Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1974, Blaðsíða 1
alþýðu MlflVIKIIDAGUR 17. júlí 1974 - 126. tbl. 55. árg. Við borðum stöðugt meira súkkulaði en fækkum við okkur brjóstsykursmolunum Framleiðsla á át- súkkulaði hefur meira en tvöfaldast á siðustu árum að þvi er kemur fram í siðasta hefti Hagtiðinda. Árið 1969 voru framieidd 125.386 tonn af átsúkkulaði i landinu en á siðastliðnu ári var framleiðslu- aukningin á árinu 1971. Árið 1970 voru frámleidd 164.154 tonn en árið eftir 230.764. Á þessum árum hefur orðið mikil aukning I sælgætisframleiðslu al- mennt. Framleiðsla á karamellum hefur t.d. aukist um þriðjung úr 103.339 tonnum 1969 I 156.302 tonn árið 1970. A sama tima hefur fram- leiðsla á konfekti aukist um 70 tonn, lakkrís um 80 tonn, brjústsykur um tæp 20 tonn og suðu- súkkulaði um tæp 10 tonn. Siðan 1970 hefur framleiðsla á brjóst- sykri dregist saman um 6 tonn og virðist hann ekki njóta sömu vin- sælda og annað sælgæti. VIÐ DRUKKUM 13 MILLJÓNIR LÍTRA AF GOSI I FYRRA Á siðustu árum hefur framleiðsla gosdrykkja aukist mjög mikið. Árið 1969 voru framleiddar um 8 milljónir litra af gosdrykkjum en á siðasta ári var fram- leiðslan tæplega 13 mill- jónir litra. Það þýðir að gosdrykkjaframleiðsl- an hefur aukist um rúmlega 5 miljónirlítra á fjórum árum. Mest varð aukningin á árun- um 1970-71. Einnig hef- ur orðið mikil aukning maltölsframleiðslu. Framleiðsla á maltöli hefur aukist um 759 tonn, en það fer nærri þvi að vera helmings aukning. GUÐMUNDUR HEFUR SELT FYRIR 30 MILLJÓNIR í síðustu viku seldu islenskir bátar afla sinn í Danmörku fyrir rúmlega 49 mill- jónir. En frá því að veiðarnar hófust í vor hafa bátarnir selt fyrir rúmar 273 milljónir ísl. króna. Mestan afla í vikunni fékk Guð- mundur RE, 97,8 lestir, og fékk fyrir það rúmar 3 mill- jónir. Frá því að veiðarnar hófust hefur Guðmundur selt fyrir liðlega 30 milljónir og er aflahæstur. Besta meðalverð fékk Heimir SU 63.27 kr fyrir kg. NEYÐAST STEYPU- STÖÐVARNAR TIL AÐ FREMJA VERÐLAGSBROT? Steypustöðvarnar á höfuðborgar- svæðinu hafa enn ekki fengið heimild verðlagsyfirvalda til hækkunar á steinsteypu. Telja þær sig nú þurfa 26% hækkun, en fyrir liggur umsókn um 18% hækkun, enda er hún ekki al- veg ný og hafa enn frekari hækkanir á rekstrarkostnaði orðið frá þvi hún var talin algert lágmark. Nú liggur fyrir, að sement hefur hækkað um 90% á fjórum mánuðum, auk þess, sem aðalefnissalinn á sandi og möl hækkaði einhliða sitt efni nýlega, eins og Alþýðublaðið hefur sagt frá. Þá er ótalin hækkun á oliu, varahlutum, Þess er fastlega vænst, að verð- lagsyfirvöld taki ákvörðun i þessu máli i dag. Fyrir skömmu var það haft eftir einni af stærstu steypu- stöðvum Reykjavikur, að annaðhvort yrðu þessi fyrirtæki neydd til að fremja verðlagsbrot eða hætta rekstri. Biðum nú við. Hálfdós af sojabaununum, sem ég keypti hér i gær á 97 krónur kostaði núna 178 krónur. Bananaverðið hleypur nú fram og aftur eins og vant er, en þetta niðursoðna grænmeti, frá hvaða landi var það nú aftur, jú Búlgariu, held ég, hvað ætli hafi nú skeð þar? Hún Dóra við kassann var eitt- hvað að tala um oliuverð, og hann Gisli i kjötborðinu sagði að þetta væri heimatilbúin hækkun á tómötunum, frampartur- inn niðurgreiddur, en sviðin á gamla verðinu. Verkalýös- hreyfingin er í senn afar sterk og afar veik. Hún er sterk i þeim skilningi að hún getur yfirleitt komið fram vilja sínum í kaup- g jaldsmálum í heild. En hún er veik í þeim skilningi að hún hefur ekki megnað að móta skynsam- lega, árangursríka og innbyrðis samræmda stefnu i launa- og efna- Sri Chinmoy kemur hingað Einn þekktasti iðkandi og leið- beinandi heims í yoga, Sri Chinmoy, kemur hingað til lands um helgina og heldur fyrir- lestur í Árnagarði á sunnudags- kvöldið kl. 20.30. Sri Chinmoy hef- ur m.a. að læri- sveinum hina heimsfrægu gítar- leikara, Carlos Santana og Mahavisnu John McLaughlin, sem raunar kom hér í desember sl. og flutti erindi og leiðbeindi mennta- skólanemendum um hugleiðslu. Sjá nánar á bls. o Umhverfis- trassar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.