Alþýðublaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 1
mynd: E.ÓI. Kominn til Jóhönnu: Baráttumálum jafnaðarstefnunnar er betur borgið í hinni nýju hreyfingu en í Alþýðuflokknum, segir Ágúst Einarsson. Með þeim á myndinni er Ögmundur Jónasson sem bæði er orðaður við fram- boð Jóhönnu og Alþýðubandalagið. Alþýðuflokkurinn á Suðurlandi: „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort prófkjör verður viðhaft við röðun á framboðslista," sagði Sólveig Adólfsdóttir í Vest- mannaeyjum, formaður kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins á Suðurlandi í samtali við blaðið. Ami Gunnarsson skipaði fyrsta sæti listans við síðustu kosningar. Meðal þeirra sem em orð- aðir við 1. sæti listans nú em Eyjamennimir Guðmundur Þ. B. Ol- afsson og Rúnar Bergvinsson. Þeir vildu ekki ræða málið að svo stöddu. Alþýðuflokkurinn náði ekki inn manni í kjördæminu 1991. Skömmu fyrir kosningar var Ami inni sem þingmaður samkvæmt könnunum. Alþýðubandalagsfólk hóf þá loka- sprett sem nægði til að tryggja Margr- éti Frímannsdóttur þingsæti. Nú em hinsvegar væringar meðal Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu. Sólveig sagðist hafa haft samband við alþýðu- flokksfólk vítt og breitt um kjördæm- ið og hefðu allir sagst ætla að halda tryggð við Alþýðuflokkinn. Hún hefði ekki heyrt um neinn sem ætlaði að fylgja Jóhönnu úr flokknum. Einsog gengur 2 Fótgönguliði R-listans svarar Agli Helgasyni 3 Ólafur Jóhann Ólafsson Hvernig er hann? 7 338 mi ! í gær voru átta ár síðan lottóið hélt innreið sína til ís- lands. Á þeim tíma hafa selst hvorki meira né minna en 200 milljón raðir - og þær hafa skilað meira en tveimur milljörðum króna í beinhörðum tekjum til eigenda íslenskrar getspár. íþróttasamband islands hefur fengið í sinn hlut heilan milljarð króna, Öryrkjabandalagið um 900 milljónir og Ungmennafélag Íslands um 300 milljónir. En það hafa fleiri dottið í lukkupottinn: 338 íslendingar hafa orðið milljónamæringar á þessum átta árum með því að fá þann stóra. í gær voru teknir í notkun nýir og fullkomnari lottókassar, sem bæði eru fljótvirkari og örugg- ari en þeir gömlu. Lottóliðið var þessvegna að störfum í söluturninum Gerplu við Skólavörðustíg, þarsem fyrsti nýi kassinn var settur upp. Samfylking vinstri manna er ur sögunni - segir Steingrímur J. Sigfússon, en neitar ásökunum Sveins Allans Morthens um að hann hafi ekki viljað samvinnu á vinstri væng. „Þetta er einfaldlega rangt hjá Sveini Allan Monhens," sagði Stein- grímur J. Sigfússon í gær. I Alþýðu- blaðinu í gær var haft eftir Sveini Allan Morihens að Steingrímur hefði ekki viljað vinna að samfylk- ingu vinstri manna fyrir kosningar, heldur boðað ómengaða G-lista. Sveinn Allan sagði að þessi afstaða varaformanns Alþýðubandalagsins hefði ráðið úrslitum um það, að hann sagði skilið við flokkinn og gekk til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur. „Við Olafur Ragnar vorum alveg sammála í þessum efnum, við leituð- um eftir samvinnu við önnur öfl og lokuðum engum dyrum. Það eina sem ég sagði, var að ntér virtist sem aðrir flokkar væru ekki tilbúnir til samvinnu," sagði Steingrímur. Hann sagði að ekki væri hægt að „snúa sögunni við“ með því að halda því fram að Alþýðubandalagið hefði ekki viljað sam- j vinnu. Ólafur I Ragnar Grímsson | hefur sakað Jó- hönnu um „lág- j kúruleg vinnu- brögð og bak- tjaldamakk". í samtalinu við Al- þýðublaðið tók |_______________ Steingrímur undir vinnubrögð Jó- gagnrýni Olafs hönnu eru ekkj Ragnars.,Egverðnó skemmti. að sef)a’ ÞV| rmð- |e se jr stejn. ur, að mer finnst , vinnubrögð Jó- 9rlmur- hönnu ekki nógu skemmtileg. Ef hún hefði tilkynnt okkur fyrir þremur eða Ijórunt vikum að hún sæi ekki for- sendur til samstarfs, þá hefði það verið annað mál. En einsog þetta hefur þróast, þá get ég ekki annað en tekið undir að vinnubrögð hennar hafa alls ekki verið nógu skemmti- leg. Hún hélt öllu volgu en gerði aldrei neitt.“ Aðspurður sagði Steingrímur að sér fyndist þróun síðustu daga sýna ótvírætt að samfylkingaráform fyrir kosningar væru nú úr sögunni. „En það er ekki við okkur að sakast í þeim efnum. Aðalatriði málsins er að viðræður komust aldrei af stað í neinni alvöm. Það var ljóst alveg síðan í vor að Al- þýðubandalagið var tilbúið að skoða alla möguleika. Fljótlega lýsti Fram- sókn því yfir að hún væri ekki til í samfylkingu og síðan fylgdi Kvennalistinn í kjölfarið. Eftir stóð- unt við og Jóhanna. Margir forystumenn Alþýðu- bandalagsins höfðu af fyrra bragði samband við Jóhönnu - cn hún tal- aði aldrei við okkur,“ sagði Stein- grímur. Ágúst Einarsson gengur úr Alþýðuf lokknum Farinn til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur. Verður líka félagi í nýstofnaðri „málfundadeild“ Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. „Já, ég hef ákveðið að ganga til liðs við hreyfingu Jóhönnu Sig- urðardóttur. Það er augljóst að menn starfa ekki á tveimur pólit- ískum vígstöðvum og ég hef því sagt mig úr Alþýðuflokknum,“ sagði Agúst Einarsson prófessor í samtali við Alþýðublaðið í gær. Agúst hefur verið í stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, en vék úr stjórn á aðalfundi í fyrra- kvöld. Hann var þingmaður Al- þýðuflokksins á Suðurlandi 1978-79. A aðalfundinum var lögum fé- lagsins breytt, og stofnað til sér- stakrar „málfundadeildar“. Að- ild að deildinni geta átt bæði óflokksbundnir og félagar í öðr- um stjórnmálaflokkum. I samtali við Alþýðublaðið sagði Margrét S. Björnsdóttir, sem verið hefur formaður FFJ og situr áfram í stjórn, að með málfundadeildinni væri aðeins verið að festa í lög það fyrirkomulag sem í reynd hefði verið við lýði. „Við höfum fjölda manns á póstlista sem ekki er í flokknum, en sem við sendum fundarboð og þessháttar,“ sagði Margrét. Aðspurður um meginástæður þess, að hann segir nú skilið við Alþýðutlokkinn sagði Agúst: „Eg held að baráttumálum jafnaðar- stefnunnar sé betur borgið í hinni nýju hreyfingu en í Alþýðu- flokknum.“ Agúst sagði að væntanlega yrði boðið fram í öllum kjördæmum, en sagði að ekkert hefði verið ákveðið með einstaka frambjóð- endur. Hann hefur verið orðaður við efsta sætið á lista hins nýja flokks á Reykjanesi en sagði að ekkert væri ákveðið í þeim efn- um. En hvenær verður hreyfing- unni formlega hleypt af stokkun- um: „Eg get ekki tímasett það, en það verður mjög bráðlega,“ sagði Agúst Einarsson að lokum. Bubbi: Hver sagði að ég styddi Ingibjörgu Sólrúnu? 7 „Ljónið öskrar" Pallborð Magnúsar Árna 4 Væringar á vinstri væng Leiðari 2 Framboðsmál skýrast f Ijótlega Alþýðuflokksfólk fylgir ekki Jóhönnu, segir Sól- veig Adólfsdóttir formaður kjördæmisráðsins. Hvað er ein helför milli vina?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.