Þjóðviljinn - 01.12.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.12.1979, Blaðsíða 1
UOWIUINN Laugardagur 1. desember 1979 —263. tbl. 44. árg. Aðgerðir Sjálfstœðisflokksins, Vinnuveitendasambandsins og Verslunarráðsins eru samrœmdar: Kosningaskrifstofa G-listans í Reykjavik er að Skipholti 7 Vinnum öll að kosningasigri G-listans Verkbannssjóðurinn er af sama toga og leiftursóknin Atvinnuleysi og eignahrun framundan hjá almenningi ef launafólk afþakkar ekki íhaldsleiðsögn í kosningunum GuOmundur J. Guömundsson, 2. maOur á lista Alþýðubandalagsins, heidur ræðu á útifundinum i Austurstræti i gær: Það verður sárt fyrir fólk að upplifa kjaraskerðinguna eftir kosningar þegar það uppgötvar að það heföi getaö afstýrt henni. Eina ráðið til þess er aökjósa Alþýðubandaiagið. „Atvinnurekendur hafa nú stofnað verkbannssjóð sem er ætlað að standa undir því að sett verði á umsvifalaus verkbönn hreyfi verkalýðshreyfing- in sig. Þetta er af sama toga og leiftursókn íhalds- ins og það þarf engan að undra þó að það séu sam- ræmdar aðgerðir milli Sjálfstæðisf lokksins, Vinnuveitendasambands- ins og Verslunarráðs svo að ekki vatnar á milli," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamannasambandsins og 2. maður á lista Alþýðu- bandalagsins í kosning- unum í samtali við Þjóð- viljann. Verkafólk má einskis missa „Verkafólk lifir ekki af 8 tima vinnu, ekki af 10 tima vinnu og á yfirgnæfandi meiri hluta allra heimila þurfa hjónin bæði að vinna úti vegna þess að það er óhjákvæmilegt til að heimilin komist af. Fólk er svo rigskorðað i afborgunum af bflum, heimilis- tækjum og til Gjaldheimtunnar að það verður skelfingu lostið ef úr fellur einhver eftirvinna. Það óttast að öll súpan hrynji yfir það. Og hvað gerist þó að ekki verði „nema” 20-30% kjaraskeröing og atvinnuleysi jafnvel ekki jafn stórfellt og á viðreisnarárunum 1968-1970? Það veröur eignahrun hjá almenningi og afleiðingin af atvinnuleysi og skertum atvinnu- möguleikum yröi mjög líklega landflótti sem yrði ægileg blóð- taka fyrir Islenskt þjóöllf. Mönnum gæti virst þessi sýn min ákaflega sterkt máluð og öfgakennd en þetta verða af- leiðingar leiftursóknarinnar ef hún kemst I framkvæmd. Fólk stendur svo tæpt að hrunið yröi bæði snöggt og sárt og gæti fram- kallað ótrúlegustu keðjuverkun á stuttum tima. Þá öskraði íhaldið thaldið talar mikið um um- hyggju fyrir sjúku fólki, öldruðu og öryrkjum. Við munum vinstri stjórnarárin 1971-1974. Þá gerði Magnús Kjartansson stærsta átak sem gert hefur verið til að hækka tryggingabætur. Ihaldið rak upp samfellt öskur um að verið væri að bjóða þjóðinni i veislu og þessi hækkun var á máli Morgunblaðs- ins verðbólguaukandi veislugleði. Nei, Ihaldið býöur ekki upp á neina veislu með leiftursókn sinni. Framhald á bls. 21 íTöÍur I ísals j ómark- i tækar I Almenningur á ■ kröfu á opinberri Bœjarútgerð Reykjavíkur undir vinstri stjórn: 223 miljón kr. hagnaður fyrstu 9 mánuði ársins og Ijóst að í ár verður hagnað ur af rekstri BÚR í fyrsta skipti í sögu þess Nú liggur fyrir að fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur orðið hagnaður af rekstri Bæjarútgerðar Reykjavík- ur og nemur hann 223 miljónum króna. Þetta er fyrsta heila árið/ sem vinstrimenn stjórna Bæjarútgerðinni og það er einnig Ijóst að í ár verður í fyrsta skipti í sögu BÚR hagnaður af rekstri fyrir- tækisins. Astæðan fyrir þessu er að sögn Kristvins Kristinssonar, verkstjóra hjá BÚR og fulltrúa Alþýðubandalagsins í út- gerðarráði Reykjavíkur- borgar, sú, að síðan vinstrimenn tóku við völd- um í Reykjavík hefur þessu fyrirtæki verið sinnt og margskonar hag- ræðingu í rekstri þess kom- ið á, einkum hjá fiskiðju- verinu enda er hagnaður- inn lang mestur þar. Unnið er að aukinni hagræðingu á öðrum sviðum hjá BÚR. Ef reksturinn er sundurliöaður fyrstu 9 mánuöi ársins litur dæm- ið þannig út: Togararnir Snorri Sturluson tap 42 miljónir Ingðlfur Arnarson tap 30 miljónir Hjörleifur tap 17 miljónir Bjarni Benediktsson ágóði 3 miljónir Saltfiskvinnsla tap 81 miljón króna og þar er nú unnið aö hag- ræðingu á ýmsum sviðum Skreiöarvinnslan hagnaður 107 miljónir króna. Fiskiðjuverið hagnaður 269 miljónir króna. Inni þessum tölum eru afskrift- ir. Ef afskriftum er sleppt er hagnaður af rekstri allra tog- aranna Ariö 1978 stjórnuöu vinstri menn þessum málum I 6 mánuði og varö útkoman með þvi besta sem þá haföi þekkst hjá BÚR, en samt var tap á rekstfi fyrirtækis- ins yfir árið. Nú aftur á móti er ljóst aö hagnaöur verður. Hagnaðurinn þessa fyrstu 9 mánuði er 9.42% af tekjum BÚR en var á sama tima I fyrra 3.48%. Loks má geta þess að fyrirhug- aöar eru mjög miklar fram- kvæmdir hjá BÚR á næsta ári til aukinnar hagræðingar i rekstri fyrirtækisins og má sem dæmi nefna i þvi sambandi byggingu frystigeymslu uppá 266 miljónir króna. Þá er væntanlegur nýr togari til BÚR á næsta ári, annar togaranna frá Portúgal og siðan er annar togari I smíðum fyrir BÚR hjá Stálvik h.f. I Garðabæ. -S.dór rannsókn Allt bendir til þess að ALUSUISSE hafi hagnast mjög á starfsemi dótturfyrir- tækis síns ISALS á islandi og að fullyrðingar for- stjórans, Ragnars Halldórssonar um hið gagnstæða, svo og framtaldar tölur í árs- skýrslum ISALS, séu gjörsamlega ómark- tækar. Mikilvægasta atriðið í millifærslum ALUSUISSE milli ISALS og tapfyrir- tækja auðhringsins í Bretlandi er, að almenn vitneskja um raunverulegan hagnað ÍSAL mundi koma af stað svo miklu umróti Framhald á bls. 21. xCt Eflum einn flokk gegn íhaldi xQ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.