Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 3 jum 1986 þriðju- dagur 122. tölublað 51. örgangur MÖÐWIUINM KOSNINGAR ÍÞRÓTTIR LISTAHÁTÍÐ Byggðakosningar A f lokkamir sigmðu Stjórnarflokkarnir biðu mikið afhroð. Framsókn nýtur aðeins 13.3% fylgis. Alþýðubandalagið styrkti stöðu sína sem helsta andstöðuafl Sjálfstœðisflokks. G listinn bœtti við sig bœjarfulltrúum á 15stöðum. Svavar Gestsson: Fyrirheitum tímamót. Jón Baldvin: Við eigum mikið fylgi inni hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Stjórnarflokkarnir tveir biðu mikið afhroð í byggðakosn- ingunum á laugardaginn og tap- aði Framsóknarflokkur miklu fylgi á 24 stöðum á landinu en Sjálfstaeðisflokkur á 30 stöðum samtals. Hins vegar varð árangur A flokkanna góður, einkum AI- þýðuflokksins sem vann einn sinn mesta kosningasigur frá því eftir stríð. Alþýðubandalagið vann nýja bæjarfulltrúa á 15 stöðum á landinu og er nú næst stærsti flokkur landsins með 19.3% at- kvæða á bak við sig. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins segir í samtali við Þjóðviljann að þessi úrslit séu fyrirheit um mikil tímamót í ís- lenskri stjórnmálasögu. Ef vinstri menn vinni saman af heilindum eigi A flokkarnir að geta stefnt að meirihluta á þingi og myndun ríkisstjórnar að loknum þing- kosningum ásamt Kvennalista. „Þá mun þess vonandi skammt að bíða að svartsýni og öryggisleysi á þúsundum íslenskra heimila Iinni,“ segir Svavar. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins segir vekja athygli hið mikla afhroð Framsóknarflokksins, ekki síst úti á landsbyggðinni og að fyrir- sjáanlegt sé mikið hrun flokksins í næstu þingkosningum. „Úrslitin eru Sjálfstæðisflokknum ákveðin viðvörun og þeir tapa víða úti á landi,“ sagði Jón Baldvin enn- fremur. Ef litið er til Reykjavíkur og Reykjavíkursvæðisins kemur í ljós að í höfuðborginni vann Al- þýðubandalagið sinn mesta sigur ef frá eru taldar kosningarnar 1978. Nú hlaut flokkurinn þar 20.3% atkvæða og 3 menn. G li- stinn nýtur 21.3% fylgis í höfuð- borginni, Mosfellssveit, Seltjarn- arnesi og Kópavogi þar sem búa 65.000 kjósendur. Á þessu svæði nýtur Alþýðuflokkur 11.5% fylg- is, Framsókn aðeins 8.2% fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn 50.5% fylgis. t Kópavogi unnu A flokkarnir mikinn sigur og þar beið frjáls- hyggja Sj álfstæðisflokksins mik- inn ósigur, en flokkurinn tapaði 10.0% atkvæða frá kosningunum 1982. Má telja víst að A flokkarn- ir myndi meirihluta áfram ásamt Framsóknarflokki og að Sjálf- stæðisflokkur verði áfram einn í minnihluta. Sjá bls. 2 til 6 Mexíkó Stig til Marokkó Marokkóbúar komu mjög á óvart í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir gerðu jafntefli, 0-0, við Pól- verja. Sovétmenn rótburstuðu Ungverja 6-0 og sýndu stórkost- lega sóknarknattspyrnu og Arg- entína vann Suður-Kóreu 3-1. —VS/Reuter Sjá bls. 7-10 Rífandi baráttustemming ríktl hjá Alþýðubandalaglnu í Kópavogi þegar fyrstu tölur fóru að berast. Hér fagna menn sigri, Jóhann Þórhallsson, Pétur Már Ólafsson, Ólafur Björnsson, Ásgeir Matthíasson, Björn Gunnarsson og Valþór Hlöðversson sem verður nú 3. bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins I Kópa- vogi. Ljósm. Sig. Melaskóli Fræðsluráð snerist gegn kennararáði skólans Deilt um ráðningu yfirkennara að Melaskóla. Þorbjörn Broddason: Óskiljanleg niðurstaða. Ingi Kristinsson: Mjög undrandi Eskifjörður Fréttin bar árangur Ég fullyrði það að ef Þjóðvilj- inn hefði ekki skýrt frá málinu sl. föstudag, þá hefði skipinu ekki verið siglt inn á ísafjörð sl. laugardag, svo áhöfnin fengi að kjósa, sagði Hrafnkell A. Jóns- son sigurvegari kosninganna á Eskifirði. Eins og menn muna skýrði Þjóðviljinn frá því að til stæði að halda rækjuskipinu Jóni Kjart- anssyni út á sjó fram yfir kosning- ar vegna þess að íhaldið og Fram- sókn taldi sig fá atkvæði eiga hjá skipshöfninni. Fréttin vakti gífur- lega athygli og uppi varð fótur og fit á Eskifirði. Skipinu var þegar stefnt til lands og var komið inn á ísafjörðkl. 10 á laugardagsmorg- un. Öll atkvæðin nema eitt komust til skila á réttum tíma þótt tæpt stæði. -S.dór Meirihluti Fræðsluráðs Reykjavíkur gekk í gær gegn eindregnum vilja kennararáðs Melaskóla þegar tekin var afstaða til tveggja umsókna um starf yfir- kennara við skólann. Kennara- ráð og skólastjóri Melaskóla hafa mælt með Rögnu Ólafsdóttur til starfans, en auk þeirra umsagnar hefur hún bæði menntun og starfsreynslu umfram þann um- sækjanda sem meirihluti fræðslu- ráðs vill fá í starfið. Það var Ragnar Júlíusson for- maður Fræðsluráðs sem öllum á óvart lagði til að ráðið mælti held- ur með Jóni Sigurðssyni, ungum kennara við skólann. Áður en til atkvæðagreiðslu kom fór Gerður Steinþórsdóttir þess á leit við for- manninn að hann rökstyddi þessa tillögu sína. Rökstuðningur Ragnars fór hinsvegar fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem á hlýddu. Að lokinni atkvæðagreiðslu, þar sem sjálfstæðismenn og Bragi Jósepsson urðu ofan á, lét Þor- bjöm Broddason bóka mótmæli sín. Aðspurður benti hann á að Ragna Ólafsdóttir hefði ótví- ræðan og eindreginn stuðning skólastjóra og kennararáðs, en það hefði nær undantekninga- laust verið regla hjá fræðsluráði að fara að ráðum þessara aðila þegar um stöður yfirkennara-væri að ræða. Þess utan bæri umsókn Rögnu af og kvað hann því niður- stöðu meirihluta ráðsins vera sér með öllu óskiljanlega. Þjóðviljinn náði í gær tali af Inga Kristinssyni, sem verið hef- ur skólastjóri í Melaskóla um ára- tugaskeið. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig mikið á þessu stigi málsins, en sagði þó: „Ég er mjög undr- andi á því að Fræðsluráð skuli ganga þvert á eindreginn vilja umsagnaraðila skólans." Meirihlutinn sem stóð að þess- ari samþykkt samanstendur af þeim Ragnari Júlíussyni, Braga Jósepssyni, Bessí Jóhannsdóttur, Sigríði Rögnu Sigurðardóttur og Jónu Gróu Sigurðardóttur. Þjóðviljinn reyndi árangurs- laust að ná tali af Ragnari Júlíus- syni sem mun hafa verið helstur áhugamaður um framgang máls- ins. Sem fyrr greinir er fræðsluráð þó aðeins umsagnaraðili. Það kemur því í hlut Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra að leysa þann ágreining sem upp er kominn milli Mela- skólans og meirihluta Fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Hans er veitingarvaldið. -g.sv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.