Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						AIMMMB
Föstudagur20. maí 1988
STOFNAD
1919
Ríkisstjórnin:
93. tbl. C9. árg.
URSLITIN RAÐAST I DAG
„Þessi ríkisstjórn verður að sýna hvort hún nœr saman eða ekki, " segir Þorsteinn Pálsson
forsœtisráðherra.
„Ég veit ekki um neina rik-
isstjórn sem heíur lifað það
af, að ná ekki saman," sagði
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra við Alþýöublaöiö i
gær eftir þriggja og hálfs
tíma fund formanna stjórnar-
flokkanna. Ekki virtist sem
samstaða hefði tekist á fund-
inum um efnahagsráðstafanir
en til umræðu voru tillögur
forsætisráðherra til lausnar.
Ríkisstjórnarfundur hefur ver-
ið boðaður í dag og sagðist
Þorsteinn vænta úrslita á
þeim fundi.
„Við höfum ekki langan
tíma og veröum aö fá úrslit í
þetta á morgun," sagöi
forsætisráöherra. „Þessi rík-
isstjóm veröur aö sýna, hvort
hún nær saman eöa ekki.
Hún má engan tíma missa i
því aö sýna þá niðurstöou."
Forsætisráöherra vildi ekk-
ert segja um ti.llögur sínar til
lausnar, eða hljómgrunn sem
þær fengu. „Við verðum að
biða og sjá."
Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra fór af fund-
inum á undan Jóni Baldvin
Hannibalssyni fjármálaráð-
herra. Steingrímur vísaði á
Þorstein aðspurður um niður-
stöðu fundarins. „En er ekki
best að segja að við séum
bjartsýnir," sagði hann. Jón
Baldvin vildi ekki tjá sig um
fundinn.
„Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins fela tillögur
Þorsteins m.a. í sér að sett
verði bráðabirgðalölg vegna
þeirra samninga sem ógerðir
eru. Hins vegar mun ekki
hreyft við rauðum strikum. í
tillögunum er samkvæmt
sömu heimildum gert ráð fyr
ir að bindiskylda bankanna
verði hækkuð úr 13% í 15%.
Verðbréfasjóðum mun verða
gert skylt að kaupa ríkis-
skuldabréf. í tillögunum mun
einnig vera skýrt kveðið á um
aðhald í ríkisrekstrinum og
aö ríkissjóður skili tekju-
afgangi 1989.
Þá er samkvæmt heimild-
um blaðsins gert ráð fyrir að
bætur Tryggingarstofnunar
veröi hækkaöar. 500 milljónir
verði til útlána fyrir útflutn-
ingsgreinarnar og að 50-100
milljónir renni í landbúnaðinn
vegna búháttabreytinga.
Einnig mun vera gert ráð fyrir
auknum framlögum í Jöfnun-
arsjóð sveitarfélaganna. Hvað
varðar lánskjör mun í tillög-
unum m.a. vera gert ráö fyrir
að felld verði niður verðtrygg-
ing á bankalánum til
skemmri tíma en fjögurra ára.
Yfirvofandi stöðvun í Álver-
inu í Straumsvík virðist hafa
sett mikla pressu á ríkis-
stjórnina um að flýta lausn
mála.
Asmundur Stefánsson sker upp herör gegn ríkisstjóm Þorsteins
Pálssonar:
„FORSÆTISRÁÐHERRA ÝTIR
FRÁ SÉR VANDAMÁLUNUM
úú
Tillaga forseta ASIí Verðlagsráði um að koma í veg fyrir hœkkun
átagningar og farmgjalda felld.
Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ er mjög harðorður
i garð Þorsteins Pálssonar
forsætisráðherra og ríkis-
stjómarinnar eftir að slitnaði
upp úr samræðum verkalýðs-
hreyfingai innar og rikis-
stjórnarinnar um efnahags-
aðgerðir i kjölfar gengisfell-
ingar. Hann segir Þorsteinn
Pálssonar lítilmannlegan óg
rikisstjórnina óviljuga að
hamla gegn verðhækkunum.
Forseti ASÍ sendi i gær frá
sér tvær fréttatilkynningar
þar sem hann sakar forsætis-
ráðherra um að hafa talað
nánast einan fyrir hönd sam-
ráðherra sinna og að hann
hafi hafnað öllum viðræðum
nema um kaupliði samninga.
Ásmundur Stefánsson segir
ennfremur að Þorsteinn Páls-
son hafi viljað ræða rauð
strik í samningum og ófrá-
gengna samninga og að rík-
isstjórnin vildi ekki taka að
sér samningagerð við hina
ýmsu aðila sem eiga ósamið.
Orðrétt segir í fréttatilkynn-
ingu forseta ASÍ: „Aö framan-
sögðu er íjóst að það var
Ásmundur Stefánsson: „Tilhæfu-
lausar ásakanir Þorsteins í garö
ASÍ eru litilmannleg tilraun til að
ýta frá sér umræðu um hin raun-
verulegu vandamál."
ekki ASI sem neitaði viðræð-
um. Það var ríkisstjómin.
Hún vill ekki ræða óráðsíu
efnahagslifsins. Hún hefur
engar forsendur fram að færa
sem gera umræður um rauð
strik möguleg og hún veit
ekki i einstökum atriðum til
hvers hún ætlast gagnvart
þeim samningum sem ólokið
er." Þá segir Asmundur: „til-
hæfulausar ásakanir Þor-
steins um að ASÍ vilji ekki
verja kaupmátt eru lítilmann-
leg tilraun til að ýta frá sér
umræðu um þau raunveru-
legu vandamál sem að
steðja."
í annarri fréttatilkynningu
sem forseti ASÍ sendi frá sér
í gær segir að ríkisstjómin
hafi neitað öllum viöræðum
við verkalýðshreyfinguna um
hvernig taka skuli á efna-
hagsvandanum þar á meðal
verðlagsmálum. „Nú hefur
ríkisstjórnin í verki sýnt að
hún er ekki reiðubúin til þess
að standa fyrir aðgerðum til
að hamla verðhækkunum í
kjölfar gengisfellingar," segir
Ásmundur.
Forseti ASÍ lagði fram til-
lögu um að komið yrði í veg
fyrir hækkun álagningar og.
farmgjalda svo og birgða í
kjölfar gengisfellingar. „Til-
laga mín var felld," segir
Ásmundur. „Fulltrúi ráðherra
var meðal þeirra sem greiddi
atkvæði gegn tillögunni. Til-
laga min naut stuðnings full-
trúa ASÍ og BSRB."
Grásleppukarlar eru ekki of hrifnir af veiðinni. Hún þótti fara hægt af
stað. Þessa mynd tók Gunnar af einum sem hengdi upp við Ægissíðu
i Reykjavík.
Verðlagsráð:
FULLTRÚI ASÍ
FELLDI SJÁLFUR
TILLÖGUNA
— segir Jón Baldvin Hannibalsson
¦¦
áá
„Fulltrúi ASÍ felldi sjálfur
tillöguna," segir Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra er Alþýðublaðið bar
undir hann staðhæfingu
Ásmundar Stefánssonar
forseta ASÍ þess efnis, að
fulltrúi ráðherra hafi á fundi
Verðlagsráðs i gær greitt
atkyæði gegn tillögu forseta
ASÍ um að komið verði i veg
fyrir hækkun álagningar og
farmgjalda svo og birgða i
kjölfar gengisfellingar.
„Fulltrúi viðskiptaráðherra
á fundi Verðalagsráðs lagði
fram tillögu um frestun á til-
lögu forseta ASÍ um verðlags
aðhald. Sú frestunartillaga
var felld, meðal annars af
fulltrúa ASÍ," segir Jón Bald-
vin Hannibalsson við Alþýðu-
blaðið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8