Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. mars 1988 STOFNAÐ 1919 Skyrsla endurskoðandans sœttir ekki stríðandi fylkingar. Deilt um yfir 20 milljóna króna „umframlaun“ til Guðjóns. Augu manna beinast að raunverulegum vandamálum SÍS. Ársskýrslunnar beðið með tregablandinni Enn harðna átökin i SÍS. Ekki er taiið að skýrsla Geirs Geirssonar endurskoðanda. um launamál Guðjóns B. Ólafssonar hjá lceland Sea- food, muni jafna ágreining striðandi fylkinga. Sam- kvæmt áreiðanlegum heim- ildum Alþýðublaðsins er talið að Guðjón hafi fengið yfir 20 milljónir í laun umfram það sem samið hafi verið við Erlend, á tímabilinu 1981-19 86. Ágreiningur Erlendar Ein arssonar og Guðjóns um skattlausar kostnaðartölur hefur heldur ekki verið jafn- aður. Ef skattleysissjónar- miðið verður ofan á, er engu að siður talið að yfir 10 milljónir hafi verið ofgreidd- ar. Samkvæmt heimildum Al- eftirvœntingu. þýðublaðsins skrifaði Erlend- ur Einarsson öll atriði varð- andi launasamninga við Guð- jón i bók sem geymd var hjá lceland Seafood. Atriðin handskrifaði Erlendur og liggja þau gögn fyrir. Þrátt fyrir þetta er talinn vilji hjá ákveðnum sterkum einstaklingum innan Sl S, fyrir því að sjatla mál og þagga niður. Þannig telja menn að þótt skýrslan sé ekki Guðjóni í vil megi finna fleti sem hjálpi til við að skil- greina þann ágreining sem opinber er orðinn. Mikil spenna ríkir fyrir stjórnarfundinn framundan, bæði hjá lceland Seafood og Sambandinu. Fyrir fundina ræðast menn við og fylkja liði. Þá er talið að það mikla upphlaup sem orðið hefur, hafi dreift athyglinni frá hinum raunverulega vanda hjá Sambandinu. Forstjóri og stjórnarmenn Sambandsins komast hins vegar ekki hjá þvi að leggja fram ársskýrsl- una. Þar mun hinn ískaldi veruleiki blasa við. Ársskýrsl- unnar er því beðiö með trega- blandinni eftirvæntingu. Launadeila kennara og fjármálaráðuneytisins: STAÐHÆFINGAR Á MÓTI STAÐHÆFINGUM Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, segir að launakröfur framhaldsskóla- kennara séu um helmingi hærri heldur en tilboð sem ríkiö hefur gert. Það hljóðar upp á 13,5% launahækkun en framhaldsskólakennarar fara fram á 65% hækkun. Kennarar visa þessum full- yröingum á bug og jafnframt því að laun kennara séu mun hærri en þeir hafi látið frá sér fara. í tilefni af ónákvæmum fréttaflutningi af gangi samn- ingaviðræðna fjármálaráðu- neytisins við samtök kennara boðaði fjármálaráðherra til fréttamannafundar i gærdag. Þar kom m.a. fram að eins og nú horfði í þjóðarbúskapnum væri ekki gerlegt að gera kjarasamninga við starfs- menn ríkisins sem gengju lengra hvað launabreytingar snertir en ætla mætti að yrði á hinum almenna vinnumark- aði. Á fundinum lagði fjármála- ráðherra fram yfirlit yfir laun nokkurra ríkisstarfsmanna og kom þar fram að meðallaun grunnskólakennara í des- ember voru um 74.000 krónur en kennarar visa þessum töl- um á bug. Nú þegar sól er farin aö hækka á lofti og snjóföl er á jördu setur margur maöurinn sólgleraugu á nefiö. Þá daga sem sólin sýnir sig ekki setja hins vegar flestir gleraugun í vasann. Og þá er um aö gera aö sýna vandvirkni og hæfni til þess aö hitta á réttan staö. VERSLUNIN ÞJAPPAST SAMAN 3 ISLENSKA STJÓRNAR- SKRÁIN 4-5 SJÚKLEGUR PENINGA- SKORTUR?! 8 i I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.