Alþýðublaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 9. júní 1989 Rauði kross íslands: Alls 8 Islendingar við hjálparstörf í sumar I sumar fara 4 flltrúar á vegum Rauða kross íslands til hjálpar- starfa erlendis og verða þá sendi- fulltrúar á vegum RKÍ alls 8. Tveir hjúkrunarfræðingar fara til starfa á sjúkrahúsum Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir flótta- menn og stríðssærða í Thailandi og Afganistan, framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins er kominn til Grenada í Vestur-Indíum til að að- stoða heimamenn við skipulagn- ingu neyðarvarna og sjálfboðaliði fer til Gojjamhéraðs í Eþíópiu til að vinna að þróunarverkefni sem unn- ið er í samvinnu Rauða kross ís- lands og Rauða kross Eþíópíu. Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, fór nýlega til eyjunnar Grenada í Kara- bíska hafinu til mánaðardvalar þar sem hann mun aðstoða starfsmenn Rauða kross Grenada við að skipu- leggja og efla neyðarvarnaáætlun Rauða krossins sem er hluti af al- mannavörnum landsins. Grenada er sjálfstætt ríki síðan 1974, um 375 ferkm. að stærð og íbúafjöldi rúm- lega 100.000. Grenada hefur á und- anförnum áratugum orðið illa úti í fellibyljum og miðast starf Guðjóns við að þjálfa og undirbúa heima- menn til að mæta slíkuum náttúru- hamförum. Ólafur Guðbrandsson, hjúkrun- arfræðingur, fór 1. júní sl. til Afganistans til starfa í 6 mánuði við sjúkrahús Rauða hálfmánans í Kabúl. Alls vinna nú um 60 útlend- ingar á vegunt Rauða krossins og Rauða hálfmánans við hjálparstörf í Kabúl. Þar er og annar sendifull- trúi RKÍ, Jón Karlsson. Þetta er þriðja ferð Ólafs á vegum Rauða krossins, áður hefur hann tvívegis verið í Thailandi þar sem hann starfaði í búðum fyrir flóttamenn og stríðsærða við landamæri Kambódíu. Helena Jónsdóttir leggur af stað til Eþíópíu 20. júní næstkomandi til ársdvalar í Gojjam-héraði en þar mun hún starfa að verkefni sem unnið er í samvinnu íslenska og eþiópíska Rauða krossins. Verkefn- ið felst í uppbyggingu ungmenna- hreyfingar Rauðakrossdeildar hér- aðsins, kennslu í skyndihjálp og frumheilsugæslu, verndun linda, trjárækt auk þess unnið verður að eflingu fiskveiða í Tana-vatni. Þetta er fyrsta ferð Helenu á vegum Rauða krossins og er hún fjórði sjálfboðaliðinn sem fer til starfa í Gojjam-héraði. Björg Pálsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, fer 2. júlí nk. til starfa í flóttamannabúðum í Thailandi þar sem hún hefur verið ráðin til 6 mán- aða. Björg tekur v'ið af Vigdísi Páls- „A TOLFÆRINGI í Hafnarborg Sumarsýning Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, hefur hlotiö yfir- skriftina „Á tólfæringi". Sú nafngift vísar annars vegar til þeirra tólf listamanna sem nú ýta úr vör all sérstæöri sam- sýningu á verkum slnum og hins vegar til sögu Hafnar- fjaróar, en hér hefur veriö stunduö útgerð allt f rá upphafi byggðar. Þeir listamenn sem fylla hópinn eru: Björg Örvar, Borg- hildur Óskarsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kristbergur Pét- ursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Steingrímsson, Sverrir Ólafsson, Valgerður Bergsdóttir. Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur ritar inngang í sýn- ingarskrá. Þar segir hann m.a. að við fyrstu sýn virðist fátt sameiginlegt með þeim tólf listamönnum sem hér leggj- ast á árar, nema það eitt að þeir hafa allir markað sér sjálf- stæða braut á listasviðinu. Hann segir einnig að ef menn vilji, geti þeir litið á þesr a sýn- ingu sem svipmynd af þeirri fjölbreytni, þvi umburöarlyndi, sem nú setji svip sinn á ís- lenska myndlist, sem og er- lenda. Og að vissulega sé um- burðarlyndi I listum af hinu góða. Sýningin verðuropnuó laug- ardaginn 10. júní og mun standa til 7. ágúst. Opnunartfmi í Hafnarborg er frá kl. 14.00—19.00 alla daga nema þriöjudaga. Kaffistofan í Hafnarborg er opin á sama tíma alla daga. eru nú 4 aðrir íslendingar við hjálp- arstörf á vegum Rauða krossins. Þeir eru: Jón Karlsson, hjúkrunar- fræðingur, sem starfar við sjúkra- hús Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl, Jónas Valdimarsson og Sig- ríður Sverrisdóttir í Gojjam-héraði í Eþíópíu, en Sigríður snýr heim síðla sumars, og Lilja Steingríms- dóttir, hjúkrunarfræðingur, í búð- um fyrir afganska flóttamenn og stríðsærða í Ouetta í Pakistan. Jon Faddis á Sumarhátíð Jazzvakningar Hluti listamannanna sem sýnir í Hafnarborg: Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Axel Björnsson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdótt- ir, Kristbergur Pétursson, Valgerður Bergsdóttir og Magnús Kjartansson. dóttur sem verið hefur þar undan- farna 6 mánuði. Þetta er fyrsta ferð Bjargar á vegum Rauða krossins, en hún hefur áður starfað i Wollo-hér- aði í Eþíópíu á vegum Hjálpar- stofnunnar kirkjunnar. Björg er tuttugasti og þriðji sendifulltrúinn sem Rauði kross íslands sendir til starfa á vegum Alþjóðarauðakross- ins í Thailandi. Auk ofangreindra sendifulltrúa „Ótrúlegt en satt — það eru þrjú ár síðan bandarísk djazz- hljómsveit hefur leikið á ís- landi. Þann 12. júní verður ráð- in bót á því og mun kvartett trompetsnillingsins Jon Fadd- is leika á tónleikum í íslensku Óperunni. Það er Jazzvakning sem stendur fyrir þeim tón- leikum í samvinnu við Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna á íslandi," segir í fréttatilkynn- ingu frá Jazzvakningu. Jon Faddis er einn fremsti trompetleikari djassins um þessar mundir. Hann er 36 ára og hóf feril sinn í rýþmablús hljómsveitum. Átján ára gamall fórhann að blásaí stór- sveit Lionel Hamptons og seinna lék hann með Thad Jones/Mel Lewis sveitinni, Charles Mingus og Gil Evans. Þegar Faddis var 15 ára gamall hitti hann mestaáhrifa- vald í tónlist sinni, Dizzy Gillespie. Hann lærði mikið af Dizzy og samvinna þeirra hef- ur verið náin I gegnum tíðina. Þegar Dizzy varð sjötugur fyrir tveimur árum fékk hann Fadd- is til að gerast tónlistarstjóra sinn. Faddis kom á fót stór- sveit sem þeir Dizzy ferðuðust með um heimsbyggðina og héldu eina lengstu afmælis- veislu sem sögur fara af. Tækni Jon Faddis er með óllkindum. Hann hefur full- komið vald á trompetnum og leikur sér að því að leika hvað sem er á hæsta tónsviði. Þeg- ar Pabloútgáfan bauð Oscari Petersyni að hljóðrita fimm dúósklfur með jafnmörgum trompetleikurum valdi Oscar: Dizzy Gillespie, Roy Eldridge, Clark Terry, Harry Sweets Edinson og Jon Faddis. Það var mikill heiður fyrir hinn unga svein að komast í hóp hinna útvöldu. Fyrir utan djassleik hefur Jon hljóðritað með Rolling Stones, BillyJoel.ChakaKahn og Julian Lennon — en það verður hinn ómengaði djass kryddaður blús sem ríkir í ís- lensku Óperunni mánudags- kvöldið 12. júní. Með Jon Faddiseru píanist- inn Renee Rosner, en fyrsta skífa hennar er brátt væntan- leg hjá Blue Note, bassaleikar- inn Phil Bowlersem m.a. hefur hljóðritað með Wynton Mar- shalis og trommarinn Lewis Nash, sem leikið hefur meö Sonny Rollins jafnt sem Bran- ford Marshalis og leysti Dannie Richmond af í Pullen/ Adams kvartettnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í Óperunni og forsala að- göngumiðaer í Hljóðfærahús- inu (Sklfunni) á Laugavegi. Edda Jónsdóttir sýnir í Nýhöfn Edda stundaöi nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla íslands og Rijksakademie van Beeldende Kunsten 1968;78. Þetta er ellefta einkasýning Eddu en hún hefureinnig tekið þátt í fjöldasamsýningaog al- þjóðlegra grafísksýninga hér heima og erlendis, þar sem hún hefur unnið til verðlauna, svo sem í Bradford 1982 og Fredrikstad 1984. Edda Jónsdóttir opnar sýn- ingu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 10. júni kl. 14-16. Á sýningunni eru myndir unnar með vatnslit, olíukrít og blýanti. Myndirnar eru flestar unnar á síðastliðnum vetri en þá dvaldi Edda í Kjarvalsstofu í Parls um tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.