Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 29. marz 1973^;-brg. Marlon Brando hafn- aði i gær Óskars-verð- laununum fyrir leik sinn i kvikmyndinni Guöföö- urnum. Þess i stað sendi hann sem fulitrúa sinn unga Apache indiána- prinsessu Sasheen Litlu-fjöður, sem las upp yfirlýsingu frá leikaranum þess efnis, að hann af póiitiskum ástæðum kærði sig ekki um verðlaunin fyrir hlutverkið, sem reynd- ar endurvakti frægðar- feril hans. Siðan hefur nafn hans borið hátt fyrir frábæran leik kvikmyndinni Siðasti tangóinn, en myndin hér að ofan er úr henni. Litia f jöður tilkynnti á Óskars-samkundunni, að Brando væri nú á leiðinni til Wounded Knee, þar sem hann hyggst leggja Indiánum lið ibaráttu þeirra fyrir auknum borgararétt- indum i Bandarikjun- um. önnur Óskars-verð- Iaun m.a. hlutu Liza Minelii fyrir bezta kvenhlutverkið i Kabaret, en sú mynd hlaut alls átta verðlaun. Fólk lætur Hagstofuna falsa nafn- skírteini Með falsaö nafnskir- teini frá Hagstofunni ÁRÁSÁ EIDRfl FÖLKIÐ Þrátt fyrir heimild i nýju skattalögunum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta elli- lifeyrisþega og öryrkja hafa þessar álögur stór hækkað. Jóhann Þor- steinsson, formaður Styrktarfélags aldraðra i Hafnarfirði, gerði nýlega athugun á álagningu fast- eignagjalda ellilifeyris- þega i Hafnarfirði árið 1972, og kom i ljós, að þau höfðu hækkað um 264,4% að meðaltali á gjaldanda frá þvi árið 1971. ,,Mér telst svo til að um 230 gjaldendur á ellilif- eyrisaldri búi i eigin ibúð- um. Af þeim eru um eitt Fasteignagjöld aldraðra í Hafnarfirði hafa nær fiórfaldazt á einu ári hundrað, sem ekki hafa teljandi tekjur fram yfir ellilaun, en meira en helmingur þeirra eru ekki á skrá meðal þeirra, sem hafa fengið afslátt af fast- eignagjöldum sl. ár og bera til jafnaðar tæplega 5000 króna hækkun i fast- eignagjöldum”, sagði Jóhann, þegar Alþýðu- blaðið hafi tal af honum i gær. Jóhann benti á, að eng- ar reglur né leiðbeiningar eru um, hvernig veita eigi þessa ivilnun eða niður- fellingu á fasteignagjöld- unum, og mjög vafasamt er að veita þessa heimild i lögum án þess, að settar séu um hana reglur. Viða hefur sá háttur verið tek- inn upp að láta sækja um niðurfellinguna, m.a. i Hafnarfirði, og sótti að- eins tæplega helmingur um niðurfellingu þar. Astæðuna fyrir þvi, að fólk sendir ekki umsóknir sagðist Jóhann álita vera ýmist, að fólk treysti sér ekki til að standa i sliku umstangi, eða þvi finnist það vera að biðja um ölmusu. ,,Það er mjög vafa- samt, að heppilegt sé að leggja á vald sveitar- stjórna ákveðinn þátt opinberra gjalda, sem snertir tiltekinn hóp þegnanna, og skapar óhjákvæmilega ósam- ræmi milli byggðarlaga og jafnvel fólks i sama sveitarfélagi”, sagði Jóhann. Þvi sendi Styrktarfélag aldraðra i Hafnarfirði á aðalfundi fyrir nokkru álytkun þar sem skorað er á stjórn- völd að setja ákveðnar reglur um þetta efni. upp á vasann, tókst pilti einum að komast inn á hvaða veitingahús sem var, cnda sýndi skir- teiniö ótvirætt aö hann hefði aldur til að mega stunda vlnveitingahús. Mynd af piltinum var I skirteininu og það var stimplaðá Hagstofunni. Eitt kvöldið lenti hann þó f klandri og tók lög- reglan liann i sina vörzlu. Sagðist hann vera sá, sem skirteinið sagði hann vera, en svo óheppinn var hann, að lögrcglan fann skóla- skirteini I fórum hans, meö sömu mynd og I nafnskirteininu, en alit annað nafn og fæðingar- dagur voru I þvi. Var nú gengið á pilt- inn og játaði hann á sig svikin. Hafði honum gengið illa að komast inn á vinveitingahús, svo hann tók það ráð, að viöa að sér öllum upp- lýsingum um kunningja sinn, fullt nafn, fæðingardag og ár og lögheimili. Siðan lét hann taka af sér mynd, og ineð þetta labbaöi hann niöur á llagstofu, sagðist vera kunninginn sem var yfir tvitugt, lagði fram myndina og bað um nafnskirteini. Gekk honuin greiðlega að fá það, og upp frá þvi stóöu dyr vinveitingahúsanna honum opnar. Að sögn lögreglunnar erekki einsdæmi að fólk láti Hagstofuna falsa fyrir sig persónuskil- riki, og er þess skemmst að minnast, þegar kona ein, fékk þar nafnskirteini annarrar konu, og notaði það til að svikja fé út úr Trygg- ingastofnun rikisins á nafni hinnar konunnar. Meira mun þó vera um að unglingar breyti hreinlega dagsetning- um i skilrikjum sinum, til þess að ná brenni- vinsaldrinum eins og lögreglan nefnir það gjarnan. — Komst ekki í skólann — varð þó skipstjóri f ,,Odýra" neyzluvaran er hreint ekki svo ódýr Eins og kunnugt er þá er tvöfalt verð á landbúnaðar- afurðum. Fyrst greiða skattborgararnir hluta verðsins i niðurgreiðslum — sem á þessu ári nema u.þ.b. 1700 m. kr., eða áþekkri fjárhæð og ,,Eyja- skatturinn”. Siðan greiðir neytandinn eftirstöðvarnar yfir búðarborðið. Búðar- verðið á landbúnaðaraf- urðunum segir þvi aðeins hálfan sannleikann um verð þeirra. Allur sannleik- urinn er búðarverðið plús niðurgreiðslan. En hver er þá þessi sann- leikur? Hvað kostar kjötið, mjólkin, smjörið, ostarnir i raun og veru? Samkvæmt upplýsingum Björns Matthiassonar, hagfræð- ings, er hið raunverulega verð afurðanna þetta: LANÐBUNAÐARAFURÐIR HAFA HÆKKAÐ UM 60% Tegund/magn Mjólk 1/1 hyrna Ostur 45% kg. Smjör kg. Súpukjöt kg. Kartöflur 5 kg. búðarverð 19.50 238.00 250.00 190.40 17.50 niðurgr. verð 14.79 67.25 224.70 71,54 13.21 heildarverö 34,29 305.25 474,70 261.94 30,71 Það er þvi hrein fjar- stæða að miða við búðar- verðið eitt og segja t.d., að ostur hafi ekkert hækkað og kartöflur lækkað vegna þess, að búðarverð á osti er óbreytt frá 1970 og búðarverð á kartöflum hef- ur lækkað frá þeim tima. Staðreyndin er sú, að niðurgreiðsluverðið á osti hefur hækkað um kr. 67.25 á kg. á þessum tima og niðurgreiðsluverð á kartöflum hefur hækkað um kr. 13,21 pr. 5 kg. á þessum sama tima þannig að heildarveröið á osti hef- ur hækkað um 29% og á kartöflum um 33%. Staöreyndin er sú, að á s.l. tveim árum hefur hækkun á verði land- búnaðarafurða, numið 50- 60% á algengustu neyzlu- vörunum. Þótt smásölu- verðið hafi ekki hækkað um „nema” 20-30% hefur hinn hluti verðsins — niður- greiðslurnar — hækkað um allt að 202%. ,,í fyrravetur veitti samgöngu- málaráðuneytið manni á Suður- nesjum undanþágu til að vera skipstjóri (ekki stýrimaður) á fiskibát. Þessum manni mun hafa verið synjað um inn- göngu í Stýrimanna- skólann í Reykjavík vegna sjóngalla. Með þessu hefur sam- gönguráðuneytið ekki bara svivirt menntun skipstjórnarmanna, heldur alla menntun, hverju nafni sem hún hefnist.” Svo segir m.a. i bréfi, sem nemendaráð Stýrimannaskólans i Reykjavik hefur sent frá sér, og einnig þykir þvi „ráðuneytið gera litið úr þvi vandamáli, sem undanþágumálið er, á meðan benda má á að lög reglan i Reykjavik er að svipta ökumenn ökuskir- teinum sinum vegna þess, að þeir reynast ekki vera þeim hæfileikum og kunnáttu búnir, að þeir geti stjórnað bil.” Nemendaráðið segir i bréfinu, að undanþágu- málið verði ekki „leyst i einni svipan”, en bendir á, hvaða skilyrðum það telji að verði að fullnægja á meðan undanþágur eru gefnar út. Þessi skilyrði birtum við á bls. 3. OHÆFUR VEGNA SJONGALLA - EN FÉKK ÞÓ UNDANÞÁGU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.