Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1982, Blaðsíða 14
Vigrarseyð er talað um í fornum sögum Gengið um Vigurhlöö meö Baldri bónda Bjarnasyni Eftir Finnboga Hermannsson Þrír ættliðir í Vigur: Aftast Bjarni og Stefán. í miðið: Björn og Baldur, núverandi ábúendur — og fremst: Bjarni og Salvar. Myndin er tekin fyrir rúmum áratug. „Þetta er nú ekki nema þriðji ættliðurinn hér í Vigur, hann bjó hérna fyrst séra Sig- urður Stefánsson, hann kom hérna 1883, pabbi minn tekur siðan við af honum, Bjarni Sigurðsson, hann tekur við búskap 1918, og hann býr þangað til 1953, að við bræöurnir, ég og Björn, tókum við búskap. Síðan höfum við hokrað hérna. Siguröur var ættaður úr Skagafirði, fæddur á Ríp í Hegranesi og er Skagfirðingur að ætt. Fað- ir hans bjó á Heiði í Göngusköröum, það er næsti bær við Veðramót. Þaðan er mamma mín upprunnin, þau voru nefnilega systkin séra Siguröur og Þorbjörg amma mín móöir Bjargar, svo og Stefán skóla- meistari. Já, já, þeir voru báöir á þingi og tóku mikinn þátt í landsmálum. Stefán var þingmaður fyrir Eyfirðinga og Skaftfellinga en Sigurður fyrir ísfirðinga og Norður- isfirðinga seinna meir.“ Baldur Bjarnason segir frá fyrri ættliðum. Ekki fluttist séra Sigurður beint í Vigur, þegar hann kom vestur? „Hann var eitt ár á Eyri í Seyöisfirði hjá Guðmundi Bárðarsyni, það er fyrsta árið sem hann er prestur hérna í Ögurþingum, ’81 eða ’82 má ég segja, og þá fékk hann strax augastað á þessari eyju og keypti til aö byrja með einhvern part í henni, þetta var þá allt bútað í sundur, hún var víst í eigu tíu-tuttugu manna. Hann var svo lengi að smá kaupa þetta, eftir því sem þetta losnaði og menn vildu selja þetta. Sjálfsagt hefur hún veriö dýr einsog þessar hlunn- indajaröir hafa verið, einkum þessar æð- arvarpsjarðir. Það var þó ekki eins mikið æðarvarp þegar hann kom og seinna varð svo. Þegar ég var að alast upp og man fyrst eftir mér þá var það oft svona um hundrað pund, svo hefur það aukist svona nokkuð.” Ljótur bjó á Mánabergi Bæjarhúsið hér í Vigur, hver byggir það? „Það er séra Sigurður, hann byggir þetta. Húsið er byggt í áföngum dálítið, fyrst innra húsið, þú sérð að þetta er burstabær og svo ytri bærinn, líklega var búiö að byggja þetta allt fyrir aldamót svo að húsið er ansi gamalt að stofni til, upp- Séð inn í myiluna í Vigur. Tannhjól eru öli gjörð af tré. undir hundrað ára gamalt, og viö erum að gera þetta upp núna.“ Það sem ef til vill mesta athygli vekur er myllan hér á hólnum, Baldur. „Þegar afi okkar kemur hingað, þá er þessi mylla og ég veit ekkert hvenær hún hefur verið byggð. Hún var að vísu miklu minni, en hann lét stækka hana. Hér inni í stofunni er mynd frá 1874, Ijósmynd, af bæjarhúsum hér og öllu, þá er þessi mylla. Og það er eina mannvirkiö fyrir utan bæ- inn, sem enn er við lýði. Á þessari mynd sést húsaskipunin alveg hreint, og það er nú ekkert eftir af þeim húsum nema það hús og þessi mylla. Þessi hús hérna fyrir neðan lét séra Sigurður byggja, Sjóarhúsiö og hjallinn og öll þessi hús, við göngum þangaö á eftir. Flest húsin eru uppistand- andi sem hann lét byggja, en það hefur náttúrlega bæst við nokkuö af húsum.” Ég spyr Baldur, hvort Vigur sé söguríkur staöur. „Hún kemur ekki svo mikið við sögu, svo maður viti til, það er ekki talað um hana sem landnámsjörð, ekki svo maöur viti til. Það er lítið minnst á hana í fornsögum, ekki nema í Hávarðar sögu ísfirðings, þá er hún líklega kölluð Mánaberg en ekki Vigur. Það er bergstandur úti á eyjunni sem heitir Mánaberg og það er talað um það, að Ljót- ur hafi búiö á Mánabergi. En nafngiftin Vig- ur helgast líklega áf lögun eyjarinnar, hún er einsog sverð í laginu. Vigur, ekki síst þekkt úr Gunnarshólma: „Nú er á brautu borinn vigur skær“ „Nú er á brautu borinn vigur skær," og vigrarseyði er talað um í fornsögunum, hún er einsog spjót eða sverð í laginu." Hvaða búskap stundið þið helst hér í Vigur um þessa mundir? „Það er helst nautgriþarækt, við erum með fimmtán gripi í fjósi og það á miklu betur við hérna mjólkurframleiðsla en sauðfjárrækt, þó erum við með um hundr- að og sextíu fjár. Það er miklu meira vesen með féð, þurfa að flytja það í land, smala- mennska á landi og svoleiöis. Hins vegar er hér góö beit í eyjunni á veturna og það er sjaldan sem tekur fyrir beit alveg.“ Handraðinn í gullkistunni Ég spyr Baldur, hvort hann sjái fram á, að afkomendur hans vilji byggja Vigur. „Ég hef nú ekki ástæðu til aö ætla ann- að, mér finnst þeirra hugur standa til þess fyllilega og ég vona það að minnsta kosti. Það er líka annað en bara venjulegur, hefðbundinn búskapur sem er á svona stöðum. Það eru hlunnindin og svoleiðis, æðarvarp og fuglatekja svo maður tali nú ekki um það, að það lifnaði kringum eyjuna af fiski. Þetta var nú uppistaðan í búskap hér í gamla daga, sjávarútvegurinn. Pabbi minn til dæmis, hann reri öllum vorum hér til fiskjar og á haustin líka. Hann hafði alltaf háseta og reri fastar vertíðir hérna í Djúpiö og það var stutt að fara hér í álinn oft, fullt af ýsu og góðfiski, nú er ekki hægt að fá eitt einasta kvikindi, ekki einu sinni í soðiö, hvernig sem því nú viö víkur. Ekki hefur stækkun landhelginnar komið okkur til góða, en maður hefur haft illan bifur á rækjuveiðunum, það kannski hittist þannig á, en þegar rækjuveiðarnar byrjuðu, þá hvarf fiskurinn. Allir þessir firðir eru upþeldisstöðvar, það er vísindalega sann- að af ekki ómerkari manni en Bjarna Sæ- mundssyni fiskifræðingi. Þaö segir frá því í ritgerð, sem pabbi gamli skrifaöi einu sinni í Sögufélagsritiö, um gullkistuna, Djúpið, þaö væri gullkista Vestfjarða, en þaö væri sérstakt hólf í kistunni sem væri handrað- inn og allir kannast við, og það væri Skötu- fjörðurinn, sem var afskaplega fiskisæll og það gekk fiskur alveg inn í botn. Þeir höfðu þaö svoleiðis kallarnir sem bjuggu á Borg og þar í fjarðarbotninum, að þeir lögðu stundum lóðirnar á fjörunni og þegar féll út aftur var fiskur kominn á. Annars er gasa- lega mikil síldargengd hérna í allt sumar, ger við ger. En það virðist ekki skipta neinu, því strákarnir mínir fóru nú hérna fram með lóðir í álinn með nýja s(ld fyrir nokkru. Þeir fengu ekki eitt einasta kvik- indi. Hann virðist ekki taka æti, þegar kem- ur fiskur í Djúpiö veiðist hann stundum í net. Það gæti breytt lífi hérna við Djúpið, kæmi fiskur aftur í firðina, þarna í Ögur- nesi, gegnt okkur, voru fleiri heimili, þetta var útróðrastöð líka, þarna voru geröir út milli tíu og tuttugu bátar í Nesinu, og þeir sóttu allan sinn fisk hérna norður í Djúpið. Eftir stríðið svona um 1950, þá hvarf þetta allt saman. Fólk flutti þá burtu í veiöistöðv- arnar." Hvenær mannstu fyrst eftir þér hérna í Vigur? „Það er nú ekki svo gott að tímasetja þaö, ég er fæddur 1918, 9. nóvember. Ég man óglöggt eftir afa mínum, séra Sigurði, hann dó 1924, dálftiö þó. Ég man eftir því, þegar hann dó og svona einstaka atvik. Hann var dálítið sérstæöur persónuleiki, gamli maðurinn, virðulegur meö skegg og þannig stendur hann manni fyrir hug- skotssjónum, maður bar heldur virðingu fyrir honum. Amma mín lifði til 1936 má ég segja." Þinn hugur hefur ekki staðið til annars en vera hér, Baldur? „Nei, manni fannst það einhvern veginn eins og sjálfsagður hlutur, því að Siguröur bróðir gekk nú í skóla, svokallað lang- skólanám, var nú lögfræðingur og var elst- ur af okkur. Ég var nú lítið við skólanám, varö gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri og það svo sum hvarflaði að manni að halda áfram. En mönnum fannst það ekki alls kostar gott. Nú, ég á nú einn bróður enn þá, Björn, sem er á svipuðu reki og ég. Okkur fannst það sjálfgefið, að taka viö þessu, við þessari eyju. Manni hefði ekki þótt gaman, að láta þetta fara í eyði eða úr ættinni, því það er vel hægt að lifa á þessum stað, að minnsta kosti hefur manni gengið það svona þolanlega." Drepa kollurnar á hreiðrunum Ég spyr um minnisstæöa gesti í Vigur. „Það er nú margur sauðurinn sem kemur úr misjöfnu fé, það voru Álendingar, ein- hvers konar hópur af skólafólki, og einn Álendingurinn var svo hrifinn af því, hvað fuglarnir voru spakir hér, sérstaklega æð- arfuglinn og hann ætlaði ekki aö geta slitið sig frá að skoða kollurnar. Það er ekki við góöu að búast, að þær væru spakar þar, því þeir beinlínis drepa þær á hreiðrunum, Álendingarnir. Þar er æöarfuglinn ekki friö- aður. Svona er þetta líka í Kanada og þeir sögðu eiginlega sömu söguna þar, fuglinn er drepinn alveg miskunnarlaust, en þeir voru nú samt að kynna sér þetta með tilliti til nytjanna. Ég held þær séu ekki friðaðar 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.