LÍTIL SAGA UM LÍTINN ÞJÚF OG STÚRAN BALA Innbrotsþjófur nokkur i Hafnarfirði var rétt drukknaöur i fyrrakvöld, eftir að honum haföi veriö haldiö ofan i fullum þvottabala þar til lifgjafi hans, lögreglan i Hafnarfirði, kom á staðinn! Varð þjófurinn þá svo kátur, að hann hljóp fagnandi i fang lögreglunnar, en aðeins fyrir skammri stundu hefði lögregtan sjálfsagt verið honum mjög ógeðfelld sjón, enda hefði hún þá gripið hann við innbrot. Þjófurinn, sem var eitthvað við skál, braut rúðu i húsi einu og skreið þar inn. Hann hafði þó vart fótað sig á gólfinu, þegar annar maður, sem var gest- komandi i húsinu, réðst að hon- um. Tók hann þjófinn taki, svo að hann fékk engum vörnum við komið, keyrði hann á undan sér inn i vaskahús og stakk honum þar ofan í stóran þvottabala fullan -af vatni, og hélt honum þar á kafi. Frh. á bls 4 HUNDRAÐ AR EFTIR TOLVA SPAIR TORTÍAAINGU Dómsdagur er i nánd, — og nú er það ekki neinn sértrúarflokkur eða siðhærður spámaður, sem boðar okkur þessi tiðindi. Það eru visindamenn við eina virtustu vísindastofnun Bandarikjanna, Massachusetts Institute of Technology, sem gert hafa viða- mikla könnun, með aðstoð lölvu, á fólksfjölgun og sóun mannsins á náttúruauðlindum. Og verði ekkert að gert eigum við innan við hundrað :ír eftir. Okkar eina björgun er, segja vis- indamennirnir, að koma verði á skipulagðri stöðnun I fólksfjölgun og nýlingu hráefna og orkulinda, unnið að þvi að náttúran nái jafn- vægi á ný, og barizt gegn mengun umhverfisins. Niðurstöður nefndarinnar, sem vann þessa könnun, verða gefnar út I dag. Þar segjast visinda- mennirnir, hafa gert tiiraun til að gera tölfræðilegt likan af heimin- um eftir hundrað ár, þegar tekið er mið af fólksfjölda, matvæla- framleiðslu, auðlinda náltúrunn- ar, mengun og iðnframleiðslu, svo og hinu flókna samspili allra þessara þátta. Bandariska stórblaðið New Yrok Times skýrði frá þessari skýrslu s.l. mánudag, og sagði þar að samkvæmt henni yrðu endalok mannsins óviðráðanleg og ógnvekjandi. Þvi allir vi :ju hvert stefndi, enginn fengi vií neitt ráðið, og mannkynið myndi deyja út á nokkuð löngum lima. Samt hefur skýrsla þessi mætt nokkurri mótspyrnu, einkum af hálfu hagfræðinga. Einn, sem ekki vildi láta nafns sins getið, sagði að hún væri tóm endaleysa. Annar hagfræðingur, Simon S. Kuznets við Harvard háskóla, Nóbelsverðlaunahafi, sagðist ekki hafa kynnt sér skýrsluna, en dró f efa að með skynsamlegu móti mætti stöðva aukningu. Stjórnunarfræöingur sá dr. Dennis L. Meadows, sem stjórn- aði þessari könnun, sagði að hún væri langt frá þvi að vera full- komin, en þó væri hún sú be/.ta, sem gerð hafi verið til þessa. „Staðreyndin er hinsvegar sú," sagði hann, ,,að heimurinn hefur ekki tfma til að biða e.ftir „fulikomnu líkani" af framtiðinni og eftir skilningi allra." I viðtali útskýrði dr. Meadows þetta á þann veg, að þarna sé ekki um að ræða mögulcika a þvi að stöðva fjölgun og neyzlu eða ekki. Það vcrði ekki um neina fjölgun i að ræða I framtiðinni. Hins vegar segir hann að við eigum mögu- leika á að velja um hvort við ger- um það sjálfir á þann vcg, sem við óskum, eða látum iiáttiiruiia gripa til sinna ráða. Og verði náttúran sjálf látin ráða, þá verði orðin fólksfækkun i heiminum fyrir árið 2100, einkum af völdum hungurs og veikinda- faraldra. Til að vera reiðubúinn að mæta hörðustu gagnrýni gerði MIT hópurinn ráð fyrir þvi I annarri spá, að samdráttur yrði I i fólksfjölgun, mengun yrði minnktrð eins mikið og hægt væri að búast við að yrði gert i lyrstu atrenu, nýjar orkulindir kæmu til sögunnar, stórbylting yrhi i matvælaframleiðslu og jafnframt yrði dregiö verulega úr neyzlu. En það dugði ekki til. 1 engu tilfelli tókst að seinka dómsdegi Frh á bls. 4 LOKA ÞEIR NU ALVEG A LOÐNUNA? „Við verksmiöjueigendur sitjum á stöðugum fundum þessa daga til þess að ákveða, hvað gert verður, hvort við höldum áfram að taka á móti loðnu eða hvort við hættum þvf", sagði Jónas Jóns son, forstjóri Sildar og fiski mjölsverksmiðjunnar á Kletti, þegar blaðið hafði samband við hann f gærkvöldi. Og Jónas bætti þvi við, að ákvörðunar væri að vænta alveg á næstunni. Jónas kvaö aðal áhyggjuefnið vera Verðjöfnunarsjóðinn, þvi ljóst væri, að fé I þeirri deild hans, sem borgaði með loðnu- afurðunum, væri nú þrotið. Reiknað væri með að sjóðurinn greiddi 26-27 aura á hvert kíló, og með þeim 60 milljóuum, sem til hefðu verið i sjóðnum i byrjun vertiðar, hefði verið hægt að greiða upp i 200 þúsund tonna veiði. Nú væri veiðin hins vegar orðin vel yfir 250 þúsund tonn, og eftir að komið væri yfir 200 þúsund tonnin, hætti sjóðurinn að greiða, eða öllu heldur mundi meðal- greiðslan á hvert klló lækka eftir þvi sem meira veiddist, og gæti farið niður i 20-22 aura fyrir kílóið. Jónas sagði að svo virtist sem enginn áhugi væri hjá kaup- endum þessa stundina, þeir heföu nægar birgðir, og biðu eftir þvi hvort veiðar Perúmanna hefðu ekki lækkandi áhrif á markaðnum. Vegna hinnar tregu sölu, þyrftu verksmiðjurnar Frh. á bls. 4 SJOOURINN DUGIR EKKI, SEGIR DAVÍD | SIÐA 3 NY VELASAAASTÆÐA OLLI MYRKVUNINNI Allt orkuveitusvæði Lands- virkjunar varð rafmagnslaust i rösklega hálftima i gær- kvöldi, en orkuveitusvæðiö nær upp i Borgarf jörð, yfir allt Reykjanes og Suðurland. öll ljós slokknuðu gersam- lega og mátti hvergi sjá ljós nema í gluggum banka og strætisvagna, en varastöðvar eru I öllum bönkum og fara þær sjálfkrafa af stað jafn- skjótt og rafmagn fer af. a—ammmm*m r niMinimii—w» Samkvæmt upplýsingum Ingólfs Agústssonar hjá Landsvirkjun, stafaði bilunin af þvi að verið var að reyna nýja vélasamstæðu I Búrfells- virkjun, og tókst það ekki betur til en svo, að Búrfells- virkjun og allar Sogsvirkjan- irnar slógu út. Það var klukkan rúmlega hálf niu. Upp úr niu tókst svo að sansa kerfið aftur og var raf- magni hleypt smátt og smátt á svæði, þar til öll svæði voru aftur komin i samband. Þá var nýja vélasamstæðan, sem verið var að reyna, ekki lengur með, enda var ekki vitað hvað hafði komið fyrir. Samkvæmt upplýsingum Ingólfs var ekki talið líklegt að um alvarlega bilun hafi verið aö ræða, en vélin verður ekki reynd aftur fyrr en fyllilega hefur verið gengið úr skugga um hvað var að.