Alþýðublaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.10.1971, Blaðsíða 1
ÆIIPiYOT BIT4COIt> ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÖBER 1971 — 52- ÁRG. — 228. TBL. LOFTLEIÐIR UM „BLINDU AFRITIN" LÆP Ferðaskriístofur áttu skilið að fá að vita um allar lækkunartillögur FLUGFELAGIÐ STÓRLÆKKAR FARGJÖLD — SJÁ 2. SÍÐU — □ „Við sendum afrit af tillög- um okkar uin lækkun fargjalda til nokkurra þeirra aðila, er hags muni hafa í sambandi við far- gjöldin og ferðamál. Afrit af bréfi Loftleiða til Flufffélaffsins var sent flug)tnálastjóra, sanifföngu- málaráðuneytisins og ferðamála- ráðs, — og svo munu ferðaskrif- stofurnar hafa fengið afrit líka,“ sagði Kristján Guðlaugsson, stjórn arformaður Loftleiða í viðtali við Alþýðublaðið í morgun, en á b 1 aðamannafundi í gær ásakaði Flugfélag íslands Loftleiðir liarð lega fyrir a® hafa komið fyiir al- menninffssjónir „blindum afrit- um“ af ofangrendu b'réfi ineð' til- lögum, ,,sem fyrirfrajtn var vitað að útilokað var að fá samþykkt- ar, svo sem 15% lækkun aðalfar gjalda milii fslands cg Evrópu- Ianda.“ Sagði Flugfélagið að í bréfinu hefðu Loftleiðamenn gert að sín- um ýmsar þær tillögur, sem fram liöfðu komið í viðræðum félag- anna. Auk þess sem ótímabært liefði verið með öllu að dreifa upplýsingum um málið til al- mennings. Ilafi afrit af þessu bréfi verið notuð til óverðskuld- aðra árása á Flugfélag íslands og til rangtúlkunar á málinu í heild. í tilkynningu F.í. segir ennfrem- ur: „Þessar árásir eru því óverð- skuldaðri, sem öll hin lágu far- gjöld milli íslands og útlanda eru verk Flugfélags íslands.“ „Ég hef ekki lesið þessa ath.s. Flugfélaffsins," sagði Kristján Guðlaugsson, „en mér var sagt að Þar stæði að þeir hefðu ekki hækkað fargjöld'í 20 ár. En þeir gleyma þvi að á þessu.m tíma hafa öll fargjöld lækkað stórkost lega. Úr að ég hygg 800 eða 900 dollurum niður í 450 — 460, föstu gjöidin, fyrir utan öll sérfargjöld Mér vitanlega liefur hins vegar aldrei orðið nein lækkun hjá Flugfélaginu, — frekar liækkun Okkar tilefnj með að senda af- rit bréfsins var fyrst og fremst til að kynna ferðamálamönnum hvað stæði fyrir dyrum. Að senda þeim upplýsingar, sem rétt var að þeir hefðu. Því það er að sjálf sögðu þeirra liagsmunamál elns og okkar að efla ferðamanna- strau,minn til landsins. Og við hö 1 um alltaf stefnt að lægri far- gjöldum þar sem þau hafa getað stuðlað að auknum ferðamanna- straumi.“ ,rElNS OG I DÝRAGARÐI' □ „Þetta er að verða eins og í dýragarði,“ sagði lögregluþjónn- Framh. á bls. 2. □/ Alþingi ís\endinga) 92. löggjal'arþing, var sett við há- tíðlega athöfn í gær. — Að lokinni guðsþjónustu í Dó,m- kirkjunni gengu þingmenn í alþingishúsið og tók ljósmynd ari Alþýðublaðsins þessa mynd í anddyri þess, er Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, óskar Pétri Péturssyni .alþinffis- manni til lramingju. í baksýn eru alþingismennirnir Vil- hjálmur Hjálmarsson og Oddur Ólafsson. Við segjum nánar frá Alþingi á blaðsíðu tvö. — hóf störf í gær ERFIÐLEIKAR ' KRÓ □ Kveðin hefur verið upp lögtaksúrskurður á bæjarsjóð Sauðárkróks vegna vangreiddra Iögbundinna gjalda bæjairfclags ins til sjúkrasamlagsins á staðn- um að upphæð tæplega þrjár milljónir króna. Vegna þessa hefur sjúkraamlagið komizt í greiðsluþrot við Sjúkraliús Skagfirðinga, sem á aftur við fjárhagslega erfiðleika að striða. Meirihluti bæjarstjórnar Sauð árkróks, sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynda, hefur véfengt lögtaksúrskurðinn. Alþýðublaðið hafði vegna þessa máls samband við bæjar- stjórann á Sauðárkróki og stað- festi hann, að til lögfræðilegra innheimtuaðgerða sé komið vegna hinn vangreiddu gjalda bæjarfélagsins til sjúkrasamlags ins. Hákon Torfason, hæjarstjóri, sagði í samtalinu við blaðið, að hann teldi, að flest bæjarfélög landsins ættu í miklum erfiðleik uni með að standa í skilum varð andi greiðslur ýmissa lögboö- inna gjalda, ekki hvað sízt þá liði, sem renna til heilbrigðts- Framhald á bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.