Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 1. október 41. árg. 219. tbl.
Jafnréttisráð hefur starfsemi sína:
Atta konur og karl
hafa leitað ráða
— Ef lögin um jafnrétti karla og
kvenna eiga afi ná tilgangi sfnum,
verour að vinna að upplýsingaöfl-
um um ástand mála f þeim efnum
á sem flestum sviöum þjóðlifsins
og að kynna jafnréttismál og reka
áróður fyrir þeim. Okkur er þvl
mikil þörf á náinni og góðri sam-
vinnu við alla fjölmiðla landsins,
sagði Guðrún Erlendsdóttir for-
maður nýskipaðs jafnréttisráðs á
blaðamannafundi i gær.
Ráöið hélt fyrsta fund sinn 1 júli,
og þó að starfstimi þess sé ekki
lengfi en þetta, hafa þvi þegar
borist átta mál. Allt fram til
dagsins i gær voru það eingöngu
konur, sem höfðu snúið sér til
ráðsins, en þá barst ráðinu fyrsta
bréfið frá karlmanni, en hann
kvartar yfir ákveðnu atriði i
kjarasamningi þar sem talað er
um aðstoðarkonur, en það sam-
rýmist  ekki  jafnréttislögunum.
Mörg og stór verkefni
Samkvæmt lögunum er ráðinu
ætlað' allmikið starf, fyrst og
fremst að sjá svo um, að ákvæði
þeirra séu ekki brotin, svo og að
hafa frumkvæöi, þegar grunur
leikur á, að kynjum sé mismunað
á vinnustað eða annars staðar.
Einnig skal ráöið „fylgjast með
þjóðfélagsþróuninni, sem m.a.
varðar þetta lagaefni, og gera til-
lögur til breytinga til samræmis
við talgang þessara laga."
Bergþóra Sigmundsdóttir,
þjóðfélagsfræðingur, sem ráðin
nefur verið framkvæmdastjóri
jafnréttisráðs i hálft starf, mun
þvi hafa i mörg horn að lita.
Launamálin nr. 1
Guðrún sagði, að höfuðáherslan
yröi amk. til að byrja með lögð á
launamál, en launamisréttiö er
enn víða himinhrópandi. í lögun-
um er ákvæði um það, að starf,
sem auglýst er laust til umsókn-
ar, skuli standa opið báðum kynj-
um  jafnt.
Námskeiö  fyrir  kennara
í 7. grein laganna segir:  ,,f
skólum og öðrum menntastofnun-
um skal veita fræðslu um jafn-
réttismál kvenná og karla.
Kennslubækur og kennslutæki
sem þar eru notuð, skulu vera
þannig úr garði gerð og hönnuð,
að kynjum sé ekki mismunað."
Framhald á bls. 14.
Kröflusvœðið:
Kippum
fækkar
Skjálftum á Kröflusvæðonu
hefur fækkað undanfarná sólar-
hringa. Frá kl. 15 í fyrradag til
jafnlengdar I gær mældust 16
jarðskjálftar á mæli Orkustofn-
unar nyrðra. Eru það miklum
mun færri kippir en fyrri sólar-
hringa; kippirnir voru þannig 50
daginn áður, 78 þar áður og 118
þar áður. Meðalfjöldi jarð-
skjálftakippa á sólarhring siðustu
fimm sólarhringa er 79.
Norðurendi stöðvarhússins við
Kröflu hafði lyfst nokkuð, en
siðan sigið aftur.
Ekki eru visindamenn vissir
um hvað þessar breytingar á
Kröflusvæðinu boða, en haft er
eftir Axel Björnssyni að sist sé
ástæða til að varpa öndinni léttar,
þvi að breytingarnar geta bent tií
þess að gos sé ekki langt undan.
Héldu upp á afmælið
Sjónvarpið var tiu ára i gær. Á þessum tíma-
mótum eru margskonar blikur á lofti i stofnun-
inni. Tækjabúnaður er úreltur, dreifingarkerfið
vanburða, starfsmenn óánægðir með kjör sin og
stöðu stofnunarinnar innan rlkiskerfisins, fjár-
vöntunin er mikil og innlend dagskrárgerð fer
þverrandi. Þá telja sjónvarpsmenn að stjórnvöld
sýni skilningsleysi varöandi nauðsyn þess að
hafna eða velja litasjónvarp. Ljósir punktar eru
þó í sjónvarpsmálum að mati starfsmanna og má
þar nefna að stjórnvöld virðast nú vera komin á
þá skoðun að reisa beri hér jarðstöð, sem meðal
annars mun auðvelda sjónvarpinu efnistöku frá
útlöndum.
En þrátt fyrir allt geröu sjónvarpsmenn sér
dagamun og gott I munni i gærkvöldi. Hanastéls-
boð var haldið i Fóstbræðraheimilinu sfðdegis og
um kvöldið var haldin árshátið. Þar voru saman-
komnir fyrrverandi og núverandi starfsmenn
sjónvarpsins og fleiri gestir.
Siglufjörður:
Lokið við
að salta
í kvöld
Og nú eru þeir lika farnir að
salta sildina á Siglufirði, — eða
þær væri kannski réttara að
segja, — þvi ætli það sé ekki eink-
um kvenþjóðin, sem annast það
þjóðnytjastarf, eins og f yrri dag-
inn.
Blaðið náði eitt augnablik tali
af Guðfinni Aðalsteinssyni hjá
Siglósild og hann sagði söltunina
hafa byrjað um hádegi á mánu-
dag. Siðan hefði látlaust verið
saltað,nema rétt yfir blá-nóttina.
Vinna hæfist kl. 7 á morgnana og
siðan væri verið að til kl. 12 á
kvöldin.
Guðfinnur bjost við að söltun-
inni lyki i kvöld og áleit hann að
þa yrði búið að salta I eitthvað
milli 500 og 600 tunnur. Þetta er
mestan part millisild.
Það er aðeins eitt skip sem
komið hefur með sild til Siglu-
fjarðar að þessu, Reykjaborgin,
og vonandi á hún ennþá eftir að
krækja i nokkrar bröndur.
Annars er yfirdrifin atvinna
hér, sagði Guðfinnur. Stálvikin
var aö koma með 180 tonn af fiski
og siglir með hann út.
ihg
Sjá baksíöu
Álkrc
rona
í umferð
1 dag kemur nýr einnar krónu
peningur i umferö. Peningurinn
er úr áli, 17 mm I þvermál og 0.61
gr. að þyngd. Otlit er að öðru leyti
óbreytt frá þvi sem verið hefur.
Gamla krónan sem nú er I umferð
verðuráfram i gildi þar til annað
verður ákveðið. Innköllunarfrest-
ur er samkvæmt gjaldmiðilslög-
unum tvö ár frá þvi hann er aug-
lýstur.
Baráttu-
fundur í
Kópavogi
Starfshópur herstöðvaandstæö-
inga i Kópavogi boðar til baráttu-
fundar i Þinghól sunnudaginn 3.
okt. n.k. kl. 2. e.h.
Fundarstjóri: Andrés
Kristjánsson fræðslustjóri.
Stutt ávörp flytja: Ingólfur
Gislason háskólanemi, Olafur R.
Einarsson menntaskólakennari,
Asmundur Asmundsson verk-
fræðingur er einnig skýrir frá
störfum miðnefndar.
Kristján Guðlaugsson kennari
syngur og leikur baráttusöngva,
Sigjrður Pálsson les upp.
Herstöðvaandstæðingar I
Kópavogi eru eindregið hvattir til
að fjölmenna á baráttufundinn kl.
2 á sunnudag I Þinghól.
1500 í Frímúrarareglunni
segir nýkjörinn foringi hennar, Víglundur Möller
Eins og flestir eflaust vita, flfk-
arFrimúrarareglan á tslandiekki
gerðum sinum, og menn utan
reglunnar vita litið að hverju hiin
starfar eða með hvaða hætti
félagsstörf hennar fara fram. En i
einu dagblaðanna i gær er sagt
frá þvi, að Viglundur Möller for-
stjóri Sjtikrasamlags Reykjavfk-
ur hafi nýverið veriö kjörinn yfir-
maður Frlmúrarareglunnar á
tslandi.
En þar sem reglan sendir engar
fréttir né fréttatilkynningar frá
sér, höfðum við samband vib
Viglund og spurðum hann hvort
þarna væri rétt skýrt frá.
—Finnist ykkur það merkileg
frétt?
— Nei, ég var aðeins að spyrja
hvort þetta væri rétt.
— Það er rétt, já.
— Er þaö ekki mikið starf að
vera foringi svona samtaka?
— Það læt ég allt vera.
—Þannig, að það er ekkert erf-
itt fyrir opinberan embættismann
eins og þig að taka svona starf aö
sér?
— Nei, og sérstaklega af þvi að
ég er nu að hætta sem slíkur.
— Þetta er kannski algert tóm-
stundastarf að vera formaður
reglunnar?
— Að mestu leyti.
— Fyrir nokkrum árum tók nýr
maður við sem yfirmaður
reglunnar i Danmörku, og hann
sagði frá ýmsu I sambandi viö
regluna, sem áður hafði ekki ver-
iðsagtfrá. Má búast við sllku frá
ykkur nú?
— Ekki geri ég ráð fyrir þvl. Við
höfum haldið þessu utan við öll
blaðaskrif og ekkert viljaö um
það ræða opinberlega, annaö en
það sem hægt er að lesa um I al-
fræðiorðabókum og opinberlega,
að svo miklu leyti sem það er þá
satt.
— Er það algild regla hjá frl-
murururum um allan heim að
segja elcki frá starfinu?
— Já, það hefur verið það.
— Það er þá ekki I sjálfsvaldi
frimúrara I hverju landi fyrir sig
hvort þeir segja frá störfum regl-
unnar?
— Gæti verið að einhverju leyti,
en ekki þá nema i samráði við
aðrar deildir.
—  Þii mátt þá kannski ekki
segja frá hvað meðlimir reglunn-
ar hér eru margir?
—Það getið þið séð einhvers-
staöar. Ég held að það séu ein-
hversstaðar i kringum 1500
manns.
— Er ekki erfitt aö vera I for-
svari fyrir svona reglu, sem ekk-
ert má segja frá um?
— Ekkifinnst mér það. Þetta er
félagsskapur sem biður engan
mann um að koma og hvetur eng-
an til aö sækja um. Þar af leið-
andi er það mál mannanna
sjálfra ef þeir vilja sækja um
uppá þessi skilyrði.
—Getur hver sem er sótt um að
ganga i regluna?
— Það er hægt með því að hafa
til tvo meðmælendur. Það er nóg
sem byrjun.
— En það er ekki vissa fyrir þvi
að vera tekinn inn?
— Nei.
— Er ekki til eitthvað sem heitir
stjorn fyrir þessa reglu?
— Það er nú I öllum félögum.
— Er leynd yfir þvi hverjir eru I
stjórn með þér?
— Við gefum út félagatal, vasa-
bækur og þess háttar, þær berast
sjálfsagt viða.
— Eru þær opinberar, er hægt
að fá þær?
—Ekkihjáokkur a.m.k. Égvil
ekki að svo stöddu láta hafa neitt
eftir mér um það hverjir eru i
stjórn, en ég gæti rætt um það sið-
ar við samstarfsmenn mlna hvort
þeim þætti ástæða til að gera það.
— Ég má þá kannski hringja og
spyrja um það siðar?
— Það má athuga málið.
—S.ddr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16