Alþýðublaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 1
alþýöu- blaöió «i Þriöjudagur 29. mars 1983. 46. tbl. 64. árg. Magnús H. Magnússon Magnús H. Magnússon: sem eru að byggja í fyrsta sinn. En Svavar Gestsson hefur farið með þetta ráðuneyti árum saman og í rauninni lagt kerfið í rúst. Sjálf- stæðismenn segjast nú vilja veita þeim sem byggja í fyrsta sinn sér- staka fyrirgreiðslu og lána allt upp í 80% byggingakostnaðar. Á sama tíma ætla þeir að draga stórlega úr erlendum lántökum og lækka skatta. Hvernig fer þetta saman?“ Þetta sagði Magnús H. Magnús- son, fyrrverandi félagsmálaráð- herra í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Við spurðum Magnús H. Magnússon, fyrst hve hátt hlutfall húsbyggjendur fengju nú frá Hiís- næðisstofnun ef tillögur hans á sín- um tima hefðu náð fram að ganga. „Lánið frá Húsnæðisstofnun yrði sem svarar 45% af verði staðal- íbúðar sem kostar 1.2 millj. króna og yrði lánið 540 þús. krónur. Eins „Mér ofbýður málflutning- ur sjálfstæðismanna og al- lýðubandalagsmanna um iúsnæðismálin“ # Alþýðubandalagið hefur lagt kerfið í rúst • Tillögur Alþýðuflokksins enn í fullu gildi „Ég verð að segja það, að mér of- býður gersamlega þessi málflutn- ingur forystumanna Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks um hús- næðismálin á síðustu dögum. Al- þýðubandalagið stendur nú á rúst- um hins opinbera lánakerfis hús- næðismarkaðarins, en ætlar siðan nú að bjarga öllu við þegar eru að koma kosningar. NÚ segjast þeir geta sett upp sérstakt kerfi fyrir þá og þetta er í dag nær þetta hlutfall ekki 20% á pappírnum en er þó í rauninni miklu lægra vegna þess að greiðslurnar eru ekki verðtryggðar. Þannig að þegar verðbólgan er tek- in með í dæmið, þá má gera ráð fyr- ir að hlutfallið fari niður í allt að 10—12%. Samkvæmt mínum til- Iögum var hins vegar gert ráð fyrir því að greiðslurnar yrðu verð- tryggðar. En eins og nú er fá menn heildarupphæð sem ekki breytist neitt í þeirri óðaverðbólgu sem hér ríkir. „Nú er staðan sú, að hlutfall lengri lána væri nú um 65% af byggingarkostnaöi staðalíbúðar. Skv. þínum till. Er ekki nauðsynlegt að hækka þetta hlutfall? „Jú, það var einmitt það mark sem við settum okkur á sínum tíma að fara með þetta hlutfall í 80% á Framhald á 2. síðu Alþýðuflokkurinn kynnir stefnuskrá sína: BJ, W Sfefna Alþýðuflokksins i komandi kosnlngum kynnt á blaða- mannafundi í gær. Frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins, Magnús H. Magnússon, varafor- maður, Kjartan Jóhannsson formaður flokksins og Bjarni P. Magnússon, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins sitja fyrir svörum. hafa ekki komist til almennilegra verka". Kjartan sagði fyrsta áfanga efnahagsstefnunnar eiga að vera að treysta atvinnuna og að brjótast úr verðbólgufarinu og þessari sívaxandi erlendu skulda- söfnun./Hann lagði áherslu á að þetta yrði ekki auðvelt og það myndi reyna á samstöðu og styrk íslendinga. „Það er megin'atriði að það verði hætt að verja peningum i óarðbærar framkvæmdir, í óhóf- legar útflutningsbætur og óheyri- legan innflutning á togurum. Með þessu móti losum við fé til þess að byggja upp arðbær störf, skapa eðlilegan aðgang að rekstrarfé, gera það kleift að úrvinnsluiðnað- ur í sjávarútvegi eða landbúnaði Betri leiðir bjóðast - Gerbreytt efnahagsstefna Samstillt áætlun í stað bráðabirgðaráða „Staðreyndin er sú að við höfum búið við sömu leiðir og sömu flokka i landsstjórninni nú i 12 ár. Framsóknarflokkurínn hefur set- ið öll árin, Alþýðubandalagið hef- ur verið í átta ár af þessum 12 í ríkisstjórn og sjálfstæðismenn hafa veriö átta ár líka. Þessir aðil- ar hafa ráðið ferðinni og beitt sín- um ráðum en við viljum benda á að það eru til betri leiðir og höf um barist fyrir því að þær yrðu teknar upp. Við viljum gerbreytta efna- hagsstefnu“. Svo sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Aiþýðuflokksins í gær á blaðamannafundi, sem boðað- ur var til að kynna efnahagsstefnu flokksins og höfuð baráttumál hans í komandi kosningabaráttu. Auk Kjartans voru mætt á fund- inn Magnús H. Magnússon, vara- formaður, Kristín Guðmunds- dóttir, framkvæmædastjóri flokksins og Bjarni P. Magnússon formaður framkvæmdastjórnar. Þau mynda saman kosninga- stjórn flokksins. Kjartan lagði áherslu á að Al- þýðuflokkurinn hefði þá sérstöðu fram yfir hina flokkana að hann bæri enga ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir. Flokkurinn hefði verið utan ríkisstjórnar allt þetta tímabil utan eins árs. Ellert Schram ritstjóri og frambjóðandi: „Var ráðinn á DV sem sjálfstæðismaður" Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sammála um að víkja afstöðunni til ríkisstjórnarinnar til hliðar Gengur Sjálfstæðisflokkurinn sameinaður til næstu Alþingis- kosninga? Þessari spurningu velta fjölmargir fyrir sér eftir öll átökin innan flokksins á undanförnum árum. Sjálfstæðismenn láta að því liggja _að við það eitt að Gunnar Thoroddsen ætlar ekki í framboð þá hafi flokkurinn smollið saman Alþýðublaðið ræddi við Ellert B. Schram, ritstjóra hins „óháða og frjálsa“ DV og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins og var hann beðinn um að leggja sitt mat á hvort flokkurinn færi sameinaður í kosningabaráttuna. „Já það er mitt mat að Sjálf- stæðisflokkurinn muni ganga heill og óskiptur til þessarar kosningarbaráttu og er það mikið fagnaðarefni eftir allt það sem á undan hefur gengið. Það er afrek út af fyrir sig eftir öll þau átök sem um þessa ríkisstjórn hafa orðið. En í stórum stjórnmála- flokki koma upp mismunandi sjónarmið og verður alltaf svo“. Ef flokkurinn er sameinaður, hefur þá stjórnarandstööuarmur- inn ákveðið að styðja stjórnina eða hafa stjórnarliðar gengið til liðs við stjórnarandstöðuna? „Það er nú bara svo að menn hafa orðið sammála um að víkja því máli til hliðar, enda fer þessi stjórn brátt frá og þetta ríkis- stjórnarmynstur verður ekki endurtekið. Frambjóðendur flokksins eru orðnir sammála um að standa saman i því að skýra þá meginstefnu sem flokkurinn hef- ur að leiðarljósi. Einnig um að standa saman að því að flokkur- inn myndi næstu ríkisstjórn og auðvitað hlýtur það að vera mark- mið flokksins að fá hreinan meiri- hluta. En að minnsta kosti ér stefnt að því að flokkurinn komist í þannig stöðu, að framhjá hon- um verði ekki gengið“. Það vakti mikla athygli að Gunnar Thoroddsen treysti sér ekki til að lýsa yfir ótvíræðum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í sjónvarpsviðtali nýlega. Hvernig túlkar þú þá þögn hans? „Ég minni á að Gunnar Thoroddsen hefur verið í flokkn- um frá unga aldri og þar á hann heima. Mér dettur ekki annað í hug en að hann komi til með að styðja Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum“. Að lokum Ellert, hvernig fer það saman hjá þér að vera hvoru tveggja ritstjóri á „frjálsu og ó- háðu“ dagblaði og svo fram- bjóðandi fyrir ákveðinn stjórn- málaflokk? „Ég er nú búinn að svara þessari spurningu svo oft að það ætti að Framhald á 2. síðu „Verðbólgan var um 6% þegar þetta tímabil hófst fyrir 12 árum en er nú um 70% og sumum reikn- ast hún reyndar enn hærri. Ekki nóg með það, heldur á fólk erfitt með að koma sér fyrir og þess eru dæmi að launafólic verði að leita til hjálparstofnana. Það eina ár sem við vorum í stjóm gerðum við tilraun til að knýja fram ger- breytta efnahagsstefnu, en þegar það kom í Ijós og það fullreynt að það tækist ekki fórum við úr ríkisstjórninni. Það er mjög ó- venjulegt fyrir íslenskar aðstæður að stjórnmáiaflokkur sýni þá á- byrgðartilfmningu að leggja svo ríka áherslu á stefnumið sín að hann telji ekki að hann eigi að taka þátt í ríkisstjóm ef hann nær ekki fram sínum málum“. Því næst greindi Kjartan nánar frá efnahagsstefnu flokksins, sem kynnt var í bæklingnum „Betri leiðir bjóðast“ og þar sem megin- áherslurnar komu fram undir fjórum undirköflum: „Afkomu- öryggi“, „Ný atvinnustefna“, „Uppstokkun i ríkisbúskapnum ‘1 „Ábyrg samskipti“. Kjartan lagði áherslu á að sem jafnaðarmanna- flokkur legði Alþýðuflokkurinn mikla áherslu á kjör þeirra sem höllu'm fæti standa. „Það hefur margvíslegur skaði skeð á þessum síðustu árum og nú er orðin þjóðarnauðsyn að menn fari inn á nýjar brautir í efnahags- stjórn. Ráð hinna flokkanna hafa verið reynd. Þetta ástand sem hér ríkir þýðir náttúrlega að það verð- ur ekki hægt að segja já við öllu og það gengur ekki að vera með gylliboð og þau munu ekki koma frá okkur .alþýðuflokksmönnum. Skuldasöfnunin erlendis er stað- reynd sem við getum ekki horft framhjá, verðbólgan sömuleiðis. Atvinnan er í hættu. En menn hafa verið svo uppteknir að bjargast frá degi til dags að menn fái tækifæri til að dafna og að ný- tækniiðnaður og nýjar atvinnu- greinar eins og fiskirækt fái raun- veruleg vaxtarskilyrði. Jafnframt teljum við það nauö- synlegt, að taka upp eftiriit með óeðlilegri erlendri samkeppni við íslenska framleiðslu og að ríkið verði að ganga á undan í því að kaupa islenskar vörur. Einnig verður þegar í stað að taka upp skynsamiegri stjórnun á fiskveið- um, en hún hefur eins og kunnugt er tekist mjög hrapalega að undanförnu“. Kjartan sagði nauðsynlegt aö gera nýja hagstjórnar áætlun til 10-16 mánaða, þar sem afkomu- öryggi sæti í fyrirrúmi. „Það þarf í fyrsta lagi að breyta greiðslubyrði af lánum þannig að hún ráðist af tekjuþróun, þannig að vinnutíminn sem þarf til að standa undir afborgunum og vöxtum sé ekki sífellt að lengjast. í annan stað verður að auka hús- næðislán, einkum til þeirra sem ' eru að byggja í fyrsta skipti og í þriðja lagi verður að gera almennt sparifé verðtryggt þannig að raun- virði er skilað til sparifjáreigenda og sparnaður aukist“. Kjartan lagði áherslu á að flokkurinn hefði lagt þessi mál fram á þingi, sum hver fyrir mörg- um árum, þannig að ekkert væri eftir nema að samþykkja þau. Hann taldi að i framhaldi af þessu yrði að setja upp markmið um gengisþróun er drægi úr verð- bólgu. Gengið hefði nú á þriggja mánaða skeiði fallið og sigið frá áramótum um 22%. Hann sagði að þessi hraði yrði að vera kominn niður í fjórðung eða þriðjung þess sem nú ríkir undir lok þessa 10-16 mánaða tímabils. Samræma yrði verðiagsþróun og lækka vexti stig af stigi. „Þessu verður að fylgja eftir með samningum um launaþróun, Framhald á 2. síðu Oddur A. Sigurjónsson látinn Oddur A. Sigurjónsson fyrrum skólastjóri og ritstjóri er látinn. Oddur var skólastjóri lengst af á Norðfirði frá 1937-1960 og eftir það skólastjóri í Víghólaskóla í. Kópavogi frá 1960-74. Hann var bæjarfulltrúi á Norðfirði fyrir Alþýðuflokkinn tvö kjörtímabil. Oddur hafði mikinn og lifandi áhuga á þjóðmálum alla tíð. Hann gaf út blaðið Hamar á Norðfirði en starfaði m.a. árum saman á Alþýðublaðinu eftir að hann fluttist suður. Odds A. Sigurjónssonar verður minnst hér sérstaklega í blaðinu síðar. Útför hans verður gerð frá Landakirkju á laugadag n.k. Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.