Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Miðvikudagur 13. mars 1974 — 39. árg. — 60. tbi. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON APQTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILU KL. 1 OG 3 SlMI 40102 ASI VILL: LÖG- FRÆÐI- LEGA RANN- SÓKN á ákvörðun 6 manna nefndarinnar um hœkkun búvöruverðs Miðstjórn Alþýðusambands tslands hefur ákveðið að láta fara fram lögfræðilega rann- sókn á þvi hvort sú ákvörðun 6 manna nefndarinnar að láta kauphækkun verkafólks og væntanlega hækkun dreifingarkostnaðar koma þegar i stað fram i verðlagningu búafurða, hafi stoð i lögum um framleiðsluráð og fleira. Hefur miðstjórnin beðið lög- fræðingana Egil Sigurgeirsson og Jón Þorsteinsson að kanna þetta. Hafa þeir ákveðið að gera athugun þessa. Ólafur Hannibalsson skrif- stofustjóri ASl sagði i viðtali viö Þjóðviljann I gær, að ástæðan fyrir þvi að þetta væri gert, væri sú, að hækkun bú- vara væri látin koma til fram- kvæmda áður en raunveruleg- ar kauphækkanir koma til framkvæmda. Benti Ólafur á að mánaðarkaupsfólk hefði ekki enn og fengi ekki fyrr en næstu mánaðarmót þá hækk- un sem varð á kaupi þess i siðustu samningum. Viku- kaupsfólk hefði ekki fengið þær fyrr en um miðjan þennan mánuð. Hin svo kallaða 6 manna nefnd ákvað það i nóvember sl. að hafa þennan hátt á við verðlagningu bú- vara og vegng sérstakra kringumstæðna var þessu ekki mótmælt i desember sl. þegar ný verðlagning kom til fram- kvæmda. Og það sem ASl vill fá úr skorið með þessari lög- fræðirannsókn er hvort það fæst staðist gagnvart lögunum um framleiðsluráð og 6 manna nefnd að nefndin setji sér slik- ar starfsreglur sem þessar. —S.dór Ari Kárason tók meðfylgjandi myndir. A stóru myndinni má fá nokkra hugmynd um þann mikla mannfjölda, sem hyllti Þórberg, en á litlu myndinni til vinstri eru þau Þórbergur og Margrét á svöium hússins. Meistari hylltur í gær siðdegis hylltu nokkur hundruð tslendingar meistara sinn Þórberg Þórðarson 85 ára (86) og frú hans Margréti. Gengið var fylktu liði úr Vonarstræti, eftir Suðurgötu og að Hringbraut að heimili Þórbergs og Margrétar. Lúðrasveit fór fyrir fylking- unni, og blysberar gengu með jöðrum hennar. Að húsabaki við Hringbraut staðnæmdist svo hersingin og kom þá meistarinn út á svalir ásamt Margréti. Lúðrasveit lék nokkur lög, og meistarinn heilsaði mann- fjöldanum á sina visu. Pétur Pétursson útvarps- þulur flutti meistaranum ávarp, og siðan var honum afhend orðsending frá þeim sem þarna voru saman komnir. Stúdentakórinn leiddi söng tveggja ljóöa meistarans, og að þvi loknu ávarpaði meist- arinn mannfjöldann nokkrum oröum, sem vindurinn bar frá eyrum fjöldans svo enginn heyrði þó allir vildu heyrt hafa. Að lokum lék lúðrasveitin Internationalin. —úþ Æskulýðssamtök norska Verkamannaflokksins mótmæla íhlutun í innan- ríkismál Islands Æskulýðssamtök norska Verkamannaflokksins líta svo á, að ýmsir aðilar i Noregi, þeirra á meðal sjálfur stórþingsforsetinn Guttorm Hansen, hafi gert sig seka um ihlutun í islensk innanríkismál að því er varðar herstöðva- málið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem forysta æskulýðssamtakanna lét frá sér fara 6. þ.m. og formaður þeirra Rune Gerhardsen skrifar undir. Yfirlýsing æskulýðssamtak- anna AUF fer hér á eftir i orðréttri þýðingu: „Þar eð vissir aðilar i Noregi, þeirra á meðal stórþingsforsetinn Guttorm Hansen, hafa hlutast til um islenskar umræður um her- stöðina á Keflavikurflugvelli og aðild tslands að Atlantshafs- bandalaginu, vill Æskulýðs- fylking verkamanna (AUF) i Noregi (þ.e. æskulýössamtök Verkamannaflokksins) lýsa þvi skýrt og skorinort yfir, að við styðjum kröfuna um að banda- riska herstöðin verði lögð niður og íslendingar segi sig úr NATO. AUF er þeirrar skoöunar að hin miklu hernaðarbandalög veiti smáum og meðalstórum löndum enga tryggingu fyrir öryggi sinu, og þvi hljóti það að vera verkefni hinna minni landa að losa sig undan áhrifavaldi stórveldanna. Fyrir hönd AUF, Rune Gerhardsen formaður.” Þjóðviljinn vill minna á það, að Rune Gerhardsen sótti Island heim haustið 1972 og var þá haldinn almennur fundur með honum hér i Reykjavik. Þetta var skömmu eftir hinn mikla sigur NEI-manna i Noregi yfir þeim sem vildu teyma landið inn i auð- hringaveldi Evrópu, EBE. Gerði Rune hér grein fyrir sjónar- miðum sinum i þvi máli, en hann var mjög'einbeittur NEI-maður, eins og raunar öll AUF-forystan og ungkratar yfirleitt i Noregi. Æskulýðssamtök norska Verkamannaflokksins standa að ýmsu leyti nokkuð til vinstri við flokkinn sjálfan, einkum i utan- rikismálum. Eru þau mjög gagn- rýnin á þá pólitik flokksins i varnarmálum að binda norsku kænuna aftan i hafskip Banda- rikjanna og NATO. Mörg bönd tengja þó AUF-menn við Verka- mannaflokkinn auk þeirra skipu- lagslegu, t.d. er Rune sonur Einars gamla Gerhardsens sem var leiðtogi flokksins um áratugi og forsætisráðherra lengst af eftir striðiö, allt þar til hinn gæfulitli Bratteíi varð eftirmaður hans. FLÓTTAMENN FRÁ CHILE: Ein f jölskylda vill til Islands Dómsmálaráðuneytið hefur málið til umsagnar Eftir valdarán herforingjaklik- unnar í Chile fyrir hálfu ári fyllt- ust allfelst erlend sendiráð i Santiago af flóttamönnum sem freistuðu þess að komast undan þeirri ógnaröld sem hófst I land- inu 11. september. Sendiráðin reyndu svo hvað þau gátu að fá landvistarleyfi fyrir þetta fólk viða um heim. Misjafnlega hafa stjórnir tekiö beiðnunum og þvi datt okkur i hug að kanna hvort islenskum stjórn- völdum hefði borist beiðnir um hæli fyrir chilenska flóttamenn hér á landi og ef svo væri hvernig á þeim hefði verið tekið. I utanrikisráðuneytinu fengum við þau svör að engin formleg beiðni hefði borist. Hins vegar hefði borist fyrirspurn frá is- lenska sendiráðinu i Stokkhólmi um horfur á að koma einum Chilemanni og fjölskyldu hans fyrir hér á landi. Var málinu vis- að til dómsmálaráðuneytisins sem hefur með að gera að veita landvistarleyfi. Baldur Möller staðfesti það að dómsmálaráðuneytinu hefði bor- ist þessi fyrirspurn. Væri þar um að ræða mann að nafni Manuel Vergara, konu hans og eitt barn sem eru nú I italska sendiráðinu i Santiago. Heföi hann komið beiðninni á framfæri við sænskan kunningja sinn sem aftur hefði haft samband við islenska sendi- ráðið i Stokkhólmi. Manuel Vergara er búfræðing- ur og félagsfræðingur að mennt. Hann er frá Suðurhluta Chile og ástæðan fyrir þvi að hann fýsir að flytjast hingað til lands er sú að hann telur loftslag hér vera svip- að og i heimabyggð hans. Baldur kvað málið nú vera til at- hugunar hjá ráðuneytinu og hefði hún tafist vegna utanfarar þess starfsmanns sem með málið hafði að gera. Um það hvað úr yrði vildi Bald- ur ekki tjá sig. — Hann sagði að tekið yrði i ath. mið af mála- kunnáttu fjölskyldunnar og einnig hvaða möguleika Vergara hefði hér á atvinnu. Kvað hann það nauðsynlegra fyrir íslendinga að athuga þessi mál áður en land- vistarleyfi væri veitt en aðrar og stærri þjóðir. Ylli þar smæð og fá- menni landsins, fábreytni i at- vinnulifi og aö landið væri tiltölu- lega lokað málsvæði. Starfsmaður sá sem um málið fjallar er væntanlegur til landsins i vikulok og má þvi vænta ein- hverrar hreyfingar i þvi i næstu viku. —ÞH HVER SA ÓLA ANTON? Enn hefur enginn gefið sig fram við lögregluna sem sá Óla Anton Þórarinsson á tima- bilinu frá kl. 1 aðfaramótt laugardags fram til klukkan 17 á laugardag þegar hann fannst látinn við sumarbústað i nágrenni Hafarvatns. Vill lögreglan eindregið skora á fólk sem varð hans vart á þessum tima að hafa samband við hana. 1 gær var lik Óla Antons krufið en er við höfðum sam- band við lögregluna i gærdag höfðu niðurstöður úr henni ekki borist og eru þær væntan- legar i dag. Eins og fram hef- ur komið voru engir óeðlilegir áverkar á likinu né önnur merki þess að dauði hans væri af mannavöldum. Hallast menn helst að þvi að hann hafi króknað. En hitt er enn óráðin gáta hvernig Óli hefur komist á þennan stað þvi siðast er vitað var til hans var hann á veit- ingastað i miðborginni. _þh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.