Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 1
Rakalaus þvættingur Alþýðubandalagsins Við höfum ekki falsað neinar tölur né staðreyndir -segir Jón Baldvin Hannibalsson um fölsunarkenningar Alþýöubandalagsins varðandi ávinning af EES- samningum og skýrslu Háskólans um áhrif ESB-aöildar. „Við höfum ekki falsað neinar töl- ur né staðreyndir. Þjóðhagsstofnun staðfestir orð okkar um ávinning af aðildinni að EES og við höfum ekki túlkað með neinum hætti niðurstöð- ur Hagfræðistofnunar Háskólans um ávinning neytenda af ESB-aðild. Ásakanir Alþýðubandalagsins um falsanir eiga ekki við nokkur rök að styðjast," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, á blaða- mannafundi á föstudaginn. Forystumenn Alþýðubandalags- ins bera Alþýðuflokknum á brýn að hafa haft uppi blekkingar um áhrif aðildar Islands að EES og áhrif að- ildar að ESB á hag neytenda. Al- þýðubandalagið sendi út dreifibréf þessu til áréttingar undir yfirskrift- inni Tölulegar falsanir Alþýðu- flokksins. Jón Baldvin og Ossur Skarphéðinsson umhverfisráðherra hröktu fölsunarkenningar Alþýðu- bandalagsins lið fyrir lið á blaða- mannafundinum og lýstu því yfir að hér væri um rakalausan þvætting að ræða. „Alþýðuflokkurinn hefur aldrei fullyrt að um magnaukningu hefði verið að ræða á útflutningi til landa EES. Við höfum sagt að þar hafi verið um verðmætaaukningu að ræða. í tilkynningu sem Þjóðhags- Jóhanna Sigurdardóttir í ham í Kolaportinu Steytti hnefann og strunsaði á dyr - segir Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður sem átti orðastað við formann Þjóðvaka um helgina. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins og Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra hröktu fölsunarkenningar Alþýðubanda- lagsins lið fyrir lið á blaðamannafundinum. A-mynd: E.ÓI. stofnun var að senda frá sér er stað- fest að þrátt fyrir samdrátt í afla- magni hafi aukning á verðmæti út- flutnings sjávarafurða numið 8,9% á síðasta ári. Alþýðubandalagið segir að vægi útflutnings til EES svæðis- ins hafi ekki aukist. Þetta er rangt eins og Þjóðhagsstofnun hefur stað- fest,“ sagði Jón Baldvin. Alþýðubandalagið segir Alþýðu- llokkinn dreifa fölsuðum upplýsing- um um að við aðild okkar að ESB lækki matarverð hérlendis um 35- 45%. Þetta sé byggt á úreltum út- reikningum Hagfræðistofnunar Há- skólans. Þeir Jón Baldvin og Össur sögðu að skýrsla Hagfræðistofnunar, sem unnin var fyrir ríkisstjómina, hefði verið birt í desember síðast liðnum. Alþýðuflokkurinn hefði engu bætt við þær upplýsingar sem þar kæmu fram. En í tengslum við umræðum um framkvæmd GATT skuldbindinga hafi utanríkisráðu- neytið látið fara fram athugun á 10 tegunda matarkörfu í nokkrum borg- um í Evrópu. Þar kemur eftirfarandi í ljós: Matarkarfa frá Hagkaup með þessum 10 vörutegundum kostar 4.460 krónur. I Kaupmannahöfn kostar hún 3.326 krónur eða 25% minna en í Hagkaup. I Bonn reyndist karfan 24% undir Hagkaupsverði, í London 50% ódýrari, í Stokkhólmi 34% undir Hagkaupsverði og 15% ódýrari í Osló. I þessari matarkörfu eru lamba- læri, nautahakk, kjúklingar, kartöfl- ur, sveppir, tómatar, agúrkur, smjör, osturogjógúrt. „Ég spurði Jóhönnu Sigurðar- dóttur saklausrar spumingar þarna í Kolaportinu, en hún steytti þá að mér hnefann og kallaði að sjálfslæðis- mönnum yrði ýtt út úr forsætisráðu- neytinu. Aðþvíbúnu strunsaði hún á dyr og Mörður Árnason í humátt á eftir," sagði Guðmundur Hall- varðsson alþingismaður í gær í sam- tali við Alþýðublaðið. Frambjóðendur hafa víða verið að kynna stefnuskrár flokkanna að und- anfömu og taka kjósendur tali. Ýms- ir hafa lagt leið si'na f Kolaportið um helgar þessara erinda enda jafnan margmenni á staðnum. Það vakti at- hygli fólks í Kolaportinu á dögunum að Jóhanna Sigurðardóttir virtist fok- reiðast einhveijum orðum sem Guð- mundur Hallvarðsson beindi til hennar og gerðist hávær venju frem- ur. En hvað sagði Guðmundur sem kom Jóhönnu svo úr jafnvægi? „Ég spurði bara hvemig henni gengi að veiða reikandi sálir í það pólitíska net sem hún lagði í Kola- Guðmundur Hallvarðsson: Ég spurði bara hvernig henni gengi að veiða reikandi sálir í það pólit- íska net sem hún lagði í Kolaport- inu. portinu. Þá fékk ég hnefann á loft og þetta svar. Það var fullt af fólki sem heyrði þetta og það kom þvf á óvart hve hún brást harkalega við. Mér varð að orði að það væri eins og Jóhanna Sigurðardóttir: Steytti að Guðmundi Hallvarðssyni hnef- ann og kallaði að sjáifstæðis- mönnum yrði ýtt út úr forsætis- ráðuneytinu. A-mynd: E.ÓI. þessi kona hefði verið að byrja í pól- itík í gær. En líklega hefur þetta ver- ið eitthvert pólitískt fúanet sem hún lagði og það ekki haldið neinu,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson. Ólafur Ragnar klúðrar kosninga- baráttunni Leiðari 2 Gat ekki varist lengur og baðst lausnar Önnur sjónarmið 2 Menningarstefna er nauðsyn Mapnús Árni Magnússon 3 Villtir á Vefnum í heimsókn hjá þremur konum Molar 3 Vesturveldin þvo hendur sínar af Eystrasaltslönd- unum Vvtautas Landsbereis 4 Áhugaleikhús á Akureyri með at- vinnuleikurum Leiklistardómur 4 & 5 Sögumannakvöld: Heilmikil von með mannskepnuna Evvindur Eiríksson 5 Ólafur Ragnar Grímsson segist langt kominn með gerð málefnasamnings nýrrar vinstri stjórnar. Jón Baldvin Hannibalsson „Fimmta rikisstjórnin sem hann myndar í geðshræringarköstum" „Vondar niðurstöður skoðana- kannanna koma Ólafi Ragnari Grímssyni alltaf úr jafnvægi. Hann grípur þá til örþrifaráða og endar nreð því að skjóta sig í fótinn. Þetta mun vera fimmta ríkisstjómin sem hann myndar í geðshræringarköstum á kjörtímabilinu og sennilega alvar- legasta glappaskotið sem hann hefur gert til þessa í kosningabaráttunni. Hins vegar er þetta fundið fé fyrir Davíð Oddsson sem nú mun heimta málefnasamninginn á degi hverj- um,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra og formaður Alþýðutlokksins, í gærdag í samtali við Alþýðublaðið. I sjónvarpsþætti á sunnudaginn lýsti Ólafur Ragnar Grímsson því yf- ir að hann væri langt kominn með að koma saman málefnasamningi nýrr- ar vinstri stjómar sem gæti tekið við völdum fyrir páska. Atriðaskrá fyrir fyrstu hundrað daga slíkrar stjórnar væri á lokastigi. „Þetta útspil Ólafs Ragnars um stjómarmyndun og málefnasamning fyrir kosningar bendir til þess að skoðanakannanir að undanfömu um minnkandi gengi Alþýðubandalags og óháðra hafi komið honum úr jafn- vægi. Hér eftir verður ekki aftur snú- ið og nú verður hann að gjöra svo vel og birta málefnasamninginn sem Ólafur Ragnar Grímsson: Hefur gert alvarlegasta glappaskotið til þessa. Skaut sig í fótinn. hann hefur sem pólitískur verktaki tekið að sér að semja fyrir Halldór Ásgrímsson og Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Reyndar vekur það athygli að Jóhönnu tókst ekki þrátt fyrir harða hríð að toga það út úr honum að hann útilokaði stjóm með Sjálf- stæðisflokknum. Þar með er stórt spumingarmerki aftan við útspilið. Ólafur Ragnar kýs að leika tveimur skjöldum að venju,“ sagði Jón Bald- vin. „Þótt við þekkjum vel forrit Al- þýðubandalagsins þá verður fróðlegt Davíð Oddsson: Fundið fé. Mun segja að eina leiðin verði nú að styrkja Sjálfstæðisflokkinn. að sjá málefnasamninginn og fá að heyra við hverja hann hefur haft samráð um skriftimar. Það vekur til dæmis athygli f stefnuplöggum Al- þýðubandalagsins um vinstra vorið að það verður seint sumar í ríkisfjár- málum eftir það vor. Plaggið hljóðar upp á rúmlega 20 milljarða aukin út- gjöld fyrir ríkissjóð og atvinnuveg- ina. Þar með væri stöðugleikinn, hin lága verðbólga, samkeppnisstaða fyrirtækjanna, vonir um vaxtalækk- anir og nýtt framfaraskeið í atvinnu- lífinu nokkum veginn fyrir bí. Það Halldór Ásgrimsson: Eineggja tví- buri Þorstein. Hefur hann Ólaf Ragnar sem pólitískan verktaka? verður fróðlegt að sjá og heyra hvort hinir gleypi við forritinu," sagði Jón Baldvin ennfremur. „Davíð Oddsson mun auðvitað nota þetta til þess að segja að eina leiðin til þess að fyrirbyggja þessa martröð sé að efla Sjálfstæðisflokk- inn. En í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins á sunnudaginn er afhjúpað með eftirminnilegum hætti um hvað þessar kosningar snúast í raun og vem. Morgunblaðið segir einfald- lega að þeir tveir flokkar sem mest em bundnir sérhagsmunaaðilum í Jóhanna Sigurðardóttir: Fær ekki Ólaf Ragnar til að viðurkenna að hann útilokaði stjórn með Sjálf- stæðisflokki. þessu þjóðfélagi, það er að segja Framsóknarflokkurinn og framsókn- ararmur Sjálfstæðisflokksins, liggi undir stöðugum þrýstingi við að við- halda því sem úrelt er í íslenskum stjómmálum og á að heyra til fortíð- arinnar. Það er úrelt landbúnaðar- stefna, úrelt byggðastefna og þrýst- ingur um að leysa hvers manns vanda með nýju sjóðasukki. Það er varðstaða um óbreytt kvótakerfi þar sem þjóðinni má vera ljóst að þeir Þorsteinn Pálsson og Halldór Ás- grímsson ero í því máli eins og ein- Þorsteinn Pálsson: Eineggja tví- buri Halldórs í að mynda varð- stöðu um óbreytt kvótakerfi. eggja tvíburar. Áframhaldandi mis- vægi atkvæðisréttar mun innsigla samstöðu þessara íhaldsafla nái þeir saman. Kjami málsins er þessi: Ef Al- þýðuflokkurinn kemur veikari út úr þessum kosningum en hann var er það ávi'sun á næsta stjómarmynstur. Framsóknaröflin í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki renna saman um óbreytt ástand. Það er hin raunvem- lega martröð fyrir fijálslynda og um- bótasinnaða kjósendur á Islandi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.