Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 1977 — 80. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, StMI 27022. Fimmtán tonn af snyrti- vörum á nauðungaruppboö Fimmtán tonn af snyrtivör- um verða seld á nauðungarupp- boði samkvæmt kröfu toll- stjðrans í Reykjavík hinn 16. april næstkomandi. Er hér um að ræða þrjá fulla gáma af Holi- day Magic ..fegrunar- og snyrti- vörum". Þessar vörur hafa ekki verið leystar úr tolli. Nema kröfur vegna tolla og innflutn- íngsgjalda nærri 30 milljönum króna. lnnflutningur og sala á þess- um vörum byggðist á umboðs- mannakerfi sem rekið var með kynningu í skipulögðum „klúbbum“ í heimahúsum. Eftir að Dagblaðið hafði vakið athygli á þessari sölustarfsemi, haustið 1975, hófst opinber rannsókn og síðan málaferli vegna meintra brota á löggjöf um ólögmæta verzlunarhætti. Gekk umboðssölufyrirtækið, sem hafði forgöngu um þessa sölustarfsemi hér á landi, kaupum og sölum. Milljóna gjaldþrot urðu m.a. í Danmörku og víðar í sambandi við hlið- stæða starfsemi. Aðalforgöngu- menn þar flúðu land, þegar sölukerfi þetta sprakk þar og lagðist niður. Einhverjir þeirra aðila sem áttu hlut að þessari sölustarfsemi hér hafa reynzt torfundnir. Vitað er að ein- hverjir þeirra er.u farnir af landi brott, að minnsta kosti um sinn. Sölukerfi Holiday Magic reyndist svo virkt hér á landi að haft var á orði að búandkonur í afdölum færu naumast til mjalta án þess að vera farðaðar og smurðar þessum snyrti- vörum. Var ekki grunlaust um að nyt félli í mjólkurkúm meðan þær voru að venjast yfir- bragði búandkvenna sem notuðu þessi ,,fegrunarmeðul“. Hér á höfuðborgarsvæðinu náði þetta sölukerfi talsverðum árangri, eins og frá var greint í fréttum á sínum tíma. Eins og í nágrannalöndunum lauk þessari skyndi- og keðju- sölu fyrirvaralítið. Verða nú leifar þessa varnings seldar á nauðungaruppboði að kröfu tollstjóraembættisins hinn 16. þessa mánaðar sem fyrr segir. - BS NEMENDUR ÞRIGGJA FRAMHALDSSKÓLA DIMITTERA í DAG Stúdentsefni þriggja fram- haldsskóla í Reykjavík kveðja skóla sína í dag — eða dimmittera eiris og það nefnist. Það eru nemendur Menntaskól- anna í Reykjavík og við Tjörn- ina og Verzlunarskóla íslands sem minnast þessa dags á við- eigandi hátt með glensi og furðulegum uppátækjum. En þó að stúdentsefnin kveðji skólana í dag eru leiðir þó ekki skildar ennþá því að prófin sjálf eru eftir. Víðast hvar fá nemendur frí yfir bænadagana til að undirbúa sig undir átökin sem framundan eru. Það eru því síðustu forvöð i dag að fallerast ærlega áður en alvaran hefst. ÁT. Fjórða bekk U í Menntaskólan- um við Tjörnina þótti vel við hæfi að bregða sér í andagervi. Þá þótti ekkert á vanta nema tjörnina. DB-mynd: Sveinn Þormóðsson. Vilja íslendingar vernda einstaklinginn? — sjá kjallaragrein Bjarna Guðnasonar ábls. 10-11 17 ára skólapiltur ífangelsi fyrir 1500 króna skuld — baksíða Matthías skorar íhverjum leik Halmia — sjá íþróttir íopnu Skoðanakönnun Dagblaðsins: MIKIL ÖÁNÆGJA MEÐ STJÓRNMÁLAFLOKKANA Skoðanakönnun Dagblaðsins um hvaða flokk fólk styddi sýndi mikla óánægju með flokkana. Tæpur fjórðungur svaraði „engan fiokk“ og annar fjórðungur sagðisi vera óákveð- I inn. I ......... Ef aðeins er litið á þá sem, tóku afstöðu með flokkunum kemur út að Framsóknar- flokkurinn stendur verst í samanburði við síðustu þing- kosningar. Sjá blaðsiðu 4 HARÐBAKUR HÆTT K0MINN Á HALAMIÐUM — ísjaki reif stdra rifu á síðu skipsins og sjdr flæddi ílestar þess Akureyrartogarinn Harð- bakur lenti í því óhappi milli klukkan 7 og 8 í gærkvöldi að sigla á ísjaka þá er skipið var að veiðum á Halamiðum. Við áreksturinn kom stór rifa, um það bil 2 metrar, á síðu skipsins og sjór komst i lestar þess. Skipið komst án hjálpar inn til Isafjarðar í morgun og þar verður framkvæmd bráða- birgðaviðgerð á því en að sögn Gísla Konráðssonar, frani- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyrar, mun skipið sigla til Akureyrar, sennilega síðdegis í dag, og þar fer það í slipp. Harðbakur var jcominn með mikinn afla, yfir 200 tonn og taldi Gísli að hluti farmsins hefði orðið fyrir skemmdum þó fullnaðarkönnun á því færj ekki fram fyrr en skipið kemur til Akureyrar. Eftir óhappið losuðu skips- menn olíu út botntönkum til þess að fá slagsíðu á skipið móti rifunni. Ýmsar varúðar- ráðstafanir voru auk þess gerðar, ef til þess hefði komið að áhöfn yrði að yfirgefa skipið. Svo fór þó ekki eins og fyrr segir. Biaðamaður DB sem staddur var á tsafirði hafði tal af Þor- steini Vilhelmssyni 1. stýrh ntanni á Harðbak i morgun. Sagði hann að eftir áreksturinn hefði: fljótt orðið vart við að skipið lét illa að stjórn. Skip- stjórinn, Sigurður Jóhannsson, greip til þess ráðs að sigla á fullri ferð í krappa hringi og tókst þannig að ná rifunni upp fyrir sjávarmál. Naut hann til- sagnar skipsmanna á Páli Páls- syni við þessa siglingu. Er tek- izt hafði að ná slagsíðu á skipið þannig að flóð inn í lesíar skipsins var stöðvað var haldið til ísafjarðar og sigldi Sval- bakur með skipinu til hafnar reiðubúinn til aðstoðar ef með hefði þurft. Til þess kom þó ekki. KP/ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.