Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. desember 1974 — 39. árg. 249. tbl. Þorvaldur Garðar Stjórnarfrumvarpið um breytingu á útvarpsráði Gagnrýnt Kvenfólkiö á Blönduósi við rækjuvinnslu I verksmiðjunni þar á laugar- dag. harðlega á þingi Þorvaldur Garðar Kristjánsson, annar af núverandi ráðamönnum Sjálfstœðisflokksins, snýst gegn frumvarpinu Útvarpið á að vera sjálfstætt gagnvart öllum aðilum, einnig handhöf- um ríkisva Idsins. Al- þingiskosningar breyta engu um það skyldu út- varpsráðs að gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart stjórnmálaf lokkum, stéttum skoðanahópum og einstaklingum. Óhlut- drægnisreglan gildir ó- breytt þótt stjórnarskipti verði. Ég hef staðið í deil- um innan útvarpsráðs á liðnu kjörtímabili, en það var mér ekki næg ástæða til að óska breytinga á kjörregiunni frá 1971, sem var til bóta. Ég efast um að tímabundin ó- ánægja eigi að ráða úr- slitum um endurkjör út- varpsráðs nú. Eitthvað á þessa leið mæltist Þorvaldi Garðari Kristjánssyni á Alþingi í gær. SJÁ FRÁSÖGN Á 3. SÍÐU Tollsvikamálið: Neita að gefa upp nöfn Hið stóra tollsvikamál sem upp kom fyrir siðustu helgi hefur vakið mikið umtal, enda mun þetta vera stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Margar verslanir hafa veriö nefndar sem aðilar að málinu, en i gær þegar Þjóðviijinn reyndi að fá það staöfest hvaða aðilar það væru sem að þessu stæðu var neitaö að gefa upp nöfn þeirra. Tollstjórinn vildi ekki gefa það upp, og hjá sakadómi var heldur ekki hægt að fá nöfnin uppgefin, og á meðan svo er liggja flestar tiskuversianir borgarinnar undir grun. Þetta er þeim mun furðu- legri afstaða, þegar þess er gætt að ef maður verður manns bani eru nöfn gefin upp, og ef sjómenn reyna að smygla einhverju til landsins og það kemst upp er sagt að skipverjar á þessu eða hinu skipinu eigi smyglið, og mjög auðvelt er að fá upp hvaða skipverjar eru á viðkomandi skipi. En þegar stærsta toll- svikamál i sögu landsins kemst upp er neitað að gefa nöfnin upp. Þá var heldur ekki hægt að fá uppgefið nákvæm- lega hve há sú upphæð er sem svikin hefur verið undan tolli. — S.dór. Menningar- mál flokks- Rœkjustríð húnvetninga og sjávarútvegsráðherra BLÖNDUOSINGAR HAFA FULLAN HUG Á AÐ RÓA þrátt fyrir bann ráðuneytisins Þrátt fyrir öll bönn hefur rækjuvinnslan á Blönduósi hafið starfsemi, og bátar þaðan lagt þar upp rækju, en eins og menn muna gaf sjávarútvegsráðherra, Matthias Bjarnason, út þá tilskip- un á dögunum, að óheimilt skyldi vera að reka rækjuvinnslu á Blönduósi, og einnig að ianda rækju þar. Ráðuneytið mun hafa svipt bát- ana veiðileyfum eftir að þeir lönduðu rækjunni á Blönduósi. Bátarnir voru tveir talsins, og mun skipstjóri annars þeirra hafa verið sviptur undanþágu til skip- stjórnarréttinda, þar eð hann var ekki nema 17 ára gamall. Ráðu- neytiö hefur varað bátana við þvi að sækja á rækjumiðin, og sagt aö mál þeirra verði afhent land- helgisgæslunni og siðan sýslu- manni, ef þeir brjóti boð ráðuneytisins, og með málið farið sem hvert annað landhelgisbrot. Þá hafði Sturla Þórðarson, fréttaritari Þjóðviljáns á Blöndu- ósi, samband við blaðið i gær, og sagði, að þeim 4 tonnum, sem landaö hefði verið þar á laugar- dag, hefði verið ekið til vinnslu i Framhald á bls. 13 pólitisk? Rikisstjórnin lætur nú breyta lögum þannig að útvarpsráð skuli á ný kosið eftir hverjar alþingis- kosningar. Aðeins fá ráö og stjórnir eru nú kosin með þessum hætti. Þau eru samtals niu auk væntanlegs útvarpsráðs: Á- fengisvarnarráð, Þingvallanefnd, menntamálaráð, rannsóknaráð, úthlutunarnefnd listamanna- launa, stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, stjórn Framkvæmda- stofnunar, stjórn visindasjóðs og tryggingaráð. Athyglisvert ér, hve menn- ingarmálin eru reyrð flokkspóli- tiskum böndum. 1 þeim sitja þó að jafnaði ekki þingmenn, heldur sérlegir fulltrúar flokkanna. Mótmælir ummælum formanna r LIU um íslenska námsmenn Kjararáðstefna Sjómannasambands Islands — svo og samdráttarstefnu LlU-manna Kjararáðstefna Sjómanna- sambands tslands, sem haldin var á iaugardag, mótmæiti þeim ummælurn, sem formaður LítJ, Kristján Ragnarsson, við- hafði á aöalfundi LttJ á dögun- um, og segir i ályktun ráðstefn- unnar, að námsmenn hafi reyndar sýnt sjómannastéttinni meiri og betri skilning, en for- ráðamenn LtÚ hafa gert. Fulltrúar frá öllum landshlut- um sóttu ráðstefnuna, og voru kjaramálin ýtarlega rædd á fundinum, svo og ýmis atriði þeirra samninga, sem gilt hafa. Fram kom, að fulltrúar álitu að breyta þyrfti ýmsu i samning- um, og þá sérstaklega varðandi kauptryggingu, sem þeir töldu allt of lága, miðað við vinnu- tima sjómanna, sem er 12—18 klukkustundir á sólarhring. Kosin var sjö manna nefnd til þess að vinna úr ýmsum at- hugasemdum, sem komið hafa frá félögum sambandsins, við kjarasamningana. Loks voru svohljóðandi tillög- ur samþykktar: „Kjararáðstefna sjómanna- sambands tslands skorar á al- þingi og rikisstjórn að færa landhelgina út i 200 milur sama dag og samningurinn við breta rennur út, og að hér eftir verði cngar veiðiheimildir veittar út- lendingum innan 50 milnanna. Káðstefnan mótmælir harð- lega þcim bráðabirgðalögum. scm sett voru hinn 20. septem- ber sl. um ráðstafanir I sjávar- útvegi og ráðstöfun gengishagn- aðarog skorar á alþingi að sam- þykkja þau ekki nema til þess tima, sem þau hafa gilt þegar máliö verður afgreitt. Ráðstefan mótmælir harðlega málflutningi formanns Ltú á aðalfundi samtakanna á Akur- cyri nýlega og telur hann I meginatriðum villandi. Ekki sist mótmælir ráöstefnan kröf- unni um samdrátt i fram- kvæmdum i landi yfir vetrar- vertiðina, svo útgerðarmenn getiikrafti atvinnuleysis mann- að báta sina I samræmi við hin lélegu kjör sem nú gilda á báta- flotanum. Þá átelur ráðstefnan sérstak- lega ummæli formannsins I garð islenskra námsmanna og telur þau með öllu ómakleg. t hópi islcnskra námsmanna eru ekki fáir, sem veitt hafa sjó- mönnum stuöning og viður- kenningu, og sýnt kjarabaráttu þeirra meiri og betri skilning en forystumenn Ltú, sem með viljaleysi sinu og beinni and- stöðu við bætt kjör sjómanna vinna aö þvi að hrekja stöðugt fleiri ágæta sjómenn i land”. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.