Dagur - 01.04.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 01.04.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. apríl 1980 25. tölublað Húsvíkingar dráttarbraut Húsavíkurbær hefur fest kaup á dráttarbraut frá Skaga- strönd. Hér er um að ræða sleða með tilheyrandi útbún- aði og spili, sem getur tekið allt að 150 tonna skip. Sieðinn er nýkominn til Húsavíkur og gert er ráð fyrir að hann verði settur upp á þessu ári. „Dráttarbrautin verður sett upp innan hafnarinnar, við mynni svonefnds Naustagils, norðan smábátahafnar,“ sagði Bjami Aðalgeirsson, bæjar- kaupa stjóri á Húsavík í samtali við DAG. Eins og fyrr var sagt keypti Húsavíkurbær brautina, en þegar uppsetningu lýkur er hugmyndin að leigja bátavið- gerðafyrirtækinu Naustir dráttarbrautina. Sleðinn mun geta tekið upp allan báta flota Húsvíkinga, nema togarann. — Bráðvantaði Húsvíkinga dráttarbraut? Var ekki hægt að sækja þessa þjónustu til Akureyrar? „Það má e.t.v. segja að það hafi verið hægt. Hins vegar vantaði dráttarbraut í okkar atvinnuuppbyggingu. Hús- víkingar eru með það mikinn flota að verkefni eru næg,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson. Ófeigur Eiríks- son bæjarfógeti látinn Ófeigur Eiríksson sýslumaður og bæjarfógeti andaðist s.l. fimmtudag í Flórida í Banda- ríkjunum, þar sem hann dvaldist sér til heilsubótar. Ófeigur var 52ja ára gamall. Hann var skip- aður sýslumaður Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Akureyri árið 1966. Eftir að Dalvík varð kaupstaður var hann einnig bæjarfógeti þar. Þessum em- bættum gegndi hann til æviloka. Hinn 10. júní 1950 kvæntist Ófeigur Ernu Sigmundsdóttur frá Siglufirði og lifir hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. Grettir mokaði 17 þúsund rúmmetrum Um helgina lauk umferðarviku, sem Slysavarnarfélag fsiands stóð fyrir. Kvennadeild SVFf á Akureyri annaðist framkvæmd vikunnar á Akureyri og var m.a. farið daglega með skólanemendur á umferðarvöllinn við Oddeyrarskóla. Þar tók áþ mynd af þessum unga Akureyringi og fóstru hans. Þau sitja í bíl sem slysavamarfélagskonur gáfu, en þær sáu um gerð vallarins við Oddeyrarskóla. í síðustu viku fór Grettir frá Dalvík, en þar hefur skipið verið í rúman mánuð og grafið upp úr htífninni. Kostnaður við gröft- inn er fauslega áætlaður 50 milljónir króna og enn er nokk- uð eftir þar til búið er að grafa nógu rnikið úr botni hafnarinn- ar. Ekki fást full not af þessari framkvæmd fyrr en búið er að gera stáiþif í höfninni, en vonir standa til að það verði gert á næsta ári. „Miðað við talningu á prömm- um af lausu efni má gera ráð fyrir að Grettir hafi mokað upp um 17 þúsund rúmmetrum," sagði Valdi- mar Bragason, bæjarstjóri á Dal- vík. „Þetta er þó minna svæði sem efnið kom af, en gert var ráð fyrir í upphafi. Grettir er nú að vinna á Árskógsströnd og við höfum áhuga á að fá skipið aftur og láta það grafa upp með grjótgarði, sem gerður var á síðasta ári. Þar á að gera bryggju fyrir smábáta." Valdimar sagði að það sem Grettir væri búinn að gera í höfn- inni kæmi ekki að miklu gagni að svo stöddu. Þetta er hins vegar það fyrsta sem þurfti að gera áður en 60-65 metra langt stálþil verður rekið niður í höfnina. „Ég á von á því að stálþilið komi á næsta ári,“ sagði Valdimar að lokum. ■ Vorvaka á Hvammstanga Hvammstanga 28. mars Hin árlega vorvaka Vestur- Húnvetninga verður haldin í fé- lagsheimilinu á Hvammstanga dagana 3. og 5. apríl. Dagskrá vökunnar verður fjölbreytt að vanda. Meðal efnis verður ein- söngur, kórsöngur og einleikur á píanó, lesið verður upp bundið og óbundið mál og auk þess munu 5 myndlistarmenn sýna verk sín. Þeir eru: Einar Helga- son og örn Ingi frá Akureyri, Magnús Jóhannesson frá Reykjavík og Elísabet Harðar- dóttir og Geir Magnússon frá Hvammstanga. Sýningar verða opnar alla dag- ana, en annað efni verður flutt á sérstökum vökum, sem verða á föstudag klukkan 21 og laugardag klukkan 14. Bent skal á að dagskrá er ekki sú sama báða dagana. Þetta er í fjórða skiptið sem Lionsklúbburinn Bjarmi og Ung- mennafélagið Kormákur standa saman að slíkri vorvöku sem þess- ari. Að venju er aðgangur ókeypis. PM. Námskeið og umræður Framsóknarfélögin í Norðurlandskjördæmi eystra gangast fyrir námskeiði í fundarsköpum og umræðum um stjórnmálastefnur, dagana 18. og 19. apríl n.k„ í húsi Framsóknarflokksins að Hafnar- stræti 90, Akureyri. m.a. verður fjallað um þjóðskipulag fyrri alda, stjórnmálakenningar 19. alda og stjórnmálaflokkana á lslandi á þessari öld. Leiðbeinandi verður Tryggvi Gíslason. Þátttöku skal tilkynna til skrifstofu Framsóknarflokksins á Akur- eyri. Sími 21180. Fyrsti farmurinn af lausu sementi Síðastliðinn laugardag kom sementsflutningaskipið Skeið- faxi til Akureyrar með um 460 tonn af lausu sementi, sem fór í hina nýju birgðastöð Sements- verksmiðju ríkisins í Krossanesi. Þetta er fyrsti farmurinn sem kemur í birgðastöðina. Hún rúmar 4.000 tonn. Það var í fyrrasumar að hafin var bygging birgðastöðvar fyrir laust sement í Krossanesi. í fyrsta áfanga eru eftirfarandi framkvæmdir: Sementsgeymir fyrir 4.000 tonn ásamt tilheyrandi tækjabúnaði, hluti af pökkunarhúsi, undirstöður fyrirvog, stálleiðsla frá bryggju í sementsgeymi ásamt undirstöðum, jarðvegsskipti á fyrirhuguðu at- hafnasvæði verksmiðjunnar, þvottaplan og girðing lóðar. Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er um 400 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að afgreiðsla á lausu sementi geti hafist um miðjan júní og er fyrirhugað að þjóna steypustöðvum í nálægum sveitar- félögum, auk þeirra sem eru á Ak- ureyri. Til að byrja með fer pökkun ekki fram í stöðinni. Sementið verður flutt frá Akra- nesi með m/s Skeiðfaxa og flytur skipið um 460 tonn í einu. Áætlað er að flytja 10 til 12 þúsund tonn til stöðvarinnar á þessu ári. Tveir menn munu starfa við stöðina til að byrja með. Helstu verktakar við birgðastöð- ina hafa verið: Híbýli hf. sem hefur annast byggingavinnu, Möl og sandur, jarðvegsskipti og steypu, Vélsmiðja Steindórs hf. og Sand- blástur og málmhúðun sf. hafa séð um jámsmíði og Reynir Valtýsson um raflagnir. Dalvík Eitt blað í þessari viku Kaupendur DAGS og auglýs- endur eru beðnir að hafa í huga að í þessari viku kemur út aðeins eitt blað — þ.e. blaðið í dag. Páskahelgin gerir það einnig að verkum að þriðjudagsblaðið í næstu viku fellur niður. Næsta blað á eftir þessu kemur því út fimmtudaginn 10. apríl. Sjafnar-málning til Rússlands Efnaverksmiðjan Sjöfn hefur selt málningu til Rússlands allt frá árinu 1975. Síðast liðið ár nam þessi útflutningur ll 50 tonnum og í ár er umsamið magn 1600 tonn, sem er hið mesta sem til Rússlands hefur verið selt á einu og sama árinu. Hér er um sam- ninga við tvo rússneska aðila að ræða og kaupir annar þeirra, sovéska samvinnusambandið, 1400 tonn. Afhending málning- arinnar mun fara fram á fyrri helmingi ársins. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við Rússa um sölu á málningu í neytendaum- búðum, en of snemmt er að spá um niðurstöður þeirra. — Þá hafa Rússar einnig sýnt áhuga á öðr- um framleiðsluvörum Sjafnar. Þrennir tónleikar Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Philip Jenkins píanóleikari flytja allar 10 sónöt- ur Beethovens fyrir fiðlu og píanó á þrennum tónleikum bæði á Akureyri og í Reykjavik eftir páskana. Fyrstu tónleikamir á Akureyri verða í sal Gagnfræðaskólans fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.30. næstu tónleikarnir fara fram á sama stað sunnudaginn 13. apríl kl. l7,ogsíðustu þrjársónöturnar verða síðan fluttar laugardaginn 19. apríl í Gagnfræðaskólanum og hefjast þeir tónleikar kl. 17. Nú standa yfir breytingar á Borgarbíói, og þessvegna hefur flygillinn úr Borgarbíói verið fluttur í sal Gagnfræðaskólans, þar sem tónleikarnir verða haldnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.