Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 1
Reykjavík — Hanoi Stjórnmálasamband á næstunni - ríkisstjórnin mótmælir loftárásum ríkjamanna Á ríkisst|órnarfundi í gærmorgun var Einari Ágústssyni, utanríkisráö- herra/falið að hefja i sam- ráði við utanríkismála- nefnd alþingis undirbúning þess, að rikisstjórn islands taki upp stjórnmálasam- band við ríkisstjórn Norður- Víetnam í Hanoi. Utanrikisráðherra skýrði frá þessu á alþingi í gær og jafnframt að hann hafi gert ráðstafanir til að kveðja sendiherra Banda- rikjanna á íslandi á sinn fund til að tjá honum and- stöðu íslenzku ríkisstjórn- arinnar við loftárásir, sem Bandarikjamenn hafa nú hafið á ný á Norður-Viet- nam. Yfirlýsing Einars Ágústs- sonar, utanríkisráðherra, um þetta kom fram, er hann svaraði fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni, alþing- ismanni, sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og spurðist fyrir um ákvarð- anir íslenzku rikisstjórnar- innar í sambandi við nýjar loftárásir Bandaríkja- manna á Víetnam. Utanríkisráðherra sagði, að það ylli vissulega bæði áhyggjum og vonbrigðum um allan heim, að Banda- ríkjamenn skuli nú á ný hafa gripið til stórfelldra loftárásá Norður-Víetnam. Fyrir örfáum vikum eygðu menn von um stjórnmála- lega lausn styrjaldarinnar þar austur frá, en nú hafa skipazt veður i lofti á annan veg. Bjarni Guðnason sagðist hæstánægður með svör utanríkisráðherra, enda væri það í anda þeirrar nýju og djörfu stefnu í ut- anrikismálum, sem núver- andi rikisstjórn hafi mark- að. Sameiginleg tillaga allra vinstriflokkanna: r Utsvör og fasteignaskattar ekki innheimt með álagi - enda engin þörf til þess, þar semnýju tekjustofnalögin tryggja borginni nægilegt framkvæmdafé. íhaldið vildi halda hámarks álögunum áfram Sigurjón Pétursson Þriðja umræða fjárlaga fór frani á alþingi i gær og var henni ckki lokið, þegar blaðið fór i prentun. Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar, gcrði grein fyrir brcytingatillögum meiri- hluta nefndarinnar og cinnig þeim breytingatillögum, sem nefndin scm heild stóð að. Gcir rakti nokkuð þær for- sendur, sem lokatillögur um af- grciðslu fjárlaga eru byggðar á, en þessar forsendur eru að mestu byggðar á grcinargerð hagra nnsóknadeildar Fram- kvæmdastofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að almenn innlend verðmætaráðstöfun aukist að krónutölu um 14-15%, en að magni um 2 og hálft til 3%. Varðandi kaupgjald og verðlag eru forsendurnar þessar: Gert er ráð fyrir 6% kauphækkun hjá verkalýðsfélögunum þann 1. marz og 7% hjá BSRB. Vegna verðhækkana i sambandi við gengisfellingu og af öðrum ástæðum er reiknað með að .kaupgjaldsvisitalan verði á árinu 1973 122 og hálft stig að meðaltali en hún er nú 117 stig. Hagrannsóknadeild gerir ráð fyrir 12-13% meðalhækkun verðlags á árinu 1973 frá meðal- tali ársins 1972, en að sambæri- leg hækkun ráöstöfunartekna heimilanna verði lli%. Reiknað er með 5% aukningu vergra þjóðartekna á árinu 1973 og að einkaneyzla aukist um 4- 5%. Samkvæmt þessu er lagt til að útgjaldaliðir íjárlaga hækki um 628 miljónir kr. l'rá þvi sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Samkvæmt tillögum meiri- hluta fjárveitinganefndar nem- ur gjaldaliður fjárlaganna alls 21.455 miljónum kr., en tekju- Frh. á i)ls. 15 íslenzka Banda- Þess skal getið, að ríkis- stjórnir allra hinna Norður- landanna hafa nú þegar tekið upp stjórnmálasam- band við stjórnina í Hanoi. Andstaða gegn efnahags- aðgerðum Alþýðubandalag N-Þing- eyjarsýslu samþykkti á l'uiidi sinuin nýlega að lýsa andslöðu við ákvarðanir miðstjórnar og þingflokks Alþýðubandalags- ins vegna efnahagsráðstafana rikisstjórnarinnar. Blaðinu liefur ekki cnn bor- i/.t saniþykkt félagsins, cn muii birta hana þegar bún berst. Yiðræður um stjórn- mála- samband Einar Ágústsson utan- rikisráðherra hefir með sim- skeyti i dag tilkynnt Otto Winzer utanrikisráöherra þýzka alþýðulýðveldisins, að islenzka rikisstjórnin sé reiðubúin að taka upp við- ræður um stjórnmálasam- band milli tslands og þýzka alþýðulýðveldisins. Verðlag 1973 hækk- ar um 12 eða 13%, en tekjur um 18% — samkvæmt spá hagrannsóknardeildar I umræðum um fjárhagsáætlun Reykja- vikur fyrir árið 1973 sýndi Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi fram á að tekju- stofnalögin sem sett voru á síðasta þingi hafa reynzt borginni hagstæð og að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins i borgarstjórn hefur misnotað valdaað- stöðu sína til þess að leggja sem mest á borgarbúa. Þess vegna er það sem framkvæmdafé borgar- innar er nú að tillögu Sjálf- stæðisf lokksins áætlað þrisvar sinnum hærra en i hitteðfyrra. Sigurjón sýndi og fram á að tekjustofnalögin nýju hafa stór- aukið framkvæmdafé borgarinnar og að engin raun- veruleg fjárþörf liggur að baki ákvörðunum um 10% álag á út- svör og 50% áiag á fasteigna- skatta ibúðarhúsnæðis. Þá leiddi Sigurjón rök að þvi að verulega mætti spara á rekstri borgarinnar með þvi að auka hagræðingu. Sigurjón gagnrýndi að ekki skuli hafa verið unnið að skipulagi gamla miðbæjarins. Allir talsmenn vinstriflokkanna Frh. á bls. 15 Þ1972 Dregiðá morgun Dregið verður I Happdrætti Þjóðviljans á morgun. Afgreiðsla blaðsins að Skólavöröustig 19 vcrður opin i kvöld og annaö kvöld eins og verzlanir. Menn eru minntir á að þvi fyrr sem gerð cru fullnaðarskil, þeim mun fyrr er liægt að birta vinningsnúmerin. I ------

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.