóku á málun- um af hófsemi og fyrirhyggju og unnu með því samúð og liðveizlu margra, sem stóðu utan þessara fé- lagssamtaka og Aljrýðuflokksins. Ef að stefnu forvígismanna Alþýðu- flokksins hefði verið fylgt og'eng- inn sprengiflokkur komið til sög- unnar, mundi hann nú sennilega vera stærsti flokkur landsins og ráða miklu um stjórnarstefnuna, líkt og bræðraflokkar hans á Norðurlönd- unt og í Englandi. Ógæfusamlegt lið. En ógæfan vofði yfir Aljrýðu- flokknum — og Jijóðinni. Flingað kontu trúboðar rússnesku ofbeldis- stefnunnar — kommúnismans, hófu starf sitt hér og tóku að flytja fólk- inu ýmsar nýstárlegar kenningar. T. d. að kristin trú væri auðvalds- tæki og ættjarðarástin hið mesta skaðræði, orsök styrjalda o. s. frv. I>eir voru sumir æfðir og uppfrædd- ir af útlendum kommúnistum, — hiifðu lipurt tungutak og spöruðu ekki að lofsyngja sæluríki kommún- ismans. Völdin vildu Jreir ekki taka á löglegan hátt, eins og Aljtýðu- flokkurinn vildi gera, heldur með ofbeldi í byltingu og blóðsúthell- ingum, á sama hátt og samherjar Jieirra hafa gert í öllum þeim lönd- um, sem Jteir hafa nú yfir að ráða. I>essum málrófsmönnum tókst að villa mörgum góðum, heiðarlegum og hrekklausum mönnum sýn, — mönnum, sem héldu aðra eins og sjálfa sig og trúðu blekkingunum. Og svo voru fyrstu skemmdarverkin unnin: verkalýðsfélögin klofin og Iíommúnistaflokkur Islands stofn- aður. Það var fyrsta áfall verkalýðs- samtakanna og Aljtýðuflokksins. Undir fölsku flaggi. Kenning kommúnistaforingjanna um valdatöku flokksins með bylt- ingu og blóðsúthellingum fékk ekki eins mikinn byr hjá íslenzku Jtjóð- inni og Jteir liöfðu gert sér vonir um, Islenzkir verkanjenn voru joess ekki fúsir að fára að slátra mcð- bræðrum sínum. Þá gripu foringjar' kommúnista til þess ráðs að varpa flokksheitinu fyrir borð, en flagga í Joess stað með nýju nafni, og nefndu nú ílokkinn langa nafninu: Sam- einingarflokk aljoýðu, Sósíalista- flokkinn. Jafnframt leituðu þeir samstarfs við Alþýðuflokkinn. Og enn heppnaðist þeim skemmdar- starf sitt. Allt of mikill hluti Al- Joýðuflokksins gein við agninu og lét blekkjast. Siðan hefur Aljoýðu- flokkurinn ekki borið sitt barr, en hefur lent um skeið í tylliboða- kapphlaupi við kommúnista, og mun ekki eiga sér viðreisnar von, nema hann hverfi aftur til sinnar fyrri ábyrgu stefnu. Iljálparkokkar kommúnista. Og nú er risinn upp annar sprengiflokkur til, hinn svonefndi Þjóðvarnarflokkur, sem ekki spáir heldur neinu góðu. Helztu stefnu- mál hans eru tvö: Fyrst og fremst Joað, að hjálpa kommúnistum við að ginna fslenzku Jojóðina til að brjóta skarð í varnarsamtök lýð- ræðisjojóðanna og svíkja með Joví sjálfa sig og bandamenn sína, þar á meðal frændþjóðir okkar og beztu viðskiptaþjóðir. Því kenningunni um að iilutleysi sé okkur vörn, trú- ir enginn rnaður með heilbrigða skynsenti, og sennilega ekki heldur þeir sjálfir. Hitt málið, sem Joeir þykjast vilja vinna að, er að bæta siðferði þjóðarinnar. Sjálfsagt væri gott að siðferði þjóðarinnar batn- aði. En því miður virðast framá- menn flokksins ekki líklegir til mikilla afkasta á því sviði. Og af flokkum höfðum við meira en nóg, áður en þessi bættist við. Af þessu, sem liér hefur veriö sagt, er auðséð, að kommúnista- flokkurinn hefur unnið verkaWð íslands ómetanlegt tjón með klofn- ingsstarfsemi sinni, og mun halda áfram að gera það meðan allt of mikill hluti verkalýðsins gefur hon- um atkvæði sín. Sem betur fer eru nú augu rnargra að opnast og ís- lenzkunt kjósendum að verða ljóst, eins og kjósendum annarra lýðræð- islanda, hvílík fásinna Joað er, að kasta atkvæðum sínum á skósveina einræðisherranna i Kreml. Og hinn nýji sprengiflokkur — Þjóðvarnar- flokkurinn — er að því leyti verri en kommúnistaflokkurinn, að mik- ill hluti hans virðist vera laun- kommúnistar, rnenn, sem •Jjykir skömm að kommúnistanafninu og hinni augljósu Rússadýrkun, hafa tekið sér fallegt nafn í blekkingar- skyni, að dæmi kommúnista, en vinna leynt og ljóst í dulargerfi sínu með línukommúnistum Rússa. Burt með sprengiflokkana! Verkalýður Akureyrar og aðrir borgarar bæjarins! Ilættið að kasta atkvæðum ykkar lil einskis — eða verra en einskis, á sprengiflokkana. Sýnið Jjeim Jjað á sunnudaginn, að Jjið viljið ekkert með Jjá hafa. -- Þurrkið jjá alveg út! Athugið vel, hverjir af frambjóðendunum við Jjessar bæjarstjórnarkosningar ykk- ur virðast líklegastir til að geta unnið bæjarfélaginu mest gagn. — Framtíðarheill ykkar getur oltið á Jjví, að Jjið notið atkvæðisréttinn og veljið rétt. — En umfrarn allt: eyðið ekki atkvæðum ykkar á lista sprengiflokkanna. G. B. A. Miðvikudaginn 27. þ. ni. minntist kvenfélagið Voröld í Öngulsstaðahreppi 20 ára afmæl- is síns með samsæti í barnaskól- anum á Laugalandi. Frú Sigríður Valdimarsdóttir formaður kvenfélagsins setti hóf- ið með ræðu og stjórnaði því. Meðan setið var að borðum flutti sóknarpresturinn, séra Benjamín Kristjónsson, fróðlegt erindi, frú Sólveig Kristjánsdótt- ir sagði sögu félagsins. En hún var formaður þess í 14 ár. Baldur Eiríksson flutti snjöll, frumort kvæði. Árni Jóhanness. og Bolli Sigtryggson fluttu og ræður. Þá voru sýndar 2 kvikmyndir og síð- an dansað lengi nætur. Tilkynnt var á samkomunni að Sigríður Sigtryggsdóttir væri kjörinn heiðursfélagi kvenfélags- ins fyrir óvenjulega mikil og óeigingjörn störf í þágu fálagsins. Kvenfélagið Voröld var stofn- að af 24 konum 1933 og hefur starfað óslitið síðan að ýmsum líknar- og menningarmálum. — Má í því sambandi geta Jjess að fyrsta peningagjöfin, sem Vinnu- hælissjóði Kristneshælis barst, var frá Voröld og öðrum kven- félögum framan Akureyrar. — Á fyrstu starfsárum sínum hóf félagið fjársöfnun til Húsmæðra- skólans að Laugalandi og eru störf þess og annarra kvenfélaga í Eyjafirði, í þágu skólans, ómet- anleg. Bágstöddu fólki hefur það leit- ast við að hjálpa, ýmist með gjöf- um eða hjúkrun. Hafði félagið í 8 ár sérstaka stúlku til hjálpar- og hjúkrunarstarfa á félagssvæði sínu. Hinar Jjroskamiklu trjáplönt- ur við MunkaJjverárkirkju bera fagurt vitni um störf félagsins frá fyrri árum og þannig mætti lengi telja. Kvenfélagið Voröld í Önguls- staðahreppi hefur á undanförn- um 20 árum helgað sig göfugu starfi. Það nýtur vináttu og virð- ingar sem reynast mun Jjví gott vegarnesti yfir á þriðja áratug- inn. Skákþing Norðlendinga hefst 15. febrúar Hið árlega SkákJjing Norðlend- inga liefst liér í bænum 15. febrúar næstk., og mun Skákfélag Akur- eyrar sjá um mótið. Þátttakendum ber að tilkynna þátttöku til stjórn- ar félagsins lyrir 10. febrúar. Teflt verður í öllum flokkum og í meist- araflokki um titilimi Skákmeistari I i Hermann Sfefánsson íþrótfa- kennari fimmfugur Hcill þér, Hérmann! Hamingjukransinn bind cg þér, bak við tjöldin. Þar ilma rósir, og anga fjólur. Syngja svanir d silfruðum bárum. Mæni eg þaðan í mannheima, sé eg þig frjálsan í fararbroddi œskumanna við iþróllir. Magnast fjör ef á móti blces. Útsýni er gott frá Álfheimum þaðan sést, hver á þökk skilið. Heyrist söngvamál, það blœrinn ber. Undir þinn söng svanirnir taka. Styrkur er manni að manns getu. Starf sem er unnið öðrum í hag verður traust þegar tímar liða. Þroska veitir og þjóðarheill. Hlustaðu, Hermann! Heyrir þú ei bárunnar hvisl við bláan sand? „Attu að liljóta og allir þinir heillaóskir frá HULDUKONU“. t & t t XB - listinn - Kjósið snemma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.