Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur 25. janúar 1985
Utgefandi: Blaö h.f.
Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson.
Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður A. Friðþjófsson.
Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir.
Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Armúla 38, Rvík, 3. hæð.
Sími:81866.
Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Fangar 1979—1983:
Mikil breyt-
ing á samsetn
ingu afbrota
Föngum fíkniefnabrota fjölgar
til muna samfara hœkkandi hlut-
fallifanga á aldrinum 21—30 ára.
Auðgunarbrot eru enn algengasta tilefni fangavistar, en hlutfali fanga slíkra afbrota lœkkaði úr 64% í 48%
frá 1979 til 1983.
Hlutfall fanga sem sitja inni
vegna fíkniefnabrota hœkkaði úr
5,7% árið 1979 í 16,2% árið 1983.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
dómsmálaráðuneytið lét blaði
Verndar í té og birtist í jólahefti
þess. Arið 1979 sátu með óðrum
orðum 9 fangar af 157 inni vegna
fíkniefnabrota, en árið 1983 hins
vegar 40 af 246.
Á þessu 5 ára tímabili hefur orðið
talsverð breyting á samsetningunni
eftir brotategundum, sem og hefur
orðið nokkur breyting á aldurs-
dreifingu fanga.
Leitað á ný mið
Auk þess sem hlutfall fíkniefna-
brota meðal fanga hefur vaxið, er
sömu sögu að segja af föngum sem
voru inni vegna „nytjatöku, áfeng-
is- og/eða umferðarlagabrota" og
brennuvargar tóku að ryðja sér til
rúms í fangelsum (ef svo má að orði
komast).
Árið 1973 sátu inni vegna „nytja-
töku, áfengis- og/eða umferðar-
lagabrota" alls 11 fangar af 157 eða
7%. Árið 1983 voru slíkir fangar
hins vegar 41 af 246 eða 16,7%.
Aukning fanga slíkra brota er sem
sagt í svipuðum farvegi og hjá föng-
um fíkniefnabrota.
Auðgunarbrot/skjalafals
Langflestir fangar sitja inni
vegna „auðgunarbrota/skjalafals",
sem sagt þjófnaðar og annað í þá
áttina. Arið 1979 sátu inni fyrir slík
brot 100 fangar af 157 eða 63,8%.
Slíkum föngum hefur almennt
nokkuð fækkað á þessu tímabili og
hlutfallið lækkað talsvert, því 1983
voru slíkir fangar 48,4% eða 119 af
246.
Önnur afbrot
Öll þessi 5 ár sátu inni alls 16
manns vegna manndráps, en vegna
fjölgunar fanga almennt hefur
hlutfall þessara afbrotamanna
lækkað úr 10,2% árið 1979 í 6,5%
árið 1983. Fyrir „ofbeldisafbrot"
sátu 1979 inni 11 fangar (7%), en
þeir fóru niður í 6 árið 1982 (2,8%)
en aftur upp í 13 árið 1983 (5,3%).
Árið 1979 og 1980 sat enginn inni
vegna brennu, en 1 árið 1981, 4 árið
1982 og 6 árið 1983 (2,4%). Fyrir
kynferðisafbrot sátu árið 1982 inni
15 fangar (7%), en 11 árið 1983
4,5%).
Aldursdreifing fanga
Árið 1979 voru 10,9% fanga á
Framh. á bls. 2
At dragast við búskapar-
ligar trupulleika
Bæði ísland og Foroyar hava
búskaparligar trupulleikar at drag-
ast við. Kortini haldi ég at teroying-
ar hava dugað betur en vit íslend-
ingar at skipa og lagt búskaparvið-
urskiftini til rættis.
Hetta sigur níggju formaðurin í
íslendska javnaðarflokkinum, Jón
Baldvin Hannibalsson, sum vitjar í
F^royum í hesum dogum. Hetta er
eisini fyrsta uttanlandsferð hansara
sum formaður í flokkinum. Hann
er komin higar fyri at læra av foroy-
ingum, sum hann málber seg.
MOLAR
Þróunarfélagið
til Akureyrar
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
skorað á stjórnvöld að fyrirhugað
Þróunarfélag, sem sé nafnbreyt-
ingin á Framkvæmdastofnun,
verði staðsett þar í bæ.
Nú hefur bæjarráð Neskaup-
staðar samþykkt ályktun þar sem
eindregið er skorað á forsætisráð-
herra að svo verði, enda nauðsyn-
legt að „eðlileg dreifing valds og
þjónustu" komist á í stað hinnar
alvarlegu byggðaþróunar í land-
inu „sem nú kemur svo glöggt
fram í gífurlegri þenslu á höfuð-
borgarsvæðinu og vaxandi mis-
vægi milli þess og landsbyggðar-
innar".
Yndisleg kvikmynd
Nýlega var Atómstöðin, kvik-
mynd Þorsteins Jónssonar eftir
samnefndri       bók        Halldórs
— Þannig hefst forsiðufrásögn
Færeyska blaðsins „Sosialurin" frá
því 22. janúar, þar sem greint er frá
heimsókn Jóns Baldvins Hanni-
balssonar til eyjanna.
í greininni er sagt frá fyrri störf-
um Jóns Baldvins og frá viðræðum
hans við færeyska jafnaðarmenn.
Þá er greint frá vinnustaðafundum
Jóns og frá því að hann væri að
koma frá Osló af fundi Norrænna
jafnaðarmanna. Blaðið ræddi við
Jón („at tosa við") og sagði Jón við
blaðið að hann hefði ákveðið það
snemma eftir að hann hafi orðið
formaður að Færeyjar skyldu verða
fyrsta landið sem hann myndi
heimsækja sem formaður flokks-
ins.
„Ég havi ferðast kringum alt ís-
land og havi tosað við nógvar velj-
arar. Tað hevur víst seg, að fólk alla
staðni spyrja hvussu tað ber til, at
eitt lítið samfélag sum Foroyar, skal
kunna klára seg betur enn Island og
hvussu tað ber til, at f^royingar
skulu fáa so nógv meira fyri sín fisk
enn íslendingar" er haft eftir Jóni.
Sagt frá heimsókn
Jóns Baldvins í
fœreyska blaðinu
„Sosialurin".
Segist hann hafa fengið ítarlegar
upplýsingar um færeysk atvinnu-
og efnahagsmál, sem muni koma
að góðum notum, enda ætli hann
að „leggja hetta tilfarið fyri sínar
samstarvsfelagar í Altýðuflokkin-
"Framhald á bls. 3
ti$2í
Konufóll
gera tað
hjálpara
B - :,lt"wH >™.
Fnrmafliirin t MaadllM j"""-*"-flnbl.iniim vitjar
Laxness, frumsýnd í Kaupmanna-
höfn. Á mánudaginn var birtist
svo dómur um myndina i dag-
blaðinu Aktuelt og var yfirskrift-
in „Yndisleg kvikmynd frá ís-
landi, Atómstöðin er innihaldsrík
skemmtun" í dómnum segir m. a.
„Á yfirborðinu er sagan einföld:
ung stúlka flytur úr sveitinni til
Reykjavíkur, til að fara í tónlistar-
nám og fær inni hjá ráðherra
nokkrum og gjörspilltum vand-
ræðakrökkum hans.
—  Ertu kommúnisti, spyr
keisarinn í húsinu.
—  Nei organisti, svarar Ugla.
Atómstöðin er full af skringi-
legum uppátækjum og sérstæð-
um húmor, sem yfirleitt er sagður
með pókerandliti, enda býr oft
alvara á bak við: verður ísland
notað sem atómstöð; verður hags-
munapólitík einstaklinga eða
hugmyndafræðin ofan á? Uglu er
stillt upp á milli þessara tveggja
elda með sambandi sínu við
stjórnmálamanninn og andstæð-
ing hans.
í Atómstöðinni er ekkert farið í
felur með skoðanir kvikmynda-
gerðarmannanna. Hafi maður til-
finningu fyrir velleikna innihalds-
ríka skemmtun, er sjálfsagt að sjá
Atómstöðina, þó ekki væri nema
fyrir samtölin. T. d. þessi um
vændi: — Sumar konur sofa 300
sinnum hjá sama manninum,
aðrar sofa einu sinni hjá 300
mönnum. Eða þá þessi um kirkju-
byggingu: — Guð þarf þak yfir
höfuðið einsog önnur húsdýr.
Öll aðalhlutverkin eru í hönd-
unum á færum leikurum og tekst
þeim að skapa meira en típur.
Tinna Gunnlaugsdóttir, sem
Ugla, er mjög góð í hlutverki sínu
og veldur því að vera burðarás
myndarinnar.
Að lokum segir að Atómstöðin
sé mjög innihaldsrík skemmtun
þar sem alþjóðapólitík birtist með
brosviprur riiit't í íslenska lands-
laginu. Af stað nú til Reykjavíkur.
Reyklausir fundir
Einhver málefnafátækt virðist
einkenna fundi formanns og vara-
formanns Alþýðubandalagsins
um þessar mundir. í miðviku-
dagsblaði Þjóðviljans er frétt um
fund þeirra Svavars og Vilborgar
á ísafirði. Þó fréttin sé stutt þurfti
eina tvo blaðamenn til að berja
hana saman, enda eru einu tíðind-
in af þessum fundi þau að enginn
fundarmanna reykti þó svo að
ekki hafi komið til bein samþykkt
um bann við þeim ósóma. Síðan
segir orðrétt: „Að sögn fróðra
manna er slíkt algert einsdæmi að
slíkir fundir séu reyklausir og
þykir þetta sýna mátt áróðursins
fyrir tóbaksvörnum. Þess er og
minnst að tóbaksvarnarnefnd sú
sem bjó frumvarpið úr garði, var
skipuð í heilbrigðisráðherratíð
Svavars Gestssonar. Fundurinn
stóð á þriðja tíma og blótaði eng-
inn tóbaksgoðið á laun svo vitað
séí' Hvaða goð allaballarnir á ísa-
firði blótuðu á þessum fundi er
hinsvegar ekki talað um í grein-
inni en í fyrirsögninni er sagt að
fundurinn hafi verið mjög fjörug-
ur. Er ekki að efa það að einhver
hafi iðað í skinninu eftir að kom-
ast út og róa taugarnar með nikó-
tíni, þó svo að formaðurinn hafi
upphaflega staðið fyrir tóbaks-
banninu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4