Fregnir - 01.12.1994, Page 7

Fregnir - 01.12.1994, Page 7
FREGNIR Fjarnám í Wales Haustið 1992 hóf undirrituð 3ja ára framhaldsnám við háskólann í Wales, Aberystwyth - (MSc. Econ.). Sú námsleið sem ég valdi mér kallast Upplýsingakerfi og upplýsingaþjónusta í heilbrigðiskerfinu (kerfis-greining og kerfishönnun). Sökum starfa minna við læknisfræðibókasafn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri taldi ég þessa leið notadrýgsta bæði fyrir mig og stofnunina. Þetta er fjamám en nemendur þurfa þó að fara þrisvar á ári til Wales, í september, janúar og mars eða apríl. Námið fer þannig fram að vinna þarf 6-7 verkefni / ritgerðir yfir veturinn og skila þeim á réttum skiladegi. Gert er ráð fyrir að nemendur noti að meðaltali 8 klst. á viku í lestur. Oftast munu nemendur þó verja mun lengri tíma í heimanámið því leslistinn er langur og þá er ótalinn sá tími sem fer í að afla sér heimilda og vinna verkefnin. Nemendum ber að sækja námskeið þrisvar á ári og ekkert nema læknisvottorð tekð gilt ef ekki er mætt. Námskeiðin fara þannig fram að fyrsta árið sitja nemendur fyrirlestra, vinna alls kyns verkefni, bæði einstaklings- og hópverkefni og kynna síðan niðurstöður. Námskeiðin á öðru ári fara að mestu fram við tölvuskjáinn. Mastersritgerðin er síðan unnin á þriðja árinu. Við vorum 29 sem hófum þetta nám haustið 1992, en nokkrir hafa helst úr lestinni. Þetta mun vera þriðji hópurinn sem hefur fjamám í þessum fræðum, en fyrsti hópurinn byrjaði haustið 1990. Nemendur eru víðs vegar að af Bretlandseyjum, en ég er eini útlendingurinn í hópnum. Námið er ætlað öllu því fagfólki í heilbrigðiskerfinu sem nota þarf upplýsingar og miðla þeim. Við eigum mismunandi nám að baki, s.s. í bókasafns- og upplýsingafræði, tölfræði, hagfræði, hjúkrun o.fl., jafnvel jarðfræði. Kennaramir hafa líka fjölbreyttan bakgmnn, einn er t.d. efnafræðingur og annar er læknir, en þeir bættu síðan við sig námi í upplýsingafræðum. Aberystwyth er fallegur háskólabær í Mið-Wales, við vesturströ- ndina. Aber, eins og bærinn er gjarnan kallaður, er höfuðstaður Mið-Wales og miðstöð verslunar og þjónustu á þessum slóðum. Þar eru einnig höfuðstöðvar The Wales Language Society.. Elsta háskólabyggingin er frá því um miðja 19. öld og er niðri við 7

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.