Alþýðublaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.10.1987, Blaðsíða 1
Sjávarútvegurinn á Kúpunni Ný skýrsla Þjóðhagsstofnunar staðfestir ýmsar af svartsýnustu fullyrðingum síðustu ára um erfiðleika í greininni. — Vona bara að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt stórfelldar skattaálögur á sjávarútveginn, lesi þessa skýrslu, — segir forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Sjávarútvegurinn, undir- stöðuatvinnuvegur þjódarinn- ar, er á hvínandi kúpunni og hefur veriö siðustu ár ef marka má skýrslu Þjóðhags- stofnunar um sjávarútveg 1980—85. í skýrslunni er sér- stakt efnahagsyfirlit þar sem fram kemur að í árslok 1985 voru heildarskuldir útgerðar- fyrirtækja, sem hlutfall af heildartekjum 131,3%. Ástandið er skárra hjá fyrir- tækjum sem stunda einungis fiskvinnslu, um 78%, en 92% hjá fyrirtækjum sem reka bæði útgerð og vinnslu. Enn- fremur koma fram iskyggileg- ar tölur um rýrnandi eigið fé og eru þær upplýsingar jafn- vel enn dekkri en þeir svart- sýnustu í greininni hafa hald- ið fram. Þannig er t.d. eigið fé útgerðarfyrirtækja sem hlutfall af eignum, mínus 12%. Efnahagsyfirlit skýrslunnar er byggt á mjög stóru úrtaki fyrirtækja, sem hafa um 70% af heildartekjum í sjóvarút- vegi. Að sögn Þórðar Frið- jónssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar hefur ástandið í greininni ekki batnað mikið eftir það tímabil sem skýrsl- an tekur til. „Ástandið hefur eitthvað batnað hjá útgerð- inni, vegna góðrar afkomu ’86 og ’87, en lítið eða ekkert breyst hvað varðar fisk- vinnslufyrirtækin.” Þetta mun vera i fyrsta skipti sem Þjóðhagsstofnun tekur saman efnahagsyfirlit fyrir sjávarútveginn með þeim hætti sem gert er í skýrslunni. Upplýsingarnar virðast hins vegar ekki nýjar fyrir forsvarsmenn fyrirtækj- anna.: „Niðurstöður þessarar skýrslu koma okkur sem störfum í sjávarútvegi ekki á óvart. Það hefur margsinnis verið bent á hvernig rekstrar- skilyrði þessa grundvallarat- vinnuvegar okkar voru á um- ræddum árum og hvernig eigið fé fyrirtækjanna var étið í stórum skömmtum ár frá ári,“ sagði Finnbogi Jóns- son forstjóri Síldarvinnslunn- ar í Neskaupstað I samtali við Alþýðublaðið, en Sildar- vinnslan er annað stærsta fyrirtækið í sjávarútveginum. Finnbogi sagði að það væri afar gagnlegt að þessi skýrsla sæi dagsins Ijós ein- mitt núna. „Ég vona bara að þeir stjórnmálamenn sem hafa á síðustu mánuðum stutt stórfelldar skattálögur á sjávarútveginn, bæði beint og óbeint, lesi þessa skýrslu.” Þrátt fyrir að afkoman hafi verið þokkaleg nú á annað ár, segir Finnbogi langt í land með það að fyrirtækin vinni sig út úr þeirri skuldasúpu sem staðfest er í skýrslunni, eða bæti eiginfjárstöðuna sem einhverju nemur. „Þjóðin lifir á sjávarútvegi og við vit- um að það eiga eftir að koma mögur ár. Meðan sæmilega árar verða fyrirtækin því fá frið til að byggja sig upp.“ Finnbogi segir hins vegar fjármálaráðherra vera allt annarrar skoðunar: „Hann hefur þegar lagt skatta á sjávarútveginn, sem nema Flugstöövarmálið vel á veg komið Rikisendurskoðun stefnir að þvi að Ijúka rannsókn á byggingarkostnaði flugstöðv- arinnar í Keflavík, áöur en fjárlög og lánsfjárlög koma til afgreiðslu og umfjöllunar á Alþingi. Ennfremur er stefnt að því að Ijúka samantekt á kaupleigusamningum ríkis- fyrirtækja, en að sögn ríkis- endurskoðenda hafa þegar verið send út bréf til forsvars- manna ríkisstofnana þar sem óskað er eftir upplýsingum um slika samninga. Rikis- endurskoðun sinnir báðum þessum verkefnum að beiðni fjármálaráðherra. Halldór V. Sigurðsson ríkis- endurskoðandi sagði að rannsókn flugstöðvarmálsins væri mjög yfirgripsmikil en engu að síður ætti að takast að Ijúka henni áður en fjallað verður um fjárlög og lánsfjár- lögin á Alþingi. Fjórir starfs- menn stofnunarinnar sinna því verki, en auk þess hafa aðrir aðilar verið kallaðir til einstaka verkefna. Samantektin á kaupleigu- samningum ríkisstofnana verður hins vegar ekki eins yfirgripsmikil þvi að sögn ríkisendurskoðanda hefur verið óskað eftir skýrum upp- lýsingum m.a. Ijósrita af slik- um samningum. hundruðum milljóna króna og það liggur í loftinu að það eigi að leggja enn frekari álögur á sjávarútveginn. Þessa efnahagspólitík gagn- vart undirstöðugreininni og fiskvinnslufólki, sérstaklega á landsbyggðinni, skil ég alls ekki.“ Sjávarútvegurinn er á hausnum, samkvæmt nýrri skýrslu um rekstur fyrirtækja í greininni. Þetta atvik varð á Miklubreutinni i Reykjavík i gær — og bætir væntanlega ekki úr skák. Ólafsvík: Bið á nýjum meirihluta Ekki var i gær vitað til þess að neinar viöræður væru i gangi í Óiafsvík um myndun nýs meirihluta, eftir að slitnaði upp úr samvinnu A-flokkanna og Lýðræðis- sinna i fyrrakvöld. Ýmsir möguleikar eru í stöðunni, enda sitja alls fulltrúar fimm stjórnmálasamtaka í bæjar- stjórninni. Sveinn Þór Elinbergsson, forseti bæjarstjórnar og full- trúi Alþýðuflokksins, sagðist í samtali við Alþýóublaðiö I gær, engu geta spáð fyrir um framvindu mála. Hann kvaðst á hinn bóginn myndu beita sér fyrir því sem forseti Bæjarstjórnar, að bæjar- stjórnin starfaöi eðlilega aó afgreiðslu mála, eins og hún væri kosin til að gera, þrátt fyrir nýverandi kringum- . stæður. Sveinn kvaðst hins vegar vilja taka fram aö það væri of mikil einföldun að halda þvl fram að byggingarhraði fé- lagsheimilisins hefði verið stærsta miskllðarefni meiri- hlutans. „Þetta var ekki meira en tuttugasti partur af ágrein- ingnum og ekki stærsta vandamáliö."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.