Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.08.1985, Blaðsíða 16
MENNING Listmunahúsið Morkinskinna Ragnheiðar Jónsdótt- ur. Grafík gegn kjarnorku Samtök um kjarnorkuvopna- laust ísland hafa gefið út póstkort í svart-hvítu með grafíkmyndum eftir 8 myndlistarmenn úr fé- laginu íslensk Grafík. Þeir eru Ingiberg Magnússon, Jóhanna Bogadóttir, Jón Reykdal, Lísa Guðjónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Valtingojer, Svala Sigurleifsdóttir, Valgerður Hauksdóttir. Kortin eru gefin út til stuðnings baráttu gegn kjarnorkuvopnum og til að minna á hana. Þau eru til sölu á eftirtöldum stöðum: Bóka- búð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta, Gallerí Borg, Gallerí Langbrók, Hótel Vík. Nýtt Ijóðakver Gunnar Sverrisson hefur gefið út bók fjölritaða sem heitir Auðnuþeyr og geymir smásögur og Ijóð. Hann hefur áður gefið út sjálfur tvær bækur með ljóðum. Bókin kemur út í 200 eintökum og höfundur dreifir henni sjálfur. Sími hans er 26471. Flóki sýnir konur og demóna NAPÓIJr MYHJA Smurostur með pizzukryddi Á þessari sýningu eru konur dóminerandi. Þó sýningin beri enga yfirskrift má segja að við- fangsefni hennar séu konur, demónar og englar sem er mjög tengt, sagði Alfreð Flóki, en í dag opnar hann sýningu í List- munahúsinu í Reykjavík. Á sýningunni eru um 40 teikningar unnar með penna, tússi, svartkrít, rauðkrít og lit- krít. Þetta er 12. einkasýning Flóka í Reykjavík. Fimm einka- sýningar hefur hann haldið í Kaupmannahöfn og tvær í New York og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er- lendis. Þegar blaðamann bar að garði var Flóki að gefa myndum sínum nafn en það sagði hann kæmi oft- ast seinast nema í vissum tilvikum þegar nafnið lægi ljóst fyrir strax frá upphafi. Það vakti athygli blaðamanns að naktar konur koma fyrir á flestum myndanna. Alfreð Flóki gaf þá skýringu að hann hefði alltaf fengist mikið við að túlka konur og alltaf fundist það verð- ugasta viðfangefni sem til er. Astæðan? „Þær hafa brjóst, nafla og mjaðmir, svo eru þær mjög demónískar og ég elska allt sem er demónískt, bisarrt og sem ég skil ekki.“ Flóki sagðist sækja í það sem er skuggalegt og gæti hann tekið undir orð góðs Grikkja sem sagði: „Algóður guð skapaði ljósið og manninn en djöfullinn skapaði myrkrið og konuna." Flóki sem hefur verið búsettur Smurostur með skiiikubitum hér á landi um tveggja ára skeið hélt sýningu í Listmunahúsinu fyrir tveimur árum. „Það er mátulegt að vera með sýningar á tveggja ára fresti og Listmuna- húsið varð aftur fyrir valinu því það er gott húsnæði fyrir mfnar myndir.“ Aðspurður sagði Flóki að það væri mikil gróska í íslenskri myndlist. „Eg hef ekki skilið þetta tal um kreppu í íslenskri myndlist. Það er meira kreppa hjá listbröskurunum, þeim sem stjórna listamarkaðinum. Ég held það séu mjög margir talent- eraðir myndlistarmenn á íslandi og miðað við svona litla þjóð virðist listáhugi vera inikill. Þó það virðist hafa farið framhjá þeim sem stjórna listmálum hér á landi. Það er ekki stutt nóg við bakið á fólki sem er í myndlist.“ Sýning Flóka sem er sölsýning stendur til 1. september. -aró MYKJA Alfreð Flóki meðal ónafngreindra kvenna og demóna. Hneykslanlegar? „Ekk- ert í myndunum mínum sem getur hneykslað." Ljósm. Sig. NÝR LcJÚPFENGUR KOSTUR í ÍSLENSKU OSTAVALI MYJRéKÉl. er sérlega mjúkur og bragðgóður smurostur, sem nýtur sín einkar vel... ...með öllu ósætu kexi og brauði ...sem innlegg í heitar samlokur ...sem óragðauki í heitar súpur og sósur ...sem bragðgjafi í ídýfur. uvn t a x iujíi er ý nýjum hentugum umbúðum og fæst í tveim bragðtegundum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.