Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.04.1957, Blaðsíða 6
§)> - ÞJÓÐVILJINN — Miðvíkudagur 24. apríl 1957 llIÓÐVILJINN ÚtgefaTidi: Sameiningarflokkur alpýðu — SósiaMstaflokkurinn Veðdeild Búuaðarbankans armagn næstu arm jnhn af höfuðárásum Sjálf- rM stæðisflokksins á núver- andi ríkisstjórn er það, að ■ ekki væri séð fyrir nægileg'u fé til veðdeildar Búnaðar- ! ibankans. Hefur Morgunblaðið 1 fcirt hverja greinina af ann- arri um það slæma ástand, að bvergi væri fáanlegt lán til jaröakaupa eða bústofns- og Vélakaupa, og annars, sem Byggingarsjóður og Ræktun- ; arsjóður geta ekki annað. I Hafa þingbændur Sjálfstæðis- 1 flokksins verið ósparir að flytja tillögur um þessi efni, ©g, auðvitað hefur allur áróð- í larinn verið prentaður upp í i ísaf old til þess að sanna bænd- tim sem bezt, að Sjálfstæðis- iflokkurirm sé eini flokkurinn, i eem beri hag þeirra fyrir | fcrjósti. ? Oegja má nú e.t.v. að þetta ! ^ sé aðeins að vonum, að &Ljórnarandstöðuflokkur reyni að gera sér áróðursmat úr föllu þvi, sem tiltækt kann að frera, en þó verður ekki kom- i ízt hjá að spyrja þeirrar I épurningar, hvernig á því f etendur að þessi áhugi vakn- i aði ekki fyrr en flokkurinn í war kominn í stjómarand- : stöða. Það er alls engin nýj- ’ rang, að fjárskortur hamli i Rtarfsemi veðdeild ir Búnaðar- fcankans. Slíkt í stand hefur ríkt sl. 10 ár cg ailan þann hefur Sj ilfstæðisflokk- ? turinn verið í ríkisstjóm ásamt Framsókuarflokknum. Það fcefur þvi sannarlega verið ) evægiir tími til þess fyrir flokk- í írm að koma þessu „áhuga- ■ jctálr1 á framfæri, ef áhuginn ífcefði verið svo mikill, sem af | <er látið nú. ! *xma t f Tj’kki er heldur hægt að bera i ])VÍ við að á öllum þessum } Iptrn hafi verið erfiðari fjár- fcágsástæður en nú, en að þær hafi svo skyndilega batn- sð að nú sé allt í einu orðið vandalaust að leggja fram sr.ægilegt fé, sem ómögulegt var áður. Hver einasti maður veit, að staðreyndirnar eru fcéssu gagnstæðar. Viðskiln- aður fyrrverandi stjórnar á Sjárhagsmálunum var þannig, að 3Ú stjóm sem nú situr, befu'r staðið frammi fyrir toeiri vandamálum að leysa, én npkkra sinni hefur verið síðan styrjöldin hófst. Þannig 'véróur allur þessi ,,áhugi“ S|§lfstæðisflokksins fyrir SaHsn þessara fjárhagsvanda- farála að nöprustu ádeilu á bann sjálfan og stjórn hans. Þetta er svo augljóst mál, að &m það þarf ekki að eyða ■ fáéiri orðum. ,7 ' ■■ , . ' ' T fitu er svo hverju orði sann- *' ara, að fjárskortur veð- i ceildar Búnaðarbankans hefur ] n-erið vandamál, sem nauðsyn- Jíégt'ef að leysa. Þess vegna hefur verið ráð fyrir því gert af núverandi stjómarflokkum. En hins vegar þurfti það að gerast í sambandi við önnur mál, sem lausnar þurftu einn- ig. Nú eru þessar tillögur komnar fram og munu verða að lögum mjög fljótlega eftir að þing er nú komið saman. Eru þær þannig að Veðlána- deildinni skal í fyrsta lagi tryggður y3 hluti störeigna- skattsins, jafnótt og hann innheimtist, Fær hún þetta fé til eignar, sem er mjög mikið atriði, því það er vitanlega fyrsta skilyrði fyrir slíka lánastofnun og þá sem hennar njóta, að sem mest sé hægt að starfa með eigin fé. Má óhætt fullyrða að þetta er eitt alþýðingarmesta átakið sem ennþá hefur verið gert til að leysa úr vandamálum þess- arar stofnunar. í öðru lagi skal veðdeildin fá *■ til umráða þann hluta af skyldusparnaði imglinga, sem •kemur úr sveitum. Hversu mikið það verður, mun erfitt að segja með vissu, en líklegt að það Verði nokkuð. Einnig er full ástæða til að hvetja unglinga tih þess að ávaxta annað fé sem þeir geta sparað saman í hinum vísitölutryggðu verðbréfum, sem gefin verða út vegna ákvæðanna um skyldusparnað. Mun það eiga eftir að koma betur í ljós, að ákvæðin um skylduspamað hafa hefllavænlegar afleiðing- ar í för með síér, Ijá er enn fremur ákveðið, * að til þess að leysa úr f járskorti deildarinnar á þessu ári skuli hún fá 5 millj. kr. að láni hjá atvinnuleysistrygging- um. Er það gert vegna þess að hinar lögboðnu tekjur aðr- ar, munu ekki koma inn fyrr en á næsta ári. Þá er ennþá eitt ótalið, en það er, að breytt hefur verið í óafturkræf framlög 6 millj. kr., sem veðdeildin hef- ur áður fengið að láni af greiðsluafgangi ríkissjóðs árin 1954 og 1955. Áöllu þessu sést, að nú er betur að unnið hér en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir hina miklu fjárhagsörðugleika. Einkum er það áberandi hve miklu meir er hugsað um framtíðina, með því að skapa þessari stofnun möguleika tfl að eignast eigin lánsfjárstofn, sem er hið eina, er skapað get- ur heilbrigða lánastarfsemi, þar sem þörf er á löngum og vaxtalágum lánum. Jkað mun því langt síðan * nokkur stjómmálaflokkur hefur fengið eins eftirminni- lega hirtingu fyir ósmekklegan áróður og Sjálfstæðisflokkur- Arí Arnalds minningarorö Ari Amalds, fyrrverandi sýslumaður og bæjarfógeti, lézt á pálmasunnudag að heimili sínu, Ásvallagötu 1. Hann verður jarðsettur í dag. Ari Amalds er fæddur 7. júní 1872 á Hjöllum í Gufu- dalshreppi. Foreldrar hans voru Jón Finnsson bóndi þar og Sigríður Jónsdóttir kona hans. Hann varð stúdent í Reykjavík 1898, og tók emb- ættispróf í lögfræði við Hafn- arháskóla í júní 1905. Um skeið var hann blaðamaður við dagblaðið „Verdens Gang“ í Kristianiu, en 1906 er hann kominn heim og gefur út blaðið „Dagfara" á Eskifirði í eitt ár, en flyzt þá til Reykjavíkur og verður rit- stjóri annars blaðs landvarn- armanna, „Ingólfs“ ásamt Benedikt Sveinssyni. Næstu ár var Ari í fremstu röð blaða- manna og stjómmálamanna íslenzkra, var kosinn alþingis- maður Strandamanna í hinum örlagaríku kosningum 1908. Árið 1909 hefst langur. emb- ættisferill, nær óslitinn til 1947, fyrst í Stjómarráðinu, þá í tvennum sýslumannsemb- ættum, í Húnavatnssýslu 1914- ’18, og í Norður-Múlasýsiu 1918-’37. Næstu ár vann Ari við lögfræðistörf á Seyðisfirði, en 1941 flyzt hann til Reykjavíkur og starfar í Stjómarráðinu enn í sex ár, þar til hann er 75 ára að aldri. — Ari kvæntist 1908 Matthildi, dóttur Einars Kvar- an rithöfundar. Eignuðust þau inn hefur fengið í þessu máli. Einkum verður það þó bert, þegar fortíð hans er athuguð eins og bent er á hér að fram- an. Og eim fremur má einnig benda á það, að þótt þetta mál hafi sérstaMega verið gert að umtalsefni hér, þá gildir sama um önnur mál, seift hann hef- ur reynt að gera að höfuð- árásarefnum á ríkisstjómina og stefnu hennar. þrjá syiii, Sigurð, nú heild- sala í Reykjavík, Einar borg- ardómara, og Þorstein, skrif- stofustjóra Bæjárútgerðar R- vikur. ★ Ætla mætti, eftir þessari þurrlegu upptalningu, að með embættisferlinum lyki ævi- starfi Ara Amalds, nú hefði hann í hárri elli setzt í helg- an stein. En svo var þó ekki. Jafn iðjusömum manni er ó- kært starfsleysi, og gömlum blaðamanni er tamt að grípa til pennans. Og nú hóf Aririt- störf að nýju. Þegar hann var 77 ára kom út fyrsta bókin hans, „Mínningar“ og tvær síðar, og mun það eins dæmi um íslenzkan höfund. Og „Minningar" er þrekvirki, unnið af manni á þeim aldri er flestum finnst þeir hafa unnið nóg. „Minningar" var ekki ævi- saga höfundar, en geymir þó ógleymanleg og verðmæt drög bæði að ævisögu og þjóðar- sögu. Ari ritar þar fyrst um æsku sína og skólagöngu. Það er sanníslenzk saga, að brjótast til mennta hefur það vérið nefnt, ekki að ófyrir- synju. Mörgu fátæku ung- menni hefur reynzt dýrt harð- réttið, sem iangskólanám kostaði, og í sögu Ara Jóns- sonar frá Hjöllum verður það átakanlegt, þó sagt sé með látlausum orðum, er hann sit- ur á bekknum á Löngulínu og gerir sér ljóst að hugsýnir um háskólanám í stjamfræði og stærðfræði verði að víkja vegna fátæktarinnar. Og ekki síðiu> hitt, að þegar hyllir undir embættispróf í lögfræði eftir glæsilegan námsferil, þyrmir berklaveikin yfir og ruglar öllum fyrirætlunum. Ara tókst að sigrast á veik- indunum, og í öðrum kafla í „Minningum" kemur hann fram sem blaðamaður og stjórnmálamaður. Þar rekur hann þó ékki persónusögu • heldur lýsir aðaldráttum sjálf- stæðisbaráttunnar 1902-1912, örlagaríks kafla þjóðarsög- unnar. En sjálfur var .hann síður en svo áhorfandi sög- unnar, heldur einn þeirra er mótuðu hana drýgst. Stjórn- málaáhugi hefur ÍÖngum blossað skært með Hafnar- stúdentum, en á stúdentsárum Ara Amalds urðu Hafnar* stúdentar mjög áhrifarikir um íslenzk stjómmál. Ari varð einn af fremsjtu mönnum Landvamarflokksins, : þess flokks er fyrsta áratug aldar- innar beinir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á þá braut, ér varð þjóðinni sigurbraut. Og meira að segja í þeim flokki varð Ari fulltrúi þess arms, sem lengst vildi ganga og skýrast sá framtíðamauðsýn ísl. þjóðarimiar, og það var ekki tilefnislaust að landvam- arblaðið sem hann gaf út á Eskifirði um eins árs skeið, „Dagfari," var borið þeim þungu sökum, að vera „dulbú- ið skilnaðarblað," en dansk- lundaðir Islendingar töldu nauðsyn að hindra frekari út- komu blaðsins með þessari röksemd einni: „Slíkt blað er hættulegt og óhæfilegt gagn- vart Dönum. ......“ En. Ari Arnalds hafði líka skrifáð í Dagfara þessi orð: „Stólmað- urinn einn veitir íslendimguin það sem er kjarninn í kröfum þeirra." Það þarf ekki mikla þekkingu á stjómmálaástand- inu á íslandi 1906 til að skilja að þetta kjörorð orkaði eins og rjúkandi sprengja á allan þorra íslenzkra og danskra stjómmálamanna. En Ari flytur til Reykjavík- ur, og þeir Benedikt Sveinsson urðu ritstjórar aðalblaðs Landvamarmanna, „Ingóifs". Frásögn Ara af því, hvemig tekst að sveigja flokk Bjöms Jónssonar og Einars Kvarans að stefnu landvamarmanna, er stórmerk, og hefur Ari á- reiðanlega átt þar mikinn hlut að. Hann var ■ nákunnugpr Birni Jónssyni og kom oft á heimili hans, og þeir Einar Kvaran urftu aldavinir. Má telja vist að etnmitt þau per- sónukynni hafi orðið til að auðvelda samfylkingu Þjóð* Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.