Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 14.01.1994, Blaðsíða 1
77. árg. Akureyri, föstudagur 14. janúar 1994 9. tölublað EyjaQarðarsveit: fsing sligaði háspennuiínu - rafmagnslaust fremst í sveitinni í gær Iláspennulína við Helgastaði EyjaQarðarsveit slitnaði niður vegna ísingar í fyrrinótt og varð af þeim sökum rafmagnslaust á öllu svæðinu framan Hríshóls auk þess sem truflun var á raf- magni í austanverðri sveitinni. Vonir stóðu til að rafmagn kæmist á hjá öllum notendum á svæðinu undir kvöld í gær. Arnar Sigtýsson hjá Rafmagns- veitum ríkisins á Akureyri segir aó ísing hafi fyrst og fremst valdið vandræðum í gær. Mönnum enn í fersku minni stórtjón sem varó við áþckk veóurskilyrði fyrir tveimur árum en Arnar segir að mikið hafi veriö unnió í línumál- um síóan þá þannig aó hættan sé minni en þá var. Auk rafmagnsvandræðanna í Eyjafjarðarsveit í gær varð bilun á línunni rnilli Kópaskers og Þórs- hafnar. Lítið var hins vegar hægt að eiga vió viðgerð vegna veöurs. A meðan voru keyróar díselvélar á Þórshöfn. JÓH Þórshöfn: Raftnagnslínan gaf sig - blindbylur á heiðinni í gær. Rafmagnslínan milli Þórshafnar og Kópaskers gaf sig rétt fyrir klukkan fjögur í fyrrinótt. Síð- degis í gær var Ijóst að fimm slár í línunni höfðu gefið sig og að hún var slitin á einum stað, að minnsta kosti. Ekki var reiknað með að við- gerð tækist fyrr en í nótt, en menn voru að vióa aó sér viðgerðarefni og tilbúnir aö fara á heiðina þegar mögulegt væri vegna veðurs. Varaaflsstöð á Þórshöfn sá byggðinni fyrir raforku, og voru menn beðnir að spara rafmagn, þar sem tæpt var með að það dygði. Mjög slæmt veður var á heió- inni í gær, blindhríð og renningur. Rafmagnstruflanir uróu einnig í Öxarfirði, ísing á línum og hvasst. Unnið var aö viðgerð síðdegis. IM Starfsmenn RARIK brugðu skjótt við í gær og gerðu við slitnar línur í Eyjafjarðarsvcit. Óttast er að frekara tjón kunni að verða á rafmagnslínum á Norðurlandi. Mynd: Robyn. Sj ómannaverkfallið: Ég efa að útgerðarmenn hafí mætt í samningshug til viðræðna við sjómenn - segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags EyjaQarðar Enn á ný virðist sjómannadeilan vera hlaupin í harðan hnút. Ríkissáttasemjari sleit viðræð- um á miðvikudag en forystu- menn Sjómannasambands Is- lands, Vélstjórafélags Islands og Farmanna- og fískimannasam- bands íslands áttu fund með sjávarútvegsráðherra, I>orsteini Pálssyni, síðdegis í gær og í gærkvöld var ætlunin að funda með ríkissáttasemjara, Guð- laugi Þorvaldssyni. Utgerðar- menn áttu í gær fund með for- sætisráðherra en ólíklegt er tal- ið að gripið verði til bráða- birgðalaga til að stöðva sjó- mannadeiluna. M.a. telja útgerðarmenn að sjó- menn séu að krefjast hærra físk- verðs í tengslum við umræóurnar um þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum en talsmenn sjómanna- samtakanna segja hins vegar að tillögur þeirra fjalli um lágmarks- fískveró. En af hverju slitnaói upp úr viðræðunum? Var enginn við- ræðugrundvöllur? „Viö sjómenn teljum að þaó sé góður viðræðugrundvöllur til lausnar deilunni og í fyrstu tillög- um útgerðarmanna til lausnar deildunni nefna þeir fískveröió. Það er misskilningur þeirra, jafn- vel viljandi, en þar sem kvóta- brask hefur komið upp þarf að hafa einhverja viðmiðun. Vió er- um að ræða þessi afmörkuðu til- felli þar sem útgerðir hafa orðið uppvísar að því að láta sjómenn- ina taka þátt í kvótakaupum. Við verðum áfram meö þau verð sem við höfum samið um við Útgerð- arfélag Akurcyringa og þar verður engin krafa um að samió verði um fískvcrð," segir Konráð Alfreðs- son, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. „Eg dreg það mjög í efa að út- gerðarmcnn hafí mætt til þessara viðræðna til þess aó ná samning- um. Þeir vilja margir hverjir alls ekki semja þrátt fyrir aó það sé allra tap að fiskveiðiflotinn sé bundinn við bryggju. Ef ríkis- stjórnin setur lög á þessa deilu þá erum vió sjómenn samningslausir og verðum áfram að vinna eftir samningum sem eru orðnir úreltir og nánast vonlaust að vinna eftir. Eg trúi því hins vegar ekki að rík- isstjómin grípi inn í deiluna með lagasetningu. Lög um kvótabrask Verði þaó hins vegar raunin þá verða aðeins sett lög sem banna kvótabraskið. LÍÚ hefur gefið það út aó komi upp deilumál milli sjó- manna og útgerðarmanna þá hafi útgerðarmenn alltaf rétt fyrir sér. Þaö þýðir aðeins það aó við veró- um að sækja öll okkar mál til dómstólanna ef við ætlum að ná fram rétti okkar. Eg óttast að ef afstaóa útgerðarmanna breytist ekkert geti verkfallið teigst á lang- inn. Þrýstingur frá loðnu- útgerðunum Ef það fínnst eitthvað verulegt magn af loönu mun þrýstingur aukast frá eigendum loðnuskipa á hendur LIÚ aó samið verói við okkur. Eg óttast hins vegar að for- svarsmenn LIÚ láti ekki segjast því LIÚ er mjög miðstýrt afí og einstakur útgeróarmaður ræður þar mjög litlu ef hann er ekki stjórnarmaöur. Viö ætluðum suður á fund sjó- mannasamtakanna í Bíóborg í Reykjavík til að sýna samstöðu og á fundinum hér á Akureyri var mikill hugur í mönnum. Vegna ófærðar komumst vió ekki en vió sendum þeim baráttukvcójur á fundinn.“ GG Eyjaijörður: Þrjú sveitarfélög í eina sæng? Umdæmisnefnd á Norðurlandi eystra leggur til fyrir síðari um- ferð kosninga um sameiningu sveitarfélaga að þrír hreppar norðan Akureyrar, Glæsibæjar- hreppur, Skriðuhreppur og Öxnadalshreppur, verði samein- aðir í eitt sveitarfélag. Kosið verður um sameininguna 19. mars nk. Guðný Svcrrisdóttir, formaður umdæmisnefndar Eyþings, sagði aó þetta hafí orðið niðurstaðan eft- ir að forsvarsmenn þessara sveit- arfélaga lýstu vilja til sameining- ar. Samkvæmt bráöabirgðatölum Hagstofu íslands frá 1. desember sl. eru 382 íbúar í þessum þrem sveitarfélögum, Glæsibæjarhrepp- ur er þeirra lang fjölmennast. Sveitarfélögin þrjú auk Arnar- neshrepps standa að rekstri Þela- merkurskóla. Af þessum fjórum sveitarfélögum voru íbúar Amar- neshrepps þeir einu sem sam- þykktu sameiningu allra sveitarfé- laga í Eyjafirói í eitt sveitarfélag í kosningunum 20. nóvember sl. óþh Húsavík: Samstaða á sjó- mannafundi „Fundurinn átelur harðlega þann seinagang og skort á sam- ingsvilja, sem útgerðarmenn hafa sýnt í yfírstandandi samn- ingaviðræðum. Sjómenn! fram- koma útgerðarmanna verður ekki liðin lengur, stöndum vörð um hagsmuni okkar og sækjum fram til betri kjara,“ segir í ályktun fundar um 50 sjómanna á Húsavík í gær. Fundurinn lýsti stuðningi við samninganefndina og taldi þátt- töku í kvótakaupum árás á kjör sjómanna. Lýst var ábyrgð á hendur útgeróarmanna á því að flotinn væri bundinn í höfn og einnig því að atvinnuöryggi þús- unda launamanna væri ógnað og framtíð sjávarútvegs á íslandi stefnt í hættu. Skorað var á stjórnvöld að setja ekki bráða- birgðalög, slíkt yröi ekki liðið. A fundinum kom fram, að kvótakaupamálin kæmu öllum við, mismunandi mikið, en ef ekki yröi spyrnt viö nú, myndi þessi háttur breiðast út og velta upp á sig á örfáum árum. IM Endurbætur á barnaskólanum á Siglufirði: Eitt stærsta viðhaldsverkefiiið á árinu Undirbúningsvinna vegna fjár- hagsáætlunar Siglufjarðarbæjar er í fullum gangi og er stefnt að því að leggja hana fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 10. febrúar. Eitt af stærstu við- haldsverkefnum bæjarins á þessu ári verður viðhald barna- skólans, en því á að skipta á nokkur ár. Kristján Möller, forseti bæjar- stjómar og formaöur skólanefnd- ar, segir að viðhald barnaskólans sé al'ar brýnt og stórt verkefni. Skólahúsið sé orðið gamalt og lú- ið og því löngu tímabært að ráðast í úrbætur. Reyndar hófst viðhald barna- skólans á síðasta ári þegar ráðist var í að skipta um glugga og þráó- urinn verður tekinn upp i ár. Krist- ján sagði ekki ljóst hvaó yrði framkvæmt fyrir háa upphæð í ár, en taldi að hún gæti orðið nálægt tíu milljónum króna. Búið er að ráða hönnuð vegna nauðsynlegra breytinga á skóla- húsinu og varó Ævar Haróarson, arkitekt á Akranesi, fyrir valinu, sá hinn sami og teiknaói nýja leik- skólann á Siglufirði. Ævar kom til Siglufjarðar fyrir jól og átti fund með heimamönnum um breyting- arnar á barnaskólanum. „Við erum þegar búnir að skipta um glugga og næst er að breyta innanhúss. Skólastofurnar eru þröngar og þær þarf að stækka. Þá þarf að laga salemisað- stöðu, aðstöðu fyrir kennara og anddyrið,“ sagði Kristján. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.