Dagur - 19.04.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1995, Blaðsíða 1
Skandia Ufandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12.- Sími 12222 Dagar ríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eru taldir: í burðarliðnum - og trúnað milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks Þegar úrslit kosninganna lágu fyrir mátti öllum ljóst vera að staða ríkis- stjórnarinnar var orðin mjög tæp. Þar kom hvort tveggja til, annars vegar hafði djúpur ágreiningur um grundvallarat- riði skýrst í kosningabaráttunni í þeim málum sem Alþýðuflokk- urinn lagði mesta áherslu á. Við slíkar aðstæður er mjög erfitt að mynda trausta ríkisstjórn með einungis eins atkvæðis meiri- hluta,“ segir Halldór Blöndal, fráfarandi landbúnaðar- og samgönguráðherra. Halldór sagðist ekki vilja orða það svo aó þreyta hafi verió kom- in í samstarf krata og sjálfstæóis- manna. „Viö leggjum á þaö áherslu aó nauósynlegt sé aö varð- veita stöóugleikann í efnahagslíf- inu og reyna aó tryggja efnahags- batann sem vió þykjumst sjá aó sé fyrirsjáanlegur. Til þess aó þaö takist veröur ríkisstjómin að vera innbyróis sterk og hafa traust bak- land. Á þetta leggjum viö áherslu.“ Halldór segir þaó djúpt tekió í árinni hjá Jóni Baldvin að viðræð- ur viö krata hafí verið mála- myndaviðræður. „Eg myndi held- ur segja aó menn hafi verið aó at- huga sinn gang og íhuga málið. Formenn flokkanna hittust og fóru yfir ríkisfjármálin og ágreinings- efnin og það leiddi ekki til niöur- stöðu.“ Halldór sagói aó stóra niálið á næsta kjörtímabili verói efnahags- málin og aó tryggja stöóugleik- ann. Þaó sé lykillinn aó því aó lífskjör batni og hagur fjölskyldn- anna vænkist. „Eg tel ekki aö innganga í Evrópusambandið sé á dagskrá þeirrar ríkisstjómar sem nú veröur mynduó.“ En hvemig skyldi Halldóri lít- ast á Framsóknarfiokkinn sem samstarfsflokk í ríkisstjóm? „Viö Guómundur Bjarnason erum góðir vinir og okkur hefur alltaf gengið vel aó vinna saman. Eg lít björtum augum á það að þessum tveim flokkum takist vel að vinna saman í góðum trúnaöi og ná árangri.“ - Verður þú ráðherra í nœstu ríkisstjórn? „Eg hef alltaf sagt að ég vonist til þess.“ - Og þá áfram í landbúnaðar- ráðuneytinu? „Það er ekki farið að tala um einstök ráöuneyti,“ sagði Halldór Blöndal. óþh hvors flokks: Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Guðmund- ur Bjamason og Páll Pétursson. Heimildum innan Sjálfstæöis- flokksins ber saman um aó ráð- herrar flokksins verði þeir sömu og í fráfarandi ríkisstjóm með Al- þýóuflokki, með þó þeirri breyt- ingu aó Bjöm Bjamason komi inn í stjómina í stað Olafs G. Einars- sonar. óþh Guðmundur Bjarnason, varaformaður Framsóknarflokksins: Stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða að vera í stjórnarandstöðu Eg tel að rík- isstjórn Framsóknar- flokks og Sjálf- stæðisflokks sé ekki óálitlegur kostur. Ég tel að þessir flokkar geti myndað sterka stjórn sem eigi að geta haldið stöðugleika í efnahagslíf- inu og hafi meiri burði til þess að taka á endurreisn atvinnulífs- ins. Það vil ég sjá gerast,“ sagði Guðmundur Bjarnason, varafor- maður Framsóknarflokksins og fyrsti þingmaður Norðurlands eystra. „Davíð haföi spilin á hendinni. Hann var með Jón Baldvin á króknunt, ef má orða þaó svo óskemmtilega, og var ekki tilbú- inn til þess aó losa hann af önglin- unt fyrr en hann var búinn að kanna þaó hjá forystumönnum annarra flokka hvort þeir væru til- búnir að ræöa vió sig af alvöru um stjórnarmyndun. Heföi Halldór Ásgrímsson hafnað því og sagst vilja vita hvort sú staða kæmi ekki upp aö hann ætti kost á öðru stjórnarmynstri, þá var það næsti leikur Davíós aö ræða vió Al- þýóubandalagið, en við teljum okkur hafa fullvissu um að sjálf- stæðismenn hafi fengið meldingar frá alþýðubandalagsmönnum um að þeir væru tilbúnir til stjómar- myndunarviöræðna. Staða okkar var því sú að annað hvort ganga til þessara viðræðna eða loka okkur úti sem stjórnarandstæðinga, en okkar markmiö var auðvitað það aó komast að ríkisstjómarborðinu ef vió ættum þess kost,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að Framsóknar- flokkurinn muni leggja á það áherslu í hugsanlegri ríkisstjóm meó Sjálfstæðisflokki að ríkis- valdið komi að atvinnumálunum og stokkað verði upp í Byggóa- stofnun og sjóðakerfinu. I öðru lagi leggi flokkurinn mikla áherslu á að taka á skuldastöðu heimilanna og í þriðja lagi leggi framsóknarmenn áherslu á leið- réttingu ákveðinna þátta í mennta- málunum og lagfæra Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. „Við getum líka talað um stóru málin; sjávar- útvegsmálin, landbúnaðarmálin og utanríkismálin, en þetta held ég að séu málaflokkar sem ekki verói mikill ágreiningur um milli flokk- anna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagöi ekki liggja fyrir hvemig formlegri stjómar- myndun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði háttað. Væntanlega verði línur lagðar í dag á fundi Davíðs og Halldórs unt hvort sú leið verði farin að mynda málefnahópa eóa hvort þrír til fjórir fulltrúar flokkanna fari yfir málin og þau síðan frekar rædd og metin í þingflokkunum. Þingfiokkur Framsóknarflokksins mun hittast kl. 16 í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Guðmundur vildi ekki skjóta á hvenær ný ríkisstjóm þessara tveggja flokka taki við, nái þeir á annað borð saman, en ólíklegt sé að það geti orðið fyrr en síðari hluta næstu viku. Samkvæmt lög- um Framsóknarflokksins þurfi að kalla saman mióstjóm flokksins til þess að leggja blessun yfir stjóm- arsamstarf og það taki alltaf nokk- urn tíma. óþh ir þeirri stöóu sem upp er komin í pólitíkinni. Halldór Ásgrímsson lagói til vió forseta íslands að Davíð Oddssyni yrði veitt umboð til stjómarmyndunar og mun Dav- íð ræða við Framsóknarflokkinn. Þetta útspil Halldórs kemur í kjöl- far viðræðna hans og Davíðs um páskana um hugsanlega myndun ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur á bak við sig styrkan meirihluta, 40 þingmenn. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins og Kvennalistans lögóu það til við forseta Islands í gær að Halldóri Ásgrímssyni yrði veitt umboð til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar. Eins og áður segir eru allar lík- ur á því að af myndun ríkisstjóm- ar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks verði með Davíð Odds- son í forsæti. Þá yrði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra eða fjármálaráóherra, utanríkisráðu- neytið er þó mun líklegri kostur. Samkvæmt heimildum innan Framsóknarflokksins eru önnur ráðherraefni Framsóknar í slíkri tveggja flokka stjóm, mióað við að fimm ráðherrar komi í hlut Heiðruð eftir 65 ára kórstarf Laufey Vigfúsdóttir, Mið- hvammi á Húsavík, söng með Kirkjukór Húsavíkur við messu á páskadagsmorgun. Laufey kvaddi kórfélaga sína, en hún hefur sungið með kórnum í 65 ár og varla hafa margir tekið þátt í kórstarfi öllu lengur. Björn Jónsson frá Laxamýri, formaður sóknarnefndar Húsavík- urkirkju, ávarpaði Laufeyju, þakk- aði henni fyrir hönd sóknarbarna og afhenti heiðursskjal og bóka- gjöf. Geirfinnur Svavarsson, for- maöur kirkjukórsins, afhenti blómakörfu frá kórnum og þakk- aði samstarfið. Laufey ávarpaði kirkjugesti og þakkaói guði fyrir söngrödd þá sem hún hefur getað nýtt til að þjóna sínum söfnuði um áratugaskeið. IM Flest bendir til þess að næsta ríkisstjórn verði stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks og ólíklegt er að mynd- un hennar taki Iangan tíma. Davíö Oddsson, forsætisráð- herra, gekk í gærmorgun á fund forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, og óskaði eftir lausn fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti féllst á lausnarbeiðnina og eftir hádegið átti hún tal af Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins, Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, Olafi Ragnari Grímssyni, for- manni Alþýðubandalagsins, Jó- hönnu Sigurðardóttur, formanni Þjóðvaka, Jón Baldvin Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins, og Kristínu Ástgeirsdóttur, tals- manni Kvennalistans. A þessum fundum var forseta gerð grein fyr- Halldór Blöndal, fráfarandi landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra: Bjartsýnn á góðan árangur Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.