Vísir - 25.07.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 25.07.1977, Blaðsíða 1
Allt um íþrótto- viðburði helg- arinnor í dag fsland hafnaði í 2. sœti Frá Birni Blöndal, fréttamanni Vísis á Kalott- keppninni í Satkomo í Finnlandi: Islenska landsliöiö i frjálsum iþróttum náöi 2. sæti i hinni ár- legu Kalott-keppni sem fór fram hér um helgina. Sá sigur byggöist fyrst og fremst á ágætri frammi- stööu kvennaliösins sem hafnaöi i 2. sæti i kvennakeppninni, en i karlakeppninni varð Island i þriöja sæti. Finnska liðiö sem var mjög sterkt hér á heimavelli sigr- aði 1 kvennakeppninni hlaut 146 stig, tsland 138, Noregur 124,5 og Sviar ráku lestina með 105 stig. Finnarnir sigruöu einnig i karlakeppninni, þeir hlutu 220 stig, Norðmenn voru með 168,5 stig, ísland 164 og Sviar með 142,5 stig. Samtals hlaut finnska liðið 366 stig, ísland 302, Noregur 293, og Sviþjóð 243 stig. Tvö tslandsmet voru sett i keppninni. Óskar Jakobsson gerði sér litið fyrir og bætti met sitt i spjótkastinu úr 75,86 metrum i 76,32 metra, og þaö þótt hann æfi þessa grein sama og ekkert. Þá bætti Sigrún Sveinsdóttir met sitt i 400 metra grindahlaupi, hljóp á 65,1 sek og varð i þriðja sæti. Thelma litla Björnsdóttir vakti mikla athygli hér fyrir frammi- stöðu sina i 3000 metra hlaupinu, og þessi kornunga stúlka — 13 ára — setti glæsilegt telpna- og meyjamet, hljóp á 10,33,2 min og hafnaði i 6. sæti. Sænsk stúlka sem fylgdi henni eftir nær allt hlaupið ætlaði fram úr Thelmu i siðasta hringnum, en það var sama hvað sú sænska bætti við sig, alltaf lumaði Thelma á meiri krafti og hún hreif áhorfendur með dugnaði sinum. Þess má geta að hún er á fyrra ári i telpna- flokki, svo að framtiðin er björt hjá þessari ungu hlaupadrottn- ingu okkar. Vilmundur Vilhjálmsson sýndi á mótinu hversu gifurlega sterkur hann er orðinn, og hann sigraði með yfirburðum i 100 metra hlaupinu. Hann fékk timann 10,4 sek, en næsti maður var Sigurður Sigurðsson sem hljóp á 10,9. Þá var Vilmundur hinn öruggi sigur- vegari i 200 metra hlaupi, hljóp á 21,5. Vilmundur var einnig á ferðinni i 400 metra hlaupinu þar sem hann varð i 2. sæti eftir hörku- keppni og fékk timann 48,0. Og Vilmundur var i boðhlaupssveit- unum bæöi i 4x100 og 4x400 metr- um. í 4x100 metrum sigraði is- lenska sveitin örugglega, og jafn- aði Islandsmetið. Sveitina skip- uðu auk Vilmundar þeir Sigurður Sigurðsson, Magnús Jónasson og Björn Blöndal. 1 4x400 metra hlaupinu varð is- lenska sveitin i 2. sæti eftir hörku- keppni við Finna, islenska sveitin fékk timann 3,18,8, en sú finnska 3,18,0 minútur. Einvigi Hreins Halldórssonar og hins fræga finnska kúluvarp- ara Stalberg var hápunktur keppninnar, og Finninn sterki bar sigur úr býtum, kastaði 20,48 metra. Hreinn kastaði 19,81 sem er nýtt Kalott-met, en Stalberg keppti aðeins með sem gestur. Ingunn Einarsdóttir var mikið i sviðsljósinu eins og vænta mátti og var drjúg við að hala inn stig- in. Hún sigraði i 100 metra grindahlaupi á 14,4 sek. sem er Kalott-met, og þar náði Lára Sveinsdóttir öðru sætinu með mikilli hörku, fékk timann 14,5 sek. 1 100 metra hlaupinu sigraði Ingunn einnig fékk timann 12,1 og Sigurborg Guðmundsdóttir kom skemmtilega á óvart, fékk tim- ann 12,5 sek. — og fjórða sæti. Þá var Ingunn i öðru sæti i 200 metra hlaupinu er hún hljóp á 24,8 sek. og Sigurborg hreppti þriðja sætið, fékk timann 25,6 sek. Ingunn var hinsvegar öllum sterkari i 400 metra hlaupinu, fékk timann 55,7 sek. og enn náði Sigurborg i dýrmæt stig, hafnaði I 4. sæti á 58,1 sek. Ingunn keppti einnig i lang- stökki og varð þar i 5. sæti með 5,22 metra stökk, en Lára Sveins- dóttir varð þriðja, stökk 5,32 metra. Hundur beit Gunnar Það gekk á ýmsu hjá islensku keppendunum I Kalottkeppninni i Finnlandi um helgina. Eftir iangt og strangt ferðalag til Sotkamo hugðust nokkrir keppendanna hlaupa dálitið úti og liðka sig, og I þeim hópi var Gunnar Páll Jdakimsson. Sennilega hefur Gunnar ekki vitað hvað beiö hans I Sotkamo þetta kvöld, en það var stór og mikill hundur sem veittist aö honum og beit hann hressilega! Gunnari varð þó ekki meint af, og daginn eftir náði hann sinum besta tima i 800 metra hlaupinu Fara til Danmerkur Flestir Islensku keppendanna I Kalott-keppninni koma heim i dag, en nokkrir fara þó til Kaup- mannahafnar og dvelja þar I viku. Það eru tugþrautarmenn- irnir Jón Sævar, Björn Blöndai og Þráinn Hafsteinsson, og fimmtarþrautarkonurnar Ing- unn Einarsdóttir, Maria Guðna- dóttir, og Þórdis Gfsladóttir. Þessi hópur keppir I lands- keppni viö Noreg, Danmörku og Tékkóslóvakfu um næstu helgi. Landinn fámennur! islenská liðið i Kaiott-keppn- inni var langfámennast allra þátttökuliðanna, aðeins 35 keppendur. Hinsvegar voru Norðmcnn fjölmennir, alls 65. Sviar sendu 55 keppendur og Finnarnir voru með 56. Þetta kom sér að sjálfsögðu mjög illa og þurfti t.d. sjúkra- þjálfari liðsins, Halldór Matthiasson, aö bregða sér i iþróttagallann til að ná i stig i 3000 metra hindrunarhlaupinu. Og fleira mætti nefna. Þorvaldur Þórsson keppti i fyrsta skipti á ævinni i sleggju- kasti til að ná stigi, kastaði 21 metra! Jón Sævar varð að hætta I stangarstökkinu þegar hann haföi stokkið 3 metra, vegna þess að hann þurfti að keppa i 110 metra grindahlaupinu á sama tima! \ Og Ingunn var að sjálfsögðu i sveit íslands sem fékk 2. sætið i 4x400 metra boðhlaupinu á 3,53 min. svo að sjá má að hennar hlutur var stór i keppninni. Jón Diðriksson hljóp á sinum besta tima i 800 metra hlaupinu og sigraði, hann fékk timann 1,50,9 min. og Gunnar Páll Jóakimsson náði sinum besta tima 1,51,9 min. og náði 2. sæti. Eru vist örugglega ár og dagar siöan Island hefur átt sigurveg- ara i þessari keppni. Friðrik Þór Óskarsson sigraði i langstökki, stökk 7,08 metra, en i þristökkinu varð hann að gera sér þriöja sætiö að góðu, stökk 14,75 metra. Þórdis Gisladóttir náði i mikil- væg stig þegar hún sigraði i há- stökki, stökk 1,75 metra sem er Kalott-met. Lilja Guðmundsdóttir hreppti 2. sætið i 800 metra hlaupi kvenna eftir mikla baráttu við norska stúlku. Lilja fékk timann 2,09,7 min. en Aðalbjörg Hafsteinsdóttir varð 7. Lilja var einnig á ferðinni i 1500 metra hlaupinu og þar réði eng- inn neitt við hana. Hún fékk tim- ann 4,29 min. Aftur var Aðalbjörg i 7. sæti. Hlutur okkar manna i lang- hlaupunum var ekki stór frekar en venjulega. Ágúst Þorsteinsson setti þó unglingamet i 10 km hlaupinu, fékk timann 32,23 min. Sigfús Jónsson varð i 7. sæti i 5 km hlaupinu og Siguröur Sig- mundsson rak þar lestina, en i 1500 metra hlaupinu varð Jón Diðriksson i fimmta sæti og Agúst Asgeirsson i 6. sæti. Guðrún Ingólfsdóttir varö fimmta i kringlukasti með 36,04 metra og Maria Guðnadóttir 4. i spjótkasti með sinn besta árang- ur, 38,74 metra. 1 hástökkinu varð Guðmundur Guðmundsson 6. með 1,90 metra og Þráinn Hafsteins- son 8. meö 1,85 metra. Þorvaldur Þójsson varð 4. i 400 metra grindahlaupi, en i 110 metra grindahlaupi ráku islensku keppendurnir lestina, Jón Sævar og Björn Blöndal hlutu báöir tim- ann 15,6 sek. Guðrún Ingólfsdóttir sigraði örugglega i kúluvarpi með 12,25 metra kasti, en Erlendi Valdi- marssyni gekk ekki eins vel hér i Finnlandi. Hann kastaði aðeins Óskari Jakobssyni gekk illa i kúluvarpi og kringlukasti á Kallott-leikunum en i spjót- kastinu hleypti hann f sig mikilli hörku og sigraði á glæsilegu islandsmeti. 53,32 metra i kringlukastinu og varð i 2. sæti, Óskar Jakobsson þriðji með 53,22 metra. Báðir talsvert frá sinu besta. 1 sleggjukastinu kastaði Erlendur 50,64 og varö 5. Það gekk þvi á ýmsu hjá is- lensku keppendunum, en á heild- ina litið má vel viö árangurinn una. Gerir Símon Fram að stórveldi í körfunni? Það iná eiginlega orða það þannig að það reki á fjörur Framara I körfuboltanum þessa dagana. Það er ekki á hverjum degi sem félag fær til sin e.t.v. fjóra lands- liðsmenn. Það er nú þegar ákveð- ið að Simon Ólafsson, hinn frábæri leikmaður Armanns, leikur með Fram næsta keppms timabil. Einnig hefur heyrst að landsliðsbakvörðurinn Guðsteinn Ingimarsson, sem lék með U.M.F.N. síðasta vetur, hyggist ganga yfir i Fram og að eigin sögn eru á þvi mjög sterkar lfkur. Einnig er vitað að Geir Þor- steinsson flytur búferlum til höfuðborginnar i haust og höfum við heyrt aö hann hyggist leika annaðhvort með Fram eða Armanni. Sá fjórði sem er að hugsa til brottfarar þessa dagana er Björn Magnússon Armenn- ingur, en heyrst hefur að hann ætli að leika með Fram næsta vetur,en er Visir ræddi við.hann I gærkvöldi vildi hann ekkert um málið segja. Það er þvi ljóst að ef af þessum félagaskiptum verður, þá eru það Armenningar sem verst veröa úti, en þeir Simon og Björn hafa verið með betri mönnum liðsins undanfarið. ,,Ég vil fyrst og fremst kenna rótleysi Simonar sjálfs um af- stöðu hans. Hann veit ekki hvað hann vill. E.t.v. finnur hann eitt- hvað I Fram sem hentar honum, en ég stórefa þaö,” sagði Jón Sigurðsson, fyrirliði Armanns, er Visir ræddi við hann I gærkvöldi um félagaskiptin sem að framan er getið.Ljóst er að fái Framarar alla þessa menn til liös við sig, ætti Gunnari Gunnarssyni U-L þjálfara sem nýlega hefur skrifaö undir samning hjá Fram um þjálfun liðsins næsta keppnis- timabil ekki að verða skotaskuld úr þvi að gera Framliðiö að stór- veldi i íslenskum körfuknattleik I nánustu framtiö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.