Þjóðviljinn - 11.06.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1964, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 11. júní 1964 — 29. árgangur — 128. tölublað. AFGREIÐSLA HAPPDRÆTT- IS ÞJÓÐVILJANS ER AÐ TÝSGÖTU 3, SÍMI 17514, OP- IN KL. 9—12 og 1—6 E.H. lOtímastím meösíldina ■ Síldveiðin var heldur tregari í gær, að því er síld- arleitin á Raufarhöfn tjáði Þjóðviljanum í gærkvöld. Nokkrir bátar fengu þó sæmilega veiði Qg höfðu tilkynnt komu sína til Raufarhafnar. ■ Síldarflotinn er nú allt að 130 mílur norð-norðaustur af Raufarhöfn, og tekur sigling til hafnar um 10 tíma. Sæmilegt veður var á miðunum, en þegar dró nær Rauf- arhöfn var bræla og þoka. Skipin fóru því með afla bæði vestur til Siglufjarðar og einnig til Vopnafjarðar, enda var allt að fyllast á Raufarhöfn. ■ Um kl. 9 í gærkvöld var búið að landa um 6000 málum yfir daginn. — Leitarskipið Pétur Thorsteinsson varð vart við mikið síldarmagn á Digranesflakinu í gær. Rannsðkn fríhafnarmálsins lýkur væntanlega í júíí ■ Þjóðviljinn sneri sér í gær til Björns Ingvarssonar^ lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli og spurðist fyrir urn I/ ../ f £ r #• r 0 ..I f það hvað liði rannsókn Fríhafnarmálsins svonefnda en það txFOTMliGít'tti* SWilttlT i iCWOltí er nú orðið allgamalt í hettunni og stóð endurskoðun á 7 vegum ríkisendurskoðunarinnar í sambandi við þetta mál mánuðum saman, enda sagði Björn að málsskjölin frá end- urskoðuninni fylltu heila bók upp á um 170 blaðsíður. ■ Björn sagði að mál þetta væri ákaflega yfirgripsmik- ið og tímafrekt og væri rannsókn þess búin að standa nokkuð lengi yfir hjá embættinu en henni væri nú það langt komið að væntanlega yrði hægt að senda saksóknara ríkisins málið til fyrirsagnar eftir mánuð eða svo. Úr skýrslu um fyrsta áfanga vorleiðangurs Ægis: Tiltölulega góð fæðuskiEyrði en litið síldarmagn á vestursvæðinu ■ í gær barst Þjóðviljanum skýrsla haf- og fiskifræð- inga um fyrsta áfanga vorleiðangurs Ægis er hófst 1. þ.m. í skýrslunni kemur það m.a. fram að þrátt fyrir tiltölu- lega góð fæðuskilyrði og heppilegt leitarveður hefur enn ekki orðið vart við neitt verulegt síldarmagn á vestur- svæðinu fyrir Norðurlandi. ■ Virðast vestangöngur síldarinnar inn á norðursvæðið mjög veikar en hins vegar er austangangan sem nú er útaf Melrakkasléttu enn á vesturleið. -<?> Arbæjarsafn opnar á morgun ÁRBÆJARSAF& verður opnað á morgun, föstudag. Byggða- safnið að Árbæ verður að þessu sinni opnað 10 dögum fyrr en venjulega. Veldur því bæði gott veður og miki! eftirspurn ferðafólks. 1 SUMAK verður fleira að sjá í Árbæ en nokkru sinni áð- ur. Af nýjungum má nefna gamla smiðju með tilheyrandi útbúnaði og skrúðhús (brúð- hjónahús) í tengslum við kirkjuna. KAFFIVEITINGAR verða í Dillonshúsi, eins og venju- lega. Árbæjarsafn verður í sumar opið alla virka daga, nema mánudaga. kl. 2—6 síð- deo-is, og sunnudaga kl. 2—7. Hinn árlegi vorleiðangur Ægis hófst eins og kunnugt er 1. júní. Nú þegar hefur svæðið frá Snæ- fellsnesi að Kolbeinsey verið rannsakað og þykir því rétt að skýra frá helztu niðurstöðum leiðangursins til þessa. Ut af Breiðafirði náðu athug- anir leiðangursins allt að 150 sjó- mílur til hafs en allt að ísbrún út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Á svæðinu frá Húnaflóa að Kol- beinsey, það er á vestursvæðinu norðanlands' náðu athuganir hvarvetna norður á 68 breiddar- baug eða um 100 sjómílur frá landi. Hitastig hærra en í meðalári ísröndin er nú nær landi út af Vestfjörðum og Strandgrunni en í meðalári og er fjarlægðin áþekk og var í fyrra um þetta leyti. Meðalfjarlægð ísrandarinn- ar frá Straumnesi síðastliðin 14 ár er um 45 sjómílur í júní en var nú um 35 sjómílur. Norð- norðaustur af Horni var íshrafl nú aðeins 24 sjómílup undan landi. Hitastig sjávar vestanlands og norðan að Siglunesi reyndist vera 1 gráðu hærra í efstu 2 til “400 metrunum en i meðalári og um 2 gráðum hærra en var um svipað leyti í fyrra. Neðar var hiti áþekkur og í meðalári. Hita- dreifingu í sjónum svipar nú til heitu áranna 1954, 1960 og 1961. Vegna góðviðris og hlýinda ívor hefur átt sér stað talsverð upp- hitun á yfirborðslögum sjávar vestan lands allt niður i 25 m, þannig að yfirborðshiti er allt að 9 gráðum og í 20 metra dýpi 7 til 8 gráður. Ástand þetta er óvenjulegt fyrir þessar slóðir um þetta leyti árs. Norðanlands hef- ur hinsvegar ekki myndast hita- skiptalag í sjónum en þar er hitastigið í efstu 50 metrunum um 6 til 6,5 gráða. Úti af Kögri og Húnaflóa gætti nokkurra á- hrifa íss þannig að þunnt yfir- borðslag af allt að 2 gráðu köld- um sjó fannst á stöku stað. Átumagn almennt mikið Þörumagn er víðast hvar í meira lagi á rannsóknarsvæðinu og nokkru meira en í fyrra. Átu- Hópsigling Norðfj.báta á sjómamaéag Myndin scin hcr fylgir er iekin á sjómannadaginn á Norðfirði en þá cfndu bátar þar iil húpsiglingar um fjörðinn í tilefni dagsins. Nánari frétt af hátíðahöldunum er birt á 12. síðu. — (Ljósm. H. G.). magn er almennt mikið á öllu svæðinu og er hærra en meðal- átumagn áranna 1956 til 1963 og mun meira en á sama þma í fyrra. Þó sker Húhaflóásvæðið sig úr en þar er átumagn nú talsvert undir meðallagi og var reyndar einnig í fyrravor. Einnig kemur fram að átumagnið er al- mennt meira á djúpslóðum en nær landi. Út af Vesturlandi og Vestfjörðum er allmikið af full- vaxinni rauðátu en á vestur og miðsvæðinu norðanlands er mest- ur hluti rauðátunnar ung og ó- þroska dýr sem ekki munu hrygna fyrr en eftir nokkrar vikur. Einnig er áberandi að talsvert magn er af fiskseyðum í átunni aðallega á vestursvæSinu norð- anlands og er hér mestmegnis um loðnuseyði að ræða. Strand- áta. það er lirfur ýmissa botn- dýra sem lifa á grunnu vatni. nær einnig óvenjulangt á haf út. Engin veruleg síld Þrátt fyrir tiltölulega góð fæðuskilyrði og heppilegt leitar- veður hefur en ekki orðið vart við neitt verulegt síldarmagn á rannsóknarsvæðinu fremur en á i þessum tíma í fyrra. Vestan göngur síldarinnar inn á norð- ursvæðið virðast þvi vera mjög veikar en austangangan sem nú er úti af Melrakkasléttu er enn á vesturleið og verður lögð á það mikil áherzla að fylgjast sem bezt með þvi hve langt vest- ur hún fer. Síldar víða vart eystra Síldarleitarskipið Pétur Thor- steinsson hefur nú athugað svæð- ið út af Austur- og Norðaustur- landi. Samkvæmt þeim athugun- um er nú þegar talsvert átu- magn á djúpmiðum austanlands. Síldar hefur þar víða orðið vart og stórar torfur fundizt út af Digranesflakinu. Virðist bar vera um nýja síldargöngu að ræða sem einnig verður fylgzt með eftir föngum. Skipstjóri á Pétri Thorsteinssyni er Jón Einarsson. Þá mun leitarskipið Fanney. skiostióri Benedikt Guðmunds- son. hefia síldaripit pinhvem næstu daga. Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær verður frumsýning í kvöld í Þjóðleikhúsinu á leikritinu Kröfuhafar eftir August Strindberg og er sýning þessi haldin á vegum Bandalags íslenzkra Iistamanna i tilcfni af listahátíðinni sem nú stendur yfir. Myndin hér að ofan er tckin á æfingu af þeim Rúrik Haraldssyni og Gunnari Eyjólfs- syni en auk þeirra leikur Helga Valtýsdóttir. Leikstj.: Lárus Pálss. Sjómenn hafa að mestu hrundið fólskuárás LÍÚ ■ Sjómenn hafa nú að mestu leyti hrundið hinni ó- svífnu árás stjórnar Landssambands íslenzkra útvegs- manna á sjómannakjörin, í sambandi við uppgjörið i vor. ■ Heiðarlegir útgerðarmenn neituðu að hlýðnast fvr- irskipun LÍÚ-klíkunnar, en sjómenn hafa þurft að taka í aðra til að kenna þeim mannasiði, eins og gert var í Sandgerði. Lítið mun nú orðið eftir af hinni ósvífnu árás stjórnar Landssambands íslenzkra út- vegsmanna í sambandi við upp- gjörið fyrir vetrarvertíðina. Margir heiðarlegir útgerðar- menn neituðu algerlega að fara eftir fyrirskipun LÍO-stjórnar- innar að allstaðar skyldi gert upp fyrir þorskveiðamar í nót á netakjörum. Geta menn þó getið því nærri hvort stjórnar- klíkan reyndi ekki allt sem hún gat til að hafa sitt fram. 1 V estmannaeyjum hafði Sjó- mannafélagið Jötunn trvggt sig begar í fyrravetur með auglýs- ngu um hringnótakiör á bess- um veiðum. og frá bví Þjóð- 'iljinn skýrði frá ■i-'ngjöri Vestmannaeyjabátanna gerðu bátar upp hver af öðruni sam- kvæmt hringnótakjörum eins og Framhald á 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.