Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. desember 1988 3 Jón Baldvin eftir heimsóknina til Póllands STJORNVOLD BODA MARKAÐSVÆÐINGU — En Samstaða áfram í hlekkjum Jón Baldvin segir Perestrojku Gorbachevs heimila Póllandi að gera róttœkar efnahags- legar umbœtur um áramótin. Félagafrelsi ekki á dagskrá. Stjörnvöld: Við komumst ekki lengra. Samstaða: Við komumst ekkert áfram án frelsis. Kaþólska kirkjan: Athvarf vinsvikinnar þjóðar. Jón Baldvin og Jaruzelski leiðtogi Póllands, takast i hendur. Mynd: Reuter. Jórt Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra var í fjög- urra daga opinberri heimsókn i Póllandi 12.-16. desember. i viðræðum hans við pólska ráðamenn báru meðal annars á góma róttækar efnahags- umbætur sem eiga að taka gildi um og eftir áramót, í anda Perestrojkunnar í Sovét- ríkjunum. Erfitt hefur reynst að ná tali af utanrikisráðherra um ferðina vegna gegndar- lausra anna og samningavið- ræðna á Alþingi, en þökk sé nauðaómerkilegu málþófi sjálfstæðismanna í vikunni reyndist unnt að króa Jón Baldvin af í viðtal og af þvi er Ijóst að sitthvað merkilegt er að gerast í Póllandi. Ekki dregur það úr vonum manna um einhvern árangur efna- hagslegra umbóta að eftir viðtalið hefur frést af hreins- unum í pólska kommúnista- flokknum, þar sem 8 umbóta- sinnaðir flokksmenn tóku sæti 6 félaga sinna i Stjórn- málaráðinu. Um leið kom hins vegar fram harðandi af- staða gagnvart Samstöðu. í viðræðunum ræddu Jón Baldvin og pólsku ráðamenn- irnir einkum um samskipti austurs og vesturs, um ein- hliða ákvörðun Gorbachevs um samdrátt herja og fækk- un hefðbundinna vopna í A- Evrópu og tillögur Atlants- hafsbandalagsins um sama efni, um Perestrojku Gorbachevs í Sovétrlkjunum og hvaða horfur væru á því að umbætur hans ( efnahags- málum næði fram að ganga, um áætlun hinnar nýju ríkis- stjórnar Rakowsky i Póllandi um efnahagslegar umbætur og pólitískar forsendur henn- ar meðal annars með hlið- sjón af samskiptunum við Samstöðu, um opnun Pöl- lands á sviði viðskipta og loks um tvíhliða samskipti ís- lands og Póllands. Við innt- um Jón fyrst eftir þvl hvað hefði komið fram í umræðum hans við Jaruzelski um af- vopnunarmál. „Ég kynnti Jaruzelski í smáatriðum I hverju tillögur Atlantshafsbandalagsins á sviði afvopnunar á hefð- bundnum vopnum væru fólgnar. Þær ganga mun lengra en ákvörðun Gor- bachevs og miða við þá grundvallarreglu að ekkert eitt ríki á meginlandi Evrópu hafi yfir að ráða meiri mann- afla undir vopnum né vopna- búnað sem ætlað er til sókn- ar en sem nemur því sem samræmst getur eðlilegri varnarþörf. Og I annan stað að ekkert ríki hafi herstyrk á landssvæði annars ríkis um- fram það sem geturtalist samræmast eðlilegri'varnar- og eftirlitsþörf. Nánar tiltekið felur þetta i sér gríðarlega fækkun I mannafla og hefð- bundnum vopnum af hálfu Varsjárbandalagsins. Jaru- zelski lýsti þeirri skoðun sinni að þetta væru mjög at- hyglisverðar tillögur og yllu þær honum meiri bjartsýni um árangur á afvopnunarráð- stefnunni í Vín — þær væru gott framlag, til þess fallnar að auka mönnum vonir um árangur." NORÐURLÖND HJÁLPI PÓLLANDI ÚR SPENNITREYJUNNI - Það hefur komið fram að Pólverjar ætli sér að koma í gegn talsverðum efnahags- legum umbótum á næstunni og höfða í því sambandi til Norðurlanda um stuðning. Hvað segja Jaruzelski og aðr- ir ráðamenn um þetta nánar tiltekið? „Við Jaruzelski fórum til- tölulega fljótt yfir sögu þegar við ræddum efnahagsáætlun Póllands, því áður haföi ég rætt þetta mál ítarlega við Olevchowski utanríkisráð- herra, Jastrzebski utanrlkis- viðskiptaráðherra og Rakow- sky forsætisráðherra. Það sem einkum vakti athygli mína í viðræðunum hvað Jaruzelski varðar var að hann, eins og aðrir forystumenn Pólverja, lagði mikla áherslu á að Norðurlönd gætu lagt mikið af mörkum til að auð- velda Pólverjum að brjótast út úr þeirri spennutreyju sem þeir eru nú I á sviði efna- hagsmála. Umræðurnar um þetta opnuðust á því að ég vitnaði til ummælaýmissa samstarfsmanna hans og hann tók greiðlega undir þau. Hann sagði það rétt, að sögulega séð hefði það lengi verið markviss viðleitni Pól- verja að efla tengslin við Norðurlönd og Eystrasalts- ríki. Þetta stafaði af eðlileg- um ástæðum, landafræðin hefur sitt að segja og I annan stað hefði Pólland sögulega séð verið umlukt milli tveggja stórvelda og það væri því eðlileg viðleitni að ná auknum samskiptum og samstarfi við grannþjóðir I norðri, sem væru smáþjóðir , en þó efnahagslega öflugar. í þriðja lagi væru Norðurlanda- þjóðirnar sterk þjóðfélög bæði fjárhagslega og tækni- lega sem gætu af þeim ástæðum haft mikið fram að færa við tæknilega og efna- hagslega uppbyggingu I Pól- landi. A persónulegum nót- um vék hann að því að hann væri Norðurlöndunum nokk- uð kunnugur, hann hefði á slnum yngri árum farið í heimsóknir til Finnlands oa Noregs, þá sem fulltrúi pólska hersins og síðar varnarmála- ráðuneytisins. Hann var þar meðal annars viðstaddur her- æfingar, kynntist þar mönn- um og líkaði vel kynnin af Norðurlandabúum." — Komu fram einhverjar ákveðnar hugmyndir um átak á sviði efnahagsmála í Pól- landi og þá hlutverk Norður- landa? „í viðtali mlnu við utanrík- isviðskiptaráðherrann lét hann þess getið að um viku áður hafði sendinefnd 12 sænskra viðskiptajöfra verið I heimsókn í Póllandi. Þeir hefðu kynnt sér umbótaáætl- unina. Niðurstaðan að sögn ráðherrans var sú að þeir hefðu lýst sig reiðubúna til að efna til fjárfestingar I Pól- landi fyrir á annað hundrað milljónir dollara þegar fyrir lægi að pólska rlkisstjórnin hefði komið fram hinni nýju löggjöf. Þetta er dæmi.“ VIÐURKENNING Á GJALD- ÞROTI FORMÚLU- SÓSÍAUSMANS - Hvað felst þá nánar til- tekið í þessari löggjöf um efnahagsumbætur? „Aðalatriðin I henni eru býsna róttæk. Fyrst er að nefna skilyrðislausar heimild- ir til stofnunar einkafyrir- tækja. í annan stað heimild fyrir erlenda aðila til þess að eiga fyrirtæki 100% og um leið fyrir erlenda aðila að stjórna fyrirtækjum innan Póllands. I þriðja lagi er þarna að finna skilyrðislausa viðurkenningu ágjaldeyris- eign einstaklinga og fyrir- tækja án íhlutunar eða af- skipta ríkisvalds. í fjórða lagi sérstakar skattaívilnanir sem eru í því fólgnar, að fyrirtæki sem hefðu megin hlutann af tekjum sínum af útflutningi hefðu sérstakar undanþágur frá sköttum í allt að því ár og í hlutfalli af þvi hve stór út- flutningurinn væri af tekjun- um. Þetta er það sem þeir kalla umbótaáætlunina og þessi lagafrumvörp eru nú til umræðu í pólska þinginu og er gert ráð fyrir því að að stærstum hluta geti þau öðl- ast lagagildi fyrir áramót en seinustu þættirnir I apríl. Sví- amir töldu að ef og þegar þetta tæki gildi væri komin efnahagsleg umgjörð sem gerði erlendum fyrirtækjum kleift að starfa með árangri I Póllandi, sem myndi stuðla að örari efnahagsþróun, bæði tæknilega og fjárhags- lega.“ — Viö erum meö öðrum orðum að tala um að útlit sé fyrir talsverðum breytingum á öllum efnahagslegum stoð- um þjóðfélagsins, nánast byltingu? „Ef þú litur á um hvað þessar umbætur snúast þá erum við vitaskuld að tala um sögulegar breytingar. Það þýðir I reynd að formúlu-sósí- alisminn, sem þröngvaður var upp á þessa þjóð, með ríkis- eign á öllum framleiðslutækj- um og einsflokkskerfi í póli- tik, er gjaldþrota. Þetta er áætlun um einkavæðingu, um að virkja markaðinn og koma á samkeppni, að reyna að gera pólskan gjaldmiðil að fullgildum gjaldmiðli og koma á frjálsum gjaldeyris- viðskiptum. Þetta er með öðrum orðum róttæk áætlun um markaðsvæöingu á öllum sviðum. Það eru I rauninni ekki kommúnistar sem boða þessa stefnu- þetta eru má segja traustir hægri kratar!“ SKIPASMÍDAIÐNAÐURINN í BRENNIDEPLI - Var á þessum ráða-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.