Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Laugardagur 13. ágúst 1977

Hermann Gunnarsson, íþróttafréttamaður:
Hermann Gunnarsson viö hljóönemann (Mynd: — ATA)
A heimsmet i markaskor-
un.
Nú ert þú einnig þekktur
handknattleiksmaöur. Hvenær
byrjaöir þú aö æfa handknatt-
leikinn?
Ég byrjaði heldur seinna en i
fótboltanum. Ætli ég hafi ekki
verið eitthvað 11 eða 12 ára. Ég
lék svo minn fyrsta meistara-
flokksleik 16 ára, eins og i fót-
boltanum. begarég varð tvitug-
ur, lék ég mina fyrstu landsleiki
i báðum íþróttunum. Alls hef ég
leikið 21 landsleik i knattspyrnu,
skorað samtals 7 mörk, en i
handboltanum hef ég leikið 15
landsleiki og skorað 45 mörk.
Eg er stoltastur af heimsmeti
sem ég setti í handboltanum og
á það reyndar ennþá. Það er
markaskorun ieinum landsleik.
Það var i landsleik við Banda-
rikjamenn, sem við lékum i
New York árið 1966. Þá skoraði
ég 17 mörk, en leikurinn fór 41-
19, ef ég man rétt.
Eru einhverjir leikir þér sér-
staklega minnisstæðir?
Já, ekki get ég neitað þvi. 1
handknattleiknum er 17 marka
leikurinn mér að sjálfsögðu
minnisstæður, ennfremur þegar
við gerðum jafntefli við Rúmen-
ana veturinn '67 — '68, en þá
voru þeir heimsmeistarar. Þá
var mikill hugur i leikmönnum.
eða að fara á æfingu. En maður
hefur kynnst mörgum frábær-
um félögum og ferðast um flest
lönd Evrópu á þessum árum.
Nei, ég sé ekki eftir minútu af
þessum tima, ég tek þennan fé-
lagsskap og þá ánægju, sem
iþróttunum fylgir fram yfir
steypuna.
Hvað vilt þú segja um þjálf-
aramálin?
Mér finnst allt i lagi og sjálf-
sagt að fá hingað erlenda þjálf-
ara ef þeir kunna eitthvað fyrir
sér i knattspyrnu og þjálfun,
hafa eitthvað próf upp á vasann.
Að fá hingað menn eins og
Youra hjá Val og Kirby hjá 1A
finnst mér mjög til bóta. Það
verður lika að vera hægt að nýta
þá til að þjálfa yngri flokkana,
framtiðin byggist jú á þeim. En
mér finnst litið sannfærandi að
fá hingað Englendinga til þjálf-
arastarfa, serri enga vinnu fá i
Englandi. Sum félögin virðast
hafa skrifað til Englands og
beðið um einhvernþjálfara. Það
er ekki nóg að maðurinn sé
enskur, hann þarf ekki að vera
góður þjálfari fyrir þvi.
Erlendir þjálfarar eru mjög
dýrir, svo það þarf að vanda
mjög til valsins.
Þegar Youri kom til Vals var
ég 26 ára. Þá fyrst fór ég'að
skilja hvað fótbolti var. Arang-
A HEIMSMET I MARKASKORUN
Æföi með KR-ingunum.
Hvenær fórst þú að æfa
knattspyrnu?
Ég hef sennilega byrjað aö
æfa svona 5-6 ára gamall. Ég
æfði þá með mun eldri strákum,
þetta 13-14 ára. Þeir voru allir
KR-ingar, enda bjó ég i vestur-
bænum. Þetta voru engir smá-
karlar, menn eins og Þórólfur
Beck og örn Steinsen. Þeir
reyndu mikið að fá mig i KR og
pabbi ýtti einnig undir það.
Hann var mikill KR-ingur, gaf
mér raunar KR-skyrtu, svo litlu
munaði að ég gerðist KR-ingur.
Svo flutti ég úr vesturbænum
og i Vikingshverfi. Ég gekk þá i
Viking og spilaði minn fyrsta
leik með þeim i 4. flokki a, þá
niu ára gamall. Með Vikingun-
um lék ég i tæp tvö ár.
Ekki var ég alveg ánægður i
Viking. 1 mér börðust tvö öfl.
Annars vegar var það KR-ing-
urinn i föðurættinni og hins veg-
ar Valsarinn i móðurættinni. Ég
var i KFUM i gamla daga og
það hefur'e.t.v. spilað eitthvað
inni, þvi ég dróst meira að Val.
Eg gekk þvi i Val en varð fyrir
miklum vonbrigðum. Ég var
ekki orðinn alveg 12 ára gamall
og var þvi látinn leika i 5. flokki,
en sá flokkur var einmitttekinn
upp þetta sumar. Mér fannst
þetta skref afturábak hjá mér.
Við lékum til úrslita i 5. flokki
það sumar við Fram á Fram-
vellinum. Eg gleymi aldrei
þeim leik. Staðan var 4-1 fyrir
Val, þegar 10-15 minútur voru til
leiksloka. Dómarinn tók timann
eftir klukkunni á Sjómannaskól-
anum, en hún ' lýtur að hafa
stöðvast, þvi þetta er lengsti
seinni hálfleikur sem ég hef
leikið. Þegar leikurinn var loks
stöðvaður, var staðan 5-4 fyrir
Fram.
Við létum þennan ósigur okk-
ur að kenningu verða, þvi við
urðum alveg ósigrandi bæði i 4.
og 3. flokki. Unnum öll mót sem
við tókum þátt i.
Atvinnumaður í Austur-
riki.
Arið 1963 vorum við Berg-
sveinn Alfonsson, sem ennþá
leikur með meistaraflokki Vals
oghefur aldrei verið betri, tekn-
ir i meistaraflokk, beint úr 3.
flokki. Ég er sennilega sá, sem
hef leikið yngstur i meistara-
flokki.
Við unnum Reykjavikurmótið
fyrsta árið mitt í meistaraflokki
og okkur fannst fyrirliðinn, Arni
Njálsson sem hafði keppst við
Það hefur ekki farið framhjá mörgum, að
nýlega tók nýr iþróttafréttamaður til starfa
við Rikisútvarpið. Sá maður er Hermann
Gunnarsson, knattspyrnu- og handknatt-
leiksmaðurinn góðkunni úr Val.
Hermann tekur við af Jóni Ásgeirssyni,
sem aftur tók við af Sigurði Sigurðssyni.
Báðir urðu þeir landsþekktir menn og vin-
sælir fyrir lýsingar sinar, urðu nánast þjóð-
sagnapersónur. Það var þvi ekki auðvelt
fyrir neinn að feta i fótspor þessara kappa.
Hermanni hefur tekizt þetta afar vel, frá-
sagnir hans og lýsingar eru léttar og
skemmtilegar og fólk virðist mjög ánægt
með Hermann i nýja starfinu, þó svo margir
sakni þess, að sjá hann ekki i rauðu peysunni
á vellinum.
Alþýðublaðið heimsótti Hermann á vinnu-
stað hans i vikunni og spjallaði örlitið við
hann.
það i ein tiu ár að vinna þennan
titil, vera hálf sár yfir þvi, að
það skyldu vera hálfgerðir
krakkaskrattar, sem hjálpuðu
honumviðþað. Égléksvomeð
meistaraflokki Vals til ársins
1969, en þá fór ég til Austurrikis
og gerðist atvinnumaður þar.
Þar var ég þó ekki nema eitt ár,
en réði mig síðan sem þjálfari
til Akureyrar árið eftir og lék
jafnframt með liðinu. Þar var
ég eitt ár en hóf siðan aftur að
ieika með Val og lék með meist-
araflokki allt þar til i vor. Ég
lék i Reykjavikurmótinu, en
hætti siðan er ég hóf að. starfa
sem iþróttafréttamaður.
Hermann  smýgur  léttilega framhjá varnarmanni.
I knattspyrnunni er það að
sjálfsögðu leikurinn við Dani
árið 1968. Landsliðinu hafði
gengið vel um sumarið og þeir
bjartsýnustu áttu jafnvel von á
því, að okkur tækist nú loksins
að sigra Dani. En okkur varð
ekki að þeirri ósk. Ekkert gekk
hjá okkur, en allt gekk Dönun-
um i haginn enda voru þeir með
mjög gott lið. Þegar upp var
staðið að leikslokum var staðan
14-2 fyrir Dani og nafn Islands
komst rækilega i spjaldskrá
knattspyrnusögunnar. Þetta er
leikurinn, sem allir reyna að
gleyma.
Annar leikur sem mér verður
minnisstæður er leikurinn við
Norðmenn 1970. Þá unnum við 2-
0 og skoraði ég bæði mörkin.
Keppti einnig i sundi og
körfubolta.
Hefur þii stundað fleiri iþrótt-
ir?
Já, ég lék með meistaraflokki
Vals i körfuknattleik um tima
og þegar ég var 14 ára keppti ég
i sundi fyrir Armann. Svo hef ég
dútlað við golf og eiginlega
komið nálægt flestum iþrótta-
greinum.
Er heppilegt að stunda svo
margar iþróttagreinar i einu?
Nei, alls ekki. Það var nú litil
alvara i þessu hjá mér nema i
knattspyrnu og handknattleik.
En þessar iþróttir fara mjög illa
saman.
Þegar ég var yngri var mér
alltaf ráðlagt að einbeita mér að
annarri hvorri iþróttinni. Það
hlyti að koma niður á annarri
greininni, ef báðar bæru stund-
aðar.
Ég fór að sjálfsögðu ekki eftir
hollum ráðum frekar en svo
margir aðrir og hélt áfram að
æfa. Það var svo þegar é'g var 23
eöa 24 ára gamall, að ég fékk
leið á báðum greinunum svo að
segja á einni nóttu. Akvað ég þá
að hætta i handknattleik, þvi
mér hefur alltaf fundizt fótbolt-
inn meiri iþrótt. Svo byrjaði ég
aftur að spila handbolta fyrir
nokkrum árum, með Leikni,
sem þá var nýtt félag. Þetta var
meira i gamni en alvöru.
Tek félagsskapinn fram
yfir steypuna.
Sérðu eftir þeim tiina, sem
fariö hefur i íþróttirnar hjá þér?
Nei, svo sannarlega ekki. Það
eru samt engar ýkjur að segja,
að mikill tími hafi fariö i þetta
hjá mér. A þessum árum sást ég
aldrei.á götu nema með tösku,
annaðhvort að koma af æfingu
ur Valsliðsins er fyrst og fremst
Youra að þakka. Hann kenndi
okkur, að knattspyrna byggist
ekki fyrst og fremst á þvi að
vera stór og sterkur og geta
sparkað langt. Knattspyrnan
byggist fyrst og fremst á þvi að
skilja spilið og hafa gaman af
iþróttinni.
Menn hætta of snemma.
Saknar þú þess að keppa ekki
lengur?
Þegar ég réðist til starfa á Ot-
varpinu sá ég strax að ég gat
ekki sameinað starfið og
keppni. Ég hafði hvort eð var
ákveðið að hætta eftir þetta
sumar, en ég hefði viljað ná þvi
markiað skora 100 mörk i deild-
arkeppninni. Ég átti aðeins eftir
að skora fjögur. Það er aldrei að
vita nema maður snúi aftur ein-
hvern timann og skori þessi
fjögur mörk. Ég æfi stundum
.með strákunum og held mér i
sæmilegu formi. Ég er á móti
þvi, hvað menn hætta fljótt að
keppa»Menn taka ekki út sinn
þroska á knattspyrnuvellinum,
fyrr en þeir eru orðnir svona 25-
30 ára gamlir. Þá eru menn yf-
irleitt hættir að keppa.
i hverju er starf þitt aðallega
fólgið?
Það er i fyrsta lagi að fylgjast
með iþróttaviðburðum og koma
þeim i fréttirnar og að lýsa
ieikjum. Auk þess sé ég um fast-
an iþróttaþátt og þar get ég
spjallað við fólk um ýmiss dæg-
urmál i iþróttum.
Mér finnst mjög gott að vinna
hér, hér rikir góður andi og allir
hafa reynzt mér hjálplegir. Það
er ekki þægilegt að taka við af
mönnum eins og Jóni Ásgeirs-
syni og Sigurði Sigurðssyni.
Það stekkur enginn al-
skapaður       i       fötin
þeirra. Lýsingar og frétta-
mennsku lærir maður aldrei al-
veg, maður er alltaf að læra og
ég tek þvi opnum örmum öllum
visbendingum og tillögum.
Maður er núna smám saman
að venjast hljóðnemanum.
Hjóðneminn er mörgum erfiður,
hann er eins og sjálfstæður,
vandmeðfarinn einstaklingur.
Enda var erfitt aö lýsa fyrsta
leiknum. Mér finnst það ekki
eins erfitt núna, eh samt er ég
ekki ánægður. Ég verð ekki
ánægður fyrr en ég tek sjálfur
þátt i ieiknum, i stað þess að
vera dómari. Að ég hlaupi svo
að segja sjálfur á vellinum með
strákunum, en með hljóðnem-
ann i buxnastrengnum.
Framhald á bls. 10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12