Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 1
1 I Þessi hollenski kvendáti kom með fastaflota NATO til Reykjavíkur í gær. Mynd Kristinn. * Alver Brat á alþjóðasamningum Nýtt200þúsund tonna álver myndi auka losun brennisteinsdíoxíðs innanlands um 50 afhundraði. Alþjóðasamningargera ráðfyrir verulegum samdrœtti. Hugsanlegframleiðsla á rafskautum hérlendis myndi auka enn á losun brennisteinsdíoxíðs og myndun krabbameinsvaldandi efnasambanda Verði nýtt 200 þúsund tonna ál- ver reist á Islandi, er gert ráð fyrir að losun brennisteinsdíoxíðs innanlands muni aukast um 50 af hundraði. Þetta brýtur algerlega í bága við norrænar og alþjóðlegar samþykktir um losun brenni- steinsdíoxíðs, sem hefur skaðleg áhrif á heilsu manna, dýr og gróður. Verði nýtt álver reist er jafn- framt búist við að hagkvæmt verði að framleiða rafskaut á ís- landi og slík framleiðsla myndi enn auka á losun brennisteinsdí- oxíðs. Auk þess myndi fram- leiðsla rafskauta auka verulega myndun efnasambanda sem talin eru krabbameinsvaldandi. Brennisteinsdíoxíð þekkir eng- in landamæri og er litið á losun þess sem sameiginlegt vandamál þjóða heimsins. Norrænar og al- þjóðlegar samþykktir gera ráð fyrir verulegum samdrætti í losun brennisteinsdíoxíðs. Þannig hafa Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð skuldbundið sig til þess að minnka losun efnisins um að minnsta kosti 50 af hundraði fyrir 1995, miðað við árið 1980. f bréfi Hollustuverndar ríkisins til iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis frá í vor segir: „ísland gerðist árið 1982 aðili að alþjóðlegum samningi um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa. ísland hefur vegna sérstöðu sinnar ekki getað skrifað undir samkomulag í fram- haldi af samningnum um að draga úr brennisteinslosun út í andrúmsloftið um a.m.k. 30% eins og margar Evrópuþjóðir hafa gert. Hins vegar hefur Island á vettvangi Norðurlandaráðs skrifað undir Norræna umhverf- isvemdaráætlun og samþykkt framkvæmdaáætlun um að vinna gegn loftmengun þar sem því er heitið að fara varlega í þessum efnum.“ Verði af byggingu 200.000 tonna álvers, rjúka þessi fyrirheit út í veður og vind. Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd ríkisins myndi nýtt álver losa meira brennisteinsdíoxíð en ál- verið í Straumsvík og Grundar-, tangaverksmiðjan til samans. Losun nýja álversins yrði svipuð og verður við alla gasolíu- og svartolíunotkun íslendinga inn- anlands til samans. Hægt er að draga verulega úr losun brenni- steinsdíoxíðs í andrúmsloftið með vothreinsibúnaði, en engin ákvörðun hefur verið tekin um að krefjast slíks búnaðar. Álverið í Straumsvík notar ekki vot- hreinsun. Náttúravemdarráð hefur bent á að með nýju álveri muni losun brennisteinsdíoxíðs aukast veru- lega og leggur áherslu á að krafist verði vothreinsibúnaðar. Rafskaut eru framleidd að mestu úr koksi, en við hitun þess losnar nokkurt magn brenni- steinsdíoxíðs. Álverið í Straumsvík fær rafskaut sín forh- ituð erlendis frá og notar tæplega hálft tonn af þeim við framleiðslu á hverju áltonni. Rísi 200 þúsund tonna álver í Keilisnesi, verða framleidd tæp- lega 300 þúsund tonn af áli á Reykjanesi, enda stefnir ÍSAL að því að auka framleiðslu sína í tæplega 100 þúsund tonn á næstu árum. 300 þúsund tonna fram- leiðsla á hrááli krefst um 150 þús- und tonna framleiðslu á rafskaut- um og viðmælendur Þjóðviljans telja líklegt að þá verði orðið hag- kvæmt að framleiða skautin hér- lendis. Við framleiðslu á rafskautum losnar sem fyrr segir nokkurt magn brennisteinsdíoxíðs. En jafnframt myndast svonefnd PAH efnasambönd við fram- leiðslu á skautunum. PAH sam- bönd eru fjölhringa aromatísk kolvetnissambönd og eru talin vera krabbameinsvaldandi. Myndun þessara efna verður mest við framleiðslu og forbökun skautanna, en minni við notkun þeirra í álveri eins og í Straumsvík. Þess eru þó dæmi að notuð eru óforbökuð skaut í ál- verum og eykst þá krabbameins- hætta á vinnustað umtalsvert að því er talið er. “88 ► Sjá síðu 3 Stjórnarflokkur Suður-Afríku Verði flokkur allra kynþátta Forusta Þjóðernisflokksins, sem verið hefur stjórnarflokk- ur Suður-Afríku í 42 ár og kom á apartheidkerfinu í upphafl stjórnartíðar sinnar, hefur lagt til að fólki af öllum kynþáttum skuli heimilað að ganga í flokkinn. Hingað til hefur einungis hvítum mönnum verið heimilt að gerast flokksmenn. Þetta þykir tíðindum sæta, þar sem Þjóðernisflokkurinn hafði lengi forustu um kynþáttað- skilnað, en er raunar í samræmi við stefnu flokksforustunnar og ríkisstjórnarinnar undanfarið um að leggja apartheidkerfið niður. F. W. de Klerk, forseti Suður- Afríku sem jafnframt er formað- ur flokksins, lagði þessa tillögu flokksforustunnar fram á þingi deildar hans í Natal í gær. Sam- þykkti þingið tillöguna einróma og er fastlega gert ráð fyrir að allur flokkurinn muni samþykkja hana. Reikna má þó með að tekið geti nokkra mánuði eða jafnvel ár að ganga frá þeim bre.ytingum á stefnuskrá og reglum flokksins, er nauðsynlegar eru til að breyting sú, sem flokksforustan stefnir að, öðlist fullgildingu. De Klerk sagði á flokks- deildarþinginu í gær að ósamrým- anlegt væri núverandi stefnu flokksins í kynþáttamálum að fólk af öllum kynþáttum gæti ekki gengið í hann. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.