Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 04.05.1971, Blaðsíða 1
6 KARLAR ATVINNU- LAUSIR í REYKJAVÍK 61. éang. — Þriöjudagur 4. mai 1971. — 98. tbl. — oð undanskildum vörubilstjórum, sem sækja um borgarvinnuna AÐEINS SEX karlmenn eru nú I an eru skildir vörubílstjórar, sem i borgarinnar vegna þess að þeir atvinnulausir í Reykjavik, ef und-1 eru skráðir hjá Ráðningastofu | eru að sækja um borgarvinnuna. Þessir bílstjórar munu hafa ein- 6RUNADUR UM ÍKVEIKJU — engar sannanir — reyndi i fyrra oð kveikja i fiskbúð — brunatjónib 25-35 milljónir Handtekinn var maður á Suðureyri í gærdag, er vakið hefur grun um að kunna að vera vald ur að brunanum í fisk- iðjuverinu þar um helg- ina, þegar 25—35 millj ón króna verðmæti eyði- lögðust í eldsvoða. Maðurinn, 23 ára gamall piltur búsettur á Suður eyri, var fluttur til ísa- f jarðar í gær og afhentur sýslumanni, sem úr- skurðaði hann í allt að 5 daga gæzluvarðhald. Pilturinn var yfifheyrður í gærkvöldi, og hélt hann fast fram sakleysi sínu. Pilturinn vakti grun, vegna þess að hann sást á ferli um þorpiö nóttina, áöur en bruninn varö, og hann var meðal allra fyrstu manna, sem komu aö eldinum. Gat hann litla grein gert fyrir fótaferö sinni þessa nótt, en mönnum var í minni, að í fyrrahaust var komið aö honum eitt sinn, og hann stað- inn aö því aö gera tilraun til þess að kveikja í fiskbúð staö- arins. I brunarústunum hefur ekkert sérstakt fundizt, sem gefið get- ur hugmynd um hvað valdið ha-fi eldinum. Eldurinn kom upp í eldri hluta bygginganna, og þar eru klefar kynditækjanna, en þá athugaði starfsmaöur Raf magnseftirlits ríkisins í gær og komst að raun um, aö þeir voru tiltölulega minna brunnir en annar hluti þessarar byggingar. Virðist því ólíklegt, að eldur- inn hafi komið þar upp. — GP hverja vinnu en þó nokkuð stop- ula. Margir þeirra munu hafa eig in bifreiðir, sem þeir reka. Alis eru nú skráðir hjá ráðninga stofunni 65 karlar, þar af 59 fram angreindir bílstjórar. 26 konur eru á skránni, þar af 13 iðnverkakon- ur, 6 verkakonur og 3 skólastúlk- úr. Samtals er því skráður 91. Fyrir mánuði voru atvinnuleysingjamir 104, en fyrir einu ári voru atvinnu- leysingjar 176. Á atvinnuleysis- skrá eru þvi helmingi færri en var í fyrra. Engir skólapiltar eru enn skráö- ir atvinnuiausir í Revkjavík, enda mörgum skölum ólokið. Ráðninga- stofan tekur á móti umsóknum skólafólks um atvinnu, áður en skólum lýkur og afgreiðir eftir föngum. — Ailmargir skólapiltar hafa lagt inn umsóknir um vinnu. — HH Magnús Torfi tekur efsta sæti Hanni- balista í Reykjavlk • Framboðsmál Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna í Reykjavik hafa nú skipazt á þann hátt, að Magnús Torfi Ólafsson, verzlunarmaður skipar efsta sætið i stað Hannibals Valdimarssonar, ~em verður í efsta sæti á Vestfjörð •xm, eins og Vísir skýrði frá í gær. Að því er Hannibal Valdimars- ;on sagði i viðtali við Vísi í morg- un hafa þessar breytingar verið gerðar í fullu samkomulagi allra aðila. Magnús Torfi Ólafsson var lengi blaðamaður hjá Þjóðvilj- anum. Hann var formaður Alþýðu- bandaiagsins í Reykjavík fyrsta ár- ið eftir að það var stofnað 1966 og hefur átt sæti í stjórn Alþýðu- bandalagsins, en er jafnframt einn af stofnendum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. — VJ Japanska sjónvarp- ið gerir klukkutíma þátt hér á landi SKIPVERJAR á Huginum II frá Vestmannaeyjum munu leika sína „rullu“ á sjónvarpsskermi í Japan innan tíðar, en nýlega var tekin í Eyjum kvikmynd fyrir iapanska sjónvarpið um fiskver- tiðina þar. Þessi myndataka er hiuti af alllöngum þætti, sem japanska sjónvarpið hyggst kvik mynda hér. Temað fyrir þenn- an þátt er maðurinn og hafið, en sjónvarpsmennirnir munu seilast víða til myndatöku, tii dæmis taka upp atriði í leik- húsi, á þjóðminjasafni, á mynd- listarsýningu og víöar. Þrir menn frá japanska sjónvarp- inu eru væntanlegir nú um næstu helgi hingað til lands til þess að vinna að myndinni en aðstoðarmað- ur þeirra hér er Guðbjartur Gunn- arsson. Ásgeir Long hefur tekið myndirnar, sem búið er að taka 'af vertíð í Eyjum og var meðal annars farið í róður með einum bát anna, Huginum II. Guðbjartur sagði í viðtali við Vísi að búast mætti við að þáttur þessi yrði 45 mín. til klukkutíma langur í útsendingu. Hér verður m.a. kvikmynduð bókaútgáfa, myndir teknar í prentsmiðju. — Þegar hefur verið tekin mynd í Stýrimannaskólanum af sjómanns- efnum. Auk þess verður eitthvað kvikmyndað úti á landi, að minnsta kosti á Akurevri, að sögn Guð- bjarts. Japanska sjónvarpið mun vera að taka þætti í þessu tema, Maður- inn og hafið. í tíu þjóðlöndum. — Taka þeir meðal annars fyrir meng unarvandamálið í þessum þáttum og yfirleitt flest það, sem lýtur að samskiptum mannsins við hafið. — JH Þama hefur Aðalbraut sf. grafið sundur Grafarholtið til að koma Vesturlandsveginum þar óhindruðum um. Við þennan vegarkafla var unnið í vetur og gekk verkið þá ekki sem bezt, en nú hefur meiri kraftur færzt þar í framkvæmdirnar. \Kambabrekkan senn lir sögunni — 31 km fyrir 380 milljónir króna BREKKUNNI voðalegu niður Kambana verður senn komið fyrir kattarnef. Hverfur hún úr sögunni við tilkomu hrað- brautarinnar austur á Selfoss. Var séð fyrir endann á sögu Kambabrekkunnar skömmu fyr ir helgi er Vegagerð ríkisins gekk endanlega frá verksamn- ingum við verktakafyrirtækið ÍSTAK hf. varðandi lagningu hluta Suðurlandsvegarins. Þá var einnig gengið frá verksamn- ingum við verktakafyrirtækið Þórisós hf. varðandi lagningu hluta Vesturlandsvegar. Samtals eru það um 31 km sem þessi tvö fyrirtæki tóku á sínar herðar. Þau áttu iaégstu tilboðin í viðkomandi vega- kafla. Tilboð þe.rra hljóðuðu upp á samtals 380 milljónir kr. Verk Þórisóss sf. er það, að leggja (og malbika) Vestur- Iandsveginn frá Korpu og upp fyrir Kollafjörð. Það eru sam- tals 11 km. Verður ráðizt í framkvæmdir þegar í þessum mánuði. Á ræsa- og brúagerð að vera lokið á þessu ári en fimm brýr þarf Þórisós að gera á þessum vegarkafla. Fullfrágenginn á vegarkafl- inn hins vegar að verða fvrir haustið 1972 og einnig þeir kaflar Suðuriandsvegarins sem I'STAK hf. hefur með að gera. Er það í fvrsta lagi 7,5 km sem á að liggja maibikaður frá Árbæjarhverfi upp fyrir Lög- berg og svo tveir samfelldir vegarkaflar á heiðinni frá Skíða skálanum austur í neðanverða Kamba. Þann vegarkafla á að olíumalarbera. Til að draga úr mesta bratt- anum niður Kambana verður hraðbrautin tekin niður um kilómetra norðar en gamli veg- urinn og verður einn stór sveig ur á hraðbrautinni þar niður. Ekki þurfa verktakarnir hjá ÍSTAK að kvíða vélaskorti, — bæði á fyrirtækið mikið af tækj- um nú þegar og á von á þeim enn fleirum til viðbótar á næst- unni. Þórisós hefur einnig nóg af tækjum tii sinná verka. Malbik- unarvél er það eina, sem ekki liggur þar á lausu. Engin vandkvæði segja verk- takarnir vera á því, að fá mann skap f vegagerðina, öillu heldur segja þeir vera eftirspurn eftir vegavinnunni. Að lokum má geta þes, að Þórisós hefur f vetur unnið við 12 km langan vegarkafla Suður- iandsvegarins frá Kömbum og að Seifossi. Er verkið langt kom ið og er á undan áætlun. - ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.