Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 28. febrúar 1987 Jón Baldvin Hannibalsson um sérframboð Alberts Guðmundssonar: Siálfstæðisflokkurinn er að klofna“ Annar þáttur í sápuóperunni Valdatafl í Valhöll „Skjótt skipast veður í lofti. Nú horfa menn upp á Sjálfstæðis- flokkinn riðlast í sundur, klofna í tvennt út af hverju? Flokksforystan segir: Það er út af siðferðinu. Ef Al- bert væri spurður, hverju ætli hann mundi svara. Það veit enginn. Lít- um fyrst á hina mannlegu mynd. Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins með Þorstein Pálsson í broddi fylk- ingar kemur eftir dúk og disk í Al- berts—Hafskipsmálum og úr- skurðar: Albert hefur gert sig sekan um „siðferðisbrest". Hann hefur verið borinn sökum í fjölmiðlum um skattsvik á sama tíma og hann var æðsti yfirmaður skattamála,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins um sér- framboð Alberts Guðmundssonar. Fólk spyr: Var þetta að gerast í gær. Af hverju núna? Eru ekki margir mánuðir síðan Helgarpóst- urinn birti þessar ákærur fyrst? Hvernig brást flokksforystan við þá? Af hverju brást hún ekki við strax? í útlöndum — þar sem siðferðið er tekið alvarlega — eru viðbrögð stjórnmálamanna og flokka, af- dráttarlaus og tafarlaus. Ráðherra sem er yfirmaður skattamála og er borinn sökum af fjölmiðli um skattsvik segir af sér þegar í stað, leggur öll gögn á borðið og heimtar opinbera rannsókn. Þetta var ekki gert. Albert brást ekki þannig við. Flokkseigendafélagið brást ekki þannig við. Því þeir héldu að þeir slyppu með þetta. Allt í einu þegar framboðsfresti er að ljúka komast þeir að þeirri pólitísku niðurstöðu að þeir munu ekki sleppa. Að þetta muni skaða flokkinn. Þess vegna er allt í einu játað að þetta er siðferðis- brestur. Niðurstaðan, hver var hún? Hún er sú að flokksformaðurinn segir við Albert: Þú ert óhæfur að gegna ráðherraembætti vegna sið- ferðisbrests. En hversu langt nær siðferðið í Sjálfstæðisflokknum? Sama daginn komst formaðurinn að annarri niðurstöðu og flokks- forystan sömuleiðis. Siðferðisbrest- urinn var ekki alvarlegri en svo að Albert Guðmundsson var rétt mátulega valinn til þess að vera leið- togi flokksins og ásýnd hans út á við í stærsta kjördæmi þjóðarinnar. Lengra náði siðferðið ekki. M.ö.o. það trúir ekki einn einasti maður á íslandi á hina siðferðilegu vandlæt- ingu. Það vita allir að þeim gekk annað til. Atkvæðahræðsla, kjós- endahræðsla, klókindi. Hitt er svo annað mál að klókindunum var öll- um klúðrað, klókindin reyndust tómt klúður. í fyrstu leit út fyrir að hvíta perl- an, gamli sólóspilarinn væri beygð- ur og brotinn. Einhver dapurlegasta stund í íslenskum stjórnmálum var ruglingslegt raus hans á fáránlegum fréttamannafundi að afloknum þingflokksfundi. það var dapur- legt. Hryggilegt. Hvað gerist næst? Það vill svo til að Albert Guð- mundsson á skapharða dóttur. Allt í einu kom hún svífandi eins og frelsandi engill frá útlöndum til þess að rétta hlut aldraðs föður. Láta hann rétta úr bakinu, standa í fæturna, storka fjendum sínum og bjarga ærunni. Þetta er fallegt. Fallegt sjón- varpsleikrit. gæti verið beint úr Dallas. Og þá þarf ekki að spyrja hver er í hlutverki J.R. og hver er í hlutverki Pamelu. Helena kom heim og stappaði stálinu í kallinn, dreif hulduherinn út úr fylgsni sínu. Þannig varð til Borgaraflokkurinn. Þar með er Sjálfstæðisflokkurinn klofinn. En um hvað? Um hvað í ósköpunum? Siðferði? það er at- hyglisverð staðreynd að Trójuborg féll þegar þeir leiddu tréhestinn inn fyrir borgarmúrana. Nú er tréhest- ur hins pólitíska siðferðis kominn inn fyrir borgarmúra Sjálfstæðis- flokksins og borgin óvarin, öllum opin, afhjúpuð. Siðferðisbresturinn er nefnilega orðinn öllum ljós. Hann birtist nú í tvennu lagi. Fyrir hvað stendur D? Aðför flokkseig- endafélagsins að einum af forystu- mönnum sínum? Fyrir hvað stend- ur S? Fyrir siðferði í opinberu lífi? Fyrir skattsvik? fyrir svindl? Eitt er ljóst. Sjálfstæðisflokkurinn þóttist vera á réttri leið. Við andstæðingar hans getum nú tekið undir það. Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið, hann er að klofna. Hann er að klofna í tvennt. Innan hans leikur allt á reiðiskjálfi í eitruðu andrúms- lofti haturs og heiftar, persónulegr- ar óvildar sem snýst um nákvæm- lega ekki neitt nema persónur og völd. Þetta er annar þáttur í sápu- óperunni: Valdatafl í Valhöll. Byrjaði þetta mál ekki allt saman út af sköttum? Spurning: Hvernig birtist siðferði skattakerfisins al- menningi á íslandi? Hverjir hafa verið ábyrgðarmenn þess siðlausa skattakerfis? Hverjir bera ábyrgð á skattsvikum og skattundandrætti upp á þúsundir milljóna? Svar: Fyrst Albert Guðmundsson fyrri tvö ár kjörtímabilsins. Svo fjand- vinur hans Þorsteinn Pálsson seinni hluta kjörtímabilsins. Sjálfstæðis- flokkurinn dæmdi Albert óhæfan sem fjármálaráðherra af faglegum' ástæðum fyrir rúmu ári að Þor- steinn tók við. En hvað hefur breyst? Nákvæmlega ekki neitt. Siðleysi skattakerfisins birtist okk- ur best í dæmisögunni frá ísafirði. í Morgunblaðsfrásögn sjómanns- ekkjunnar sem birti upp úr skatt- skrá staðarins tvær töflur. Annars vegar taldi hún upp nöfn helstu máttarstólpa bæjarfélagsins sem greiddu sameiginlega 40 þúsund krónur i tekjuskatt til ríkisins. Hins vegar birti hún töflu um 12 útivinn- andi konur, fiskverkunarkonur og einstæðar mæður. Sameiginlega greiddu þær eina milljón til ríkisins í tekjuskatt. Þessi dæmisaga frá ísafirði hefði getað gerst í hverju einasta byggðarlagi á íslandi, það þekkir fólk af eigin reynd. Þessi dæmisaga um siðleysi skattakerfis- ins, segir allt sem segja þarf. Og hún segir meira en mörg orð um pólit- ískt siðferði. Ekki bara Alberts Guðmundssonar heldur líka Þor- steins Pálssonar, og valdakerfis sér- hagsmunanna sem er saman komið í stjórnarflokkunum báðum. Það er of snemmt að slá nokkru föstu um það hvaða áhrif klofning- ur Sjálfstæðisflokksins hefur. Það er ekki nóg að vita að hann snýst ekki um neitt annað en persónuleg völd. Á næstu dögum munu menn sjá ásýnd þeirra manna sem fylkja sér að baki Alberts Guðmundssyni. $km mm Vandi fylgir vegsemd hverri Gamlir góðkunningjar í nýjum gamanmyndaflokki SJÓNVARPIÐ Einu sinni spurði Stalín um her- sveitir páfans. Við fáum að sjá framan í þær bráðum. Á þessu augnabliki horfa menn á hina mannlegu mynd, á hinn gamla beygða mann, hvítu perluna úr fót- boltanum sem átti að geyma í kosn- ingabaráttunni suður í svörtustu Afríku. Og Helenu hina fögru sem hefur komið eins og frelsandi engill til að bjarga æru föður síns. Þetta er fallegt. Falleg sjónvarpsmynd. Fal- leg sápuópera. Hvað svo? Þegar menn horfa á staðreyndir mála alls- gáðum augum og þegar tilfinninga- umrótinu er lokið og menn grilla í veruleikann bak við glassúr sjón- varpsstöðvar Sjálfstæðisflokksins þar sem trónir sáttasemjari Sjálf- stæðisflokksins innan um hina Krummana, þá munu menn trúlega ganga allsgáðir til kosninga og sjá strax einn hlut. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur afhjúpað sig. Hin misk- unnarlausa valdabarátta. Þetta ill- kynjaða hatur sem ríkir milli manna sýnir okkur að Sjálfstæðis- flokkurinn er óhæfur til forystu. Lítum í kring um okkur í þjóðfélag- inu. Skólarnir eru lokaðir. Fram- haldsskólanemendur liggja á fleti sínu í fjármálaráðuneytinu. Hjúkr- unarfræðingar ganga út. Sjúkralið- ar ganga út, Blóðbankanum er lok- að. Forysta Sjálfstæðisflokksins má ekki vera að því að hugsa um þetta. Hún er upptekin af öðru sem henni finnst þýðingarmeira: Valda- taflinu í Valhöll. Þá mun renna upp fyrir fólki að nú þurfum við fremur en nokkru sinni fyrr á því að halda, Jón Baldvin: „Sjálfstœðisflokkur- inn er á réttri leið — hann er að klofna að til verði afl með þessari þjóð sem getur tekið við pólitísku forystu- hlutverki af Sjálfstæðisflokknum. Sem betur fer er það afl til. Það er endurnýjunarafl íslenskra stjórn- mála. Það er ekki í þágu sérhags- muna. Það mun ekki hygla sérhags- munum á kostnað almenningshags- muna. Það lætur ekki stjórnast af úreltum kreddum. Það ræðir um málefni, — ekk:. bara menn. Þetta aíl er til og það hefur verið í sókn á undanförnum árum. Þetta afl heitn Aiþýðuflokkurinn. Nú þurfum við á honum að halda" segir Jón Baldvin Hannibaisson. Albvðuflokkskonur funda í Hollvwood í daa: „Viö viljum völd heim í héruðin“ — segir Elín Alma Arthúrsdóttir „Við ætlum að berjast fyrir því að allir eigi sama lífeyrisrétt. Við viljum heildarendurskoðun alls skattakerfisins. Við ætlum einnig að berjast fyrir því að hver og einn hafi frelsi tií þess að velja og hafna í húsnæðismálum. Þá ætlum við ennfremur að fylgja nýrri línu í byggðamálum og '■svo viljum við nýja og gjörbreytta atvinnustefnu“, sagði Elín Alma Arthúrsdóttir, 2. maður á lista Alþýðuflokksins á Suðurlandi og ein af fjórum Al- þýöuflokkskonum, sem verða með orrustufund i Hollywoodí dag kl. 14.00. „Sem dæmi um breytingar sem við Ieggjum áherslu á eru tillögur okkar í byggðamálum. í þeim efn- um viljum við fá völdin heim í hér- uðin sjálf með nýjum héraðsstjórn- um og sterkum sveitarfélögum. Þar verði miðstöð fjölbreyttari þjón- ustu, stjórnunar og þess að fjár- magnið sé ávaxtað á staðnum, en renni ekki umsvifalaust til Reykja- víkur, — en þannig er það nú. Við viljum sem sagt að Fjárfest- ingarlánasjóður atvinnulífsins verði landshlutaskiptur. Við viljum að fólk úti á landi þurfi ekki að koma til ríkisins með betlistaf í hendi, þiggjandi ölmusu af því fé sem þegar hefur runnið til kerfisins. Því viljum við skilyrðislaust breyta. í skattamálum viljum við heild- arendurskoðun alls skattakerfisins, vegna þess að núverandi skattakerfi er ónýtt. Og hér eigum við ekki við einstaka skatta, heldur allt skatta- kerfið eins og það leggur sig, þar sem ekki er tekinn út úr því einn lið- ur eins og nú hefur verið gert með staðgreiðsluna. Það sem kom út úr því var aðeins að nú er komin stað- greiösla launamannaskatts, en Þor- steinn Pálsson lofaði niðurfellingu launamannaskatts á sínum tíma.. Einnig styðjum við upptöku virðis- aukaskatts og að samfara því verði stigið stórt skref í niðurfellingu tekjuskatts af almennum launa- tekjum. Og það verður að gerast samhliða upptöku virðisauka- skatts, þar sem allt skattakerfið er ein samspilandi heild. Við viljum einnig nýja atvinnu- stefnu og nýsköpun í atvinnumál- um, þar sem dregið er úr beinum ríkisafskiptum og við viljum að rík- ið einbeiti sér að því að efla velferð- arkerfið fyrir fólkið sjálft, — allt fólk, ekki velferðarkerfi fyrirtækj- anna. Svo mætti nefna nýja landbún- aðarstefnu og taka þarf til hendinni við uppbyggingu í gróðurvernd. Þetta og margt fleira munum við ræða á fundinum í Hollywood í dag“, sagði Elín Alma Arthúrsdótt- ir. Ásamt Elínu Ölmu, munu Rann- veig Guðmundsdóttir, Lára V. Júlí- usdóttir og Jóhanna Sigurðardótt- ir, halda ræður í Hollywood í dag. Leiðrétting Nafn Jóhannesar Nordal banka- stjóra Seðlabankans misritaðist í forsíðufrétt í gær, föstudag. TVeir bókstafir féllu aftan af nafninu svo úr varð Jóhann í stað Jóhannes. Við biðjum Jóhannes Nordal og lesend- ur velvirðingar á þessum mistökum sem urðu í prentsmiðju. — Ritsjt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.