Dagur - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 01.02.1995, Blaðsíða 1
Skandia Lifandi samkepp W Geislagötu 12 • Sími 12222 m - lœgri iðgjöld Heimilisfólkið á Ytri-Ánastöðum flutt í burtu vegna snjóflóðahættu: Kýr ekki verið mjólkað- ar í rúman sólarhring Síðdegis í gær hafði heimilis- fólkinu á Ytri-Ánastöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatns- sýslu, Elísabetu Eggertsdóttur og tveim sonum hennar, ekki tekist að komast heim frá Hvammstanga, en það var flutt þangað í snjóbíl í fyrrakvöld vegna snjóflóðahættu. Það var einmitt á Ytri-Ánastöðum sem snjóflóð féll fyrir um hálfum mánuði með þeim afleiðingum að fjárhús jöfnuðust nánast við jörðu og búpeningur drapst. Þegar Dagur náði samband við Elísabetu Eggertsdóttur, húsfreyju á Ytri- Ánastöóum, á Hvamms- tanga síódegis í gær, sagði hún að ekki væri gott útlit með að komast aftur heim, veðrið væri slæmt og skyggni nánast ekkert. Hún sagði að menn treystu sér ekki til að fara á snjósleðum heim að bænum og því væri snjóbíll eini möguleikinn. Hins vegar var ekki von á aó hann yrði tiltækur fyrr en seint í gær- kvöld. Elísabet sagði það vissulega bagalegt að komast ekki heim, þar biöu 10 kýr mjalta, en þær voru síðast mjólkaðar um miðjan dag sl. mánudag. „Kýr eru ekki vanar svona löguðu og því er þetta afar slæmt ástand. Við mældum nýlega nytina í kúnum og sumar voru með yfir 20 kg,“ sagói Elísabet. „Við höfum líka kálfa sem þarf að gefa og svo skildum við tíkina okkar eftir,“ bætti hún viö. Eftir snjóflóöið á dögunum voru þær kindur sem björguðust úr flóðinu fluttar að bænum Gröf, en þar býr bróðir Elísabetar, Tryggvi Eggertsson. Elísabet segir að venjulega taki um 10 mínútur að aka milli Hvammstanga og Ytri- Ánastaða en ferðin í snjóbílnum á mánu- dagskvöldið tók um þrjár klukku- stundir. „Eg held ég megi segja að snjórinn sem nú er kominn sé með því mesta sem ég hef séð hér,“ sagði Elísabet. Hún sagðist hafa af því spurnir að víða hafi hross horfið sporlaust, líklega hafi þau farið í fönn og gera mcgi ráð fyrir að mörg þeirra hafi drepist. óþh Alit á kafi Skagafjöröur: Mjólkurbíll lestaður mysu út af Mjólkurbfll lestaður mysu ók út af veginum við Varmahlíð í Skagafirði skömmu fyrir hádcgið í gær en bflstjóranum tókst að koma í veg fyrir að bifreiðin ylti þrátt fyrir að vegkantur- inn sé hár á þessum stað. Bif- reiðin skemmdist eitthvað en bflstjórinn var ósár. Tappa varð mest allri ntys- unni af mjólkurbílnum til þess að létta hann og ná honum aft- ur upp á veginn. Orsök óhappsins var sú aó annarri bifreið var ekið í veg fyrir mjólkurbílinn, en með snar- ræði tókst bílstjóranum að foróast árekstur, cn með fyrr- greindum afleiöingum. GG Loksins sér fyrir endann á reiptoginu um Utgerðarfélag Akureyringa Niðurstaða bæjarráðs Idag liggur væntanlega fyrir af- staða bæjaryfirvalda á Akur- eyri varðandi sölumál Útgerðar- félags Akureyringa. í gærmorg- un var frestað fundi þess við- ræðuhóps sem bæjarstjórn skip- aði til að fjalla um málið, þar sem skýrsla frá öðrum aðilanum sem fengin var til að meta getu sölusamtakanna tveggja til að selja vörur ÚA, hafði ekki borist. Fundurinn átti að hefjast síðdeg- is í gær. Stjómmálaflokkamir ætluðu flestir að funda í gærkvöld með einum eða öómm hætti. Því bjóst Jakob Bjömsson bæjarstjóri við því aö viðræðuhópurinn sem skoð- ar sölumálin myndi ekki funda lengur en til kl. 20.00. Veröi niður- staða þá ekki fengin verður fram haldiö nú strax í morgunsárið. Þeg- ar viðræðuhópurinn hefur komist að niðurstöðu mun hann leggja álit sitt fyrir bæjarráð. Hægt er að boóa til bæjarráósfundar með mjög stuttum fyrirvara og verður hann haldinn í dag, gangi það eftir að viðræðuhópurinn geti lokió störf- um í tæka tíð, þ.e. í dag í síðasta lagi. Ekki er víst að boða þurfi til auka bæjarstjómarfundar vegna málsins. Verði t.d. meirihluti í bæj- arráði um einhverja tiltekna niður- stööu, er boð um bæjarstjórnarfund ídag ekki aðkallandi, þó vissulega verói málið afgreitt þar með formlegum hætti. Næsti reglulegi bæjarstjórn- arfundur er nk. þriðjudag. I dag á einnig að vera stjómar- fundur hjá Islenskum sjávarafurð- um. Þar á að ákveða staðsetningu höfuðstöðva fyrirtækisins í fram- tíðinni og fer niðurstaóa þar væntanlega eftir afstöðu bæjaryfir- valda á Akureyri á bæjarráðsfund- inum. HA og enn mun hann snjóa Þarna er verið aó moka frá dyrunum í Aðalstræti 24 á Akureyri en hætt er við að aftur þurfi að grípa til skóflunnar því Veðurstofan spáir að aftur snúist til norðaustlægrar áttar á morgun því önnur lægð er að koma upp að vesturhluta landsins. Hún veldur fyrst snjókomu sunnanlands en síðan um allt Norðurland en vindur veróur hægur framan af. GG/Mynd: Robyn í Húnaþingi Kvennalistinn á Noröurlandi eystra: Elíní fyrsta sæti n Antons- dóttir, ráð- gjafi hjá Iðnþróun- arfélagi Eyjaljarðar, skipar fyrsta sæti framboðs- lista Kvennalistans í Norðurlands- kjördæmi eystra fyrir kom- andi þingkosningar. Kvcnna- listakonur ganga cndanlega frá listanum um helgina. Elín fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í könnun sern gerð var innan Kvcnnalistans í kjör- dæminu fyrr í vetur en hún segir það hafa verið crfiða ákvörðun að taka þetta sæti. „Það voru ýmsir hlutir sem ég vclti fyrir mér varðandi þetta því auðvitað geng ég ckki í þetta ncma með það markmió að ná árangri. En ég er örugg á því að koma á framfæri við kjósendur stefnu og þeim mál- staó sem Kvennalistinn stendur fyrir og ég kvíði því ckki að kynna hana kjósendum," sagði Elín. JOH Vegagerðarmenn lentu í mikl- um vandræðum í Húna- þingi í gær og urðu að hætta mokstri vegna veðurs. Fólk þurfti að yfirgefa bifreiðar sínar eftir að hafa lent í hrakningum í fyrrinótt, en öllum var bjargað í hús. Veður var skaplegt í gærmorg- un og þá reyndu vegagerðarmenn frá Blönduósi og Hvammstanga að ryðja leiðina milli þessara staða, en um hádegisbilió versnaði veður svo mjög að vegagerðar- menn neyddust til að hætta mokstri. Síðdegis þegar Dagur hafði samband við Ragnar Ámason hjá Vegagerðinni á Hvammstanga sást vart á milli húsa á Hvamms- tanga og sagói Ragnar aó á meðan svo væri yrðu moksturstæki ekki hreyfð. Hann sagði aö mikill snjór væri í Vestur-Húnavatnssýslu, en þó ekki sá mesti sem hann hafi séð á þessum slóðum. Lögreglu- maóur á Blönduósi sagði hins vegar í samtali við blaðamann að snjómagnió þar og í nágrenni Blönduóss væri með því mesta sem hann hafi séð. Hann sagði að vegurinn milli Blönduóss og Skagastrandar væri kolófær og engin leið væri að fara þar um. Fólk hafi yfirgefið bifreióar sínar á þessari leið og leitað skjóls á ná- lægum sveitabæjum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.