Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1988, Blaðsíða 6
 T - aUSAQ - 8861" I9dm9£9b .Tr 6 - DAGUR -17. desember 1988 75 ára ajmœli Raf- veitu SUjlufjardar í tilefni þess, að 75 ár eru liðin frá stofnun Rafveitu Siglufjarðar, er rétt að minnast þessara tímamóta með stuttu ágripi af sögu fyrir- tækisins. Stærsta átak rafveitunnar á þessu tímabili var að sjálfsögðu bygging Skeiðsfossvirkjunnar og má segja, að seint verði fullþakk- að forustuhlutverk og framfara- hugur þeirra manna, er að þess- um málum unnu. Sérstaklega má geta Guðmundar L. Hannesson- ar, bæjarfógeta, sem þakka má öðrum fremur að ráðist var í þetta stórvirki á sínum tíma. Sem dæmi um baráttuvilja hans má nefna, að með Einherja, sem út kom 26. okt. árið 1933, gaf hann út sérprentað fylgiblað þessu máli til stuðnings, þar sem hann segir m.a. í niðurlagsorðum: „Nútíðin er fær um að hefja verk- ið strax og láta það svara kostn- aði, bænum og bæjarbúum til ómetanlegs gagns og gengis." Það kom svo að sjálfsögðu í annarra hlut að framkvæma verkið, og áreiðanlega er á engan hallað þótt þeirra Óla Hertervig bæjarstjóra 1942-1946 og Áka Jakobssonar þingmanns Siglfirð- inga á þessum árum, sé getið í þessu sambandi, þótt að sjálf- sögðu margir aðrir hafi lagt hönd á plóginn. Rafveita Siglufjarðar var stofn- sett og vígð þann 18. desember 1913, fjórða elsta rafveita á land- inu, sem veitir raforku til almenningsnota. Ekkert skal fullyrt um það hvað sérstaklega hafi hrundið af stað raflýsingarframkvæmdum á Siglufirði, en þó er ekki fráleitt að geta sér þess til að miklu hafi ráðið almennur framfarahugur forustumanna hreppsins og þá sérstaklega oddvitans sr. Bjarna Þorsteinssonar, svo og fréttir af þeim stöðuin, sem komið höfðu upp hjá sér raflýsingu, eða höfðu ákveðið að ráðast í slíka framkvæmd. Stöðin, sem var reist við Hvanneyrará í Siglufirði og aðeins var um 40 hestöfl var fljótlega of lítil þrátt fyrir stækk- un með dieselstöð nokkrum árum síðar. Á þessum árum varð geysileg uppbygging í Siglufirði í sambandi við síldariðnaðinn m.a. var fyrsta tunnuverksmiðjan byggð á íslandi af norskum manni að nafni Hans Söbstað árið 1917. Ekki var mögulegt að láta hann hafa rafmagn til tunnu- verksmiðjunnar nema með viss- um skilyrðum og takmörkum, þannig að iðnaöur hefur átt erfitt uppdráttar í Siglufirði á þessum árum. Bygging Skeiðsfossvirkjunar átti sér langan aðdraganda: Árið 1920 hafði Frímann Arngrímsson komið auga á þennan stað sem tilvalinn orkugjafa fyrir Siglu- fjörð. Skilningur ráðamanna bæjar- ins vaknaði á nauðsyn meiri raforka til fleiri nota en ljósa, og árið 1921 beitti bæjarstjórn sér fyrir kaupum á jörðinni Skeið í Fljótum, og þar með hálfum vatnsréttindunum við Skeiðsfoss fyrir kr. 20.000. Þetta þótti þá svo mikið geypiverð og olli mikl- um deilum í bænum, að ekki þótti fært að kaupa hinn helming vatnsréttinda eða leggja út í frek- ari undirbúning. Árið 1929 skil- uðu verkfræðingarnir Steingrím- ur Jónsson og Magnús Konráðs- son áætlun um virkjun Skeiðs- foss. Ekki varð þó af virkjun í þetta sinn og mun hvort tveggja hafa ráðið að virkjunin hafi þótt bæjarfélaginu fjárhagslega ofviða, og ekki þótt vera markað- ur fyrir svo mikla raforku í náinni framtíð. Þessi áætlun varð þó til þess, að keypt voru öll vatnsrétt- indi við Skeiðsfoss ásamt jörðinni Tungu, sem átti miklar engjar, sem kaffærast mundu við virkj- un. Ennfremur fékk Siglufjarðar- kaupstaður fáum árum síðar lagaheimild til virkjunar Skeiðs- foss, eða 4. apríl 1935. Árið 1935 var orkuvinnslugeta þáverandi stöðvar í Siglufirði að þrotum komin. Ekki þótti fært að leggja út í virkjun Skeiðsfoss og meira að segja kostnaður við uppsetningu dieselstöðvar var talinn bæjarfélaginu ofviða. Virt- ist hvergi lán að fá til slíkra fram- kvæmda. Var þá farið út á þá braut að dönsku félagi, sem hét Skeiðsfoss hf. og að stóðu hlutafélögin Titan, N.K.T. og L.K. í Kaup- mannahöfn var veitt einkaleyfi til sölu rafmagns í Siglufirði til 20 ára með þeim skilyrðum, að fé- lagið í fyrsta lagi reisti allstóra dieselstöð strax, en virkjaði síðan Skeiðsfoss. Vatnsmáladeild vega- málastofnunar og Rafmagnseftir- lit ríkisins gerðu síðan áætlun, sem dagsett er í maí 1938 um virkjun Skeiðsfoss. Sú áætlun gerir ráð fyrir lágri stíflu, 32 m fallhæð, atlvélum 2x1200 hö. Kostnaður með háspennulínu til Siglufjarðar ásamt háspennu- dreifikerfi í Siglufirði var áætlað- ur um kr. 1.370.000. Ekki þótti Skeiðsfossi hf. mögulegt að leggja út í virkjun á þessum grundvelli. Þegar svo samband rofnaði við Danmörku 1940 og greinilegt var, að félagið gæti ekki lagt út í virkjun í náinni framtíð, var samningum sagt upp og Siglufjarðarkaupstaður tók aftur við rafveitunni árið 1940. Nú voru gömlu áætlanirnar yfir- farnar og þeim breytt. Út úr því kom árið 1942 ný áætlun, sem gerir ráð fyrir hárri stíflu og virkjun 2x2350 hö. með 43 m fallhæð. Kostnaður var áætlaður kr. 5.700.000. Bæjarstjórn Siglu- fjarðar var nú einhuga um aö leggja út í þessa virkjun, enda var þá talið auðvelt að fá lán með hagstæðum kjörum. Á bæjarstjórnarfundi 30. maí 1942 var samþykkt: a. Að sækja um leyfi ríkissj. til að bjóða út 6 millj. króna lán með 4% vöxtum. b. Að sækja um ríkisábyrgð. c. Að ganga að framkomnu til- boði í vélasamstæðu frá Bandaríkjunum og leita' 'til fyrirtækisins Höjgárd-Schulz um verklegar framkvæmdir. Það tafði mjög byrjunarfram- kvæmdir, að ríkisábyrgð fyrir láni fékkst ekki fyrr en eftir all- langan tíma og mikið þóf, eða 2. apríl 1943. Heimsstyrjöldin síð- ari tafði og mjög fyrir fram- kvæmdum og jók á kostnað. Sumarið 1941 fór aðallega í vega- lagningu, á árinu 1942 voru byggðir íbúðarskálar fyrir verka- menn, veturinn fór í sprengingar fyrir vatnsleiðsluskurði fyrir ána. Sumarið 1943 fór í byggingu undirstöðu stíflu og stöðvarhúss, svo og frárennslisgöng. Sumarið 1944 var aðalbyggingartíminn og var mannvirkjagerð langt komin um haustið. Vélar voru settar upp um veturinn og stöðin tekin í notkun vorið 1945, þ.e. 29. apríl 1945 kl. 19.05. Framkvæmdum var þó ekki nærri lokið, átti eftir að hækka stífluna um 6 metra og ganga endanlega frá öllum mann- virkjum. Þá var og heldur ekki komin nema önnur vélasamstæð- an af tveimur og var sú seinni ekki sett upp fyrr en árið 1953. Þess er rétt áð geta að kostnað- ur við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr öllum áætlunum enda byggingartíminn í lok stríðsáranna, þegar verðhækkan- ir hafa verið livað mestar á ís- landi. Kom þetta að sjálfsögðu niður á frágangi, bæði á mann- virkjum svö og umhverfi öllu. Einnig hafa komið í Ijós steypuskemmdir á stíflunni þann- ig að þurft hefur að verja stórfé til viðgerðar á henni á undan- förnum árum. Orkuveitusvæði Skeiðsfossvirkjunar er Siglu- fjarðarkaupstaður, ásamt Ólafs- firði og Fljótum inn að Sléttuhlíð í Skagafirði. Framleiðslugeta virkjunarinn- ar er að sjálfsögðu háð úrkomu og vatnsrennsli. Mesta fram- Mesta framleiðsluár Skeiðsfossvirkjunar var síldarárið 1962 cn þá var fram- leiðslan 11 Gw stundir. Mynd: -bjb leiðsluár virkjunarinnar var síld- arárið 1962, voru þá framleiddar 11 Gwst í virkjuninni. Þá leit þannig út að raforkuskortur væri framundan á svæðinu og fól bæjarstjórn Siglufjarðar rafveit- unni að afla vatnsréttinda og láta kanna virkjun neðar í Fljótaá. Árið 1963 skilaði Verkfræði- stofa Sig. Thoroddsen áliti um 4.000 kw virkjun í Fljótaá sem áætluð mundi kosta 66 milljónir kr. Ekki heimsótl.i síldin Siglu- fjörð það ár eins og árið á undan og æ síðan í minna mæli þar til hún kvaddi alveg árið 1969 fyrsta árið í 89 ár eða síðan 1880 að fyrst var flutt út síld frá Siglu- firði. Fyrstu árin voru það Norð- menn, sem stóðu fyrir þessum iðnaði, en síðar tóku íslendingar að sjálfsögðu meiri og meiri þátt í honum, bæði einstaklingar og það opinbera. Má með sanni segja að með byggingu S.R. ’46 sé lagður fyrsti vísir að stóriðju á íslandi þótt umdeilt sé nú hvern veg hráefnið var unnið. Viðvar- andi orkuskortur livarf í einni svipan, þótt æskilegra hefði verið, að síldin væri ennþá uppi- staðan í atvinnulífi staðarins og virkjunin hefði verið stækkuð. Hins vegar hefði verið hægt að nýta orkuvinnslugetu stöðvarinn- ar betur á þessum árum, ef orku- veitusvæðin hefðu verið sam- tengd í Skagafirði. Rafveitan hefur reynt að vera viðbúin hlutverki sínu, sem hún var stofnuð til að sinna, að sjá neytendum fyrir nægri raforku til heimilisnota og iðnaðar, ásamt töluverðri raforkusölu til upphit- unar. Þrátt fyrir mikinn tekju- missi hjá fyrirtækinu, er síldin kvaddi, hefur rafveitan haft bol- magn til að byggja 1500 kw vara- stöð í bænum, þannig að nokkurt varaafl er til staðar, ef bilanir verða í orkuverinu við Skeiðsfoss eða á háspennulínunni þaðan, sem liggur um Siglufjarðarskarð í 630 m hæð á stálmöstrum og hef- ur aldrei bilað alvarlega í 43 ár. Á árunum 1960-1965 beitti Tryggvi Sigurbjarnarson þáver- andi rafveitustjóri sér fyrir því að Rafveita Siglufjarðar keypti nauðsynleg vatnsréttindi til að virkja neðar í Fljótaá, en talið var að virkja mætti um 50 m fall í ánni. Vatnsuppistaðan. sem fékkst inni í Stíflu við Skeiðsfoss- virkjun, er 30 millj. rúmm sem gefur möguleika á að tvínota vatnið. Mikil umræða vai um orkumál á Norðurlandi árin 1969-’74, olíuverðhækkanir og raforku- vinnsla með dieselvélum orsök- uðu hátt raforkuverð til notenda. Rafveita Siglufjarðar var að framleiða umtalsverða orku með dieselvélum, þrátt fyrir að Skeiðsfossvirkjun var ekki full- nýtt sökum þess að síldveiði var hætt og síldarbræðsla þar af leið- andi aflögð yfir sumarmánuðina en loðnubræðsla hafin haust og vetur. Árið 1968 fékk rafveitunefnd Sigurð Thoroddsen til að endur- skoða fyrri áætlun um virkjun í Fljótaá frá 1963, sem gerði ráð fyrir 4 MW afli og framleiðslu- getu 14 Gwst. Endurskoðuð áætlun gerði ráð fyrir steyptri stíflu á móts við Þverá og uppistöðulón allt að útrennsli Skeiðsfossvirkjunar, þessi stöð var 2 MW og hafði framleiðslugetu um 12 Gwst. Árið 1969 var Skeiðsá veitt í uppistöðulón virkjunarinnar og við það stækkaði vatnasvið virkj- unarinnar um 10%. Miklar um- ræður voru á þessum tíma um réttmæti á gerð virkjana í berg- vatnsám landsins og sýndist sitt hverjum, en mikilvægt er að finna þann meðalveg í mann- virkjagerð, að íslendingar megi bera gæfu til að nýta þau verð- mæti, sem falin eru í vötnum landsins, án þess að spilla landi um of. Á þessum tíma fékk Sverrir Sveinsson rafveitustjóri þá Ás- geir Sæmundsson tæknifr. og Ríkarð Steinbergsson verkfr. til að gera frumáætlun um virkjun við Þverá. Skiluðu þeir greinar- gerð um virkjunina í desember 1971. Gunnar Ámundason verk- fr. vann skýrslu fyrir rafveituna sem hann kallaði „Aðgerðar- rannsóknir á samrekstri virkjana á Norðurlandi vestra" sem byggði á rennslisgögnum, álagi og orkuspá. Ekki varð af framkvæmdum í bili, en olíuverðhækkanir árið 1973 komu skrið á málin. Raf- veitunefnd samþykti á fundi 4. febrúar 1974, að óska heimilar iðnaðarráðherra til að byggja viðbótarvirkjun í Fljótaá á móts við Stóru-Þverá, á grundvelli greinargerðar frá 1971 eftir Ás- geir Sæmundsson og Ríkarð Steinbergsson. Bæjarstjórn Siglufjarðar staðfesti síðan þessa samþykkt samhljóða þann 18. febrúar 1974. Magnús Kjartans- son iönaðarráðherra veitti heim- ild fyrir virkjuninni, en hún var minni en svo að um hana þyrfti sérstaka lagaheimild. Framkvæmdir hófust um sumarið, með byggingu stöðvar- húss og byggingu aðstöðu fyrir verktaka. Áffalli Skeiðsfossvirkj- unar og yfirfalli er lokað með

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.