Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 3. janúar 1989 1. tölublað 54. árgangur
Skipulagsmál
Lögleg meöferö verði tryggð
Fulltrúifélagsmálaráðherra ískipulagsstjórn leggurtilað skipulagsstjóri ríkisins skipifulltrúa semfylgist
með að byggingar- og skipulagsnefndirfari eftir lögum og reglugerðum. Davíð snupraður
Guðrún Jónsdóttir, arkitekt
skipaður fulltrúi félagsmála-
ráðherra hjá embætti skipulags-
stjóra ríkisins, hefur borið fram
tillögu um að embættið nýti sér
heimild í lögum þess efnis að full-
trúi Skipulagsstjóra sitji fundi
skipulags- og byggingarnefnda i
Reykjavík og hjá stærri bæjar og
sveitarfélögum. Sagði Guðrún að
nauðsyn bæri til að skipulags-
stjóri hefði gleggri yfirsýn yfir
hvernig lögum og reglugerðum
væri framfylgt í þessum nefndum
og hvaða afgreiðslu mál fengju.
Það ætti að koma í veg fyrir óná-
kvæmni og misskilning í af-
greiðslu mála, eins og borið hefði
á.
„Það hefur verið talað um, t.d.
á fundum borgarstjórnar Reykja-
víkur í sambandi við fundi bygg-
ingarnefndar að reglugerðir
skiptu ekki máli og að þar sem
þær stönguðust á við heilbrigða
skynsemi ættu reglur að vfkja.
Mér finnst að með þessu sé verið
að brjóta niður ákvæði
byggingar- og skipulagslaga og er
nær, séu einhver ákvæði úrelt að
þeim sé breytt á formlegan hátt.
Ég tel að það sé skylda okkar sem
sitjum í skipulagsstjórn að stuðla
að slíku. Fyrst þessi ákvæði eru í
lögum hlýtur að vera meiningin
að nota þau," sagði Guðrún.
Hér á árum áður nýtti skipu-
lagsstjóri ríkisins sér þessar heim-
ildir og sat þá m.a. fundi bygging-
anefnda og skipulagsnefnda. Sá
siður var aflagður fyrir nokkrum
árum og nýverið er rulltrúi Skipu-
Fjárlögá
fimmíudag
Alþingi kemur saman á morgun
og verða þá fundir í báðum
deildum. Bráðabirgðalögin koma
til þriðju og síðustu umræðu í
neðri deild, og fara síðan til einn-
ar umræðu í efri deild vegna
þeirra breytinga sem gerðar hafa
verið á lögunum í meðferð þings-
ins. Guðrún Helgadóttir forseti
sameinaðas Alþingis segir þriðju
og síðustu umræðu fjárlaga fara
fram á fimmtudag.
Guðrún sagði Þjóðviljanum að
hún vænti þess að atkvæða-
greiðsla um fjárlög geti farið fram
á föstudag. Alþingi kemur sér-
staklega saman nú til að afgreiða
þessi tvö mál samkvæmt sam-
komulagi forseta þingsins og
þingflokksformanna. Ekki er
reiknað með því að þingað verði í
næstu viku, heldur að þing fari
heim að nýju á föstudag og komi
aftur saman um mánaðamótin
næstu.
Á fimmtudagsmorgun verður
fyrirspurnatími eins og venjulega
á fimmtudögum, þar sem ráð-
herrar svara fyrirspurnum frá
þingmönnum.
-hmp
lagsstjóra ríkisins hættur að sitja
fundi skipulagsnefndar Reykja-
víkurborgar. Sagði Guðrún að
skipulagsstjórn og skipulagsstjóri
ríkisins væru félagsmálaráðuT
neytinu  til  aðstoðar varðandi
stjórn skipulagsmála. „Þessir að-
ilar eiga að vera mótandi um
skipulagsmál og því finnst mér
mikilvægt að tengslin við
sveitarstjórnir séu talsvert ákveð-
in og það held ég að náist með því
að koma á þessum beinu tengs-
lum sem þessi lög gera ráð fyrir.
Þetta er því m.a. hugsað til að
auka samstarf ríkis og sveitarfé-
laga í skipulagsmálum, " sagði
Guðrún Jónsdóttir.
Tillaga Guðrúnar verður tekin
fyrir á fundi skipulagsstjórnar
ríkisins á miðvikudag eftir rúma
viku. Sagðist Guðrún eiga von á
að tillagan hljóti samþykki.
phh
Aramót
Veisla fyrir
100
miljónir
Lögreglan: Tiltölulega róleg
áramót
Ekki verður annað sagt en landsmenn hafi almennt
fagnað nýju ári með friði og spekt. Nokkuð var um
ölvun en ekki urðu nein stórslys eða óhöpp.
Að sögn lögreglumanna sem Pjóðviljinn ræddi við í
gær, er þetta með rólegri áramótum og höfðu sumir á
orði að skýringarinnar væri kannski að leita í því að
löng vinnuvika væri framundan.
í>ó menn séu almennt sammála um að hátíðahöldin
hafi gengið vel var þó nokkur ölvun og gat td. lögregl-
an í Reykjavík ekki sinnt öllum útköllum er líða tók á
nýjársnótt.
Veður var mjög gott um allt land og gátu lands-
menn notið þess að skjóta upp flugeldum hvar sem er.
Flugeldasala var með mesta móti og er álit sölumanna
að landsmenn hafi eytt um 90-100 miljónum kr. í
þessa skemmtun.
-sg
Veðurguðirnir léku við landsmenn um áramótin og alls stað-
ar viðraði vel fyrir hina skotglöðu. Mynd ÞÓM.
Félagsvísindastofnun
Launagjáin alltof breið
Tveir af hverjum þremur ís-
lendingum telja að launamun-
ur í landinu sé „alltof mikill" og
aðeins tfundi hver segir launa-
muninn hæfilegan eða of lítinn.
Þessi óánægja hefur vaxið mjög
samkvæmt könnunum Félagsvís-
indastofnunar. Árið 1983 sögðu
49% að munurinn væri alltof
mikill, en 65% bæði '86 og í
fyrra.
Niðurstöður könnunarinnar,
sem birtar eru í grein Stefáns Ól-
afssonar í nýkomnum BHMR-
tíðindum, leiða í ljós að konur
eru miklu óhressari með ástandið
í launamálum en karlar. í fyrra
svöruðu 58% karla með „alltof
mikill" en 74% kvenna. Aðeins
8% kvenna telja launamun hæfi-
legan eða of lítinn, en 18% karla.
Einnig er ljóst að óánægja með
launamuninn vex með aldrinum.
56% af fólki undir þrítugu svör-
uðu „alltof mikill" en 66% milli
þrítugs og fertugs, og í elsta
hópnum, 60-75 ára telur 81%
„alltof mikinn" launamun.
Tiltölulega  lítill  ágreiningur
virðist um þessi mál milli starfs-
stétta þeirra sem tilteknar eru í
könnuninni. í hópnum „sérfræð-
ingar/atvinnurekendur" virðist
fjöldi ánægðra heldur meiri en
annarstaðar í samfélaginu, en
munar þó ekki miklu. í niður-
stöðunum kemur ekki fram mun-
ur á landshlutum í þessum efn-
um.
Kjósendur Alþýðubandalags-
ins eru langflestir andvígir mikl-
um launamun, en ekki munar
miklu á þeim og Borgaraflokks-
mönnum.   Mikill   meirihluti
Kvennalistafólks og Framsókn-
armanna er óhress með misrétt-
ið, en kjósendur Alþýðuflokks
og sérstaklega Sjálfstæðisflokks
virðast fleiri sáttir við launamun-
inn. 81% Alþýðubandalagskjós-
enda telja muninn „alltof mik-
inn", aðeins 6% hæfilegan eða of
lítinn. Samsvarandi Borgara-
flokkstölur eru 80% og 4%, hjá
Kvennalista 76 og 6, Framsókn
73 og 8, Alþýðuflokki 58 og 18,
Sjálfstæðisflokki 50 og 22%.
-m
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16