Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ISLENSKAR

ANDVÖRPUM

RIÐ 1521 teiknaði meistari

Albrecht Diirer frá Niirn-

berg (1471-1528) þrjár

myndir af sex vel klæddum

konum í Antwerpen, sem

lengi voru taldar vera ís-

lenskar. Diirer dvaldist í

íiðurlöndum árið 1520 og

fram á haust árið 1521. Hann hafði miðstöð í

Antwerpen, þar sem hann umgekkst heldri

menn, jafnvel konunga og keisara, svo og

lærða menn og leika, sem hann teiknaði og

málaði. í Antwerpen bjuggu yfir 100.000

manns í byrjun 16. aldar og höfnin þar var ein

hin stærsta í Evrópu.

Fyrir utan að vera koparstungumeistari og

meistari í olíumálun, stærðfræðingur og ýmis-

legt annað var Albrecht Diirer einn af „ljós-

myndurum" síns tíma. Allt það sem hann sá og

þótti einstætt, framandi eða furðulegt teiknaði

hann á blað. Eitt sinn er hollenskir sjómenn

fengu rostung í net sín í Norðursjó árið 1521

tók Diirer sér umsvifalaust ferð á hendur til að

teikna og mála kvikindið, sem var afar sjaldséð

á þessum slóðum. Diirer hélt dagbók og

greindi frá merkum mönnum, sem hann mætti

á leið sinni. Diirer var sömuleiðis náttúrufræð-

ingur og ritaði meðal annars verk um rúm-

fræði sem kom út eftir dauða hans. Eitt af

stærstu áhugamálum hans var að teikna bún-

inga fólks í þeim löndum sem hann heimsótti.

Diirer teiknaði einnig grímubúninga og skraut-

klæðnað fyrir sjálfan sig og fyrir heldra fólk.

Myndirnar þrjár af hinum vel klæddu kon-

um í Antwerpen árið 1521, eru pennateikning-

ar, sem litaðar eru með vatnslitum. Þær hafa

síðan 1935 verið varðveittar á Le Louvre safn-

inu í París og tilheyra safni Edmonds de

Rotschilds baróns.

íslenskar lconur

Myndirnar þrjár voru fyrst birtar umheim-

inum í fjórða bindi gríðarstórs verks

Friedrichs Lippmanns um teikningar Diirers

árið 1896. Lippmann hélt því fram að teikning-

arnar sýndu íslenskar konur. Árið 1936 birtist

stærsta myndin í hinni stórmerku doktorsrit-

gerð sagnfræðingsins og nunnunnar dr. Marie

Simon Thomas um íslandssiglingar Hollend-

inga og sama myndin birtist löngu síðar í Mið-

aldasögu dr. Björns Þorsteinssonar (1978).

Hins vegar hafa hinar myndirnar ekki birst í

íslenskum ritum svo höfundi sé kunnugt um.

Ef texti' myndanna er lesinn, eins og flestir

sérfræðingar gerðu fram til ársins 1931, má

lesa eftirfarandi á stærstu myndinni með hendi

Diirers undir hinu alþekkta fangamarki hans

AD: 1521 Mso gand dý reichen frowen in

eisslond, eða ef snúið er yfir á íslensku: Þannig

ganga ríkar konur til fara á íslandi. A annarri

myndinni eru teiknaðar tvær konur, sem bera

miklar kápur með hermelínsleggingum og lág-

vaxnari stúlka með höfuðfat er líkist faldi. Efst

á myndina hefur Durer ritað 1521 Also gant

man im eyslont dy mechtigh, sem hægt er að

útleggja: Þannig ganga hinir heldri til fara á

íslandi. Þriðja myndin, sem sýnir tvær konur,

ber textann In eyslont gett das gemein Folg

also, eða: á íslandi gengur venjulegt fólk

þannig til fara.

Kristjmi konungur annar

i Antwerpen 1 521

Arið 1521 fór Kristján Danakonungur annar

til Niðurlanda og Norður-Þýskalands, og heim-

sótti þar meðal annarra mág sinn sinn Karl V,

nýkrýndan keisara. Tilgangur fararinnar var

að hluta til pólitískur. Konungur fékk hjálp

mágs síns til að finna gamla sáttmála um yfir-

ráð Danakonungs yfír Liibeck og ýmislegt

annað sem styrkti stöðu hans.

Diirer hitti Danakonung á yfirreið hans um

Niðurlönd og ritar í dagbók sína í júlí 1521:

„Sömuleiðis hef ég séð hve fólkið í Antwerpen

var undrandi, er það sá konung Danmerkur, að

því að hann var svo karlmannlega fagur maður

og vegna þess að hann hafði aðeins komið við

þriðja mann frá sínu góða landi." Durer málaði

síðan Kristján konung."

Vegna þess skilnings sem menn lögðu í texta

myndanna af konunum, var sú tilgáta sett fram

fyrr á öldinni, að íslendingar hefðu verið í för

með Kristjáni konungi til Antwerpen. Föt

kvennanna á myndunum, sem frekar henta í

Hefðarfrú frá íslandi? 1521 Allso gand dý reichen frowen in eisslond.

EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON

Gengið hefur verið út frá því að myndir Durers séu

teiknaðar í Antwerpen og konurnar hafi setið fyrir. Því

miður ritaði Durer ekki í dagbækur sínar um þessar

konur, eins og hann gerði um svo margg aðra sem

hann teiknaði. Hugsanlegt er að einhver gæti hafg ver-

ið á íslandi og séð íslenskar konur og lýst klæðnaði

jeirra fyrir Durer. I Antwerpen bjuggu margir kortg-

gerðarmenn og sæfarar sem sigldu í Norðurhöfum.

Spássfumynd úr Heynesbók AM 147 4to. Stofnun Árna Magnússonar.

vetrarkuldum, hafa þó vart verið hentug í ferð

sem farin var að sumarlagi. Því verður tilgátan

um íslendinga í fylgdarliði konungs að teljast

ólíkleg. Ef fjöldi manna í fylgdarliði konungs

var sá er Diirer greinir frá, hafa konur ekki

verið með eða ekki verið taldar með. Eini ís-

lendingurinn, sem vitað er til að Kristján II

hafi hitt árið 1521, var Ögmundur biskup Páls-

son, sem fór á fund hans í Kaupmannahöfn í

maí það ár, en ekki er greint frá neinum kon-

um í fylgdarliði Ögmundar.

Ekki má gleyma þyí að Kristján konungur

reyndi mikið að selja ísland hæstbjóðanda, þar

sem ríkiskassinn var ávallt tómur. Hann sendi

meðal annars Hans Holm, borgarstjóra og

kaupmann á Holtsetalandi, til Hollands og

Englands til að reyna að selja ísland. Vildi Kri-

stján konungur fá tuttugu til þrjátíu þúsund

gyllini af Hollendingum, en ef þeir vildu ekki

kaupa, þá fimmtíu til hundrað þúsund ef Hin-

rik VIII vildi kaupa landið. Kaupmenn í Am-

sterdam voru ekki fráhverfir kaupunum, en í

Antwerpen vildu menn alls ekki versla og því

varð ekkert úr íslandssölunni.

Hyort konungur var enn að reyna að losa sig

við ísland til að hlotnast skotsilfur er hann var

í Antwerpen vitum við ekki, en freistandi er að

ímynda sér að málið hafí enn veríð á dagskrá.

Diirer teiknaði marga kaupmenn í Antwerpen

og hefur örugglega haft samskipti við ein-

hverja af þeim sem ekki vildu kaupa ísland.

Liflenskar konur?

An vitundar íslenskra sagnfræðinga hefur

umheimurinn breytt túlkun myndanna þriggja.

Þegar árið 1931 setti Lettlendingurinn

Nicolaus Busch fram þá tilgátu að

Ei(y)s(s)lond á myndunum, eða ísland, væri

rangur lestur. Hann taldi réttara að lesa orðið

sem Eyfland, sem hann taldi forna mynd af

nafni Líflands, sem eru héruð þau sem liggja á

landamærum Eistlands og Lettlands nútím-

ans. Nafnið Eiflant, Ifland, Eiffenlant í stað

Líflands (á latínu: Livonia) kemur fyrir í heim-

ildum. Lífland hét til dæmis Iflanty á pólsku á

16..öld.

Önnur rök Busch eru þau, að þessar myndir

Durers hafi birst nokkuð breyttar í Trachten-

buch eftir Hans Weigel, sem kom út í Niirn-

berg árið 1577, en þar eru konurnar kallaðar

líflenskar. Síðar teiknuðu aðrir höfundar bóka

um búninga, svo sem Jost Amman (1586) og

Abraham Bruyn (1610) eftirrnyndir eftir teikn-

ingum Weigels og héldu einnig fram að bún-

ingar þessir væru líflenskir.

Með mjög langsóttum skýringum taldi

Busch koma til greina að Diirer hefði brugðið

sér í ferð til Riga og teiknað konurnar þar, en

setti fram endaslepptar skýringar því til stuðn-

ings. Samkvæmt seinni tíma fræðimönnum er

talið afar ólíklegt að Diirer hafði farið lengra

en til Niðurlanda.

Nicolaus Busch rannsakaði ekki hvort

klæðnaður íslenskra kvenna fyrr á öldum hefði

nokkurn tímann verið líkur þeim sem konurnar

á myndunum bera. Tilgáta Busch hefur síðan

verið tekin gild og hefur þýski listfræðingurinn

Ursula Mende bætt um betur í grein, sem kom

út árið 1969. Þar nefnir hún mynd Melchior

Lorchs af kvenbúningi frá Stralsund í Norður-

Þýskalandi frá 1563, og búning sem sést á leg-

steini frá 1601, sem sýna kraga sem svipar til

kraga sumra kvennanna á myndum Diirers.

Mende telur það leiða líkur að því að myndirn-

ar sýni í raun konur frá Líflandi frekar en ís-

landi. Sá annmarki er á grein þessari, að

myndir af þessum sönnunargögnum eru ekki

birtar. Háir kragar voru reyndar í tísku í Evr-

ópu á þessum tíma og einkum í lok 16. aldar og

sjást þeir til dæmis á legsteinum í dönskum

kirkjum, sem ekki eru mjög langt frá

Stralsund. Ekki nefnir listfræðingurinn Mende

hvort til séu myndir á legsteinum, á svæði því

sem kallaðist Lífland á miðöldum, sem sýni

konur með falda, skildahúfur eða háa kraga

eins og maddömur Diirers. Þrátt fyrir mikla

leit í bókum hefur höfundi ekki tekist að finna

neitt í löndum Eystrasalts, sem svipar til kven-

búninganna á myndum Dúrers.

Enginn þeirra, sem um myndir þessar hafa

skrifað, hefur velt fyrir sér hvort myndirnar

hafi verið teiknaðar eftir minni og séu því ekki

að öllu leyti nákvæmar. Gengið hefur verið út

frá   því   að   myndirnar   séu   teiknaðar   í

4     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16