Alþýðublaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 1
Reykjavíkurborg: Fj árhagsáætlunin er kosningaplagg Borgarstjórnarmeirihlutinn: Hálfur milljarður í lóðir sem enginn vill ,Þessar 500 milljónir liggja nánast í jörðinni“, segir Sig- urður E. Guðmunds- son, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins Reykjavíkurborg hefur of- fjárfest hundruð milljóna króna á lóðum sem ekki ganga út, að því er fram kom í ræðu Sigurðar E. Guðmundssonar, borgarfuiltrúa í umræðum um fjárhagsáætlun borgarinnar. Sem kunnugt er var stærstum Kröfur ASI: Konurnar mótmæla! Samtök kvenna á vinnumark- aði telja þœr kröfur sem Al- þýðusambandið hefur sett fram í viðrœðunum við VSÍ, vera alls ófullnœgjandi. Lágmarks- launakrafa er allt of lág, segja konurnar og fullyrða að það framfleyti sér enginn á 25.000 krónum á mánuði. Konurnar benda líka á að samkvœmt kröf- unum lendi sex neðstu launa- flokkarnir undir 25.000 króna mánaðarlaunum og í þessum flokkum séu einkum konur. Yf- irlýsing sem Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa sent frá sér um þetta mál er birt á bls. 2 í blaðinu í dag. hluta þeirra lóða sem úthlutað var á síðasta ári skilað aftur, Framh. á bls. 2 — Núverandi meirihluti kann ekki að stjórna fjármálum svo vel sé, segja fulltrúar minni- hlutaflokkanna Fjárhagsásetlun Reykjavíkur- borgar, sem meirihluti borgar- stjórnar samþykkti í svefnrofunum að loknum maraþonfundi sem stóð alla aðfaranótt föstudagsins, er „kosningaplagg i þess orðs fyllstu Hérlendis velja íþróttafréttamenn á ári hverju einn íþróttamann ársins með mikilli viðhöfn. Allt frá því árið 1956, þegar þessi siður var tekinn upp, mun það aðeins einu sinni hafa komið fyrir að kona hafi orðið fyrir valinu. Vestur—Þjóðverjar kunna ráð við þessu og þeir útnefna áriega íþróttakarl- mann og íþróttakonu ársins. Hér sjást þau tvö sem hlutu þessa viðurkenn- ingu á síðasta ári, en það eru Cornelía Hanisch skylmingakona og tennis- leikarinn Boris Becker. Kannski íslenskir íþróttafréttamenn œttu að taka þetta til athugunar. merkingu", að áliti fulltrúa minni- hlutaflokkanna, sem telja að skuldasöfnun sé óhjákvaemileg. Þessi niðurstaða kemur fram í bókun sem fulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks gerðu eftir samþykkt fjár- hagsáætlunarinnar, en við at- kvæðagreiðslu um áætlunina voru um 150 tillögur frá minnihluta- flokkunum felldar. Bókunin fer hér á eftir: Augljóst er að núverandi meiri- hluti í borgarstjórn Reykjavíkur kann ekki að stjórna fjármálum borgarinnar svo vel sé. í þeim efnum virðist farið eftir einskonar happa- og glappa lög- máli. Árið 1983 fór allt úr böndunum varðandi fjármálin og borgarsjóð- ur safnaði miklum skuldum. Það varð borginni hins vegar til happs að seinni hluta þess árs snarlækkaði verðbólgan þannig að mjög dró úr launa- og framkvæmdakostnaði. Eðlilegt hefði verið við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1984 að gjaldskrár væru lækkaðar til sam- ræmis við minnkandi verðbólgu og minni tilkostnað. Þvert á móti hækkuðu gjaldskrár þjónustufyrir- tækja stórlega og greiðslubyrði al- mennings jókst samfara miklum vexti í rauntekjum hjá borginni. Mest af þeim tekjuauka fór þó til að greiða óráðsíuskuldir frá árinu á undan. Nú hefur komið í ljós, eftir að verðbólgan fór að vaxa að nýju á sl. ári, að borgarstjóri og meirihlutinn hafa ekki gætt sín og misst tök á fjármálunum líkt og árið 1983. Þannig óx skuld borgarsjóðs við Landsbankann um 150 milljónir á árinu 1985, úr 18 í 167 milljónir. Þá skuldaði borgarsjóður 13 stofnun- um, sjóðum og fyrirtækjum á veg- um borgarinnar samtals um 250 milljónir króna um síðustu áramót. Ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs að sölsa undir sig allt laust Framh. á bls. 2 Jón Helga- son látinn Jón Helgason, skáld, fræði- maður, doktor og prófessor, lést í Kaupmannahöfn aðfaranótt sunnudagsins 19. janúar 86 ára að aldri. Ljóðabók hans, Úr landsuðri, sem kom út árið 1939, skipaði honum á bekk með öndvcgisskáldum tungunn- ar, en auk eigin skáldskapar fékkst hann töluvert við Ijóða- þýðingar, auk þess sem eftir hann liggur fjöldi fræðirifa. Jón Helgason fæddist 30. júní 1899 að Rauðsgili í Hálsa- sveit í Borgarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1916 og magistersprófi í norrænum fræðum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1923. Doktorsritgerð sína varði hann við Háskóla íslands árið 1926. Jón Helgason varði mestum hluta starfsævi sinnar við Kaup- mannahafnarháskóla, en þar varð hann prófessor í íslensku og íslenskum fræðum 1929. Þrátt fyrir miklar hœkkanir; Meðalverð lægra hjá RARIK en hjá Rafmagnsveitu Rvk. Mikil hækkun varð á raforku um síðustu áramót hjá Raf- magnsveitum ríkisins. I síðasta fréttabréfi RARIK er fróðleg grein um þessa rafmagnshækkun, en þar kemur fram, að þrátt fyrir að gjaldskrárliðir hjá RARIK séu yfirleitt 20—30"7o hærri en t.d. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, þá hefur meðalverð raforku frá RARIK verið mun lægra undan- farin ár en hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Um þetta er fjallað nánar í greininni. Um áramótin hækkar smásölu- verð raforku um rúm 1597o að jafnaði hjá Rafmagnsveitum rík- isins. Orkuverð til rafhitunar hækkar um 17.6%, en aðrir hækka um 14%. Síðast hækkaði gjaldskráin 1. janúar 1985 um tæp 20%. Á árinu 1985 hefur verðlag hækkað um 35% og er það mun meira en gert hafði verið ráð fyrir í ársbyrjun. Þegar í haust var gjaldskráin orðin of lág og því var ljóst að verulega hækkun þyrfti um áramótin til að endar næðu saman. Hins vegar var ljóst, að rafveit- ur sveitarfélaga stóðu betur að vígi, hvað hækkunarþörf varðar, enda ólíku saman að jafna, inn- anbæjarveitu og RARIK sem þjónar veitusvæði sem spannar yfir mörg þúsund ferkílómetra. Verðjöfnunargjald, sem allar raf- veitur í landinu innheimta, hefur runnið að stórum hluta til RARIK og hjálpað til við að halda orku- verði sambærilegu við það sem gerist hjá bæjarveitunum. 1. janú- ar 1985 lækkaði þetta gjaid úr 19% í 16% og varð það veruleg tekjuskerðing fyrir RARIK. Gjaldskrá RARIK er í flestum tilvikum hærri en hjá rafveitum stærri sveitarfélaga, en hins vegar hefur verið reynt að halda verð- mun niðri svo sem hægt hefur ver- ið. Iðnaðarráðuneytið tók þá ákvörðun að takmarka hækkun gjaldskrár RARIK við hækkun orkuverðs rafmagns og hitaveitu í Reykjavík, í því skyni að halda jafnvægi í orkuverði höfuðborg- arinnar og strjálbýlisins. Þetta er i sjálfu sér virðingarverð afstaða, en hún má ekki bitna á Rafmagns- veitum ríkisins eða viðskiptavin- um þeirra síðar í formi uppsafn- aðra vandamála. Þrátt fyrir að gjaldskrárliðir hjá RARIK séu yfirleitt 20—30% hærri en t.d. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, þá hefur MEÐAU VERÐ raforku frá RARIK verið mun LÆGRA undanfarin ár en hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Skýringin er sú, að um 60% af allri orku í smásölu hjá RARIK er til rafhitunar, á verði sem er til- tölulega lágt, eða nálægt inn- kaupsverði frá Landsvirkjun. Því er ljóst, að söluhagnaður af raf- orkusölu til hitunar hefur verið lítill sem enginn og á stundum nei- kvæður. Annars er þróun raforkuverðs á íslandi frá upphafi nokkuð sveiflukennd. Fyrstu árin var orka verulega dýr, enda rafmagn mun- aður á þeim tíma. Á síðasta ára- tug hélst orkuverð nokkuð lágt miðað við verðlag, en ekki endi- lega í takt við þarfir raforkufyrir- tækjanna sem í kjölfar orku- kreppu lögðu út í verulegar fram- kvæmdir. Enda fór svo í byrjun þessa áratugar, að stíflan brast og orkuverð rauk upp úr öllu valdi. Orkuverð fór svo hátt að til vand- ræða horfði á tímabili. Hámarki náði verðið 1983 og síðan þá hefur það verið keppikefli stjórnmála- manna að sýna fram á að hægt sé að lækka verðið. Verulegur árang- ur hefur náðst, eins og sjá má af myndinni, en kapp er best með forsjá. S.A. MEÐALGJALDSKRÁ RARIK 1981-1986 MEÐ OG ÁN NIÐURGREIÐSLU. MIÐAÐ ER VIÐ BYGGINGARVÍSITÖLU.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.