Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 30. mai 1974. 7 Þó að Islenzki þjóðbúningur- inn sé kannski ekki notaður nærri eins mikið og hér áður fyrr, þá er hann til á mörgum heimilum ennþá. Gamlar konur klæða sig lika stundum i peysuföteða upphlut, þegar þær vilja vera sem bezt til fara. Og alltaf fylgir þvi einhver skemmtilegur andi, enda er búningurinn virðulegur. Það má búast við þvi, að þjóð- hátiðarárið ýti undir þjóðernis- kennd margra. Það dettur jafn vel sumum i hug að drifa sig i að koma sér upp þjóðbúningi, ef ekki til þess að nota hann við hátiðleg tækifæri, nú þá til þess að eiga hann og státa af honum. Bæklingur, sem nú er nýlega kominn út og heitir Islenzkir þjóðbúningar I, ætti að geta hjálpað þar verulega til. Bækl- ingur þessi er gefinn út á vegum samstarfsnefndar Heimilis- iðnaðarfélags Islands, Kven- félagasambands íslands og Þjóðdansafélags íslands. Nefnd þessi var sett á laggirnar til að gera tillögur um samræmingu i gerð islenzkra þjóðbúninga með hliðsjón af eldri gerðum, að koma á framfæri leiðbeiningum um gerð búninga og reyna að tryggja, að á boðstólum séu efni, sem hæfa i búningana. I bæklingi þessum má meðal annars finna snið af upphluts- bol, skyrtu og pilsi og einnig uppskrift að prjónaðri skott- húfu. Gerð þessara munstur- blaða og vinnulýsinga er einn þáttur i starfi nefndarinnar, en Hvernig vœri að koma sér upp upphlut? — nýkominn út bœklingur, íslenzkir þjóðbúningar, sem œtti að hjálpa verulega til væntanlega koma snið og lýsingar á fleiri búningsgerðum siðar. Við birtum nú nokkur dæmi og leiðbeiningar, hvernig gera á upphlutsskyrtu, svo og skotthúf- una. Snið og vinnulýsingu i bæklingnum gerði Svanhvit Friðriksdóttir handavinnukenn- ari. Upphlutsskyrta Efni: 1,80 m af 0,90 m breiðu, eða 1,15 m af 1,40 m breiðu. Skyrtan er sniðin og saumuð á venjulegan hátt. Skyrtusidd 15 cm niður fyrir mitti. Hálsmál má vera með bryddaðri klauf og beinum kraga, 8-10 cm breiðum (sjá 1. teikningu). Eins má flytja sniðsaumsvidd að hálsmáli, gera litla bryddaða klauf, rykkja hálsmál að framan og brydda það siðan (sjá 2. teikningu). Fleiri gerðir af hálsmálum eru sýndar á teikhingum 3-7. Hálsmál nælt saman með brjóstnál. Skyrtuermar eru mest notaðar þvi sem næst sléttar i handveg, en dálitið viðar að framan, rykktar undir liningu, sem er 2-4 cm á breidd. Hnappagöt gerð á báða enda lininga, og venjulega notaðir skyrtuhnappar úr gulli eða silfri. (Sjá 8. teikningu). Gott er að stinga renning á mittislinu og þræða bendla i, þannig að viddin jafnast bezt. Skyrtan þarf að fara vel og vera látlaus við allt silfurskrautið á upphlutnum. Skotthúfa Undanfarna áratugi hefur saumuð skotthúfa úr flaueli orð- ið algengast höfuðfat við islenzka þjóðbúninginn á kostnað prjónuðu skotthúfunn- ar. Prjónahúfan hefur þó flesta kosti fram yfir flauelshúfuna. Hún er fallegri i sjálfu sér, klæðilegri og hentugri. Konur, sem eiga eða hafa i huga að koma sér upp islenzkum búningi, ættu þvi hiklaust að taka prjónuðu húfuna fram yfir þá saumuðu. Það getur ekki talizt mikil þraut fyrir þann, sem hefur sæmilega sjón, að prjóna eina skotthúfu. Þó að garnið sé fint og prjónarnir grannir, er fatið svo fjarska litið, að þvi verður lokið á fáeinum klukkustundum. Hér fer á eftir uppskrift að prjónaðri skotthúfu. Efnið er fint, þrinnað, svart garn, 15-20 g. Sokkaprjónar nr. 1 1/2. Fitja laust upp 220 1. á fjóra prjóna (55 1. á prjón). Prjóna áfram slétt prjón 4 1/2 cm eða meira, ef húfan á að vera djúp. Þá er byrjað að taka úr. Þess er gætt, að sem minnst beri á úrtökunni. Alltaf eru teknar úr 4 lykkjur i einni úrtökuumferð, eða aðeins 1 lykkja á hverjum Prjóni. úrtökulykkjurnar mega ekki koma hver ofan við aðra, heldur er þeim dreift eftir viss- um reglum. Úrtökunni er hér skipt I fimm áfanga. I. úrtaka: 1. umferð: 2 l.saman, 53 1. slétt- ar. 2. umferð: slétt án úrtöku. 3. umferð: 5 1. sl., 2 1. saman, 47 1. sl. 4. umferð: slétt án úrtöku. 5. umferð: 101. sl., 2 1. saman, 41 1. sl. Þannig er haldið áfram, með hverri umferð prjónað 5 lykkj- um meira að úrtökulykkjunum. Eftir hverja af fyrstu fjórum úr- tökuumferðunum er prjónuð ein umferð án úrtöku, eftir það er tekið úr i hverri umferð. Siðasta umferðin og sú 13. i þessum áfanga (9. úrtökuumferð) verð- ur þá: 40 1. sl., 2 1. saman, 5 1. sl. (46 1. á prjóni). II. úrtaka: 1. umferð: 2. 1. saman, 44 1 sl. 2. umferð: 4 1. sl., 2 1. saman, 39 1. sl. 3. umferð: 8 1. sl., 2 1. saman, 34 1. sl. o.s.frv. 9. umferð: 321. sl., 21. saman 4 1. sl. (37 1. á prjóni). III. úrtaka 1. umferð: 2 1. saman, 35 1. sl. 2. umferð: 3 1. sl., 2 1 saman, 31 1. sl. 3. umferð: 61. sl., 2 1. saman, 27 1. sl. o.s.frv. 9. umferð: 24 1. sl., 2 1. saman, 3 1. sl. (28 á prjóni). IV. úrtaka: 1. umferð: 2 1. saman, 26 1. sl. 2. umferð: 2 1. sl., 2 1. saman, 23 1. sl. 3. umferð: 41. sl., 2 1. saman, 20 1. sl. o.s.frv. 9. umferð: 16 1. sl., 2 1. saman, 2 1. sl. (19 1. á prjóni). V. úrtaka: 1. umferð: 2 1. saman, 17 1. sl. 2. umferð: 11. sl.,21. saman 15 1. sl. 3. umferð: 2 1. sl., 2 1. saman, 13 1. sl. o.s.frv. 9.umferð: 81. sL, 21. saman, 11. sl. (10 1. á prjóni.) 1 næstu þremur umferðum er lykkjum fækkað i 7 lykkjur á prjón. Þá er skottið prjónað jafnlangt húfunni, lykkjum aft- ur fækkað i 5 lykkjur á prjón i tveim umferðum, 1 til 2 umferðir án úrtöku prjónaðar á milli. Siðan er enn prjónað um 1 1/2 cm. Fellt af. Saumaður inn örmjór faldur, húfan press- uð og skottið teygt litið eitt um leið. Þegar húfan er látin risa að framan er dregið i blábrúnina og hún aðeins látin hafast við á 8-10 cm bili. Hólknum er siðan smeygt upp á og skúfur saumaður við skottið. )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.