Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. ágúst 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: (Jlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Einingarflokkur vinstrimanna Að undanförnu hafa átt sér stað miklar sviptingar innan minnstu stjórnmála- flokkanna, Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Ekki hefur frést af þvi hversu margir eru um efsta sæti á lista Alþýðuflokksins á Austurlandi i prófkjöri, en annars má segja að fjöldi frambjóðenda i hvert sæti prófkjörsins standi i réttu hlutfalli við vonleysið. Þann- ig eru þrir sagðir um efsta sætið i próf- kjöri Alþýðuflokksins i Norðurlandi eystra. Prófkjörsstrið Alþýðuflokksins var til þess hugsað að efla flokkinn og styrkja innviði hans, og veitir ekki af að hressa þennan flokk við. En prófkjörs- átökin hafa breyst i einsk. sjálfsmorðs- áráttu, sem tekur á sig hrikalegar myndir nú þegar, þó að enn sé hin raunverulega „kosningabarátta” ekki hafin. Sá litli styrkur sem Alþýðuflokkurinn gæti átt sameinaður út á við fer i innra strið, þar sem bræður berjast af heift og mannvonsku. Er útilokað að segja fyrir um hversu þeirri lotu lyktar, en fullljóst er hverjum manni að Alþýðuflokkurinn verður eitt flakandi sár eftir átökin, ef hann hlýtur þá ekki verri og óumbreytan- legri skaða af bröltinu. Alþýðuflokkurinn verður þvi ekki til stórræðanna á næstu mánuðum i þeirri örlagariku baráttu sem i hönd fer við rikisstjórn auðstéttanna um efnahagsmál og atvinnulegt forræði á íslandi. Ekki er þörf á þvi að fara mörgum orð- um um Samtök frjálslyndra og vinstri- manna; þau eru i rauninni þegar úr sög- unni sem stjórnmálafl. Nokkrir liðsmenn Samtakanna hafa gengið til liðs við Alþýðubandalagið, enda eiga flestir sam- takamenn samleið með Alþýðubandalag- inu þegar pólitisk málefni eru rýnd ofan i kjölinn. Nú er tveggja manna þingflokkur Samtakanna klofinn i frumeiningar, og innan Samtakanna á Vestfjörðum hefur verið tekin ákvörðun um svokallað ,,sjálf- stætt byggðaframboð” i næstu alþingis- kosningum, en Magnús Torfi hótar mót- framboði i nafni Samtakanna.Þegar tillit er tekið til ástandsins innan Alþýðuflokks- ins þar vestra er ljóst — hvað sem öðru liður — að þessir tveir stjórnmálaflokkar munu dansa á dauðamörkunum af býsna miklum tilþrifum. I siðustu kosningum studdu þúsundir vinstrimanna Framsóknarflokkinn vegna þess að flokksforystan lofaði áframhald- andi vinstristjórn. Flokksforystan sveik það loforð, og nú er Framsóknarflokknum spáð fylgishruni sem vonlegt er. Má i rauninni greina vonleysistóninn i leiður- um Timans daglega, einkum þó eftir að Þórarinn Þórarinsson hóf að skrifa þá á nýjan leik. Æ fleirum er enda ljóst, eftir stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins i þrjú ár, að Framsóknarflokkurinn er ekki vinstri- flokkur. Bendir allt til þess að Fram- sóknarflokkurinn verði i stjórnarsam- starfi með ihaldinu út kjörtimabilið, eða lengur samfellt án kosninga en nokkru sinni fyrr i sögu flokksins. Þannig er annars vegar umhorfs þegar vinstrimenn, félagshyggjumenn og verka- lýðssinnar litast um i islenskum stjórn- málum, en hins vegar stendur Alþýðu- bandalagið. Alþýðubandalagið er i sókn. Um það ber margt vitni. Alþýðubandalag- ið er eini flokkurinn sem er liklegur til þess af myndar- og skörungsskap að geta tekist á við þau efnahagslegu og atvinnu- legu vandamál sem við verður að glima á íslandi á næstu árum og mánuðum. Al- þýðubandalagið er eini flokkurinn sem er nægilega heilsteyptur til þess að veita i- haldinu mótspyrnu. í siðustu kosningum bætti Alþýðubandalagið mjög verulega fylgi sitt. Svo þarf enn að verða eftir 10 mánuði. Að þvi verður unnið þrotlaust. Þar þurfa margir að leggja hönd á plóginn —og þeir verða fleiri en nokkru sinni fyrr. Málstaður verkalýðshreyfingar, sósial- isma og þjóðfrelsis hefur aldrei átt jafn- marga liðsmenn og um þessar mundir. ís- lenskir launamenn þurfa að eignast flokk sem er nægilega sterkur til að veita yfir- gangsöflum afturhaldsins mótspyrnu. 1 verkfallsátökum undanfarinna ára hafa launamenn sýnt óbilandi samstöðu, i bar- áttunni gegn undansláttarstefnu i land- helgismálinu hefur samstaðan verið ó- hvikul. Þannig þarf alþýða Islands einnig að eignast einingarsamtök i pólitiskum á- tökum. Þau einingarsamtök eru þegar til i Alþýðubandalaginu, en þau þurfa enn að eflast að fjöldafylgi og styrk. — s. Loka ber Namibia. Tvöfeldni vestrœnna ríkja Morgunblaðiö birti á fimmtu- dag grein um Suður-Afrfku og Namibiu eftir Jón Val Jensson. I lok greinarinnar fjallar höfund- urinn um afstöðu stórveldanna til Namibiumálsins og um hugs- anlegt frumkvæði islensku rik- isstjórnarinnar: „Vandamál Namibiu hefur um árabil verið ákaflegá viðkvæmt, en samt hefur vestrænum rikjum haldist uppi að standa i verslunarviöskipt- um við hina ólögmætu stjórn. Nú er hins vegar sérstakt tæki- færi til að binda enda á þessi ósæmilegu tengsl og einangra S.-Afrikustjórn meö hafnbanni, uns hún hverfur á brott frá Namibiu. Vestrænum rikjum mun ekki liðast sú tvöfeldni aö styrkja S.-Afriku með viðskipt- um eftir allar yfirlýsingarnar um stuöning við baráttu kúgaðra manna i Sovétrikjun- um. Allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna er kjörinn vettvangur til að bera fram tillögur um algjört viöskiptabann á S,- Afriku, til þess að hún láti Namibiu lausa, og jafnframt haröar vitur á hvert þaö riki, sem brýtur þetta bann.” Kærkomið tilefni Þá fjallar greinarhöfundur um islenskt fumkvæði á alþjóðavettvangi: ,,Hér er þvi kærkomið tilefni til að sýna i verki, að rikisstjórn Islands skortir ekki kjark til að segja meiningu sina um framferði þeirra þjóða, sem ljá nýlendu- stefnu S.-Afriku óbeinan stuðn- ing. Þessi tillaga sendiherra Islands hjá SÞ um algjört bann á viðskipti við S.-Afriku væri frumkvæði, sem eftir yrði tekið og gæti haft hin farsælustu áhrif vegna þess hve veik staða S.- Afriku er nú þegar orðin i Namibiumálinu.” Þá gagnrýnir greinarhöfundur harölega að vesturveldin — Bandarikin og Bretland — hafa beitt neitunar- valdi i öryggisráðinu til þess að hindra vopnasölubann á S.- Afriku. Samkvæmt dagsetningu greinarinnar i Mbl., er hún skrifuð 13. april. Greinin er góöra gjalda verð, en hún er til marks um það einnig hversu illa hefur tekist að koma þvi á framfæri sem þrátt fyrir allt hefur gerst i þessum efnum af hálfu tslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eindreginn stuðningur islensku sendi- nefndarinnar Á siðasta allsherjarþingi tók fulltrúi Islands i 4. nefnd — nýlendumálanefnd — til máls um Namibiumálið. 1 þeirri ræðu kom meðal annars fram eftir- farandi: Islenska sendinefndin styöur viðskiptabann og þó sérstaklega algjört vopnasölubann á Suður- Afriku. Nefndin lýsti þvi yfir aö svo langt væri um liðið siðan til- raunir hófust til þess að fá S.- Afrikustjórn til að viðurkenna yfirráðarétt Sameinuðu þjóðanna yfir Namibiu aö þolin- mæðin væri á þrotum; „þolin- mæöin hættir að vera dyggð” við slikar kringumstæður, sagöi islenski fulltrúinn. Þess vegna væri nauðsynlegt að kanna hvort ekki væri rétt að gripa til aðgerða skv. 7. kaflanum i sátt- mála Sameinuöu þjóöanna, en þar er gert ráö fyrir beitingu herliðs af hálfu Sameinuðu þjóðanna auk annarra ráöstaf- ana. Þessi einaröa afstaða islensku sendinefndarinnar á siðasta allsherjarþingi Samein- uöu þjóðanna vakti aö vonum mikla athygli og ekki sist fulltrúa SWAPO, frelsishreyf- ingar Namibiu, sem sat sem áheyrnarfulltrúi á fundi fjóröu nefndar og hlýddi á ræöu islenska fulltrúans. ræðismanns- skrifstofunni Þannig hafa islendingar þegar i orði lýst eindregnasta stuðningi við frelsisbaráttu Namibiu. Hins vegar hafa islendingar ekki i verki gripið til þeirra aðgerða sem unnt er. 1 forystugrein Þjóðviljans i vetur var einmitt bent á úrræði i þess- um efnum, þe. aö rikisstjórnin loki tafarlaust ræðismanns- skrifstofu Islands i Suður- Afriku. Tilvist hennar er hneyksli, og hún breytir orðum fulltrúa Islands á allsherjar- þinginu i hræsni. Eldgosin og veðráttan helstu mengunarvaldar hérlendis < „Að lokum er þvi hægt að segja að náttúrah sé langstærsti mengunarvaldurinn á Islandi i formi eldgosa og rofs vinda og jökla, þar sem aftur á móti mengun, sem stafar af iðnaði og heimilishaldi, er tiltölulega litil.” Maðurinn sem mælir þessi gáfulegu orð er Ragnar Halldórsson, forstjóri ísals. Þau birtust i siðasta tölublaði „Isal- tiöinda” og eru samhljóða niðurstöðu hans I erindi er hann var látinn flytja á umhverfis- verndarráðstefnu alþjóölegri sl. vor. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.