Þjóðviljinn - 02.10.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.10.1981, Blaðsíða 1
Hélt utan til Danmerkur í morgun UOBVIUINN Föstudagur 2. október 1981 —219. tbl. 46. árg. „Gæti vel farið svo” Veturinn er farinn aö minna óþyrmilega á nærveru sina þessa dagana og velur sér rok og nistingskulda aö birtingarformi. Þessir smiöir létu þó ekki kuldann á sig fá i gær, þar sem þeir voru viö vinnu viö hina nýju þjónustumiöstöö i Bláfjöilum, enda staöráönir í aö gera hana fokheida eftir viku. — Ljósm. — gel. segir Guðmundur í Klausturhólum um sölu á Lífshlaupi Kjarval til danskra aðila „Þaö gæti vel farið svo, sagði Guðmundur Axels- son kaupmaður í Klaustur- hólum, aðspurður i gær, hvort hann hygðist ganga frá samningum við danska aðila um kaup á „Lífs- hlaupi" Jóhannesar Kjar- vals. Guömundur hélt til Danmerkur i morgun, en kemur aftur heim á sunnudag. „Ég hef ekkert heyrt frá borg- aryfirvöldum i tvo þrjá daga. Þaö virðist að minu mati ekki vera neinn áhugi hér heima fyrir aö kaupa þetta verk.” Er rétt aö tilboð þitt til horgar- innar hljóöi uppá 3 miljónir króna? ,,Ég sver ekki fyrir það, annars ættiröu aö spyrja Björn Friö- finnsson fjármálastjóra borgar- innar nánar út i þaö.” Margir halda þvi fram, að þetta danska tilboö sé aöeins tilbúning- ur af þinni hálfu. Hverju svarar þú þvi? j Eignar- j i nám eina j r 'V • 'K •» ' urrœðið í \ Aö „Lifshlaupi” loknu. „Ég myndi ekki segja svo. Þaö kemur allt i ljós.” Er Carlsberg verksmiöjan inni i myndinni? „Þaö kemur lika i ljós.” -lg- Fjórir breskir stjórnmála- flokkar með einhliða kjarn- orkuafvopnun Skoðanakannanir svna meirihluta • Breska Alþýðusambandið setur fram eindregna stefnu í afvopnunar- og herstöðvamálum Fjórir stjórnmála- flokkará Bretlandseyjum, sem samtals hafa að baki sér rúmlega 60% kjósenda samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, Verka- mannaf lokkurinn, Frjáls- lyndi flokkurinn, og þjóð- ernissinnaflokkarnir í - Skotlandi og Wales, hafa á síðustu vikum og mánuðum lýst fylgi við einhliða kjarnorkuaf- vopnun á Bretlands- eyjum, brottför allra er- lendra herstöðva og skot- stöðva fyrir kjarnorku- flaugar, og krafist þess að öll tengsl Bretlands við kjarnorpuvopnakerfi Bandaríkjanna og NATÓ verði rofin. Breska Alþýöusambandiö TUC samþykkti fyrir nokkrum vikum stefnuskrá i afvopnunar- og her- stöövamálum sem er mjög i sama dúr og sú stefna sem Verka- mannaflokkurinn breski sam- þykkti i þessari viku, og Þjóövilj- inn skýröi frá i gær. Eitt helsta verkalýössamband á Bretlands- eyjum, Samband námuverka- manna, hefur ákveöiö aö efna i desember næstkomandi til heimsþings allra námuverka- iHeilnæmasta i lambakjötið ■ Isegja danskir sláturhúsamenn um það íslenska „Þaö veröur flogiö meö 15 lestir af ófrosnu dilkakjöti til Luxem- borgar I dag, en alls erum viö búnir aö semja um sölu á 60 tonnum af ófrystu kjöti til V-Þýskalands, en þaö er svipaö og viö seldum af ófrystu kjöti I fyrra. Kjötiö er flutt landleiöina til V-Þýskalands og þaöan er þvi dreift bæöi til Frakklands og Sviss”, sagöi Agnar Tryggva- son hjá búvörudeild Sambands islenskra samvinnufélaga. Kilóveröiö sem fæst fyrir kjötiö er 7.5 þýsk mörk, sem er aö sögn Agnars svipaö og besta verð fyrir heilfrysta skrokka. „Viö erum aö reyna aö koma þeim upp á bragöiö og sjá til hvort hægt er aö selja þeim i stærri stil. Aöur var einungis selt til Berlinar en nú hafa fleiri miöevrópulönd bæst i hópinn.” Mikill áróður hefur veriö rek- inn fyrir islensku lambakjöti i Danmörku undanfarin ár og ný- lokiö er mikilli áróöursherferö. „Danmörk er mikiö kjötútflutn- ingsland, og þegar þeir fara aö flytja inn lambakjöt, þá er þaö eitthvaö sérstakt. Viö höfum kynnt dönskum aöilum okkar sláturhús og þeir hafa sagt þaö danirnir aö hér fái þeir heil- næmasta lambakjöt sem er á , boöstólum i heiminum.” | Ráögert er aö selja 650 tonn af I frystu lambakjöti til Sviþjóöar | en alls er reiknaö meö aö nálægt , 4000 tonn af þessari framleiöslu i veröi flutt út i ár, sem er svipaö og siöustu ár. Á þessu hausti verður slátraö , um 850 þús. lömbum, en alls er ■ ráögert aö slátra um 1.300 þús. I kindum, sem er rúmur helming- | ur kvikfénaöur ilandinu. —ig ■ ________________________________I mannasambanda þar sem ein- göngu veröur fjallaö um kjarn- orkuafvopnun og friöarmál. Samtökin END — Evrópu- hreyfingin um kjarnorkuaf- vopnun — og CND — breska hreyfingin um kjarnorkuafvopn- un — efna til mikillar friðarviku vikuna 24,—30. október nk. Kirkjan hefur tekiö vaxandi þátt i friöarumræöunni á siöustu mánuðum meö útgáfustarfsemi og umræöufundum. Visinda- menn viö breska háskóla hafa myndað samtök sem hafa þann tilgang aö upplýsa um eðli kjarn- orkuvigbúnaöar og afleiöingar hans. Ennfremur hafa veriö mynduö samtök kennara sem berjast gegn styrjaldar- og vig- búnaöarinnrætingu i skóla- kerfinu. Hér hafa aöeins veriö nefnd nokkur dæmi um þá gifurlegu þróun sem veriö hefur á Bret- landseyjum i skoðanamyndun um vigbúnaöarmálin að undanförnu en nánar veröur um hana fjallað i Sunnudagsblaöi Þjóöviljans. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Byriar fund sinn í kvöld Miöstjórn Alþýöubandalagsins kemur saman til fundar i kvöld kl. 20.30 i húsnæöi Starfsmanna- félagsins Sóknar aö Freyjugötu 27 i Reykjavik. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Stjórnmálaviöhorfiö: Framsögumaöur Svavar Gests- son, 2. Flokksstarfiö: Framsögu- maöur Baldur óskarsson, 3. Akvöröun um flokksráösfund. 4. Þjóðviljinn og fjárhagsstaöa hans. 5. önnur mál. Fundinum veröur fram haldiö á morgun, laugardag. ! Engin lög til sem j I banna útýlutning • á listaverkum „Þaö eina sem mér sýnist | , aö gæti komiö til greina, er . Iaö taka verkiö eignarnámi, I og þá veröur náttúrulega aö I úrskuröa bætur, fullt verö , ■ eins og segir I stjórnar- ■ Iskránni”, sagöi Siguröur I Líndal lagaprófessor aö- I spuröur, hvaö möguleika , ■ opinberir aöilar heföu til aö ■ Ikoma i veg fyrir útlfutning á I verömætum og jafnvel ómet- I anlegum listmunum, likt og , ■ „Lifshlaupi” Jóhannesar ■ IKjarvals. ,,Þaö er ekki til i lögum I neitt bann viö þvi aö flytja , ■ listaverk úr landi, en slik ■ Iákvæöi er aö finna i lögum I ýmissa landa”, sagöi Sigurö- I ur. Þjóöminjalög ná aðeins ; ■ yfir bann á útflutningi á . Igripum og minjum sem eru eldri en 100 ára, nema þjóö- I minjavöröur leyfi annaö. Þá ; ■ eru til lög sem banna útflutn- ■ Iing á kirkjulegum minjum I og fornminjum. Einnig er I bannað aö selja verk úr , > Listasafni Islands til út- , Ilanda. „Lagalegar aögeröir sé ég ekki aörar i fljótu bragði, , ■ nema eignarnám. Hitt er svo ■ Iannaö hvort þaö væri ástæöa I til aö setja sérstök lög um bann á útflutningi list- , • muna”. ISiguröur sagöi ennfremur I aö sér fyndist eölilegast aö I Lifshlaupi Kjarvals yröi fyr- J ■ irkomið á loftinu i Austur- ■ Istræti þar sem meistarinn I haföi sina vinnustofu. „Þar I eiga veggirnir heima, og ef | ■ menn vilja geyma eitthvaö ■ Isem Kjarval hefur látiö eftir I sig, þá er þetta rétti staöur- I inn.” Karpov vann Sjá bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.