Dagur - 11.11.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1994, Blaðsíða 1
77. árg. Akureyri, fostudagur 11. nóvember 1994 215. tölublað Skriður að komast á húsnæðismál Háskólans á Akureyri: í Sólborgarhúsin á næsta ári? - menntamálaráðherra styður málið og sömuleiðis Framkvæmdasýsla og Hagsýsla ríkisins Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, er bjartsýnn á að mögulegt verði að flytja starfsemi Háskólans á Akureyri strax á næsta ári í húsakynni Vistheimilisins Sólborgar á Ak- ureyri. Hugsanlegur flutningur Há- skólans á Akureyri í húsnæði Sól- borgar hefur verið töluvert í um- ræðunni á undanförnum mánuðum og nú er kominn verulegur skriður á málið. Er nú unnið út frá því að Háskólinn flytji starfsemi sína úr aöalbyggingunni við Þingvalla- stræti í Sólborgarhúsin um mitt næsta ár, eóa fyrir næsta skólaár. Fyrir liggur ítarleg skýrsla Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Hagsýslu ríkisins um málið og kemur þar fram það mat að húsnæði Vist- heimilisins Sólborgar henti ágæt- lega fyrir starfsemi Háskólans, en hins vegar liggur fyrir aö núver- andi hús Sólborgar duga engan veginn fyrir skólann, nauðsynlegt er að byggja kennsluhús, rann- sóknahús, fyrirlestrasal og bóka- safn í framhaldinu. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum yrði það gert á næstu árum, framundir eða framyfir aldamót. Kristján og Diddú í íþrótta- skemmuna? Eftir samþykkt bæjarráðs Akureyrar í gær gæti svo farið að halda yrði tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands með Kristjáni Jóhannssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur um páskana á næsta ári í íþrótta- skemmunni á Gleráreyrum. Við þaö hefur verið miðað að tónleikarnir verði haldnir annaó hvort í íþróttahúsi KA eða Iþrótta- höllinni, en bæði þcssi hús cru mun stærri en Iþróttaskemman. A fundi bæjarráðs Akureyrar í gær var lagt fram bréf frá Gunnari Frímannssyni, formanni hljóm- sveitarráðs Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og Ingólfi Armanns- syni, skóla- og menningarfulltrúa, þar sem þeir gera grein fyrir at- hugun sem fram hefur farið á hljómburði í íþróttahúsi KA og kemur fram að húsið hafi ekki rcynst henta sem tónleikasalur. Því er þeirri spurningu beint til bæjarráðs hvort það er tilbúið aó beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum í íþróttahöllinni til þess að halda ntegi þar nefnda tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með Kristjáni Jó- hannssyni og Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur næsta vor. Að öðrum kosti yrði Iþróttaskemman fyrir valinu, en þar er minnsti salurinn. Eftir- farandi var bókað um máliö á bæj- arráósfundinum í gær: „Bæjarráð getur ekki gefið fyrirheit um að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á íþróttahöllinni til að bæta hljómburð þar þannig að hægt verði að halda umrædda tónleika í henni.“ óþh Forsvarsmenn Háskólans á Ak- ureyri hafa verið í Reykjavík í þessari viku og farið yfir málið með ráðuneytismönnum, þing- mönnum, menntamálaráóherra og fjárlaganefnd og fær málió þar já- kvæð viðbrögð. Þeir þingmenn kjördæmisins sem Dagur hefur rætt vió vegna málsins, Jóhannes Geir Sigur- geirsson og Steingrímur J. Sigfús- son, styðja það og eftir því sem næst verður komist gildir það sama um aðra þingmenn kjör- dæmisins. Þá eru þeir embættis- Fulltrúar norður-þingeyskra sveitarfélaga, þ.e. Keldunes- hrepps, Óxarfjarðarhrcpps, Raufarhafnarhrepps, Svalbarðs- hrepps og Þórshafnarhrepps áttu í gær fund á Kópaskeri með Sigfúsi Jónssyni úr Heilbrigðis- tryggingarráðuneytinu og Olafi Hergli Oddssyni, héraðslækni á Akureyri, um það hvort allar heilsugæsluöðvar á þessu svæði eigi að lúta einni yfirstjórn. Þetta var annar fundur þessara aðila, en hugmyndin að sameig- inlegri yfirstjórn er upphaflega komin frá Héraðsráði Norður- Þingeyinga. „Við teljum að það hljóti að vera hægt aó hagræða t.d. í mannahaldi, en það á alls ekki að lækka þjónustustigið. Það er þegar til staðar samstarf milli þeirra menn sem um málið hafa fjallað því hlynntir. Það staðfesti Friðrik Friðjónsson í menntamálaráðu- neytinu í gær. Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, sagði í gær að búiö væri að fara ítarlega yfir málið af embættismönnum í fjármála- og menntamálaráöuneytinu. „Það sem liggur fyrir núna er að kanna vilja fjárlagancfndar og þar með þingsins hvort af þessu getur orð- ið,“ sagði Ólafur. „Ég gerói mér ferð norður fyrir skömmu til þess að skoða aðstæð- ur og mér líst vel á að Háskólinn þriggja lækna sem eru á svæðinu þannig að það eru aldrci nema tveir á vakt í cinu, sá þriðji er í fríi, þannig að ckki þarf að koma til utanaðkomandi læknir til af- leysinga. Möguleiki cr á að þctta fyrirkomulag gæti einnig átt sér stað meðal hjúkrunarfólksins. Meó einni stjórn er hægt að draga úr stjórnunarkostnaði aö cinhverju leyti og hagræða í sambandi við innkaup á smærri tækjum og tækj- um sem hægt væri að fiytja á milli heilsugæslustöðvanna. T.d. væri óþarfi að kaupa hcyrnarmælingar- tæki í allar heilsugæslustöðvarnar. Við tókum skýrslu Ríkisend- urskoðunar alvarlega þar sem bent er á gífurlega mikinn kostnaó við heilsugæslu á hvern íbúa á Norð- austurlandi. Við gerðum okkar at- hugasemdir við skýrsluna, m.a. fái þetta húsnæöi á Sólborg. Ég tel að þetta sé góður kostur fyrir skól- ann til lengri tíma litið. En það má segja aó þetta sé kannski nokkur stór biti, en menn þurfa jafnframt aö gera sér ljóst aó það þarf að grípa til ákveðinna aðgerða varð- andi húsnæðismál Háskólans á Akureyri. Fyrir hönd míns ráðu- neytis mun ég leggja þetta fyrir sem góðan kost.“ Ólafur sagði að málið hafi ekki verið kynnt í ríkisstjórn en hann sagói að það yrði gert alveg á næstunni í tengslum vió vinnu viö bentum á að læknarnir hér vinna ýmiss störf sem í þéttbýli eru unn- in af öðrum læknum utan hcilsu- gæslustöðva,“ segir Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri á Kópaskeri. Einnig hafa sveitarfélögin í Norður-Þingeyjarsýslu falast eftir lyfsöluleyfinu á svæðinu og er vilji til þess að það yrði þá á veg- um sveitarlélaganna, en undir ein- urn hatti. Einnig kemur til greina að sameiginleg yfirstjórn heilsu- gæslustöðvanna, ef af verður, taki að sér lyfsöluleyfió. DAGUR hef- ur eftir áreióanlegum heimildum að Sigrúnu Sveinsdóttur, lyfja- fræðingi, eiginkonu Gunnlaugs Júlíussonar, nýráðins sveitarstjóra á Raufarhöfn, verði boðið starfið ef af verður. GG fjárlög næsta árs. „Þetta er það stórt mál að það verður aö kynna í ríkisstjórn.“ Ólafur sagðist bjartsýnn á að málið næði fram aó ganga í rneð- förum Alþingis og ríkisstjómar. „Ég hef enga ástæðu til að vera svartsýnn á það. Að vísu er þetta dálítið stór biti, en ríkið á þetta húsnæði á Sólborg og því er um að ræða millifærslu milli ráóu- neyta. Þar er um að ræða 75-80 milljónir króna og síðan er svipuð upphæð áætluð í lagfæringar á húsnæðinu þannig að skólinn geti fiutt í það strax á.næsta ári. Síðan eru byggingarplön til allt að tíu ára,“ sagói Ölafur G. Einarsson. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að háskólamenn séu hlynntir þessari lausn á húsnæðisvanda skólans. „Vió teljum að á þennan hátt sé verið að tryggja Háskólanunr framtíóarsvæði á sviði kennslu, rannsókna og bókasafns. Sólborg- arhúsin henta að okkar mati vel fyrir skrifstofur, kennara og ýmsa svokallaóa miðlæga þjónustu. Þá er staðsetning Sólborgar góð - hún er landfræðilegur miðpunktur í bænum og ég efast um að innan bæjarmarkanna sé betra svæði til að byggja upp háskóla," sagði Þorsteinn. Hann sagði að háskóla- nefnd myndi fjallað um málið nk. mánudag en áður hefur hún álykt- að á jákvæóum nótum um þaó. Þctta mál kom til umræðu á fundi bæjarráðs Akurcyrar í gær. Lagt var fram bréf frá Þorsteini Gunnarssyni, rektor, þar sem leit- að var el'tir afstöðu bæjarráðs og skipulagsyílrvalda til hugsanlegs fiutnings skólans í Sólborgarhús- in. Eftirfarandi var bókað: „Bæjar- ráð tekur jákvætt í hugmyndir um að framtíðarsvæði háskólans verði á Sólborgarsvæðinu og felur bæj- arstjóra að taka upp viðræður þar um við Háskólann á Akureyri." óþh Sjá nánar „Hcntar Háskólanum ágæt- lcga“ á bls. 2. Fyrrv. sýslum.Siglfirðinga: Hæstiréttur þyngdi dóminn Hæstiréttur dæmdi í dag fyrrverandi sýslumann Siglfirðinga í þriggja mánaða skilorðsbundið varðhald og að greiða 600 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Héraðsdómur hafði dæmt hann í 300 þús- und króna sekt. Hæstiréttur staðfesti hins vegar dóm Hér- aðsdóms yfir fyrrverandi yfir- lögregluþjóni á Siglufirði að hann skyldi sýkn af öllum ákærum ákæruvaldsins. Bæði sýslumanni og yfir- lögregluþjóni var veitt lausn frá embætti fyrir rúmu ári. Málið snerist m.a. um meöferð uppboðsmála, innfiutning á hestakerrum, áfengi, reiðtygj- um og húsbúnaði. Hæstarétti þótti hins vegar ósannað að sýslumaður hefði vitað um innihaid hestakerrana. GG Háskólinn á Akurcyri mun væntanlcga flytjast i húsnæði Sólborgar fyrir byrjun næsta skólaárs. Mynd: Robyn. Allar heilsugæslustöðvar á norðausturhorni landsins undir eina stjórn? Stuðlar að hagræðingu en lækkar ekki þjónustustigið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.