Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1956, Blaðsíða 12
Y Hamrafell á Ytri höfninni. Stœrö þess sést meö samanburöi viö Magna — til hægri. Hainraf ell getur f lutt hdmlng þess olíu- magns sem Islendingar nota nú á ári Hamrafell, hið nýja olíuskip SÍS, kom hingað s.l. sunnu- dag. Skip þetta getur flutt til landsins um 150 þús. lestir af olíu á ári, en það er um það bil helmingurinn af árs- notkun landsmanna af olíu. &IÓÐVU.JINM Þriðjudagur 11. desember 1956 — 21. árgangur — 282. tölubíað Staðið verði við loforð um brottför erlends hers „Fundur í verkamannaíélaginu Þróttur á Siglufirðí, haldinn 9. des. 1956, mótmælir öllum undanslætti í hernámsmálunum. Krefst félagið þess að ríkisstjórnin standi við loforð þau sem stjómarsáttmálinn gaf þjóðinni um brottför hins erlenda hers. Þróttur skorar á öll félög hins vinnandi fólks að efla baráttu sína fyrir brottför hers- ins og linna ekki fyrr en hver einasti her- maður og hvert einasta hergagn er fjarlægt af íslenztöi grund". Bók Kristjáus Eldjárns þjóðminjavarðar Kuml og haugfé viðurkennd af Háskóla Islands sem doktorsritgerð — Vörnin fer fram í janúar Hin nýja bók Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar: Kuml og haugfé, er komin út. Heimspekideild Háskóla íslands hefur tekið hana gilda til doktorsvarnar og fer vörnin fram í jariúar n.k. Móttökufagnaður í tilefni af komu þessa stærsta skips er íslendingar hafa eignazt, var haldinn í Þjóðleikhúskjallaran- um í gær. Hjörtur Hjartar, for- stjóri skipadeildar SlS hélt þar aðalræðuna. Hamrafell er stærsta skip ís- lenzka flotans, um 17 þús. lest- ir að stærð. Við venjulegar að- stæður flytur það 15500 lestir af olíu. Ganghraði þess fulllest- aðs er 14 mílur. Það var byggt í Deutsche Werft í Hamborg árið 1952. SlS keypti skip þetta Hætlan liiisi hjá ai þessu sinni Eisenhower Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að hann væri ósamþykkur tillögu banda- rísku tollanefndarinnar um hækkaðan verndartoll á inn- fluttum fiskflökum. Nefndin samþykkti tillögu þessa efnis einróma í haust að undirlagi útgerðarmanna á austurströnd Bandaríkjanna sem lengi hafa borið sig' illa undan erlendri samkeppni á bandaríska markaðinum. Eisenhovver sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að hækkun verndartollsins væri til þess fallin að leysa á varanlegan Framhald á 11. síðu. á sl. vori en fékk það ekki af- hent fyrr en 21. sept. sl. Ðugandi sjómannastétt Starf á olíuflutningaskipum er að sjálfsögðu með öðrum hætti en á venjulegum flutn- inga- eða farþegaskipum. Fyrst í stað voru því nokkrir erlendir sjómenn á skipinu til þess að þjálfa íslenzku sjómennina í þessu nýja starfi þeirra. Nú er öll áhöfn Hamrafells íslenzk og er það góður vitnisburður um dugnað og hæfni íslenzkrar sjó- mannastéttar. -— Skipstjóri á Hamrafelli er Sverrir Þór. Helming olíunotkunarlnnar Hingað kom Hamrafell með olíu frá Batum í Sovétríkjun- um. Siglingin þangað fram og aftur tekur 35 daga. Skipið mun þvi geta íarið 9—10 ferðir á ári og flutt samtals um 150 þús. lestir af olíu, en það mun vera um helmingur af árlegri olíunotkun landsmanna. -—■ Hve olíunotkunin hefur aukizt hratt má geta þess að fyrir 10 árum hefði þetta skip getað flutt í einni ferð ársbirgðir af olíu fyrir Islendinga. Þörf tveggja skipa Það er því nægt verkefni fyr- ir tvö slík skip til olíuflutninga fyrir þjóðina, en það hefur hinsvegar verið vanrækt að kaupa nema eitt skip. SlS sótti í maí 1953 um leyfi til að kaupa olíuflutningaskip. Var svo stöðugt haldið áfram að knýja á um þetta leyfi, en það var ekki fyrr en í desemb- er 1955 að slíkt leyfi fékkst. Enda þótt telja megi að SlS væri heppið í kaupunum hækk- aði þessi dráttur á kaupunum verð skipsins um 20 millj. kr. I mikið ráðizt — Hamrafell mun hafa kostað 46 millj. kr. og er því í mikið ráðizt, en fljótlega hefur sýnt sig að íslendingum er það nauð- synlegt að eiga sín flutninga- skip sjálfir. Flutningsgjöld á olíu hafa stigið stórkostlega undanfarið, í sambandi við inn- rás Breta í Egyptaland og lok- un Súezskurðarins. Olíuflutn- ingaskip heimsins geta nú flutt 44 millj. lesta, en áætlað er að olíunotkun í heiminum aukist um 100% frá því sem nú er á næstu 5 árum. Allar skipa- smiðjur sem byggja olíuskip hafa nóg að gera næstu árin, og sézt því bezt að ekki hefði mátt draga það mikið lengur að veita leyfi til að kaupa skipið, og að mikið tjón var að kaupa ekki tvö olíuflutningaskip til landsins. Sósíalistafélagið: Áríðandi félags- fundur í kvöld Sósíalistafélag Keyk javíku r lieldur fund í k\öld í Tjarnar- götu 20. Hefst fundurinn kl. 8.30. Kætt verðnr um HERNÁM- IÐ OG STJÓRNMÁLAVIÐ- HORFH), EFNÁHAGSMÁLIN og um félagsmál. Áríðandi er að félagar fjöl- inenni á fundinn. Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi í gær við Selwyn Lloyd, utanríkisráð- herra Bretlands, og Christ- ian Pineau, utanríkisráðherra Frakklands, hvorn í sinu lagi. Var það fyrsti fundur þessara ráðherra síðan Bretar og Frakkar réðust á Egypta. Fréttaritari brezka útvarps- ins í París sagði í gær, að megintilgangur fundarins væri að jafna hinn mikla ágreining sem er milli vesturveldanna þriggja um mál landanna fyrir í viðtali við blaðamenn í gær, í tilefni af útkomu bókarinnar, sagði Kristján Eldjárn að hann Kristján Eldjárn hefði byrjað að safna efni til bókar þessarar þegar hann kom til Reykjavíkur 1941, en hins- botni Miðjarðarhafs. Sagði hann að þeim málum vrði ekki ráðið til lykta við ráðstefnu- borðið, heldur yrði það reynt í einkaviðræðum tveggja— þriggja ráðherra í einu. Framkvæmdastjóri Atlanz- bandalagsins, Ismay lávarður, sagði í gær, að þessi fundur Atlanzráðsins væri sá mikil- vægasti sem haldinn hefði ver- ið í fjögur ár og mestu máli skipti að aftur yrði komið á einingu milli aðildarríkjanna. vegar hefðu liðið mörg ár, eink- um meðan flutningur Þjóðminja- safnsins og uppsetning þess í nýjum húsakynnum stóð yfir, sem enginn tími vannst til að snerta á bókinni, í bókina hefur hann safnað heimildum um öll íslenzk kuml úr heiðnum sið sem fundizt hafa til ársloka 1955, en þau eru 123 talsins, og nokkur fundust á þessu ári. ísleiizkar víkinga- aldarininjar í formála þókarinnar segir m.a.: „Bók þessari er ætlað að þjóna tvennu - markmiði, og ber hún þess menjar. . . Hún á að vera heimildarrit fornfræðinga um íslenzkar víkingaaldarminj- ar . . . En jafnframt er þess þó freistað að bókin geti orðið fróðleikslestur fyrir almenna ís- lenzka lesendur, sem eiga lítinn kost rita um þessj efni“. I bókinni er gerð grein fyrir heiðnum útfararsiðum, hér og á Norðurlöndum. Meginkafiinn er um forngripi þá sem fundizt hafa í haugum hérlendis og gerður samanburður á þessu og sams konar fundum á Norð- urlöndum. Þá er sérstakur kafli um stílsögu víkingaaldar, sér- staklega með tilliti til íslands, eða allt þar til rómversk kirkju- leg list kemur til landsins. Kumlatal Kaflaheiti bókarinnar eru þessi: Fundur íslands og forn- leifar, Kumlatal, Umbúnaður kumla, Haugfé og lausafundir, Norræn stílþróun á söguöld, Yf- irlit og lokaorð. Kumlatalið er í landfræðilegri röð, hringinn í kririg ,um landið og kemur þá í ljós að hinir ýmsu landshlutar eru mjög mis- „auðugir" af slíkum fornminj- Framhald á 11. síðu. i Sjómannafélagi Reykjavikur j Stjórnarkjör er yfirstandandi í Sjómannafélagi Reykja- j vikur. Kosið er alla virka daga frá kl. 10—12 f.h. og j 3—6 e.h. í skrifstofu félagsins, Alþýðuhúsinu, 1. hæð. Kosið er um tvo lista, A-lista fráfarandi stjórnar og • B-lista sem borinn er fram af starfandi sjómönnum. Sjómenn, kjósið nú þegar, kjósið B-listann, vinnið i S fyrir B-listann. jj Munið: XB-listi Séö inv í vistarverur skipverja á Hamrafelli. Natofundur í París reynir að brúa bilið milli aðildarríkja Heppilegast þykir að gera það með einka viðræðum tveggja—þriggja ráðherra Megintilgangur fundar Atlanzráösins, æöstu stjórna Atlanzbandalagsins, sem hefst í París í dag, er sá a brúa hið mikla bil sem nú er á milli Bretlands og Frakl lands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.