Þjóðviljinn - 11.06.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1964, Blaðsíða 3
SlÐA 3 Fímmtudagur 11. júní 1964 H6ÐVIUINN Skorai á S-Afríkustjórn að fuflnægja ekki dauðadómum En fulltrúar vesturveldanna sátu hjá Dómur í dag yfir Mandela og félögum NEW YORK og PRETORIA 10/6 — Öryggisráð SÞ sam- þykkti í nótt ályktun þar sem skorað er á stjórn Suður- Afríku að gera þegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að líflátsdómum yfir mönnum sem dæmdir hafa verið fyrir andstöðu við kynþáttalög hennar sé fullnægt. Full- trúar vesturveldanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, sem var hraðað sökum þess að á morgun, fimmtudag, er búizt við dómum í máli þeirra N,elson Mandela og félaga. Af ellefu fulltrúum í Öryggis- ráðinu greiddu sjö atkvæði með ályktuninni, þ.á.m. eini fulltrúi Norðurlanda, Sivert Nielsen frá Noregi, en fulltrúar vesturveld- anna þriggja, Bretlands, Banda- ríkjanna og Frakklands sátu hjá ásamt fulltrúa Brasilíu. í ályktuninni er til þess mælzt við stjórn Suður-Afríku að hún hætti þegar frekari rétt- arhöldum í hinu svonefnda Rivonia-máli gegn Nelson Man- dela og félögum hans og veiti öllum sakaruppgjöf sem sitja í fangelsi eða sæta öðrum refs- ingum fyrir baráttu sína gegn apartheid. Þá er þess farið á leit við öll ríki að þau beiti á- hrifum sínum til þess að stjórn Suður-Afríku verði við tilmæl- um ráðsins. Undansláttur Fulltrúar vesturveldanna reyndu ekki að halda uppi vörn- um fyrir kynþáttaofsóknirnar i Suður-Afríku, né þau ólög sem ríkja þar í landi. En þeir reyndu að bera í bætifláka fyrir sig og afsökuðu hjásetu sina við at- kvæðagreiðsluna með því að slík áskorun frá Öryggisráðinu myndi verða til ills eins og að- eins gera stjórn Suður-Afríku enn forhertari. Norski fulltrúinn vísaði á bug Súvanna Fúma setur bann við njósnaflugi Bandaríkjamunna Er sagður óttast að þeir stefni að nýju Kóreustríði í Indókína VIENTIANE 10/6 — Súvanna Fúma, forsætisráðherra í Laos og leiðtogi hlutlausra, bannaði í dag Bandaríkja- mönnum að- halda áfram njósnflugi sínu yfir þeim hér- uðum landsins sem Pathet Lao hefur á valdi sínu. Sagt er að hann óttist að Bandaríkjamenn hafi í hyggju að stofna til nýs Kóreustríðs í Laos og öðrum hlutum Indókína. Foringi hægi'imanna, Fúmi Nosavan hershöfðingi, lýsti sig þegar andvígan þessari ráðstöf- un, Er talið sennilegt að hægri- menn hugsi sér nú aftur til hreyfings gegn Súvanna Fúma og geti þá reitt sig á aðstoð Bandaríkjanna. Nosavan sagði þessum fullyrðingum og benti á l^þaðnægði ekki til að for að ályktunin væri í fullu sam- •'sætisraðherrann fynrskipaði að töðugar hótanir Tvrkja um innrás NICOSIA 10/6 — Makarios, for- seti Kýpur, sagði í gærkvöld að stjóm hans myndi nú neyðast til þess að biðja Öryggisráðið að taka Kýpurdeiiuna aftUr fyrir vegna stöðugra hótana tyrknesku stjórnarinnar um innrás á eyna og allrar afstöðu Xyrkja til Kýpurmálsins. Á sérstökum ráðuneytisfundi var Kyprianou utanríkisráðherra falið að fara þess á leit við Öryggisráðið að það kæmi hið bráðasta saman til að ræða Kýpurmálið. í Aþenu sagði formælandi grisku stjórnarinnar að hún vaeri við öllu búin, hvort sem Tyrkir gerðu alvöru úr hótun- um sínum um innrás á Kýþur eða ekki. öllum herafla Grikkja var fyrirskipað á laugardaginn að vera við öllu búinn. Inönu forsætisráðherra Tyrk- lands. hefur í svari við boð- skap frá Johnson Bandaríkja- forseta sagt að ef Tyrkir settu lið á land á Kýpur myndi það einungis gert í því skyni að koma þar aftur á lögum og reglu. Inönu mun hvorki hafa tekið né neitað boði Johnsons um að koma til Washingtons áð ræða málið. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Ball, kom í dag til Aþenu til að ræða við grísku stjómina um Kýpurmálið. Þaðan er ferð hans heitið til Ankara. ræmi við fyrri samþykktir bæði Öryggisráðsins og allsherjar- þings SÞ um kynþáttamálin í Suður-Afríku. Stjórnin þar beitti æ harðari tökum til að knýja fram apartheid-stefnu sína og þvi væri óhjákvæmilegt fyrir Öryggisráðið að ítreka fordæmingu sína á henni. Dómar í dag Búizt er við að dómar í hinu svonefnda Rivonia-máli verði kveðhir upp í dag. Málið er höfðað gegn ýmsum helztu for- ingjum andspyrnuhreyfingarinn- ar í Suður-Afríku gegn kyn- þáttaofsóknunum og er kennt við bæ einn þar sem nokkrir þeirra voiru handteknir í júlí í fyrra. Helzti forystumaður þeirra, hinn þeldökki lögmaður Nelson Mandela, afplánaði þá 5 ára fangelsisdöm fyrir áróður. Þeim var gefið að sök að hafa gert samsæri gegn stjórn landsins í því skyni að steypa henni af ’stÖli með valdi. Safcborriingarnir hafa játað að þeir hafi búið sig undir vopnaða baráttu ef þeir ættu ekki annars úrkosta. Sú játning þeirra er talin munu nægja til þess að dómar- inn dæmi þá, eða þá a.m.k. helztu forsprakkana, til dauða. njósnafluginu væri hætt. 1 ríkisstjóminni væru aðrir menn sem vildu að því yrði hald’ð áfram. Ilalda þeir áfram? Brezka útvarpið hafði það í dag eftir fréttarifara sínum að talið væri að Bandaríkjamenn myndu halda njósnafluginu á- fram hvað svo sem Súvanna Fúma segði. 1 sendiráði Bandaríkjanna er sagt að ákvörðun forsætisráð- herrans hafi komið mjög á ó- vart. Sendiherrann kvaðst ekki telja að hægt yrði að hætta njósnafluginu á þeirri forsendu að ekki væri lengur nein þörf fyrir það. Sendiherrann vildi ekkert segja um þá tillögu Sú- vanna Fúmar að fylgdarþotur njósnaflugvélanna væru úr flugher Laos en ekki Bandaríkj- anna. Byrjað- var að senda slíkar vopnaðar fylgdarþotur með njósnaflugvélunum eftir að ein þeirra síðarnefndu var skot- in niður á laugardaginn. En daginn eftir var ein af þotun- um einnig skotin niður. Ræddi við sovézka sendi- fulltrúann Erlendir sendimenn í Vienti- ane telja að Súvanna Fúma hafi Myndin er tekin þegar þau Valentína og Andrían voru gefin saman. Valentína ó! dóttur MOSKVU 10/6 — Það vakti fögnuð í Sovétríkjunum í dag þegar það spurðist að geimfar- arnir Valentína Teresjkova og Andrían Nikolaééff hefðu eign- azt dóttur. Valentína, sem fyrst allra kvenna fór út í geiminn, ól dóttur sína á sunnudaginn. Hún fæddist fyrir tímann, var 12,4 merkur og var hjálpað í heim- inn með keisaraskurði. Sagt er að mæðgunum líði báðum vel. Þau Valentína og Andrían voru gefin saman 3. nóvember í fyrra. nokkrum mánuðum eftir að hún fór í geimferð sína 48 umferðir um jörðu. Eiginmaður hennar var einu ári á undan henni út í geiminn. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Borgarfjaröarför Fararstjóri: Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur. Farin verður skemmtiferð sunnudaginn 14. júní, um efri byggðir Borgarfjarðar. — Lagt verður af stað frá Tjarnargötu 20 kl. 9.30 f.h. Farið verður um Þingvöll og Kaldadal, yfir hjá Kalmannstungu að hellinum Víðgelmi, sem er í Hallmundar- hrauni móts við Fljóts- tungu. Þar verður stað- næmzt nokkurn tima, en síðan snúið við og ekið sömu leið til baka að Húsa- felli og þaðan að Barna- fossi og hann, ásamt Hraun- fossum, skoðaður. — Það- an verður ekið í Reykholt og út fyrir Dali og um Dragháls og Hvalfjörð til Reykjavíkur. — VERÐ kr. 300,00. — Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti. Þátttakendur geta pantað farseðla hjá Sósíal- istafélagi Reykjavíkur að Tjamargötu 20. Sími 17510 og Ferðaskrifstofunni LANDSÝN h.f. Týsgötu 3, sími 22890, sem veitir allar upplýsingar viðvíkjandi ferðinni og afgreiðir farmiðana. — Ferðazt verður i I. flokks bílum. — Öllum heimil þátttaka. TRYGGIÐ YKKUR FARSEÐLA í TÍMA bannað njósnaflugið vegna þess að hann óttist að Bandaríkja- menn hafi í hyggju að skerast í leikinn í Laos og stofna þannig til nýs Kóreustríðs í Indókína. Hann ræddi í gær við sov- ézka sendifulltrúann í Vienti- ane og er talið víst að þeir hafi fjallað um njósnaflug Bandaríkjamanna. Skotíð á bæi? Fréttastofan „Nýja Kína“ skýrir frá því að sex bandarísk- ar orustuþotur hafi skotið og varpað sprengjum á bæina Khang Khay og Fong Savang, þar sem Pathet Lao hefur að- alstöðvar sínar. Loftvamarskot hæfðu tvær árásarflugvélanna. segir fréttastofan. Mannréttindafrumvarpið Loks bundinn endi á máijtófið á þingi FERÐASKRIFSTOFAN LANDSÝN H/F Týsgötu 3 Sími 22890. WASHINGTON 10/6 — And- stæðingar aukinna réttinda blökkumanna í Bandaríkjunum biðu ósigur í öldungadeild þings- ins í Washington í dag þegar samþykkt var að binda enda á málþófið sem tafið hefur af- grciðslu frumvarpsins um jafn- ari rétt allra þegna landsins. Stöðvun málþófsins var sam- þykkt með 71 atkvæði gegn 29 og var það fjórum atkvæðum betur en þeir tveir briðju hlut- ar atkvæða sem þurfti til að tillagan næði fram að ganga. All- iv öldungadeildgrmenn tóku þátt í atkvæðagre'ðslunni. Umræður í deildinni um þetta fmmvarp sem var und- irbúið og samið i stjórnartíð Kennedys forseta hafa nú stað- ið látlaust i 75 daga. Þingsköp eru slík í Bandaríkjunum að þingmönnum er heimilt að tefja framgang mála með sleitulaus- um ræðuhöldum sem þurfa hvergi að koma nálægt því máli sem fjallað er um. Með stöðvun málþófsins er þó ekki tekið fyr- ir umræður með öllu heldur er ræðutími hvers þingmanns tak- mai-kaður við eina klukkustund í hæsta lagi. Búizt er við að umræðumar muni enn standa í um hálfan mánuð, en nokkuð öruggt er að frumvarpið verði þá sam- þykkt. Gerðar hafa verið á því nokkrar breytingar til að þóknast afturhaldinu og það nær þvi enn skemmra en það frumvarp sem Kennedy lét semja, en forystumenn blökku- m.anna, flestir töldu ganga alltof skam’mt. Skipting þingmanna í at- kvæðagreiðslunni var þessi: Með stöðvun málþófsins voru 44 Demókratar og 27 Republikan- ar, á móti 23 Demókratar og 6 Repúblikanar. Meðal þessara sex var Barry Goldwater, sem er nú talinn líklegasta forseta- efni Repúblikana . Sjómenn og LIÚ Framhald af 1. síðu. samningar stóðu til, einnig í öSram verstöðvum. 1 Sandgerði þurftu sjómenn að taka til sinni ráða að knýja fram heið- arlegt uppgjör. Hafi einstakir útgerðarmof ■ farið eftir eða séu að reyna að fara eftir fyrirskipun LlÚ, ættu sjómenn tafarlaust að leita rétt- ar síns og gera málið strax upp- skátt. LÍO scndir út afsökunarplagg Stjórnarklíkan í LÍU mun nú hafa séð, að hún hefur beðið herfilegan ósigur í þessari her- ferð gegn sjómannakjörunum. Hún sendi frá sér áróðursplagg í gær þar sem reynt er að af- saka framferði LlÚ-stjórnarinn- ar og klóra í bakkann. Þó er stjórnin komin það á undan- hald, að hún segir nú „virðast ljóst“ samkvæmt hinum marg- umtalaða og mistúlkaða Hafn- arfjarðardómi, að það skuli vera lögskráningin ein sem gilda eigi um skiptakjörin í vor, og sé enginn samningur til um þorsk- veiðamar. Sjómenn ciga ekki að heimta of mikið! LlÚ-stjómin segir. að nú verði að semja um þorskanóta- kjör, og endar afsökunarplagg sitt á þessari spaugilegu máls- grein, sem virðist eiga að sanna sjómönnum að peningar séu bet- ur geymdir hjá útgerðarmönn- um en sjómönnum sjálfum eða ríkissjóði og bæjarsjóði. Afsök- unarplagg LÍÚ endar á þessa leið: „Áður en sjómenn mæta til þeirra samninga væri æskilegt að þeir gerðu sér ljóst. að ^eirra hagsmunir eru ekki bezt tryggðir með því að gera kröfu 11 of stórs hluta af verðmæti því sem* skipin afla, sem þeir síðan flytja að meira eða minna leyti til ríkis- og bæja í opin- berum gjöldum. Hagsmunir sjó- manna eru betur tryggðir með því að útgerðin geti gengið með eðlilegum hætti, byggt ný og glæsileg fiskiskip og fylgt nýj- un'gum í útgerð hverju sinni. Þær kauphækkanir, sem sjó- menn eiga að fá eru fólgnar í bættu og verðmeira fiskmagni, en ekki stærri og stærri hluta af því sem skipið aflar“. Þetta er sem sagt nýjasta spekin úr herbúðum LÍÚ-klík- unnar, Sverris Júlíussonar í- haldsþingmanns og félaga, til sjómannanna! Neskaunstaðar Framhald af 12. síðu. Lúðrasveit Neskaupstaðar lék á milli atriða undir stjórn Har- aldar Guðmundssonar. — Veð- ur var leiðinlegt, norðaustan kali með skúrum. en þrátt fyr- ir það tók margt manna þátt i hátíðahöldunum. sem fóru vel fram. Lauk þeim með dans- leik í Egilsbúð. — H.G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.